Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞETTA eru bara innistæðulausar fullyrðingar, sem eiga engan rétt á sér,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borg- arstjórn og fulltrúi í stjórn Landsvirkjunar, um þá gagnrýni Alfreðs Þorsteinssonar, forseta borgarstjórnar, að með því að greiða atkvæði í stjórn Landsvirkjunar með ráðstöfun Laxár- virkjunar hafi Vilhjálmur unnið gegn hagsmun- um Reykvíkinga. „Það er á engan hátt verið að ganga á hags- muni Reykvíkinga. Það er miklu fremur verið að verja hagsmuni Landsvirkjunar, sem Reykjavík- urborg á 45% í. Það er eins og menn gleymi því. Alfreð Þorsteinsson talar eins og þetta sé bara hættulegur og illvígur keppinautur. Þetta er gert til að gera Landsvirkjun kleift að taka þátt í þeirri samkeppni sem nýskipan raforkumála ger- ir ráð fyrir,“ segir Vilhjálmur. Hann ítrekar að engan veginn sé hægt að halda því fram að verið sé að skaða hagsmuni borgarbúa og bendir á að Landsvirkjun eigi 30% í sölufyrirtæki Landsvirkjunar, Orkubús Vest- fjarða og Rarik og borgin sé þar á meðal vegna 45% eignaraðildar Reykjavíkurborgar að Lands- virkjun. Mat á Laxárvirkjun var fært úr 700 í 1.100 milljónir króna „Þetta mál var tekið fyrir á tveimur fundum í stjórn Landsvirkjunar. Mat á Laxárvirkjun í reikningum Landsvirkjunar er um 700 milljónir en var fært í tæpar 1.100 milljónir króna til samræmis við það mat sem notað var við matið á orkufyrirtækjunum hjá Rarik og Orkubúi Vestfjarða,“ segir hann. „Það var líka beðið um álitsgerð frá lögfræðingi Landsvirkjunar á því hvort stjórninni væri heimilt að ganga til slíks. Mat lögfræðingsins var að stjórn- in hefði heimild til að gera þetta og þá var þetta samþykkt,“ segir hann. Vilhjálmur bendir á að fulltrúar Reykjavík- urlistans í stjórn Landsvirkjunar, Álfheiður Ingadóttir og Helgi Hjörvar, hafi setið hjá við afgreiðsluna. Vilhjálmur segir þetta mál sýna vandræðagang innan R-listans. Þar virðist menn ekki tala saman.Greinilegt sé að Helgi Hjörvar hafi rætt þetta við borgarstjóra, sem hafi hins vegar ekki látið Alfreð Þorsteinsson vita neitt um málið og Alfreð hafi orðið bálillur þegar hann frétti þetta. „Fulltrúar þeirra í Landsvirkjun greiddu ekki atkvæði gegn þessu heldur sátu hjá og fluttu heldur ekki tillögu um að málinu yrði vísað til fulltrúa eigenda, þ.á m. borgarstjórans í Reykjavík. Þetta er bara vandræðaleg uppákoma hjá þeim og þau verða að sitja uppi með hana í stað þess að reyna að koma henni yfir á ein- hverja aðra.“ Vilhjálmur samþykkti tillögu sem afgreidd var í borgarráði í fyrradag þar sem óskað var eftir að stofnun sölufyrirtækis Rarik, Landsvirkjunar og Orkubús Vestfjarða yrði frestað á meðan fram fari skoðun á heimild stjórnar til ráðstöf- unar Laxárvirkjunar. Hann segist telja sjálfsagt og eðlilegt að málið sé skoðað enn frekar ef beð- ið er um það. Ber að gæta hagsmuna fyrirtækisins „Við erum fulltrúar Reykjavíkurborgar í stjórn þessa fyrirtækis og þá ber okkur að sjálf- sögðu að gæta hagsmuna þess fyrirtækis. Þetta mál sýnir líka að sú skipan mála gengur ekki til lengdar í þessu breytta raforkusam- keppnisumhverfi, að Reykjavíkurborg sé 95% eigandi í Orkuveitu Reykjavíkur og 45% eigandi í Landsvirkjun,“ segir hann. Vilhjálmur bætir við að fulltrúar Reykjavík- urlistans hafi ekki einu sinni getað komið sér saman um að selja hlut borgarinnar í Lands- virkjun. ,,Þó svo að Framsókn og Samfylking vildu selja þá vildu Vinstri grænir það ekki og skipti þá engu máli hvaða verð hefði boðist. Þetta söluferli síðasta árið var bara farsi, sem einkennir stjórnsýslu borgarinnar á margan hátt í dag.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vísar á bug gagnrýni Alfreðs Þorsteinssonar Á engan hátt verið að ganga á hagsmuni Reykvíkinga Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson YFIRSTJÓRN Menntaskólans á Eg- ilsstöðum hefur verið gert að fjar- lægja myndavélar á heimavist nem- enda samkvæmt úrskurði Persónu- verndar. Nemandi við skólann kvartaði við Persónuvernd vegna myndavéla á heimavist skólans í ágúst á síðasta ári. Verða þær mynda- vélar fjarlægðar áður en nemendur hefja skólavist næsta haust, en aðrar öryggismyndavélar fá að standa. Í ME eru 14 öryggismyndavélar en tvær af þeim eru ekki í notkun. Þrjár vélar eru utanhúss við innganga í mötuneytis- og heimavistarhús, ein vél er í aðalanddyri heimavistarhúss, ein í tölvuveri skólans og önnur á gangi framan við tölvuver en við þann gang er einnig fjarfundaver skólans og miðstöð tölvukerfis. Ein vél er á gangi sem liggur að heimavist en við þann gang eru kennslustofur og skrif- stofur starfsfólks og nemendafélags. Ein myndavél er í þvottahúsi heima- vistar og beinist hún að inngangi í þvottahúsið. Þá eru ótaldar 4 mynda- vélar á 4 herbergjagöngum hinnar eiginlegu heimavistar. Gangarnir eru opnir í báða enda með tengingum í stigahús. Við þessa ganga eru alls 52 herbergi sem rúma að hámarki 117 nemendur. Fælingarmáttur verulegur Í bréfi sem Helgi Ómar Bragason, skólameistari ME, sendi Persónu- vernd þegar kallað var eftir upplýs- ingum segir að reynslan af öryggis- myndavélunum sé í meginatriðum sú að algjörlega hafi verið tekið fyrir skemmdarverk á vistargöngum og öðru almennu rými. Ekki hafi verið kvartað yfir þjófnaði úr þvottahúsi eftir uppsetningu myndavélar þar. Þjófnaður úr herbergjum nemenda sé nú fátíður og raunar ekki verið til- kynnt um hvarf neinna verulegra verðmæta. Lítil sem engin vandræði hafi verið vegna utanaðkomandi „gesta“ í húsnæði skólans svo líklega sé fælingarmáttur öryggismyndavéla verulegur. „Öryggismyndavélar hafa reynst mikilvæg hjálpartæki fyrir okkur sem berum ábyrgð á húsa- kynnum skólans og yfir 100 ung- mennum á heimavist sem flest eru yngri en 18 ára“ segir Helgi Ómar í bréfi sínu. „Öryggismyndavélarnar geta þó ekki komið í veg fyrir sólar- hringsvöktun öryggisvarða. Fjárveit- ingar til skólans hafa ekki gert það mögulegt að ráða fleira starfsfólk til umönnunar barna/ungmenna á heimavist. Einungis er fjárveiting fyrir einu stöðugildi starfsmanns á heimavist og þar varð engin breyting á við hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár. Við núverandi aðstæður er því ekki um að ræða nein vægari úrræði en þau sem felast í myndavélavöktun þess húsnæðis sem heimavist skólans er hluti af. Skólameistari telur að leggja verði niður heimavist skólans í núverandi mynd ef ekki verður hægt að veita vistarbúum það öryggi sem þeir búa nú við.“ Fjarlægðar fyrir nýtt skólaár Persónuvernd telur að sú rafræna vöktun sem fram fer í þvottahúsi, tölvuveri, anddyrum og utandyra fái staðist samkvæmt reglum. Hins veg- ar fari sú rafræna vöktun sem nú fer fram á göngum heimavistarinnar í bága við ákvæði laga og reglna. Per- sónuvernd hefur því ákveðið að leggja fyrir yfirstjórn skólans að stöðva þá vöktun sem fram fer á göngum heimavistar skólans. Skólameistari telur að ekki sé unnt að verða við fyr- irmælum um stöðvun vöktunarinnar fyrr en með nýju skólaári og er því lagt fyrir skólann að láta af þeirri vöktun sem hér um ræðir áður en nemendur koma á heimavist haustið 2006. Þær sjö eftirlitsmyndavélar sem heimilt er því að nota eru þrjár myndavélar sem eru staðsettar utan- húss, ein myndavél í aðalanddyri, ein myndavél í tölvuveri, ein myndavél í þvottahúsi og ein myndavél sem ætl- að er að vakta hliðarinngang sem not- aður er um helgar. Síðasttöldu myndavélinni skal þó snúið að inn- ganginum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum telur fælingarmátt öryggismyndavéla vera verulegan. Nemandi við Menntaskólann á Egilsstöðum kvartaði til Persónuverndar Gert að fjarlægja mynda- vélar af heimavist skólans Nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum þurfa á næstu önn ekki að þola öryggismyndavélar inni á heimavistinni, en þær hafa verið umdeildar. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is EKKI er marktækur munur milli efstu manna í prófkjöri Samfylking- ar í Reykjavík. Þetta er niðurstaða könnunar, sem Frjáls verslun gerði 31. janúar til 2. febrúar fyrir vef- svæðið heimur.is, á fylgi við fram- bjóðendur í prófkjörinu. Þegar fylgi flokkanna var skoðað kom í ljós að sjálfstæðismenn voru með mest fylgi eða um 48%, Samfylking kom næst með 36%, VG fékk 10%, Framsókn- arflokkur 4% og Frjálslyndi flokk- urinn 2%. Stefán Jón Hafstein fékk mest fylgi í heild eða 36%. Dagur B. Egg- ertsson kom næstur með 33% og Steinunn Valdís Óskarsdóttir var með 31%. Frjáls verslun segir að munurinn sé ekki tölfræðilega mark- tækur á Stefáni og Degi en Steinunn Valdís sé hins vegar með marktækt minna fylgi en Stefán. Dagur nýtur mests trausts Sam- fylkingarmanna eða 41%, Stefán Jón kemur þar næstur með 35% en Steinunn Valdís rekur lestina með 24%. Munurinn á Degi og Stefáni er ekki tölfræðilega marktækur en Steinunn Valdís er hins vegar með marktækt minna fylgi en þeir báðir. Spurt var: Hverju eftirtalinna treystir þú best til að leiða lista Sam- fylkingarinnar í Reykjavík: Degi B. Eggertssyni, Stefáni Jóni Hafstein eða Steinunni Valdísi Óskarsdóttur? Samtals voru 406 spurðir. Um 32% vildu ekkert þeirra, voru óviss eða neituðu að svara. Óvissan er +/- 5% en +/- 10% þegar aðeins var miðað við stuðningsmenn Samfylkingar. Varðandi fylgi flokkanna fengi Sjálfstæðisflokkurinn 8 borgarfull- trúa og hreinan meirihluta í borginni samkvæmt könnuninni. Samfylking- in fengi sex menn og VG einn. Prófkjör Samfylkingar í Reykjavík Ekki mark- tækur mun- ur milli efstu manna ♦♦♦ SMYRIL Line, sem gerir út ferjuna Norrænu, hefur sagt upp sjö úr áhöfninni. Um er að ræða fjóra vél- stjóra og þrjá aðra starfsmenn, að því er fram kemur í blaðinu Nord- lys. Hendrik Egholm, sölu- og mark- aðsstjóri Smyril-Line, sagði við Morgunblaðið, að eftir taprekstur síðustu ára þyrfti að skera niður ýmsan kostnað. Sjö manns hefði verið sagt upp en í áhöfninni eru nú rúmlega 50 manns. Egholm sagði að á tímabilinu apr- íl til september yrði fjölgað í áhöfn- inni á ný, enda væri það mesti anna- tíminn í rekstrinum. Enginn Íslendingur væri nú í áhöfninni en ávallt væru nokkrir ráðnir á sumrin. Hann sagði stjórnendur Smyril- Line vera bjartsýna á að Norræna myndi skila hagnaði í ár. Mikil aukning hefði orðið á sölu farmiða, sér í lagi til Íslands. Íslensk ferða- þjónusta mætti eiga von á mun fleiri ferðamönnum með Norrænu í ár en á síðasta ári. Uppsagnir á Norrænu en aukin sala til Íslands ♦♦♦ JEPPABIFREIÐ var ekið á hross rétt sunnan við Hvammstanga í gærmorgun. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni á Blönduósi hljóp hrossið fyrir bílinn í rökkrinu og var árekstur þeirra býsna harð- ur og aðkoman slæm. Þurfti að af- lífa hrossið. Töluverðar skemmdir urðu á bifreiðinni en ökumann hennar sakaði ekki. Hross hljóp fyrir bíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (04.02.2006)
https://timarit.is/issue/284121

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (04.02.2006)

Aðgerðir: