Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 39 FRÉTTIR VEGNA umfjöllunar íslenskra fjöl- miðla í kjölfar dómsúrskurðar um skipun í embætti sendiráðsprests í London, samþykkti safnaðarnefnd íslenska safnaðarins í London eft- irfarandi yfirlýsingu á fundi sínum 31. janúar síðastliðinn. „Við viljum lýsa því yfir að við telj- um að sú ákvörðun að velja séra Sig- urð Arnarson í embætti sendiráðs- prests hafi verið rétt og í samræmi við vilja og þarfir safnaðarins. Meðal safnaðarfólks ríkir mikil ánægja með störf séra Sigurðar. Við lögðum ríka áherslu á það á sínum tíma að þjónandi prestur hér í London hefði sérmenntun í sálgæslu og færðum rök fyrir því, enda var starfið aug- lýst undir þeim formerkjum sérstak- lega. Söfnuðurinn eða fulltrúar hans hafði síðan hvorki tillögu- né ákvörð- unarrétt um ráðningu í embættið eins og tíðkast við ráðningu presta í prestsembætti á Íslandi. Við erum þakklát biskupi fyrir all- an hans velvilja og stuðning við starf okkar hér og höfum hvergi í máls- meðferðinni séð neitt sem bendir til þess að vensl milli biskups og prests- ins okkar hafi haft áhrif á ráðningu hans í starfið. Þvert á móti teljum við að biskup hafi lagt sig í líma við að koma hvergi nálægt þessari ráðn- ingu. Hins vegar mislíkar okkur mjög að sjá varla nafn séra Sigurðar svo nefnt í fjölmiðlum að ekki fylgi viðskeytið ,,tengdasonur biskups“ þar á eftir. Við teljum að sr. Sig- urður eigi ekki að njóta fjölskyldu- tengsla sinna í starfi en hann á ekki að þurfa að gjalda þeirra heldur. Það eru sjálfsögð mannréttindi að leita réttar síns ef fólk telur að á sér hafi verið brotið. Hins vegar er mið- ur að það skuli gert með því að lítils- virða störf og menntun annarra ein- staklinga. Við viljum ítreka enn og aftur ánægju íslenska safnaðarins með störf séra Sigurðar Arnarsonar og þakklæti okkar fyrir að fá að hafa hann hér hjá okkur sem starfandi prest.“ Safnaðarnefnd íslenska safnaðar- ins í London skipa Guðrún Jensen formaður, Björg Þórhallsdóttir varaformaður, Steindóra Gunn- laugsdóttir ritari, Andrew Cauthery gjaldkeri, Erla Kiernan meðstjórn- andi, Björg Árnadóttir varamaður, Ragna Erwin varamaður, Jón Gunn- ar Jónsson varamaður, Pétur Ein- arsson varamaður og Guðrún Eyj- ólfsdóttir varamaður. Greinargerð safnaðarnefndar Safnaðarnefnd íslenska safnaðar- ins í London sendi Morgunblaðinu einnig greinargerð í tilefni af stefnu sr. Sigríðar Guðmarsdóttur gegn biskupi Íslands. „Vorið 2003 komum við í Safnað- arnefnd íslenska safnaðarins í Lond- on saman til að ræða væntanlega ráðningu safnaðarprests, þar sem sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson hafði verið kjörinn vígslubiskup að Hólum í Hjaltadal. Safnaðarnefndin hefur hvorki tillögu- né ákvörðunarrétt um ráðningu safnaðarprests. Þrátt fyrir það sá nefndin ástæðu til að ræða ítarlega þá eiginleika sem nýr prestur yrði að hafa og þær kröfur sem gera þyrfti til embættis hans vegna þeirrar miklu sérstöðu sem starf safnaðarprestsins felur í sér. Gerð var þarfagreining og nákvæm úttekt á því starfi sem við töldum að prestur þyrfti að rækja meðal ríf- lega 2.500 Íslendinga, sem búa hér á Bretlandseyjum, og fer sífellt fjölg- andi. Þess var farið á leit við Bisk- upsstofu að tekið yrði tillit til þess- arar greiningar þegar starfið yrði auglýst og ráðið yrði í stöðuna. Af okkar hálfu var lögð sérstök áhersla á að nýr prestur hefði sérmenntun í sálgæslu, líkt og fyrirrennari hans, sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, hafði, vegna margvíslegra fé- lagslegra aðstæðna Íslendinga sem hér búa. Í tuttugu ár gegndi sr. Jón Að- alstein Baldvinsson stöðu safnaðar- prests í London og byggði upp safn- aðar- og kórstarf sem hafði mikla og varanlega þýðingu fyrir Íslendinga og fjölskyldur þeirra á Bretlandi. Sr. Jón sinnti störfum sínum hér af ein- stakri alúð og þegar ljóst var að hann myndi láta af störfum sýndist okkur að erfitt gæti reynst að finna jafn hæfan einstakling til starfsins. Það hefur þó komið í ljós að arftaki hans, sr. Sigurður Arnarson, hefur á skömmum tíma unnið sér almenna hylli meðal þeirra sem tengjast ís- lenska söfnuðinum og lagt fram drjúgan skerf til þess að tryggja samheldni og samkennd innan hans með áhuga sínum, heilindum og um- hyggju. Við teljum að heima á Ís- landi geri fólk sér ekki almennt grein fyrir því hversu mikla þýðingu preststarfið hér í London hefur fyrir þá tilfinningu að vera Íslendingur, fyrir þá sem búa við það hlutskipti að dvelja langdvölum fjarri ættingj- um og vinum á Íslandi. Annar umsækjenda um prests- starfið í London, sr. Sigríður Guð- marsdóttir, hefur höfðað mál gegn biskupi Íslands þar sem fullyrt er að réttum formreglum við skipun í embættið hafi ekki verið fylgt og brotið hafi verið gegn jafnréttislög- um. Við teljum að þessi ákæra geti ekki átt við rök að styðjast,enda þótt við sjáum ekki tilgang í því að rök- ræða þá hlið málsins þar sem söfn- uðurinn hefur ekki bein afskipti af skipun prests í embætti safnaðar- prests í London. Á hinn bóginn fáum við ekki orða bundist þegar því er haldið fram í málflutningi með stefnunni, sem birt hefur verið, m.a. opinberlega í Morgunblaðinu, að umsækjandinn sem valinn var til prestsstarfa sé síð- ur hæfur en sá sem ekki varð fyrir valinu. Safnaðarnefndin ræddi málið ítarlega á sínum tíma og komst að þeirri niðurstöðu að sr. Sigurður Arnarson væri einstaklega hæfur til starfans og tæki hinum umsækjand- anum fram. Í stefnunni er því haldið fram að óþarflega mikil áhersla hafi verið lögð á sálgæsluhlutverk prests Ís- lendinga í London í auglýsingu Bisk- upsstofu um starfið. Dagbækur prestsembættisins segja aðra sögu. Þær fjölskyldur og einstaklingar á Bretlandi sem notið hafa aðstoðar prestsins í hvers kyns erfiðleikum vegna dauðsfalla, veikinda, sambúð- arerfiðleika eða félagslegra örðug- leika af ýmsu tagi standa í mikilli þakkarskuld við hann og þá aðila sem standa undir kostnaði við starf- semina, þ.e. utanríkisráðuneytið, Tryggingastofnun ríkisins og Þjóð- kirkjuna. Því er haldið fram að sr. Sigurður hafi notið þess óeðlilega að hann hafði gegnt embætti fyrir sr. Jón Aðalstein Baldvinsson um ellefu mánaða skeið. Þessari röksemd má hins vegar snúa við vegna þess að hefði hann ekki verið hæfur til að gegna embættinu hefði það komið vel í ljós áður en ákvörðun um val á presti var tekin. Sá umsækjandi sem nú hefur stefnt fékk tækifæri að eig- in ósk til að kynna sig fyrir söfn- uðinum. Eftir að niðurstaða val- nefndar lá fyrir var einhugur meðal allra nefndarmanna í safnaðarnefnd um að hæfari einstaklingurinn hefði verið valinn. Okkur þykir miður að málið skuli hafa tekið þessa stefnu og ekki ríki friður um embættið. Við erum enn þeirrar skoðunar að rétt var valið, ekki síst í ljósi þeirra eft- irmála sem stöðuveitingin hefur nú haft í för með sér. Við teljum miður að í málflutningi með áðurnefndri stefnu er gert minna en efni standa til úr sálgæslu- menntun séra Sigurðar Arnarsonar. Við teljum að hún og einstæðir per- sónulegir hæfileikar hans til þess að eiga náin og hlý samskipti við þá sem af einhverjum ástæðum eiga um sárt að binda séu til vitnis um sér- staka hæfni hans til þess að gegna starfi prests íslenska safnaðarins í London, svo og skipulagshæfileikar hans á safnaðarstarfi sem nær til dæmis til hinna mismunandi aldurs- hópa. Ekki er þó síst um vert að hann hefur náð sérstaklega vel til barna og unglinga sem þurfa mjög á uppörvun og tengslum við kristin- dóm að halda í stórborgarumhverf- inu. Að lokum viljum við koma því á framfæri að öll Safnaðarnefnd ís- lenska safnaðarins í London er sannfærð um að tekin var rétt og farsæl ákvörðun þegar skipað var í embætti safnaðarprests.“ Yfirlýsing frá safnaðarnefnd íslenska safnaðarins í London RAGNAR Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur hefur verið ráðinn pró- fessor í jarðvárfræðum við Háskól- ann á Akureyri og er það gert í framhaldi af samkomulagi há- skólans við Veð- urstofu Íslands frá 29. desember sl. Ragnar er fæddur árið 1938. Hann lauk Fil. kand.-prófi í stærðfræði og eðlisfræði frá Há- skólanum í Uppsölum árið 1961 og Fil. kand.-prófi í landmælingum og jarðeðlisfræði ári síðar frá sama skóla. Að því loknu hóf hann störf á Veðurstofu Íslands og var settur yfirmaður jarðeðlisfræðisviðs stofnunarinnar, sem einkum sá um rekstur skjálftamæla á Íslandi og úrvinnslu gagna. Árið 1963 fór Ragnar til framhaldsnáms í Upp- sölum og lauk þaðan Fil.lic.-prófi í jarðskjálftafræðum árið 1966. Það próf er hliðstætt hefðbundnu dokt- orsprófi. 1964 fékk Ragnar Ful- bright-styrk og dvaldi í hálft ár við Jarðfræðastofnun Banda-ríkjanna (USGS) á Hawai og í Kaliforníu og við Carnegie-stofnunina í Wash- ington. Ragnar gegndi starfi forstöðu- manns jarðeðlisfræðisviðs Veður- stofu Íslands allt til ársins 2003. Ár- ið 2004 gerðist hann forstöðumaður Rannsóknarseturs Veðurstofu Ís- lands á Akureyri, sem starfar í nán- um tengslum við Háskólann á Ak- ureyri. Þar vinnur hann áfram að þróun aðferða við jarðskjálftaspár og að öðrum jarðvárfræðum. Frá árinu 1988 hefur Ragnar veitt for- stöðu 4 stórum og fjölþjóðlegum rannsóknaverkefnum á sviði jarð- skjálftaspár, það fyrsta með Norð- urlandastuðningi, en hin 3 hafa ver- ið Evrópusambandsverkefni. Ragnar hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, setið í nefndum og stjórnum fyrir stjórnvöld hér á landi og verið virkur í alþjóðlegri samvinnu, jafnt fyrir hönd stjórn- valda sem og vísindasamfélagsins. Má þar nefna nefndir um jarð- skjálftavá, vísindaráð Almanna- varna ríkisins, nefndir á vegum ESB, skipulag samstarfs á milli Indverja og Íslendinga í jarðvár- rannsóknum o.fl. Ragnar Stefánsson ráðinn prófessor í jarðvárfræðum Ragnar Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (04.02.2006)
https://timarit.is/issue/284121

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (04.02.2006)

Aðgerðir: