Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 51 MINNINGAR Í dag kveðjum við Ingibjörgu Jóns- dóttur, „Imbu hans Hjalta“ eins og hún var kölluð í fjölskyldunni. Imba var góður fulltrúi þeirrar kynslóðar sem helgaði sig húsmóðurstarfinu. Heimilið var hennar stolt og þar sást aldrei blettur eða hrukka, hvorki inn- an dyra né utan. Hjá þessum konum var viðtekin venja að ljúka heimilis- störfunum fyrir hádegi og þær létu ekki sjá sig utan dyra eftir hádegi nema uppábúnar og snyrtar. Imba gekk í Kvennaskólann í Reykjavík sem var á þeim tíma besti skóli sem ungar stúlkur áttu kost á. Sú skólaganga veitti Imbu mikla lífs- fyllingu og hélt hún vinskap við skóla- systur sínar alla ævi. Skólasystraboð- in vöktu alltaf mikla tilhlökkun hjá henni og þegar hún hélt boðin sjálf var mikill viðbúnaður og ekkert til sparað. Imba hafði einmitt sérstaka hæfileika til að taka á móti gestum. Þá var allt það fallegasta og besta sett á borð og skipti ekki máli hver gest- urinn var. Imba var einstaklega glæsileg kona og hafði gaman af að klæða sig fallega. Hún átti kynstur af fallegum fötum og því sem við átti, hún hafði vandaðan smekk og vakti hvarvetna athygli. Imba og Hjalti voru samvalin hjón þótt þau væru ólík. Hjalti var einstak- lega starfsamur maður og var alltaf eitthvað að sýsla. Imbu fannst sjálf- sagt að Hjalti ætti sín áhugamál og var stolt af honum. Hún gladdist inni- lega þegar hann naut sín sem best við píanóið að spila undir söng og taldi ekki eftir sér að færa honum kaffið í skúrinn þegar hann hafði sem mest að gera við járnsmíðina. Sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna var ferðalög. Þau voru í hópi þeirra fyrstu sem fóru í sólarlanda- ferðir og okkur sveitakrökkunum þóttu þau miklir heimsborgarar þeg- ar þau komu í heimsókn kaffibrún og sælleg. Ekki má gleyma garðinum þeirra sem var verðlaunaður fyrir fegurð og snyrtimennsku. Hann veitti þeim marga ánægjustundina, þar nýttust hæfileikar beggja, Imba skipulagði og sinnti um viðkvæmustu blómin en Hjalti sá um stærri fram- kvæmdir. Mamma og pabbi hófu búskap í kjallaranum hjá Imbu og Hjalta fyrir 60 árum. Það varð til að binda þær mömmu og Imbu ævilöngum vináttu- böndum og bar aldrei skugga á. Imba og Hjalti komu oft í heimsókn í Reykjahlíð og eiga stóran þátt í upp- vexti okkar. Okkur er í fersku minni þegar þær stöllur drógu sig út úr bú- skaparfjasinu í þeim bræðrum, hreiðruðu um sig í betri stofunni og töluðu lágt. Við hugsum okkur að Hjalti hafi staðið við hliðið og tekið á móti Imbu sinni. Hann hefur eflaust verið farið að lengja eftir henni þótt ekki sé langt síðan hann kvaddi, hefur trúlega tekið undir höndina á henni og skundar nú með hana á vit nýrra verkefna. Við systkinin minnumst þeirra hjóna með mikilli hlýju og þakklæti. Blessuð sé minning þeirra. Systkinin frá Reykjahlíð. Imba frænka er fallin frá og hefur gengið til móts við Hjalta sinn sem lést á síðastliðnu ári. Imba frænka, eins og við systkinin kölluðum hana ávallt, er í huga okkar ljóslifandi mynd æsku okkar og upp- eldis. Imba og Hjalti voru okkur nákom- in og heimili þeirra okkur systkinum sem annað heimili alltaf opið og skjól til að leita í. Imba frænka var glæsileg kona í alla staði, þannig að eftir var tekið sama hvar hún fór og við allar mögu- legar aðstæður. Imba og Hjalti urðu ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að eign- ast eigin börn og nutum við systkinin og önnur systkinabörn þess í okkar æsku að búa í mikilli nálægð og vera tekin sem þeirra. Það væri hægt að segja margar sögur af Imbu frænku og Hjalta en ekki væri auðvelt að segja sögu af þeim hvoru í sínu lagi því þau voru einstaklega samrýnd hjón. Imba var mikill fagurkeri og hafði yndi og ánægju af fallegum hlutum og fallegum fötum og lagði mikla vinnu í val sitt. Sterk er sú minning okkar systkina þegar móðir okkar og aðrir nákomnir nutu þess, sem var ósjald- an, að Imba hafði aflað hluta sem síð- an ekki stóðust hennar ýtrustu kröfur og höfnuðu þeir því oft í ranni ann- arra. Imba og Hjalti ferðuðust mikið heima og erlendis, meira en tíðkaðist almennt hjá fólki á okkar uppvaxtar- árum, og eru margar góðar minning- ar af frásögnum Imbu af ferðum til fjarlægra staða þar sem frásögnin var okkur upplifun fjarlægra drauma. Við systkinin viljum votta Hansínu Ástu, Ingva og börnum þeirra okkar innilegustu samúð og þökkum þeim umhyggjuna fyrir Imbu og Hjalta. Foreldrar okkar og föðursystir kveðja nú systur, góðan vin og sam- ferðakonu sem sárt er saknað og vott- um við þeim okkar dýpstu samúð. Það eru forréttindi að hafa fengið að vera samferða Imbu og Hjalta og kveðjum við systkinin og fjölskyldur okkar þau með virðingu og þökk fyrir það sem okkur var gefið af umhyggju og væntumþykju. Blessuð sé minning Imbu. Jón B., Gísli, Sigmundur, Hansína Ásta, Anna Björg, og Dóra Sjöfn Stefánsbörn og fjölskyldur. Elskuleg móðursystir mín Ingi- björg Jónsdóttir er látin. Hún Imba frænka sem staðið hefur fyrir svo margt – festu, öryggi, myndarskap, hlýju og yndislegt bros. Einstaklega falleg kona jafnt í útliti sem persónu. Mér koma fyrir hug- skotssjónir blá dragt, mávastell, handavinna, ljóst borðstofusett með grænröndóttum setum, einstakar kleinur, það er af svo mörgu að taka. Myndarskapur í heimilishaldi var henni svo eðlislægur og hreint ynd- islegt að vera gestur þeirra hjóna, alltaf tókst þeim að finnast maður vera einstakur í hvert sinn er maður sótti þau heim. Saman gengu þau farsælan og fal- legan æviveg, Imba og Hjalti. Alltaf samstiga og af reisn og myndugleik ræktuðu þau garðinn sinn í orðsins fyllstu merkingu. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en þess fengum við systkinabörn þeirra líka að njóta til fulls því frændgarðinn ræktuðu þau af stakri prýði og umhyggju. Mikið óskaplega þótti mér vænt um þetta fólk og mun ég sakna þeirra svo lengi sem ég lifi. Ég vil biðja um sérstakar samúðar- kveðjur til mömmu minnar, Stebba frænda, Hansínu og Ingvars og þeirra barna sem reyndust Imbu og Hjalta einstök alla tíð. Kristjana Ólafsdóttir. Góð vinkona okkar hjóna, hún Imba, er látin rétt rúmlega 86 ára gömul. Það voru aðeins tíu mánuðir á milli þeirra hjóna, en Hjalti Þórðar- son, eiginmaður hennar, lést þann 12. mars á síðasta ári. Það liggur mikið eftir þessi sæmd- ar hjón í samfélagi okkar, eftir liðlega sextíu ára búsetu hér, þótt ekki yrði þeim barna auðið. Vinahópurinn er stór, bæði skyldra og vandalausra, og því mikil eftirsjá í svo góðum vinum, sem allir dáðu og nutu þess að heimsækja og vera með. Gestrisni og hlýlegrar móttöku þeirra hjóna á heimili þeirra til margra ára að Engjavegi 43, á Selfossi, munu margir minnast. Rausnarlegar veit- ingar húsmóðurinnar sem naut þess að setja upp veislu í hvert sinn sem einhvern gest bar að garði. Imba var alla tíð mjög áberandi í samfélagi okkar hér á Selfossi, fyrir glæsilega framkomu og reisn og naut sín vel í þjónustu við sveitunga sína og aðra viðskiptavini um árabil í versl- unum Kaupfélags Árnesinga. Ingibjörg var líka mjög dugleg og virk í félagsmálum og var um árabil í stjórn Kvenfélags Selfoss, þar sem Hildur og hún unnu mikið saman. Auk þess hafði hún á hendi um ára- tuga skeið, af mikilli samviskusemi, sölu á minningarkortum félagsins til styrktar Sjúkrahúsi Suðurlands. Imba og Hjalti nutu þess að ferðast allt fram á síðustu ár, bæði innan- lands og erlendis. Á þessum ferðum sínum eignuðust þau marga góða vini og hefur sú vinátta haldist allt til þessa dags. Í því sambandi má nefna hálend- isferðir þeirra fyrr á árum hér innan- lands með góðum vinum sínum og áhugaverðar og oft aflasælar veiði- ferðir þeirra inn í Veiðivötn á Land- mannaafrétti. Í utanlandsferðum þóttu það sönn forréttindi að lenda með þeim í hópi ferðafélaga og þá spillti ekki gleð- skapnum, þegar Hjalti settist við pí- anóið og spilaði undir almennan söng, eins og honum einum var lagið. Ekki veit ég með vissu hve víða þau hafa sést í slíkum ferðum á jarðarkringl- unni, líklega í flestum heimsálfum og ótrúlegum fjölda þjóðlanda. Nú eru þau Hjalti og Imba komin saman á ný og það finnst okkur vinum þeirra passa vel, því ósjaldan þegar við ræddum um þau og það sem þeim tengdist, þá sögðum við í orðræðunni, „Hjalti og Imba“. Við hjónin fögnum því og þökkum einlæglega hvað þau áttu góðar stundir bæði tvö á Ljósheimum, þar til yfir lauk. Hjúkrunar- og þjónustu- fólk sem þar vinnur er hetjur af guðs- náð í augum okkar eldra fólksins. Innilegar samúðarkveðjur til að- standenda Ingibjargar frá okkur. Minningin um Imbu vinkonu er björt og fögur. Hildur og Hafsteinn.  Fleiri minningargreinar um Ingi- björgu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ásdís Ágústsdóttir; Helgi S. Haraldsson og fjölskylda. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnagæsla Leitum að barngóðri og reyndri manneskju til að gæta 10 mánaða drengs hluta úr degi, 3 daga vik- unnar. Afar meðfærilegt barn sem gott er að annast. Erum bú- sett í rúmgóðri íbúð í Bryggju- hverfi. Góð laun. S. 692 9020. Bækur Ættfræðibækur, sýslumannaæf- ir I-V, Dalamenn, Strandamenn, Íslenskar æviskrár I-VI, Hver er maðurinn, Æviskrár samtíðar- manna. Ennfremur ferðabækur um Ísland og forn Íslandskort. Sími 869 6043. Fatnaður Allar fatabreytingar Styttum buxur meðan beðið er. Skraddarinn á horninu, Vatnsstíg 11, s. 552 5540. Allar fatabreytingar Styttum buxur meðan beðið er. Skraddirinn á horninu, Vatnsstíg 11, s. 552 5540. Ferðalög Saumaklúbbar, sérsníðum ferðir eftir þörfum! Hafið samband. Ferðaskrifstofan Ísafold, sími 544 8866. www.isafoldtravel.is Litlir hópar - lifandi ferðir! Gisting Hótelíbúðir 34-47 fm Glæsileg gisting í 101 Reykjavík, laus við skarkala næturlífsins. Internet, gervihnöttur, jacuzzi. Febrúartilboð kr. 9.900 m. vsk og morgunmat. Davíð sími 822 1963 og 534 0444. Sjón er sögu ríkari, sjá: icelandica.com Veitingastaðir Nýbýlavegi 20, s. 554 5022 Súpa og fjórir réttir. Verð 1.390 á mann. Tekið með, verð 1.250. Heimsendingarþjónusta Húsgögn Fallegar yfirbreiðslur. Fallegar yfirbreiðslur fyrir sófa, stóla og borðstofustóla. Sófalist, Síðumúla 20 (2. hæð). Opnunartími mánud.- fimmtud. 15.00-18.00 og laugard. 12.00-15.00. Húsnæði í boði Efnispakki Harðviðarhús. Einbýlishús. Sumarhús. Gestahús. Bílskúrar. Klæðningarefni. Pallaefni. Þakkantar. Sjá nánar á heimasíðu: www.kvistas.is, sími 869 9540. Húsnæði óskast Húsnæði óskast í Setbergshverfi. Kona á miðjum aldri óskar eftir íbúð sem allra fyrst í Setbergs- hverfi í Hafnarfirði. Öruggum greiðslum heitið. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 897 3035. Fyrirtæki Söluskáli óskast Óska eftir að kaupa ca 30 m² sölu- skála til flutnings eða húsnæði sem gæti hentað undir slíka starfs- emi. Stál eða álgrind að húsi kæmi líka til greina. S. 892 4592, netf: hjalli@talnet.is Sumarhús Sumarhús — orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbú- in hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is KANADA SUMARHÚS Fullbúin og fokheld hús eða sum- arhús, garðhús og gestahús. Inn- flutt efni frá Kanada og kanadísk- ir smiðir í stærri verkefnin. www.kanadasumarhus.com . Uppl. í sími 893 9902. Námskeið Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarm. Byrjendaáfangi í Upledger höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð, CSTI, verður haldin 9.-12. febrúar næstkom- andi á Radisson SAS Hótel Sögu. Upplýsingar og skráning í síma 863 0610 og 863 0611 eða á www.upledger.is. Ropeyoga Ný námskeið að hefjast í Baðhús- inu, Brautarholti 20. Upplýsingar og skráning í síma 821 1399 og á www.kata.is . Reykstopp árið 2006 Sjálfstyrking - reykstopp - frelsi frá streitu og kvíða. Notuð er m.a. EFT (Emotional Freedom Techniques) og dáleiðsla (Hypnotherapy). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslu- fræðingur, sími 694 5494, www.EFTiceland.com . Íslenska fyrir útlendinga. Stig I og II Icelandic I, 7 vikna hrað- námskeið 6/2-22/3 mánud., mið- vikud. og föstud. kl. 18-19:30. Stig II: 10 vikna námskeið 7/2-13/4 þriðjud./fimmtud. kl 18-19:30, Ármúla 5, sími 588 1169 - iceschool@icetrans.is Handstúkur Lærið að prjóna: Sjöl og hyrnur, dúka, handstúkur, lopapeysur. Fjölbreytt handverksnámskeið. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN, Laufásvegi 2 - 101 Reykjavík, símar 551 7800 - 895 0780, hfi@heimilisidnadur.is, www.heimilisidnadur.is. Tölvur XBox 360 til sölu. Til sölu Xbox 360 með HD (20gb), þráðlaus net- kort, þrjú stýri (eitt með snúru og tvö þráðlaus), tveir leikir (Project Gotham Racing 3, Need for Speed Most Wanted. S. 896 8061. Til sölu Tékkneskar og slóvanskar kristalsljósakrónur. Handslípaðar. Mikið úrval. Gott verð. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogur, s. 544 4331. Ótrúlegt úrval af öðruvísi vörum beint frá Austurlöndum. Frábært verð. Sjón er sögu ríkari. Vaxtalausar léttgreiðslur. Opið virka kl. 11-18, laug. 11-15. Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is Lager af Tattoo litum og stensl- um. Lager af frábærum tattoo lit- um og stenslum, mjög vinsælt hjá krökkunum. Auðvelt að selja þessa vinsælu vöru. Upplýsingar í síma 899 6669. Bókhald Bókhald. Get bætt við mig verk- efnum í bókhaldi og launaútreikn- ingi. Einnig framtöl einstaklinga. Sveinbjörn, s. 898 5434, netfang svbjarna@simnet.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (04.02.2006)
https://timarit.is/issue/284121

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (04.02.2006)

Aðgerðir: