Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ANNAR af þekktustu tvíbura- bræðrum íslenskrar bókmennta- sögu kom foreldrum sínum í klípu þegar hann spurði frambjóðanda nokkurn í heita pott- inum í sundlaugunum hvort hann héldi að hann yrði kosinn þótt hann væri óttalegur auli. Jón Bjarni vitn- aði í móður sína og systur máli sínu til stuðnings. Áður en hann var dreginn af foreldrum sínum upp úr pottinum náði hann að koma þeim upplýsingum til fram- bjóðandans að sagt væri að hann væri líka lygari. Síðar minnti móðir Jóns Odds og Jóns Bjarna þá bræður á að það væri ekki við hæfi að blaðra úti í bæ um allt það sem maður heyrði heima hjá sér. Þótt uppákoman sé fremur sak- leysisleg minnir hún á gildi þess að tala gætilega í návist barna. Það eru til börn sem heyra óá- byrgt tal dagana langa um ólíkleg- ustu menn og málefni. Það eru til börn sem þjóna hlutverki sálu- sorgara þegar á móti blæs í heimi fullorðinna. Það eru til börn sem axla fjárhagsáhyggjur heimila til jafns við fullorðna og til eru börn sem verða oftar en ekki vitni að erjum sem þau eiga skýlausan rétt á að standa utan við. Vart er hjá því komist í upplýs- ingasamfélaginu að börn verði fyr- ir óæskilegu áreiti – fái upplýs- ingar sem þau eiga erfitt með að vinna úr. Börn eru næmari á um- hverfið en fullorðnir gera ráð fyr- ir. Fæst fer fram hjá þeim og jafnvel síst það sem helst ætti að fara fram hjá þeim. Gildi samræðna og út- skýringa verður seint ofmetið þegar svo ber undir. Uppbyggileg og skýrandi samtöl eru barninu nauðsyn- legur vegvísir. Foreldrar og að- standendur barns eru líkt og leiðsögumenn í hryssingi. Þeir verða að vera vel út búnir, kunna á áttavitann, vernda barnið og skýla því. Þeirra skylda er að koma af- kvæminu heilu og höldnu í skjól og ganga á undan – stundum með vindinn í fangið. Barn í heimi fjölmiðlunar og upplýsingabyltingar er býsna óvarið. Ef það slysast til að fletta í blaðarusli á eldhúsborði geta blas- að við því auglýsingar um sjóð- heitar íslenskar konur sem eru til í tuskið og tilbúnar að leika sér. Mamma, hvað eru heitar konur? spurði krakkaormur sem stautaði sig í gegnum smáauglýsingar. Það eru bara konur með hita og flensu, svaraði móðirin í fáti og hrifsaði blaðið af barninu. Og upp- skriftir að tölvuleikjum eru mý- margar og jafnvel nokkuð að- gengilegar fyrir ómótaðar sálir. Hvað geturðu til dæmis drepið marga eiturlyfjasjúklinga og gleði- konur að næturlagi á strætum stórborgar? Og sjónvarpstæki get- ur á svipstundu orðið eins og ruslatunna á hlið inni á miðju stofugólfi. Frelsið er algjört, en frelsi fylgir líka ábyrgð sem tíma- bært er að kalla eftir. Það er vandi að vera vörður, sagði sauð- fjárveikivörðurinn fyrir vestan og það eru orð að sönnu. Því er það að þótt leiðsögumenn barnsins séu allir af vilja gerðir fjölgar stein- unum í götu þeirra fremur en fækkar. Þeir verða að hnullungum og jafnvel björgum sem ógerlegt er að greiða hjá. Ábyrgðin er þó öll hjá foreldrum, en til að létta þeim gönguna ber að kalla einnig til ábyrgðar alla þá sem hafa af því lifibrauð að halda öflugum fjöl- miðlavélum samfélagsins gang- andi. Því fyrst og fremst hljóta allir að deila þeirri skoðun að vernda beri bernskuna. Ábyrgðin og barnið – Verndum bernskuna Kristín Helga Gunnarsdóttir fjallar um ábyrgð í barnauppeldi ’Ábyrgðin er þó öll hjáforeldrum, en til að létta þeim gönguna ber að kalla einnig til ábyrgðar alla þá sem hafa af því lifibrauð að halda öfl- ugum fjölmiðlavélum samfélagsins gangandi.‘ Kristín Helga Gunnarsdóttir Höfundur er rithöfundur og blaðamaður. Undanfarnar vikur hefuríslensk tunga veriðmjög til umræðu.Kveikjan að um- ræðunni var ráðstefna sem hópur áhugafólks blés til sunnudaginn 22. janúar undir yfirskriftinni Staða málsins auk þess sem Les- bók Morgunblaðsins var helguð sama efni laugardaginn 21. jan- úar. Umsjónarmaður fagnar mjög þeim áhuga sem íslensku er sýnd- ur með þessum hætti og telur að þeir sem efndu til ráðstefnunnar eigi þakkir skildar. Sama á við um Morgunblaðið en það hefur lengi borið íslenska tungu fyrir brjósti. En hvernig skyldi standa á þessum mikla áhuga einmitt núna? Svarið blasir við. Engum þeim sem leitast við að fylgjast með móðurmálinu getur blandast hugur um að það á undir högg að sækja. Enska gerist æ fyrirferð- armeiri og beinna og óbeinna áhrifa hennar á íslensku gætir jafnt í mæltu máli sem rituðu. Það er reyndar ekki nýtt í sögu okkar að erlendir straumar hafi borist til landsins með umtalsverðum áhrifum á menningu okkar og tungu. Nægir þar að nefna kristni og ritöld, siðaskipti og prentöld. Umsjónarmanni virðist að í öllum tilvikum hafi Íslendingar borið gæfu til að nýta sér ýmis þau ný- mæli og nýjungar sem bárust en jafnframt héldu þeir sínu. Því má halda fram að samskipti við aðrar þjóðir og kynni af öðrum háttum hafi auðgað menningu okkar. En nú er öldin önnur. Al- þjóðavæðingin og upplýsingabylt- ingin er orðin svo fyrirferðarmikil í íslensku þjóðlífi að mörgum finnst nóg um. Aðrir láta sér fátt um finnast og telja eðlilegt að ís- lensk tunga breytist með nýjum tímum. Umsjónarmaður fyllir flokk hinna fyrrnefndu og telur reyndar engum vafa undirorpið að breytingar á tungunni hafi á síð- ustu árum verið hraðari og meiri en nokkru sinni í sögu okkar. En hverjar eru breytingarnar? Umsjónarmaður telur að þær séu einkum á sviði setningafræði en þar gætir mjög áhrifa frá ensku. Beygingakerfið virðist hins vegar traust og endurnýjun orðaforðans er með svipuðum hætti og verið hefur, þökk sé óeigingjörnu starfi orðasmiða og orðanefnda. Telja má vafalaust að mikilvirk- asta breytingin í nútímamáli sé sú tilhneiging að ofnota orða- sambandið vera + að + nafn- háttur, t.d.: Menn eru að fara allt- of geyst í stóriðjuframkvæmdum (Sjónv 30.1.06); Íslensk tónlist er virkilega að seljast (Bylgjan 25.11.05); skólinn er að nota mjög vel þá peninga sem hann er að fá (14.11.05) og Kartöflubændur eru ekki að fá rétt verð (Sjónv 14.11.05). Þessi ofnotkun er til- tölulega ung í íslensku, naum- ast eldri en 10– 15 ára, og staf- ar hún af ensk- um áhrifum. Það vekur furðu umsjón- armanns hve hröð breytingin er. Í fyrstu virtist hún einkum bundin við talmál og íþróttalýsingar en nú gætir henn- ar hvarvetna. Ef breyting þessi nær fram að ganga mun hún hafa gagnger áhrif á íslensku, miklu meiri en aðrar breytingar sem koma upp í hugann. Vera kann að sumum þyki breytingin eðlileg, telji að um sé að ræða eðlilega þróun málsins og mörgum kann að finn- ast það til þæginda að nota sífellt óbeygðan nafnhátt. Umsjón- armaður hefur nokkrum sinnum vikið að fyrirbærinu í pistlum sín- um og m.a. bent á að málið verður snauðara eftir. Það er alkunna að ekki tjáir að deila um smekk manna, það sem einum finnst fagurt finnst öðrum ljótt. Umsjónarmanni finnst að vísu hvorki fagurt né til fyr- irmyndar að nota nafnhátt í sí- bylju en ugglaust eru sumir ann- arrar skoðunar. Um hitt verður naumast deilt að íslensk tunga verður snauðari eftir breytinguna ef hún nær fram að ganga. Mun- urinn á hinu forna orðasambandi vera að gera e-ð (Hún er að skrifa bréf) og nútíð (Hún skrifar vel) hverfur að miklu leyti í máli þeirra sem taka upp nýmælið. Oft er á það bent að íslenska hafi breyst svo lítið frá fornu máli til nútímamáls að nútímamenn eigi beinan og greiðan aðgang að þeim menningararfi sem fyrri kynslóðir hafa skilið eftir sig. Með nýmælum og breytingum í nú- tímamáli kann að fara svo að næsta kynslóð geti einungis notið fornbókmenntanna í endursögn eða þýðingum. Ef svo færi væri brotið blað í íslenska menning- arsögu. Úr handraðanum Orðasambandið vera sein- þreyttur til vandræða merkir ‘vera óáleitinn; ekki er auðvelt að espa e-n upp’. Þannig er það t.d. notað í Njáls sögu: Það mun oft á finnast … að Gunnar er sein- þreyttur til vandræða en harð- drægur ef hann má eigi undan komast. Nýlega rakst umsjón- armaður á svipað orðafar notað í allt annarri merkingu: Sjálfseyð- ingarhvötin tók öll völd, … [söngvarinn] var seinþreyttur við að brjóta allar brýr að baki sér (Mbl. 29.1.06). Hér virðist orða- sambandið skilið nýjum skilningi (‘sem þreytist ekki/seint’) sem ekki samræmist málvenju. Engum þeim sem leitast við að fylgjast með móðurmálinu getur blandast hugur um að það á undir högg að sækja. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 70. þáttur AÐALFUNDUR Landsbanka Ís- lands hf. fer fram 4. febrúar nk. Hann fer fram í skugga málsóknar, en Lífeyrissjóður bankamanna (LB) hef- ur höfðað mál á hendur bankanum og íslenska ríkinu vegna þróunar skuldbindinga hlut- fallsdeildar sjóðsins, sem í stuttu máli eru ríða þeirri deild að fullu. Ef fer fram sem horfir verður hlutfalls- deildin gjaldþrota, en hún átti að sjá þorra eldri starfsmanna að- ildarfyrirtækjanna fyr- ir lífeyrisgreiðslum. Aðildarfyrirtækin eru Landsbanki Íslands, sem er langstærstur (um 76% skuldbinding- arinnar), en einnig eiga starfsmenn Seðla- banka Íslands, VISA og Reiknistofu bank- anna aðild. Fleiri en ein mistök voru gerð þegar, að undirlagi ríkisstjórn- arinnar, var þröngvað í gegn breytingum á reglum sjóðsins 1997, með það fyrst og fremst að markmiði, að losa bankana við baká- byrgð sjóðsins, ekki síst til að gera Landsbankann auð- seljanlegri við einkavæðingu hans. Þessi mistök hafa verið metin til fjár og telur stefnandi að 2,6 milljarða þurfi til að leiðrétta þau. Efni stefn- unnar má kynna sér á vefsíðu Lífeyr- issjóðs bankamanna (www.lif- bank.is). Einn af fylgifiskum þessara mis- taka, er sú staðreynd, að í raun virk- ar slæm staða Lífeyrissjóðsins eins og bremsa á kjarabætur íslenskra bankamanna, a.m.k. þerra, sem aðild eiga að hlutfallsdeild LB. Tilmæli hafa borist frá stjórn Lífeyrissjóðs- ins til bankanna, að hækka ekki taxtalaun þessara bankamanna um- fram umsamda kjarasamninga, því það eykur skuldbindingar sjóðsins enn frekar. Hlutfallssjóðurinn bygg- ist á svokallaðri lokalaunareglu, þ.e. lífeyrisgreiðslur taka mið af launa- greiðslum síðustu 5 ára áður en taka lífeyris hófst. Reyndar eru flestir yngri starfsmenn ekki í þessum hlut- fallssjóði, heldur í Stigadeild LB, og stjarnfræðilegar launagreiðslur, sem fréttir herma að verðbréfadrengirnir njóti, því ótengdar þessu máli. Margra ára barátta fyrir því að koma ýmsum aukasporslum, bílastyrkjum o.þ.h. inn í launataxtana, svo þeir gefi rétta mynd af raunverulegum launa- greiðslum, hefur snúist upp í and- hverfu sína. Nú er mikil tregða við að hækka taxta og meira að segja hafa nýir launaflokkar, sem bætt var í launatöflur í undangengum samn- ingum, varla verið teknir í notkun, hvorki hjá sjóðfélögum Hlutfalls- deildar LB né öðrum, af ofannefndri ástæðu. Ein af ástæðunum er kannski einnig sú, að núverandi stjórar eru að reyna að halda greiðslum til annarra niðri svo það bitni síður á þeirra eigin lífeyr- isgreiðslum, en skuld- bindingar vegna 85 fyrrverandi og núver- andi yfirmanna eru 30% af skuldbindingum hlut- fallsdeildar sjóðsins, sem innifelur annars um 650 greiðandi sjóðs- félaga, en um 3.000 með geymd réttindi. Þessi staða mála er fullkomlega óþolandi fyrir alla starfsmenn, ekki bara þá sem hafa í áratugi greitt í sjóðinn og verið fullvissaðir um það allt frá ráðningu, að þeirra biðu eftirlaun í góðu meðallagi, meira að segja verið notað í gegnum árin sem ein af afsökunum fyrir lægri launum en sambæri- legar stéttir njóta. Þetta er líka smán- arblettur og mikill ljóð- ur á ráði aðildarfyrirtækjanna, ekki síst á Landsbankanum, sem hagnast um tugi milljarða árlega, en vill ekki leiðrétta augljósar reiknings- skekkjur og mistök, sem hann hefur gert og koma til móts við eðlilegar kröfur starfsmanna. Mér skilst að stungið hafi verið upp á að leiðrétta mistökin á 20 ára tímabili, greiða ríflega 100 milljónir á ári þar til fullri leiðréttingu er náð. Landsbankinn hagnast vel um þess- ar mundir, hann ætti að sjá sóma sinn í að standa við sjálfsagðar skuld- bindingar sínar gagnvart starfs- mönnum til margra ára. Ef stjórn- endur Landsbankans fallast á að axla sína ábyrgð, þá er ég viss um að hin aðildarfyrirtækin (Seðlabankinn, VISA og Reiknistofa bankanna) fylgja hratt og örugglega í sömu slóð. Kannski að einhver hinna fjöl- mörgu hluthafa Landsbanka Íslands hf. leggi fram tillögu um þetta á aðal- fundinum sem í hönd fer, ég er sann- færður um að svona sjálfsagt réttlæt- ismál mun fá brautargengi hjá öllum þorra hluthafanna, ef einhver hefur nægt áræði og dug til þess að leita eftir því. Aðalfundur í skugga málsóknar Kjartan Jóhannesson fjallar um Landsbankann í skugga málshöfðunar Kjartan Jóhannesson ’Ég er sann-færður um að svona sjálfsagt réttlætismál mun fá braut- argengi hjá öll- um þorra hlut- hafanna, ef einhver hefur nægt áræði og dug til þess að leita eftir því.‘ Höfundur er forstöðumaður hjá Reiknistofu bankanna. JAFNAÐARMANNA bíða mörg verkefni í Kópavogi. Þau blasa við á öllum sviðum mannlífsins, hvort sem er í fræðslu- eða skipulagsmálum, á vettvangi eldri borgara eða í lýðræð- islegri þátttöku bæjarbúa. Alls stað- ar er þörf á hugsjónum og hug- myndum jafnaðarmanna. Til að geta tekist á við þessi verk- efni þarf Samfylkingin að vaxa að styrk og þrótti og bæta við sig fjórða bæjarfulltrúanum. Til þess vil ég allt vinna og sækist því eftir að skipa baráttusæti listans, fjórða sætið. Sem oddviti jafnaðarmanna í Kópa- vogi vil ég taka slaginn þar sem hann verður harðastur. Ég heiti því að leggja fram alla reynslu mína, krafta og starfsorku til þess að þetta takist, bæjarbúum öllum til hagsbóta. Baráttu- sætið Eftir Flosa Eiríksson Flosi Eiríksson ’Ég heiti því að leggjafram alla reynslu mína, krafta og starfsorku til þess að þetta takist, bæjarbúum öllum til hagsbóta.‘ Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Kópavogi og sækist eftir 4. sæti listans. Prófkjör í Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.