Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
SPENNANDI VIÐSKIPTATÆKIFÆRI FYRIR
FJÁRFESTA OG BYGGINGAVERKTAKA
Hef sérhæft mig í ráðgjöf og sölu byggingaréttar til
fjárfesta og byggingaraðila.
Fjölmörg spennandi viðskiptatækifæri og
áhugaverð verkefni af ýmsum stærðum í boði.
PANTAÐU TÍMA SEM ÞÉR HENTAR
Á skrifstofu Gimli kynni ég þér
kosti án skuldbindinga af þinni hálfu
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Hákon Svavarsson, lögg.
fasteignasali, sími 898 9396.
„ÓPERAN Öskubuska – La Cene-
rentola – er „melodrama giacoso“,
eins og tónskáldið orðar það. Hér
er því um „opera
buffa“ að ræða,
gamanóperu. En
þó í henni séu
fyndin atvik, frá
sjónarhóli áhorf-
andans, eru um-
fjöllunarefnin
einnig alvarleg,
ljóðræn og jafn-
vel harmþrungin
– rétt eins og í
daglegu lífi. Þannig sé ég þessa
óperu; þó hún sé fyndin utanfrá séð
á að setja hana fram á alvarlegan
hátt,“ segir leikstjóri óperunnar
Öskubusku eftir Rossini, sem verð-
ur frumsýnd í Íslensku óperunni
annað kvöld.
Paul Suter heitir leikstjórinn, en
hann starfar sem leikstjóri við óp-
eruhúsið í Zürich. Hann ferðast
ennfremur mikið og setur upp sýn-
ingar á eigin vegum og er hingað
kominn fyrir tilstilli Kurts Kop-
ecky, tónlistarstjóra Íslensku
óperunnar og hljómsveitarstjóra í
sýningunni, sem starfaði með hon-
um í Sviss. „Í júní fékk ég símtal
frá honum og Bjarna Daníelssyni
óperustjóra, þar sem þeir sögðust
vera að leita að leikstjóra fyrir
Öskubusku. Ég var mjög ánægður
og glaður yfir að vera beðinn,“ seg-
ir Suter, sem hefur í tvígang áður
sett upp Öskubusku, þá sem aðstoð-
arleikstjóri.
Óperan er byggð á ævintýrinu
kunna, en þar er þó ýmsu breytt;
ekki einungis praktískum atriðum á
borð við það að skórinn frægi kem-
ur hvergi við sögu, heldur einnig
heildaryfirbragði sögunnar. „Það er
augljóst að bæði Rossini og texta-
höfundurinn, Jacopo Ferretti, vildu
ekki setja ævintýri á svið – þeir
vildu einfaldlega setja gamanóperu
á svið, með alvarlegum undirtóni.
Þess vegna kjósum við að sviðsetja
óperuna ekki sem ævintýri og það
er ekkert sem gerist fyrir tilstilli
töfra eða galdra.“
Millistríðsáraandi
Andi millistríðsáranna ríkir í um-
gjörð sýningarinnar og sér þess
stað í útliti hennar. Að öðru leyti
segist Suter telja að uppsetningin
sé í anda Rossini, en hins vegar
kjósi hann að draga fram raunsæjar
hliðar í sýningunni. „Hugsunin með
útlit sýningarinnar, og alla uppsetn-
inguna raunar, var að við vildum
fara sem lengst frá „óperunni“ –
sem í sinni verstu mynd táknar sí-
brosandi söngvara sem snúa sér
undantekningalaust út í sal og
syngja, sama hvað er að gerast í
sögunni. Við reynum að fara ekki
þá leið hinnar stereotýpísku óp-
erusviðsetningar, að minnsta kosti
þegar við mögulega getum,“ segir
Suter og tekur sem dæmi frægan
söng Öskubusku í byrjun óp-
erunnar, „Una volta c’era un re …“
Í sýningunni hér sópar hún stigana
á meðan og snýr þannig baki í
áhorfendur þó hún sé að syngja.
„Óperan á að líkjast daglegu lífi
eins mikið og mögulegt er, líkt og
horft sé inn um glugga. Þannig
verður sýningin áhrifameiri, að
mínu mati.“
Raunsæið sem Suter reynir að ná
fram í sýningunni skilar sér allt inn
í túlkun hans á sögunni sjálfri. Þó
að segja megi að allt endi vel að
lokum, með sáttum Öskubusku við
stjúpfjölskyldu sína, hefur hann
kosið að sviðsetja endinn á annan
hátt en venja er. „Hann er mun
bitrari í okkar sviðsetningu en
venja er, enda þætti mér annað
ekki trúlegt. Hvernig hefðu skyndi-
legar sættir getað náðst í raun og
veru? Við viljum ekki setja neitt á
svið sem ekki gæti raunverulega
gerst,“ segir hann og bætir við að
segja megi að hér sé lesið milli lín-
anna í óperunni.
„Ég held að það sé miklu dýpri
merking í þessari óperu en stans-
laus gleði og hlátur.“
Erfitt en sjarmerandi hús
Það er eiginkona Suters, Season
Chiu, sem hannar búninga og leik-
mynd sýningarinnar. Þau hjónin
hafa oftsinnis unnið saman að óp-
erusýningum. „Stundum höfum við
ólíka sýn á uppsetningunni, en þá
reynum við að nálgast hvort annað
smátt og smátt,“ segir hann.
Aðspurður um aðstæðurnar í
Gamla bíói, þar sem Íslenska óper-
an á enn heima, segist Suter ýmsu
vanur þegar kemur að sviðum. Það
fyrsta sem hann hafi tekið eftir
þegar hann steig inn í húsið hafi
verið hið góða andrúmsloft sem þar
ríki og sjarminn sem fylgi húsinu.
„En frá tæknilegu sjónarhorni er
þetta afar erfitt hús. Hér eru ekki
hliðarsvið og dýpt sviðsins er tak-
mörkuð, sem er flókið vandamál að
leysa. En ég dáist að söngvurunum
sem hlaupa upp og niður þrönga
stiga milli hæða á sviðinu – hann er
einstakur þessi vilji þeirra til að
gera allt sem í þeirra valdi stend-
ur,“ segir hann.
Að öðru leyti segist Suter afar
sáttur við hina íslensku samstarfs-
menn sína, jafnt tæknifólk sem tón-
listarfólk. „Þegar maður undirbýr
uppsetningu þróar maður með sér
ákveðnar hugmyndir. Síðan kemur
maður hingað, hittir fólkið og heyr-
ir þeirra hugmyndir. Útkoman í
sýningunni verður síðan þessi
áhugaverða blanda af hugmyndum
mínum og þeirra,“ segir hann og
hælir íslensku söngvurunum óspart,
segir þá alla hæfileikaríka og
ánægjulegt að vinna með þeim.
Erfitt form
Hann segir gamanóperuformið
eitt það erfiðasta sem hægt sé að
fást við; sex tíma Wagner-ópera sé
á margan hátt leikur einn við hlið-
ina á verki þar sem aðstæður breyt-
ist á hverri síðu. „Það þarf að vera
flugeldasýning allan tímann. Ég
held að þetta – „opera buffa“ – sé
erfiðasta form óperulistarinnar fyr-
ir alla hlutaðeigandi. En ennfremur
stórskemmtilegt,“ segir Paul Suter,
leikstjóri Öskubusku, að lokum.
Raunsæið mætir ævintýrinu
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Hreint hjarta
Öskubusku
„ÞETTA er eitt af bitastæðari
mezzósópranhlutverkum óp-
erubókmenntanna, þannig að
það er ákaflega gaman að fá
að takast á við það,“ segir
Sesselja Kristjánsdóttir
mezzósópransöngkona, sem
fer með hlutverk Öskubusku.
„Mér finnst mjög gaman að
syngja Rossini; söng meðal
annars í Rakaranum í Sevilla í
Íslensku óperunni fyrir nokkr-
um árum síðan. Þetta er pínu-
lítið eins og að hitta þá sýn-
ingu aftur, en karakterarnir
eru talsvert ólíkir. Öskubuska
er á margan hátt þakklátt
hlutverk, held ég – samúð
flestra er með henni.“
Og er hún eins góð og hún
er sögð? „Já, svo sannarlega.
Hún er með tandurhreint
hjarta og tilbúin að fyrirgefa
öllum sem hafa verið and-
styggilegir við hana.“
Hvorki skór, stjúp-
móðir né álfkona
Morgunblaðið/Sverrir
Ástin kviknuð milli prinsins og Öskubusku – Garðar Thór Cortes og Sesselja Kristjánsdóttir í hlutverkum sínum.
SÖGUÞRÁÐUR óperunnar Ösku-
busku byggir á hinu vel þekkta
samnefnda ævintýri, en útfærsla
sögunnar er hér nokkuð ólík hinni
hefðbundnu. Hér er engin vond
stjúpa á ferð, heldur vondur stjúp-
faðir, Don Magnifico, og dætur
hans tvær, Clorinda og Tisbe, sem
gera Öskubusku lífið leitt. Hinn
ráðagóði heimspekingur Alidoro
kemur síðan í stað álfkonunnar
góðu og sér til þess að Öskubuska
komist á dansleikinn í höllinni. Á sú
breyting rætur að rekja til ritskoð-
unar og reglna á Ítalíu á þeim tíma
sem óperan var samin (1817), en þá
var bannað að fjalla um töfrabrögð
og galdra í leikhúsum.
Þá er þætti dulargervanna breytt
frá upphaflega ævintýrinu; það er
ekki Öskubuska sjálf sem bregður
sér í dulargervi, heldur prinsinn
Ramiro. Í óperunni skiptir hann á
hlutverkum við þjóninn Dandini –
kunnuglegt stef úr fleiri óperum –
sem veldur því að stjúpsysturnar
Clorinda og Tisbe eru uppteknar af
því að koma sér í mjúkinn hjá þjón-
inum, sem er dulbúinn sem prins-
inn, á meðan Öskubuska og hinn
raunverulegi prins, dulbúinn sem
þjónn, fella hugi saman.
Skóinn þrönga vantar einnig –
Öskubuska missir engan skó hlaup-
andi út af ballinu, heldur lætur
prinsinn fá annað af tveimur arm-
böndum sínum og segir honum að
leita sig uppi; ef hann elski sig enn,
þá verði hún hans. Þegar prinsinn
finnur Öskubusku kemst upp hver
er hinn sanni prins og verða Don
Magnifico og dætur hans æf af reiði
þegar hann tilkynnir að Öskubuska
sé hans útvalda. Þau vísa henni frá
þegar hún reynir að kveðja þau. Að
lokum leita Don Magnifico og dæt-
ur hans þó fyrirgefningar Ösku-
busku á öllu því illa sem þau hafa
gert henni, sem hún veitir þeim –
enda vill hún gjarnan deila ham-
ingju sinni með öðrum og er góð-
hjörtuð með eindæmum.
eftir Gioachino Rossini við
texta Jacopo Ferretti
Leikmynda- og búningahönn-
uður: Season Chiu
Ljósahönnuður: Jóhann Bjarni
Pálmason
Einsöngvarar: Öskubuska:
Sesselja Kristjánsdóttir; Don
Ramiro: Garðar Thór Cortes;
Dandini: Bergþór Pálsson; Don
Magnifico: Davíð Ólafsson;
Clorinda: Hlín Pétursdóttir;
Tisbe Anna Margrét Ósk-
arsdóttir; Alidor: Einar Th.
Guðmundsson
Hljómsveit Íslensku
óperunnar
Konsertmeistari: Zbigniew
Dubik
Hljómsveitarstjóri: Kurt Ko-
pecky
Leikstjóri: Paul Suter
Kór Íslensku óperunnar
Öskubuska
Paul Suter
Sögufrægur
en erfiður
prins
„ÞAÐ er voðalega gaman,“
segir Garðar Thór Cortes ten-
órsöngvari, sem fer með hlut-
verk prinsins Don Ramiro, að-
spurður hvernig sé að syngja
hlutverk hins sögufræga
prins. „Þetta er erfitt hlut-
verk, en það á vel við mig. Ég
hef tvisvar sinnum sungið
Rossini-óperu áður, og líklega
gerði maður þetta ekki í þriðja
sinn nema það hentaði manni
ágætlega.“
Og hvernig kanntu við Ross-
ini? „Vel, en hann er erfiður.
En það er svo mikið fjör í tón-
listinni hans að þetta er ekkert
nema gaman.“