Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 37 un vinnur rkjunar í na neðar- virkjunar, afossvirkj- mnar það gt væri að ega stutt- ur Lands- inn virkj- Tungnaá, ur Lands- virkjana- Hólmsá í rik sagði m virkjanir æmt, m.a. að breyt- yndi hafa m og ám. rkjun hafi ðvarma á að rann- ð Hágöng- ur hafi hafist fyrir nokkrum árum. Svæðið sé hins vegar langt frá meg- inorkuflutningskerfi landsins og því sé óvíst hvenær nýting þess geti haf- ist. Friðrik segir að einnig hafi verið sótt um rannsóknarleyfi á vestan- verðu Torfajökulssvæðinu, en það hafi Orkuveita Reykjavíkur einnig gert. Enn er langt í land með að vind- orkuver og sjávarfallavirkjanir geti keppt við vatnsaflsvirkjanir og jarð- varmavirkjanir. Vatnsaflið og jarð- varminn þykja betri kostir fyrir raf- orkukerfi landsins, enda fallvötn og jarðhiti stöðugri orkuuppsprettur en hverfull vindurinn. Vindorka er því yfirleitt notuð til að hvíla raf- orkuver sem knúin eru einhvers konar eldsneyti. Þá er uppsett afl til rafmagnsframleiðslu til staðar ann- ars staðar í raforkukerfinu, þótt það komi logn. Landsvirkjun hefur ekki skoðað sjávarfallavirkjanir sérstak- lega upp á síðkastið, en fylgist með þróun á því sviði. Alþingi hefur samþykkt breyt- ingu á lögum um rannsóknir og nýt- ingu á auðlindum í jörðu. Með laga- breytingunni er samræmt það umhverfi sem gildir um virkjun á vatnsafli og jarðvarma. Áður voru sett sérstök lög um vatnsaflsvirkj- anir hverju sinni. Friðrik segir breytinguna tilkomna vegna þess að nú sé komin samkeppni á raforkusv- iði. Hann telur það vera mikilvægt atriði við lagabreytinguna að nú sé tryggt að sá sem rannsakar tiltekinn virkjunarkost fái rannsóknarkostn- aðinn greiddan þótt annar fái nýt- ingarleyfið. Enda komi rannsókn- irnar þeim sem nýtir til góða. Þessi regla sé eðlileg og hafi t.d. gilt um olíuvinnslu meðal annarra þjóða. En þýðir þetta að allt í einu sé kominn verðmiði á fyrri rannsóknir Lands- virkjunar á virkjanakostum, sem e.t.v. var búið að afskrifa í bókhaldi fyrirtækisins? Friðrik telur ólíklegt að svo sé. Hann bendir á að Landsvirkjun hafi rannsakað marga virkjanakosti í gegnum tíðina og til þess kostað verulegum fjármunum. Mikill hluti þessara rannsókna hafi verið grunn- rannsóknir. Í samkeppnisumhverfi sé eðlilegast að hið opinbera stundi grunnrannsóknir, en orkufyrirtæk- in rannsaki þá virkjanakosti sem þeim koma beinlínis við. Friðrik nefndi til dæmis að Landsvirkjun hefði stundað miklar rannsóknir á Austurlandi, sem nú nýttust við gerð Kárahnjúkavirkjunar. Einnig á Þjórsársvæðinu og nú við Hágöng- ur. Ekki hefði verið varið miklum fjármunum í rannsóknir á Skaftá og Hólmsá. Á árum áður var rannsóknakostn- aður eignfærður hjá Landsvirkjun og eru sumar eldri rannsóknir enn taldar til eigna hjá fyrirtækinu en aðrar hafa verið afskrifaðar. Við breytingu á bókhaldslögum voru rannsóknir í auknum mæli gjald- færðar sem hluti af rekstri fyrirtæk- isins. Undanfarið hafa fyrst og fremst verið stundaðar rannsóknir á gufu- og vatnsafli. Friðrik segir ekki vitað hvort sú fjárfesting skili sér, en það komi ekki endanlega í ljós fyrr en samningar hafi náðst um orkusölu. Þetta eigi bæði við um virkjanir á Norðurlandi og í neðri Þjórsá. Hins vegar sé óvíst að dýrar rannsóknir á Norðlingaölduveitu muni nokkurn tíma skila sér. Aukin stóriðja ekki óraunhæf Ekki er óraunhæft, með tilliti til mögulegrar orkuöflunar, að ráðgera talsvert mikla uppbyggingu stóriðju á Suðurlandi, að mati Ásgeirs Mar- geirssonar, framkvæmdastjóra framleiðslu og sölu hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Hann segir að þar sé töluverð óbeisluð orka og miklir möguleikar að halda áfram orkuöflun í jarðhitanum. Ásgeir seg- ir menn telja að jarðgufuvirkjanir á Hellisheiði geti mögulega gefið álíka mikla raforku og Kárahnjúkavirkj- un, sem verður langstærsta vatns- aflsvirkjun landsins. Auk uppbygg- ingar á Hellisheiði hefur OR sótt ásamt Hitaveitu Suðurnesja um sameiginlegt rannsóknaleyfi með forgangi til nýtingar í Brennisteins- fjöllum á Reykjanesi, suðvestan við Bláfjöllin. Svæðið þykir áhugavert, en hefur ekki verið rannsakað mikið. Ekki er búið að veita leyfið, að sögn Ásgeirs. Þá er OR ásamt fleirum að huga að virkjun Skjálfandafljóts við Hrafnabjörg. Samningur við Alcan OR gerði samkomulag við Alcan í Straumsvík 29. júní 2005 um að OR myndi útvega raforku sem samsvar- aði 200 MW uppsettu afli til áform- aðrar stækkunar álversins. Sem kunnugt er stefnir Alcan að því að stækka álver sitt um 280.000 tonn svo að ársframleiðsla þar verði sam- tals 460.000 tonn. Samningaviðræð- ur OR og Alcan standa enn, að sögn Ásgeirs. Niðurstaðan er m.a. háð niðurstöðu viðræðna Alcan við Landsvirkjun um útvegun orku sem samsvarar 300 MW uppsettu afli til sama álvers. Tilkynnt var um upp- haf þeirra í byrjun síðustu viku. Ás- geir segir að verði af samningum OR við Alcan muni raforkunnar verða aflað með jarðgufuvirkjunum á Suðvesturlandi. OR vinnur nú að frekari rann- sóknum á jarðhitasvæðum á Hellis- heiði þar sem fyrirtækið hefur rann- sóknaleyfi með forgangi til nýtingar. Nú er unnið að mati á umhverfis- áhrifum vegna borana á Stóra- Skarðsmýrarfjalli. Ætlunin er að leiða jarðgufu þaðan að Hellisheið- arvirkjun við Kolviðarhól og nota hana til stækkunar á virkjuninni, sem verður gangsett næsta haust. Hellisheiði og Kárahnjúkar Á þessu ári ætlar OR að rannsaka tvö ný svæði á Hellisheiði til viðbót- ar svæðinu ofan við Kolviðarhól. Annars vegar Hverahlíð við rætur Skálafells, sem er sunnan þjóðveg- arins yfir Hellisheiði. Hins vegar á Ölkelduhálsi norðan við Hveragerði. „Við erum að færa okkur austar á heiðina,“ sagði Ásgeir. Til að nýta jarðhitann í Hverahlíð og á Ölkeldu- hálsi verður að reisa nýjar virkjanir þar. Ekki er hægt að fullyrða um hve mikla orku er hægt að virkja þarna, fyrr en að rannsóknum lokn- um, en það er hægt að geta sér til um það með nokkurri vissu. „Við erum að gera okkur vænt- ingar um að Hellisheiðarsvæðið standi undir 600–800 MW raforku- framleiðslu og varmavinnslu að auki. Ég er að tala um jafngildi Kárahnjúkavirkjunar í raforku og heita vatnið til viðbótar. Þetta er ekkert grín,“ sagði Ásgeir. Hann sagði áætlanir gera ráð fyrir því að þörf verði fyrir aukið heitt vatn til höfuðborgarsvæðisins árið 2009. Þá þarf OR að vera búin að byggja varmastöð við Kolviðarhól og leggja heitavatnslögn til byggða. Lögnin verður niðurgrafin og því ekki til lýta í landslaginu. Í fyrra bauð OR út „stærsta bor- verkefni Íslandssögunnar“ sem inni- fól boranir á Stóra-Skarðsmýrar- fjalli og rannsóknir á nýju svæðunum tveimur á Hellisheiði. Jarðboranir hf. áttu lægsta boð í verkið, um sjö milljarða króna. Enn er verið að bora samkvæmt eldri samningi en vinna við stóra borverk- efnið hefst í vor. Ásgeir sagði að bor- holurnar yrðu flestar um tveggja km djúpar. Virkjun í Skjálfandafljóti Auk þess að vera framkvæmda- stjóri hjá OR er Ásgeir einnig stjórnarformaður Hrafnabjarga- virkjunar hf. Félagið var stofnað 20. ágúst 2004 til að undirbúa nýtingu vatnsafls í Skjálfandafljóti til raf- orkuframleiðslu með sérstaka áherslu á Hrafnabjargavirkjun. Eigendur félagsins eru OR (60%), Þingeyjarsveit (2,5%), Orkuveita Húsavíkur (18,75%) og Norðurorka á Akureyri (18,75%). Hugmyndin er að byggja 90 MW virkjun við Hrafnabjörg en áætlaður kostnaður við slíka framkvæmd er 12–13 millj- arðar króna. Stíflan og Hrafna- bjargalón, allt að 27 km2 uppistöðu- lón, yrði töluvert fyrir ofan byggð en stöðvarhúsið nálægt Mýri í Bárðar- dal. Ásgeir sagði að Hrafnabjarga- virkjun hefði verið í biðstöðu meðan beðið var niðurstöðu Alþingis um breytingu á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Ný- samþykkt lög hefðu opnað á að veitt yrði rannsóknaleyfi með forgangi til nýtingar á vatnsafli líkt og gilt hefur um jarðvarma. Ásgeir taldi að með þessari breytingu legðu menn frek- ar fjármuni í rannsóknavinnu og annan kostnað við undirbúning vatnsaflsvirkjana. Þeir ættu þá von um að geta endurheimt þann kostn- að ef sótt yrði um virkjunarleyfi. Áð- ur hefði Landsvirkjun verið ein um hituna, en með samkeppni í raforku- framleiðslu gætu fleiri en eitt orku- fyrirtæki verið að skoða sama virkj- unarkost. „Maður fer ekki í allar þær rannsóknir sem þarf til að upp- fylla kröfur um virkjunarleyfi, nema hafa eitthvað tryggt í höndunum,“ sagði Ásgeir. Í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er gerð grein fyrir grunnrannsóknum sem gerðar hafa verið á ýmsum virkjunarkostum og segir Ásgeir gert ráð fyrir því að sá sem fái virkj- analeyfi muni greiða fyrir þær upp- lýsingar. Kraftur í Suðurnesjum Hitaveita Suðurnesja hf. (HS) framleiðir raforku með jarðgufu- virkjunum, auk þess að reka hita- veitur og afla fersks vatns fyrir íbúa Suðurnesja og Vestmannaeyja. Einnig rekur fyrirtækið hitaveitur í Hafnarfirði, á Álftanesi, í hluta Garðabæjar og á Árborgarsvæðinu. Þá selur það jarðgufu til iðnaðar. Að sögn Friðriks Friðrikssonar, for- stöðumanns orku- og framleiðslu- sviðs HS, er fyrirtækið nú með 45 MW uppsett afl til raforkufram- leiðslu í Svartsengi og að reisa nýtt 100 MW raforkuver á Reykjanesi, Reykjanesvirkjun. Þar verða tvær 50 MW aflvélar og stefnt er að því að virkjunin fari í gang 1. maí næst- komandi. Búið er að semja um sölu á rúmlega 96 MW frá Reykjanesvirkj- un til Norðuráls á Grundartanga. Unnið er að stækkun raforku- versins í Svartsengi og stefnt að því að bæta við 30 MW í lok árs 2007 þannig að þar verður uppsett afl 75 MW. Í framhaldi af því er ætlunin að stækka Reykjanesvirkjun um 50–80 MW ef næg orka finnst. Um 30 MW af þeim fengjust með betri nýtingu þeirrar orku sem tekin er upp úr svæðinu. Vinna við þá stækkun gæti hafist 2008 og telur Friðrik að fram- kvæmdir við stækkunina þurfi ekki að taka langan tíma. Nú er búið að afla nægrar gufu fyrir 100 MW virkjunina sem verður gangsett í vor og ýmis búnaður fyrir stækkunina er fyrir hendi. Þó þarf að fjölga bor- holum fyrir stækkunina. „Við þurfum að læra betur á svæðið, því efnafræðin er svolítið flókin í gufunni og við þurfum að afla okkur meiri reynslu áður en hægt er að ákveða hvað uppbyggingin verð- ur hröð,“ sagði Friðrik. Gufan á Reykjanesi inniheldur fulla seltu sjávar en gufan í Svartsengi 2⁄3 af seltu sjávar. Þetta veldur útfelling- um í vélbúnaðinum og segir Friðrik að búið sé að ná tökum á útfelling- unum í Svartsengi, en beita þurfi öðrum ráðum í Reykjanesvirkjun. Ný svæði í skoðun Hitaveita Suðurnesja hf. hyggst færa út kvíarnar og hefur sótt um rannsóknaleyfi á nýjum svæðum. Fyrirtækið er búið að bora eina til- raunaholu við Trölladyngju og ætlar að rannsaka svæðið betur með því að bora aðra rannsóknaholu á þessu ári. Friðrik sagði að virkjanafram- kvæmdir við Trölladyngju hæfust væntanlega um leið og búið væri að rannsaka svæðið, meta afkastagetu þess og afla tilskilinna leyfa, en virkjunin mun væntanlega tengjast byggingu álvers í Helguvík. Áform- að er að setja þar upp 100 MW virkj- un. Þá hefur HS hf. sótt um rann- sóknaleyfi á Krýsuvíkursvæðinu. Þar er líklega hægt að virkja á tveimur til þremur svæðum, í Sel- túni, Austurengjum og Sandfelli. Fáist leyfi til rannsókna og nýtingar þar taldi Friðrik að rafmagnið færi væntanlega til fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Einnig hafa HS hf. og Orkuveita Reykjavíkur sótt sameiginlega um rannsókna- leyfi í Brennisteinsfjöllum. Friðrik benti á að þrátt fyrir að rannsóknaleyfi fengjust þyrftu fyr- irhugaðar virkjanaframkvæmdir einnig að gangast undir mat á um- hverfisáhrifum. Engin trygging væri fyrir því að fallist yrði á um- hverfisáhrif, eins og þau eru metin, og framkvæmdin samþykkt, þrátt fyrir að rannsóknir hefðu lofað góðu. Þá þyrfti að afla starfsleyfis fyrir hverja virkjun. Ef fyrirhugað álver í Helguvík á að framleiða 250.000 tonn á ári þarf raforkuver með um 450 MW uppsett afl til að útvega því orku, að sögn Friðriks. „Við erum að tala um að verða tilbúnir í einhvern byrjunar- áfanga, t.d. ef menn eru til í að byrja með 90.000 tonna álver og byggja þetta í tveimur áföngum. Við verð- um aldrei tilbúnir með allar virkj- anir sem við höfum áformað á Krýsuvíkursvæðinu árið 2010. Það er ljóst. En ef allt gengur upp gætu Trölladyngja og stækkun á Reykja- nesi komið inn á þeim tíma.“ Djúpboranir eru framtíðarsýn Friðrik sagði að gera þyrfti ítar- legar rannsóknir áður en ákveðið væri að virkja. Þótt jarðhiti væri nægur á svæðinu þyrfti einnig næg- an vökva til að leiða varmann úr iðr- um jarðar upp á yfirborðið. Yfirleitt er borað 2–3 km niður í jörðina og jafnvel dýpra á Reykjanesi. Svo- nefndar djúpboranir eru enn á rann- sóknastigi og mjög tæknilega flókið viðfangsefni, að sögn Friðriks. Gríð- armikill hiti og þrýstingur, ásamt ýmsum efnasamböndum í iðrum jarðar, gera verkefnið erfitt úr- lausnar. Við svo erfiðar aðstæður þurfa bæði borar og fóðringar í hol- um að vera úr eðalefnum. Friðrik sagði að ef menn næðu tökum á því að bora svo djúpt myndi afl hverrar holu tífaldast frá því sem nú er. Bor- hola sem nú gefur 10 MW afl yrði þá um 100 MW. r í raforkuöflun @ !0 ?   @   @  A  ? 4  B  C  ! = '  - $ 'M '  - $ 2 P1 ? 0 :   @  3 0 , #$%  &'  +,- *  ./       !   "  #$ "  gudni@mbl.is Morgunblaðið/RAX um verði nokkrar stórar virkjanir byggðar hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (04.02.2006)
https://timarit.is/issue/284121

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (04.02.2006)

Aðgerðir: