Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Júlía Ólöf Berg-mannsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 10. júní 1963. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 25. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Bergmann Júl- íusson, f. 5. septem- ber 1939, og Eygló Björg Ólafsdóttir, f. 22. júní 1939. Systk- ini Júlíu eru Edda, f. 1957, Finnur, f. 1966, og Friðrik, f. 1968. Hinn 6. september 1986 giftist Júlía eftirlifandi eiginmanni sín- um, Jóhanni Frey Ragnarssyni, f. 13. ágúst 1965. Foreldrar hans eru: Ragnar Þór Baldvinsson, f. 31. des- ember 1945, og Anna Jóhannsdóttir, f. 14. mars 1946. Systkini Jóhanns eru Hlíf, f. 1967, Þórunn, f. 1976, og Ragna, f. 1979. Börn Júlíu og Jóhanns eru: Berg- lind, f. 27. mars 1986, og Ragnar Þór, f. 5. október 1988. Júlía ólst mikið upp hjá móðursystur sinni, Birnu Ólafs- dóttur, f. 9. desem- ber 1927, og eiginmanni hennar, Baldri Kristinssyni, f. 13. desem- ber 1927, d. 25. janúar 2004. Útför Júlíu verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Takk fyrir allt, elsku Júlía mín, takk fyrir að elska mig, takk fyrir að leyfa mér elska þig, ég þarf bara að þakka þér fyrir svo margt í lífinu, þó sérstaklega börnin okkar tvö sem við höfum alltaf verið svo stolt af í gegn- um lífið. Við gengum í gegnum bæði gleði og sorg saman og við fengum okkar skammt af erfiðleikum og ham- ingjustundum en mestu erfiðleikar sem okkur var úthlutað voru veikindi þín sem stóðu í einn þriðja af ævi okk- ar saman og þvílík hetja sem þú varst í öll þessi ár, hversu mikið þú barðist og gafst aldrei upp. Ég hef allavega aldrei kynnst annarri eins hetju, endalaus vonbrigði, alltaf versnaði og versnaði þessi sjúkdómur og þér óx alltaf jafnframt meiri og meiri kjark- ur og ákveðni að þú skyldir hafa sigur að lokum þó svo að þú vissir að sjúk- dómurinn myndi sigra að lokum. Þú áttir eftir að gera svo mikið, gifta börnin þín, verða amma, njóta þess að fara til Kanarí með mér og ekki síst langaði þig svo að verða fín gömul kona sem héldi sér svo vel til á efri ár- um. Þú varst kölluð Skúli rafvirki hér á heimilinu því þegar eitthvað bilaði eða þurfti að stilla vídeó, DVD-spil- ara, sjónvörp og annað slíkt þá sást þú um það. Ef þurfti að mála hérna heima, laga stól eða setja eitthvað saman, þá varstu alltaf á kafi í öllu slíku. Það skipti engu máli hvað við vorum að framkvæma hérna heima, þú tókst alltaf þátt í því af fullum krafti, líka þessi ár sem þú varst svo veik. Þó að þú værir sárkvalin og við værum að halda húsinu við þá varstu komin í vinnugallann og búin að taka stjórn- ina en það gaf þér svo mikla gleði að taka þátt í þessu öllu. Við vorum með endalausar matarveislur hérna á heimilinu okkar, bæði fyrir fjölskyld- ur og vini, og hversu lítið mál þér þótti þetta alltaf þó svo að það væru 15–20 manns í mat í einu. Þú varst al- veg einstaklega góður kokkur, þú þurftir ekkert að vera með upp- skriftabók hjá þér, þetta rann bara upp úr þér enda fannst okkur fátt skemmtilegra en að vera með fólk í kringum okkur. Þegar líða tók á kvöldið og farið var að hækka í mús- íkinni þá stóðst þú yfirleitt við græj- urnar og stjórnaðir og þá var nú ekki spilað lágt heldur var yfirleitt allt í botni. Það gerði mig svo sannarlega að betri manneskju að hafa kynnst þér og búið með þér öll þessi ár, elsku Júl- ía mín. Við sögðum nú svo oft þegar við vorum ein að okkur fyndist að við bættum hvort annað svo mikið upp, að við værum svo miklu betri persón- ur saman, og við hlökkuðum til að vera bara ein og ferðast þegar ald- urinn færðist yfir en öll þessi ferðalög gáfu okkur svo mikið. Það var eitt það skemmtilegasta sem að við gerðum. En nú er kvölunum þínum lokið og ég stend hér einn eftir með börnin okkar tvö og mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að standa mig eins vel og ég get til að okkur líði sem best og fara eftir þeim óskum sem þú varst búin að biðja mig að hafa að leiðarljósi með framtíð okkar þriggja, en þú áttir ekkert eftir ósagt hér á jörð, þú varst búin að koma öllu frá þér sem þú vildir, enda var það orðin þín eina ósk að kvölum þínum myndi linna og að þú fengir hvíldina. Enn og aftur: Takk, elsku Júlía mín, fyrir allt sem að við höfum átt saman. Ég er mikið ríkur af minn- ingum um tíma okkar saman hér á hótel jörð. Jóhann Freyr Ragnarsson (Jói Ragg). Þegar við sitjum hér og hugsum um okkar ástkæru dóttur Júlíu, þá er margs að minnast og margar góðar minningar leita á okkur t.d. frá Kefla- vík og Vestmannaeyjum og úr sum- arbústaðnum, en þessar minningar ætlum við að geyma í hjarta okkar. Júlía var mikill gleðigjafi og sannköll- uð hetja í sinni baráttu, það var eins og sólargeisli kæmi þegar hún birtist, alltaf svo hlýleg og góð við alla, sér- staklega börnin, sem hændust að henni bæði stór og smá. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa mig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Jói, Berglind og Ragnar Þór, ykkar söknuður er sárastur. Við biðj- um góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Elsku Júlía okkar, nú ert þú búin að fá hvíldina. Við eigum eftir að sakna þess að hafa þig hjá okkur. Guð varðveiti þig. Mamma og pabbi. Elsku mamma, hvílík hetja, í sjö og hálft ár hefurðu barist illvígan sjúk- dóm, krabbamein. Þú gafst aldrei upp, þú gerðir allt sem í þínu valdi stóð til þess að hjálpa þér. Þú lést þessi veikindi aldrei stoppa þig í neinu og þú hélst þínu ávallt ótrauð áfram. Þú veist ekki hversu stolt ég hef verið af þér í öll þessi ár. En nú hefurðu fengið hvíldina, hvíldina frá öllum verkjunum og veik- indunum. Nú þarftu aldrei að finna til aftur. Ég trúi því að þú sért komin á fallegan stað þar sem þér líði vel, þú sért verkjalaus og getir valsað um sem fallegasti engillinn á himnum. Ég er ekki aðeins að missa móður mína heldur einnig mína bestu vin- konu. Hvað geri ég án þín? Þú varst mér allt, líf mitt og yndi. Við eyddum nánast öllum okkar tímum saman, við sögðum hvor annarri allt og við gerð- um allt saman. Þau eru ófá skiptin sem við sátum saman að spila langt fram á nætur, kúrðum okkur saman uppi í rúmi, horfðum á góðar bíó- myndir, fórum í bíltúr, upp í sum- arbústað, út í Elliðaey, í tuðruferðir, til útlanda, og er mér minnisstætt þegar við fórum tvær mæðgurnar til London í nokkra daga fyrir tæpum tveimur árum og einnig þegar við fór- um fjölskyldan í sumar út í Elliðaey í sumarfríið okkar. Síðustu dagana þína eyddum við miklum tíma saman, við sátum mikið frammi og spiluðum, þú kenndir mér að prjóna, ég gisti hjá þér á spítalan- um, við horfðum á bíómyndir og er mér minnisstætt tveimur kvöldum fyrir andlát þitt þegar við horfðum saman á bíómynd og hlógum og hlóg- um saman að henni. Þetta eru mér allt dýrmætar minningar ásamt mörgum öðrum sem ég mun varð- veita vel í hjarta mínu. Það er svo sárt að þú skulir vera farin að engin orð fá lýst sársaukan- um. En það var gott að geta fengið að kveðja þig. Síðasta daginn þinn sat ég hjá þér, hélt í höndina á þér og þú lagðir mér lífsreglurnar. Allt sem ég sagði og það sem þú sagðir, ég mun standa við það. Nokkrum klukkutím- um fyrir andlát þitt héldum við utan um hvor aðra og ég sagði: „Ég elska þig meira en allt,“ og þú svaraðir: „Ég elska þig líka.“ Ég elska þig óendanlega mikið, elsku mamma mín, og mun sakna þín meira en orð fá lýst. Þú átt stærsta staðinn í hjarta mínu og munt ávallt eiga. Takk fyrir allt. Mamma, elsku mamma man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna’ ég mest. (Sumarliði Halldórsson.) Þín elskandi dóttir, Berglind. Elsku hjartans Júlía tengdadóttir. Nú er þessari skelfilegu þrautagöngu lokið. Þú barðist svo sannarlega harðri baráttu öll þessi ár og finnst manni ósanngjarnt að þú hafðir ekki sigur í þessu stríði, þar sem þú lést einskis ófreistað til að ná árangri. Þú reyndir allar leiðir bæði hefðbundnar og óhefðbundnar. Við sem höfum fylgt þér í gegnum þessa baráttu höf- um oft verið orðlaus yfir dugnaðinum og metnaðinum í þér. Þú fórst til dæmis aldrei út nema glæsilega klædd og fullkomlega snyrt þannig að marga grunaði ekki einu sinni að þú værir veik. Þessari reisn og glæsi- leika hélst þú alveg þar til yfir lauk. Þú komst inn í okkar fjölskyldu fyrir rúmum 20 árum þegar þið Jó- hann fóruð að vera saman. Alla tíð síðan hefur samband okkar verið mikið og náið. Við getum ekki hugsað okkur hvernig lífið verður nú þegar þú ert horfin á braut. Við höfum alltaf litið á þig sem stelpuna okkar ekkert síður en dætur okkar. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa verið samferða þér í þessi ár. Þú hefur kennt okkur svo ótal margt, ekki síst um að meta heilsuna og passa upp á líkamann. Kvöldið áður en þú fórst hvattir þú okkur til að rækta betur líkamann, því ekkert væri eins mikils virði og góð heilsa. Einnig baðst þú okkur um að standa saman og styrkja hvert annað eftir að þú værir farin. Það ætl- um við að standa við eftir okkar bestu getu. Minning þín mun alla tíð lifa í hjarta okkar, við söknum þín svo sárt. Elsku Jóhann, Berglind og Ragnar Þór, þið hafið misst svo mikið og biðj- um við Guð almáttugan að fylgja ykk- ur í framtíðinni. Anna og Ragnar Þór. Hinn 25. janúar sl. fengum við þungbært símtal frá Þórunni dóttur okkar, allir voru komnir til Eyja því hún Júlía átti stutt eftir. Við pöntuð- um okkur flug strax og vorum komin upp á sjúkrahús seinnipartinn og fengum að sjá Júlíu í hinsta sinn. Það var okkur ómetanlegt en jafnframt mjög erfitt. Það var öllum mikið áfall þegar Júlía greindist með brjósta- krabbamein í blóma lífsins árið 1998 eða þegar hún var einungis 35 ára gömul. Nú er þessari baráttu lokið eftir tæp átta ár. Júlía var mikil Eyjakona. Eftir gosið flutti fjölskyldan upp á land en eyjan togaði alltaf í Júlíu og hún flutti þangað aftur. Fyrstu árin bjó hún hjá þeim mætu hjónum Birnu og Baldri sem reyndust henni vel alla tíð, komu fram við hana eins og eigin dóttur. Seinna meir eignast Júlía svo fjöl- skyldu og skilur nú eftir sig tvö ynd- isleg börn. Júlía var barngóð og reyndist mér ákaflega vel þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn, alltaf tilbú- in að passa. Þetta var ómetanlegt og áttum við systurnar margar yndislegar stundir. Ferðin til Spánar var einnig frábær, þar áttum við öll góðar ógleymanleg- ar stundir sem eru nú dýrmætar minningar í hjörtum okkar. Allar góðu stundirnar og fallegu minning- arnar um Júlíu lifa að eilífu. Guð blessi þig, Júlía mín, þín verð- ur sárt saknað. Við vottum fjölskyldu Júlíu og öll- um aðstandendum samúð okkar. Þín systir, Edda Bergmannsdóttir og Jón Ásgeir. Júlía, loksins líður þér betur eftir alla þessa baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Ég man alltaf eftir því hvað þú varst góð við alla í kringum þig og alltaf til í að miðla málum. Eins og þegar við vorum á ferðalagi með mömmu og pabba, við sátum þrjú aft- ur í, ég, Finnur og þú. Alltaf þurftir þú að sitja á milli mín og Finns til að stilla til friðar hjá okkur bræðrunum. Svo fluttir þú ung að árum til Eyja og varst hjá Biddu og Baldri sem hugs- uðu vel um þig. Það var alltaf svo gott að tala við þig um allt milli himins og jarðar. Það var alltaf mjög gaman að heimsækja þig, Jóa, Berglindi og Ragnar Þór, því það er alveg einstak- lega vel tekið á móti manni á Illuga- götu 15. Þegar þú komst upp á land í heimsókn til mömmu og pabba þá gátu allir treyst á að nú yrði Júlía með einhvern tilraunamat handa liðinu sem ekki allir voru sáttir við. Júlía var oft kölluð afskiptamálaráðherrann hjá okkur í fjölskyldunni vegna þess að hún var alltaf með skoðanir á öllu og vildi oft ráða hinu og þessu. Það var líka skemmtilegt að sitja inni í eldhúsi hjá mömmu og pabba fram eftir kvöldi og ræða málin sem voru efst á baugi hjá okkur. Addi og Patti eiga eftir að sakna þín mikið, þeim fannst svo gaman að koma til þín á Shellmótinu í fyrra og hlökkuðu mik- ið til að koma aftur í sumar. En ég veit að Jói, Berglind og Ragnar Þór munu taka vel á móti okkur eins þeim er einum lagið. Þú ólst upp alveg ein- staklega skemmtileg og góð börn, þú þarft ekki að hafa áhyggur af þeim. Þau mun spjara sig vel í lífinu. Það að þú kvaddir þennan heim á sama degi og á sama klukkutíma og hann Bald- ur fyrir tveimur árum er engin til- viljun, hann Baldur vildi ekki sjá þig þjást lengur og kom að sækja þig til sín. Við biðjum öll að heilsa honum og segðu honum að Líney biðji einnig að heilsa, hann Baldur skilur þetta. Við þökkum fyrir alla tímana sem við átt- um saman, Júlía mín, ég veit að þér líður betur núna eftir alla þessa erfiðu baráttu síðastliðin sjö og hálft ár. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Þú ert hetjan okkar allra. Friðrik (Rikki) bróðir, Ingi- björg (Bogga), Aníta, Arnór Smári og Patrekur Örn. Það er komið að kveðjustund. Langri og erfiðri baráttu er lokið. Eftir sitjum við hnípin og eigum erfitt með að koma hugsunum okkar í orð. Við minnumst þín, Júlía, fyrir ein- stakan kjark þinn, þor og dáð. Þú varst svo geislandi fögur og uppfull af lífskrafti allt fram á síðustu stundu að auðvelt var að gleyma því að óboðinn gestur hafði gert sig heimakominn hjá þér og sótti hvað eftir annað hart að þér. Þér tókst hið ótrúlega, að hat- ast ekki við óvininn, hann var kominn til að vera, heldur bauðst honum birg- inn og tókst á einhvern óútskýranleg- an hátt að slá vopnin úr höndum hans hvað eftir annað, ekki uppfull af reiði og heift heldur af hugprýði, jákvæðni og ótrúlegri þolinmæði. Það er of langt mál að telja upp alla kosti þína en ekki er hægt að minnast þín án þess að geta þess hversu barn- góð þú varst og nutu Anna Mjöll og Elín Perla þess alla tíð enda var vart fyrr komið til Eyja en dæturnar skoppuðu yfir til þín og þinna og tókst þú þeim ávallt fagnandi. Kjarkur þinn og þor birtist okkur snemma, þegar Anna Mjöll á sínum fyrstu árum hrelldi allt og alla með sjúkdómi sínum, hikaðir þú ekki við það sem aðrir veigruðu sér við, og fórst með hana í sund og bæjarferðir. Þrátt fyrir óskemmtilegar uppákom- ur brást þér aldrei kjarkur og óhikað var næsta bæjarferð skipulögð. Það hefur verið okkur mikill lær- dómur að kynnast þér og fá að fylgj- ast með þér og þinni yndislegu fjöl- skyldu í baráttu ykkar allra. Við kveðjum þig, Júlía, með trega og söknuði og þökkum þér samfylgdina. Elsku Jóhann Freyr, Berglind, Ragnar Þór og aðrir aðstandendur. Við biðjum almættið um styrk ykkur til handa til að takast á við sorgina og lífið fram undan. Hlíf, Stefán, Anna Mjöll og Elín Perla. Ég var sex ára gömul og ég held að Jóhann bróðir hafi farið á ball. Þegar ég vaknaði morguninn eftir voru kvenmannsskór í ganginum sem ég vissi að mamma átti ekki. Ég vakti Rögnu systur og við lágum á hleri í allavega tvo klukkutíma áður en við gáfumst upp. Bróðir minn og þessi sem var hjá honum gátu sofið enda- laust fannst okkur systrum. En að lokum heyrðum við að hann og daman voru vöknuð. Ég ætla ekki að lýsa spenningnum sem yfir okkur kom. Gat það verið að stóri bróðir minn væri komin með kærustu? Jebb, hann var komin með kærustu og hún hét Júlía. Mér leist alveg rosalega vel á þessa konu (fyrir mér var hún kona, þá 19 ára). Mér fannst ég hafa eignast aðra stóra systur. Ég var rosalega montin af þessu öllu saman. Ég fékk að fara út að labba með kærustu- parinu og þau leiddust og allt. Stund- um kysstust þau líka úti á götu. Ég held reyndar að þú, Júlía mín, hafir ekki gert þér grein fyrir hversu mikill barnakarl hann bróðir minn var. Vegna þess að þú varst ekkert bara að eignast eitt stykki kærasta heldur átti hann tvær litlar systur sem héngu í rassinum á honum alltaf hreint. Ég var svo heppin að Júlíu fannst þetta ekkert vandamál og því breyttist samband okkar Jóhanns ekki neitt við þetta þó svo að mér hafi stundum fyrst um sinn fundist mér ógnað mjög. Árin liðu og þið Jóhann eignuðust Berglindi og Ragnar Þór, giftuð ykk- ur, keyptuð íbúð í Birkihlíðinni og svo hús á Illugagötunni. Ég á endalausar minningar um þig frá þessum árum, allt bara góðar minningar. Þú varst nefnilega alltaf svo góð við mig. Mér fannst þú svo skemmtileg og góð að ég hændist að þér. Svo gerðir þú líka besta túnfisk- salat í öllum heiminum. Það voru mörg kvöldin sem ég var hjá ykkur að horfa á video og í boði voru saltkringl- ur og túnfisksalat. Þegar ég svo varð fullorðin og eign- aðist sjálf börn varð okkar samband eins og hjá vinkonum. Ég bjó í Reykjavík og þú hringdir í mig til að biðja um gistingu fyrir ykkur Jóhann þar sem þú þurftir að fara í smá skoð- un á leitarstöðinni vegna þess að þú hafðir fundið ber í brjóstinu. Þegar ég keyrði þig á leitarstöðina fannst mér þú ótrúlega róleg yfir þessu. Ég var áhyggjufull. Berið þurfti að fjarlægja, það var það sem kom út úr skoðun- inni. Þú varst lögð strax inn og þegar yfir lauk var búið að fjarlægja hægra brjóstið á þér og framundan var ströng lyfjameðferð og geislameð- ferð. Þú kveiðst því svolítið að missa hárið. Þú varst undirbúin vel og Hlíf systir klippti þig snöggt til að venja þig við. Þið voruð rosalega mikið hjá JÚLÍA ÓLÖF BERG- MANNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.