Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Margrét Sveins-dóttir á Eyvind- ará fæddist í Stóru- tungu í Bárðardal 18. nóvember 1916. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Austurlands á Seyð- isfirði 29. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Vilborg Kristjáns- dóttir, f. 28. júní 1887, d. 21. apríl 1954, og Sveinn Pálsson bóndi í Stórutungu, f. 15. janúar 1868, d. 7. maí 1935. Systkini Margrétar eru: Anna Guðrún, f. 4. sept. 1908, d. 2001, bjó í Stórutungu, maki Þórólfur Jónsson, d. 1991, Páll, f. 24. des. 1911, d. 15. júní 1994, bjó í Hveragerði, maki Sigríður Jóns- dóttir, d. 2005, og yngst er Krist- ín, f. 9. apríl 1921, býr á Akranesi, maki Garðar Halldórsson. Margrét giftist Vilhjálmi Jóns- syni, f. á Arnórsstöðum á Jökuldal 10. mars 1910, d. 1994. Foreldrar hans voru Þórunn Vilhjálmsdóttir Oddsen og Jón A. Stefánsson bóndi í Möðrudal. Margrét og Vil- hjálmur bjuggu í Möðrudal til 1962 en síðan á Eyvindará á Egils- stöðum. Þau eignuðust tíu börn og fæddust níu elstu börnin í Möðru- dal en það yngsta á Egilsstöðum. Þau eru: 1) Sveinn Vilberg, f. 1938, maki Kristín Jónsdóttir. Þau eiga sjö dætur. 2) Vernharður Jón, f. 1939, maki Anna Birna Snæþórsdótt- ir. Þau eiga fjögur börn. 3) Þórunn Að- albjörg, f. 1940, maki Reynir Hólm, látinn. Þau eiga fjögur börn. 4) Vil- borg, f. 1942, maki Eðvald Jóhannsson. Þau eiga sex börn. 5) Anna Kristín, f. 1943, maki (skilin) Bjarni Garðarsson. Þau eiga sex börn. 6) Brynhildur, f. 1945, maki Sævar Gunnarsson. Þau eiga þrjú börn. 7) Stefán Sig- urður, f. 1946, d. 1987. 8) Þor- steinn Jökull, f. 1947, maki Hrefna Frímann. Þau eiga þrjú börn. 9) Sigrún Margrét, f. 1951, maki Haraldur Bjarnason. Þau eiga þrjú börn. 10) Guðlaug Erla, f. 1956, maki Daníel Gunnarsson. Þau áttu þrjú börn, eitt er látið. Barnabarnabörnin eru fjörutíu og fimm og barnabarnabarnabörnin eru þrjú. Margrét bjó á Eyvindará þar til fyrir nokkrum árum að hún flutti á Sambýli aldraðra á Egilsstöð- um, en síðastliðið ár dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði. Útför Margrétar verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Snaggaraleg, ákveðin, föst á sín- um skoðunum, fljót til svara, stund- um dómhörð en hugsaði vel um sitt fólk. Þetta er það sem fyrst kemur upp í huga minn þegar ég minnist Margrétar Sveinsdóttur, tengda- móður minnar, sem lést sunnudag- inn 29. janúar síðastliðinn, á nítug- asta aldursári. Hún Magga var í raun orðin södd sinna lífdaga og hafði oftar en ekki orð á því síðustu árin að nú væri komið nóg og hún hlakkaði til að hitta marga vini sína fyrir handan, enda efaðist hún ekki um að annað og æðra tilverustig biði eftir jarð- vistina. Hún sagði margoft við mig að jarðneskar leifar fólks skiptu ekki máli, né hvar þær væru. Það væri sálin sem eftir stæði þegar jarðvistinni lyki. Já, hún Magga lifði tímana tvenna eins og margt hennar sam- tíðarfólk og átti sinn þátt í að leggja grunninn að þeim allsnægt- um sem afkomendurnir búa við í dag. Hún hleypti ung heimdrag- anum frá Stóru-Tungu í Bárðardal, þar sem hún hafði hlotið gott og eftirminnilegt uppeldi. Hún fór ung, að vori, til sumardvalar í Möðrudal á Efra-Fjalli, þar sem Jón A. Stefánsson og Þórunn Vil- hjálmsdóttir bjuggu með börnum sínum. En hún skilaði sér ekki að hausti til skólavistar að Laugum í Reykjadal eins og áformað hafði verið, enda þótti henni vistin góð á Fjöllum. Magga sagði mér eitt sinn að margir hefðu verið hissa á sér að yfirgefa blómlega byggðina í Bárð- ardal og halda norður á Fjöll. En það voru hestarnir sem heilluðu. Hún sagðist oft hafa heyrt fólk tala um hestana í Möðrudal og að þar væri fjöldi úrvalshesta. Þangað vildi hún fyrir alla muni komast. Þar kynntist hún mannsefninu Vil- hjálmi Jónssyni, bóndasyninum á bænum, myndarlegum ungum manni sem þá hafði lokið námi í bændaskólanum á Hvanneyri. Úr varð farsæl og frjósöm sambúð, fyrst á Fjöllum og síðan í rúma þrjá áratugi á Héraði allt þar til Vilhjálmur lést árið 1994, þá 84 ára. Þeim hjónum varð 10 barna auðið og lifa þau öll foreldra sína nema Stefán Sigurður, sem lést árið 1987, þá fertugur. Afkomendahópurinn er stór og er nú um hundrað manns. Þau Magga og Villi voru um margt ólík í háttum og útliti. Hún lítil, snögg í hreyfingum, fljót til verka og svara. Hann þessi þrekni, rólegi og vinnusami bóndi, sem ekkert haggaði, en heimsmaður samt, fróðleiksfús, vel að sér í ýmsu og hafði gaman af að kynna sér hin ólíklegustu mál. Einhvern veginn pössuðu þau samt svo vel saman. Líklega fyrst og fremst af því að þau virtu hvort annað og unnu sam- an að því að koma sér og sínum áfram í lífinu. Oft varð maður vitni að því að lúmsk stríðnin hjá Villa kallaði fram bros hjá Möggu, þótt hún léti í fyrstu sem henni þætti síður en svo neitt sniðugt við þetta. Þau hjón keyptu jörðina Eyvind- ará í Egilsstaðahreppi í byrjun sjö- unda áratugarins. Magga sagði mér frá því er hún kom þangað fyrst til að falast eftir jörðinni við Björn Sveinsson, sem þá bjó þar. Hún sagði Björn hafa verið mikinn barnakarl og í raun hefði hann fall- ið fyrir Erlu dóttur sinni, sem með var í för nokkurra ára gömul, og ákveðið að selja sér þótt fleiri ágirntust jörðina. Það er því vel við hæfi að Erla skuli nú búa í bæj- arhúsinu á Eyvindará með fjöl- skyldu sinni. Dálæti Möggu á dýrum var mik- ið. Þar skipuðu hestarnir heiðurs- sæti en fuglar voru einnig í háveg- um hafðir hjá henni, því alltaf var hún með hænur og endur auk gæsa og dúfna í eina tíð. Ég minnist prjónavélarinnar sem hún settist við alla daga og alltaf var nægt prjónles hjá Möggu og vel þegið af þeim yngri sem eldri í fjölskyld- unni. Um tveggja ára skeið bjuggum við fjölskyldan heima hjá Margréti meðan hús okkar var í byggingu í Eyvindarárlandi. Þá kynntist ég mörgu í fari tengdamömmu. Ég minnist allra vísnanna sem hún kunni, ekki síst eftir samtímamenn hennar og sjálf átti hún til að yrkja. Hún var föst á sínum skoðunum og sendi landsfeðrunum oftar en ekki tóninn yfir sjónvarpsfréttunum, sumum þó sýnu meira en öðrum. Jónas á Hriflu hafði alltaf verið hennar maður og enginn komst með tærnar, þar sem hann hafði haft hælana í stjórnmálunum. Margrét var alla tíð líkamlega hraust en á síðustu árum tók skammtímaminni hennar að skerð- ast og leyndi sér ekki að í fyrstu angraði það hana mjög, sem eðli- legt er. Fram á síðasta dag fór hún þó með vísur og söng fyrir afkom- endur sem komu í heimsókn á sjúkrahúsið á Seyðisfirði, þar sem ævikvöld hennar leið við góða umönnun, sem ber að þakka. Ég kveð hana tengdamömmu mín með þakklæti og kann að meta hollráð hennar gegnum tíðina Ég veit hún vildi ekki láta ausa sig lofi að sér látinni. Það hafði hún oft á orði. Samt gat ég ekki annað en sest niður og sett nokkur orð á blað. Ég, sem hef unnið við skriftir nánast alla mína starfsævi, hef aldrei áður skrifað minningargrein en geri það nú um konu, sem vildi sem minnst láta um sig segja. Blessuð sé minning Margrétar á Eyvindará. Ég er þess fullviss að henni líður vel í sálu sinni meðal vina sem horfnir eru sjónum okkar hér. Haraldur Bjarnason. Elsku Magga. Með örfáum orðum langar mig að þakka þér samfylgdina síðustu 30 ár eða svo. Kærar þakkir fyrir hlýju þína, væntumþykju og skemmtilegheit. Við Jökull og börnin okkar minnumst með gleði allra samverustundanna sem við áttum með þér og tengdapabba jafnt á Eyvindará sem annars stað- ar. Það var gaman að vera í návist þinni. Þú varst hress, úrræðagóð og hafðir oft á takteinum hnyttin tilsvör og skemmtilegan kveðskap. Það að hafa fengið þig fyrir tengdamóður fyrir margt löngu og eiga svona margar góðar minningar um litríka konu eins og þig eru for- réttindi. Við fæðumst og deyjum, það er í raun það eina sem við göngum að vísu í lífi okkar. Samt er það ætíð jafnerfitt þegar einhver sem hefur skipað stóran sess í lífi manns fell- ur frá. Tilviljun réði að við fylgdumst að spölkorn eftir götunni. Ennþá djarfar í huga mér fyrir birtu dagsins. Er þú hvarfst fyrir horn stóð ég eftir andartak í sömu sporum og vissi vart hvert halda skyldi. (Þóra Jónsdóttir.) Megi Guð geyma þig. Þín tengdadóttir, Hrefna. Amma á Eyvindará er farin. Hún þurfti að fara að stoppa í sokkana hans afa eins og hún sagði mér fyr- ir löngu síðan. Afi hlyti að vera kominn með bunka af götóttum sokkum þarna uppi sem biðu þess að amma kæmi og gerði þá eins og nýja. Svona var amma. Hún var alltaf að gera að gamni sínu. Hún lifði lengi og var hress og heilsu- hraust alla sína ævi, sem betur fer. Þó svo að minnið gæfi sig með ár- unum var hún alltaf söm við sig. Það var alltaf jafn gaman að hitta hana og spjalla um daginn og veg- inn, þá gjarnan um gömlu tímana sem voru henni ofarlega í huga nú síðustu árin. Þegar ég velti því fyrir mér hvað komi upp í hugann þegar hugsað er til ömmu koma óteljandi myndir fram: tjörnin, veðurhúsið, hún að söngla og fara með vísur, hund- urinn Skuggi, hænur, endur og gæsir, prjónavélin, skyggnishúfan, veggklukkan í svefnherberginu, Skjóna og Gráni, hún að steikja kleinur, rúsínur í Nesquickboxi, skonsan, hún að labba yfir hólinn með fötu í hendi á leið í hænsna- húsið … Svona mætti lengi telja. En það sem kemur hvað sterkast fram þegar hugsað er til ömmu er brosið, húmorinn, glettnin og létt- leikinn sem einkenndi hana alla tíð. Þannig minnist ég hennar og þakka fyrir allar samverustundirnar með henni. Mig langar að kveðja ömmu með sömu vísu og hún söng fyrir Marinó Bjarna son minn þegar við heim- sóttum hana nú í byrjun árs, þá í síðasta sinn. Þetta var falleg stund, amma söng vögguvísu og kyssti drenginn á ennið, bað Guð um að blessa hann. Við sjáumst aftur síð- ar, á meðan vakir hún yfir okkur. Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, Meðan hallar degi skjótt, Að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson.) Eyrún Huld Haraldsdóttir. „Amma, ég skal senda veðrið!“ Það var ekkert smágaman að senda veðrið. Við krakkarnir rifumst um það. Maður hringdi bara í 06 og sagði eins og amma og afi: „Það er hérna veðrið …“ og hélt svo áfram, alveg eins og þau: „Það er hérna 04089 …“ – og þegar maður hafði þulið einkennisnúmer veðurathug- unarstöðvarinnar á Eyvindará komu veðurlýsingar. Þetta var allt eitthvað svo spennandi; að fara út og kíkja á mæla, senda niðurstöður úr jarðskjálftamæli í hólki til Veð- urstofunnar. Alltaf fengum við að skottast með þó svo að oft hafi það tafið fyrir frekar en hitt. Það var samt alltaf eins og þau afi hefðu endalausan tíma fyrir okkur. Það hafði einhvern veginn allt yf- ir sér svo mikinn ævintýraljóma í sveitinni. Amma vaknaði alltaf fyrir allar aldir og loksins þegar maður vaknaði var hún búin að ljúka, að manni fannst, heilu dagsverki með- almanns. „Amma, viltu vekja mig á morgun þegar þú vaknar?“ Það var einstakt að fara með henni um miðja nótt, að manni fannst, niður í hestagirðingu og liggja á milli þúfna til að freista þess að sjá mer- arnar kasta. Hún þreyttist aldrei á því að dásama þessar skepnur og semja vísur um þær, vorið eða bara eitthvað sem henni datt í hug. Ef maður var heppinn þurfti kannski að fara niður í vatnshrútinn og setja blöðku fyrir, það var líka mjög spennandi. Það þurfti síðan að setja út hæn- ur, endur og gæsir, tína egg, hreinsa dalla og spjalla svolítið við fuglana. Vorið var sko okkar tími og amma var ekki síður spennt en við að taka á móti ungviðinu. Sama í hvaða formi það var, þá naut hún sín. „Er þetta ekki fallegt?“ Svo dæsti hún. Í fjárhúsinu hitti maður svo afa sem sagði manni frá því að hann hefði séð einhvern óhræsis fress uppi á heystabbanum í hlöð- unni, hann hafi nú ekki verið frýni- legur. Hann vissi sem var, að þetta var eina leiðin til að láta okkur ekki vera að príla þarna uppi og fara okkur að voða. Afi gat endalaust frætt okkur um heim vísindanna enda ekkert sem var honum óviðkomandi í þeim efn- um. Það var fátt betra en að láta afa lesa eða segja sér sögu að kveldi enda ekki laust við að maður væri stundum smeykur að sofa einn. Amma fór nefnilega alltaf svo snemma að sofa en afi vakti eftir veðrinu. Amma prjónaði alltaf mikið og oft fengum við krakkarnir að spóla fyrir hana bandið meðan hún sat við prjónavélina. Prjónabolirnir komu sér svo vel á veturna. Það var alltaf svo hlýtt og notalegt í prjóna- herberginu og anganin af garninu skapaði ákveðna stemningu. Þarna átti maður margar ljúfar stundir með ömmu og aldrei sagði hún neitt þótt við værum búin að búa til skúlptúra eða heilu þorpin úr garninu og tómum keflum þannig að ekki var hægt að stíga niður fæti. Það var helst að við fengjum orð í eyra fyrir að eiga við prjóna- vélina sem gaman var að fikta í. Það var svo merkilegt að stund- um var eins og amma væri tvær persónur. „Veisluamma“ – þá varð hún alltaf svo virðuleg og hæglát og eins og hún hefði elst um nokkur ár – en svo var það „amma í sveitinni“ – þar lék hún á als oddi, reytti af sér brandara og hló sínum dillandi hlátri með fætur uppi á stólbaki. Þessi dillandi hlátur, söngur og léttleiki var svo einkennandi fyrir hana, og því hélt hún þar til yfir lauk, þrátt fyrir að skammtíma- minnið sviki hana á stundum. Nú hefur hún amma okkar lokið ferðalagi sínu hér á meðal okkar og við tekur nýtt ferðalag, sem hún var sátt við að takast á við og búin að þrá í langan tíma. Hún vissi sem var að hún yrði ekki ein á þeirri ferð frekar en áður. Þar bíður hennar, ásamt afa, hópur fólks, svo ekki sé minnst á ferfætlinga. Eftir situr heill hafsjór minninga um þessa einstöku konu, sem ávallt hefur skipað svo stóran sess í lífi okkar allra. Fyrir okkur voru það ómetanleg forréttindi að hafa þau í nágrenni við sig. Við systkinin þökkum samfylgdina og megi henni farnast vel í nýjum heimkynnum. Fyrir hönd okkar systkinanna, Herborg Eðvaldsdóttir. Elsku amma mín, ég trúi ekki að þú sért farin frá okkur. Þú varst skært ljós í lífi okkar allra, það var alltaf svo gaman að hitta þig. Mað- ur vissi að manni myndi ekki leið- ast á meðan þú varst í návist manns, þú gafst svo mikið af þér. Að missa þig er stór missir, þú áttir svo marga að. Þú varst svo góð við allt og alla og okkur öllum fannst alltaf svo gaman að vera með þér. Það var alltaf svo gaman að mæta í veislur og sjá þig, þú varst alltaf svo vel til höfð, búin að fara í þitt fínasta púss með allt þitt fal- lega skart, þér leið eins og prins- essu. Alltaf þegar maður leit á þig þá varstu með barn í fangi þér, þú áttir endalaust af fallegum börnum, barnabörnum og barnabarnabörn- um og átt ennþá. Ég man þegar þú komst einu sinni í heimsókn til okk- ar og ég lánaði þér inniskóna mína, sem voru 2 kindur, þér fannst svo gaman að þeim að þú dansaðir um öll gólf. Það þurfti svo lítið til að skemmta þér, það eitt að hugsa um þig kemur mér til að hlæja. Ég gæti skrifað endalaust um það hversu hress og kát þú varst alltaf. Ég vill þakka þér fyrir allar þær frábæru stundir sem ég átti með þér, og þín er sárt saknað, ég veit að þú munt alltaf vera hjá okkur. Elsku amma. Á ævi minni hef ég séð hvað það býr mikill þróttur í huga þínum, sem hafði áhrif á okk- ur öll. Varkár hönd þín mun alltaf vaka yfir okkur, þótt fjarlægð virðist fylla heima mína, en gullkorn þín gefa lífi mínu aukið gildi. En ég veit að guð er góður, og nú fyllist líf mitt af gleðitárum. Árin líða, sárin gróa, hjarta mitt fyllist af hlýju. Nú hugsa ég um framtíðina, er hittumst við aftur að nýju. Erla Dögg Grétarsdóttir. Ekki er allur kuldi kaldur, né kvelur mig á fótunum. Einn er slíkum varma valdur, að vermir hjartarótunum. (Margrét Sveinsdóttir.) Ég vil í nokkrum orðum kveðja hana ömmu mína sem gaf mér svo margt sem ég á eftir að búa að alla ævi. Ég var ekki gamall þegar ég kom fyrst í Eyvindará smáhnokki sem var komin í pössun til ömmu, og þar var ég meira og minna fram á unglingsaldur. Það var yndislegt að alast upp að hluta til hjá ömmu og afa, þar var alltaf eitthvað skemmtilegt að ske. Amma hafði ótrúlega gott lag á börnum, enda var alltaf fullt hús af krökkum hjá henni öll sumur. MARGRÉT SVEINSDÓTTIR Elsku amma. Ég vona að þú getir kom- ist sem mest á hestbak í himnaríki, því ég veit að það finnst þér svo gaman. Ég á eftir að sakna þín mjög mik- ið, en ég get huggað mig við það að nú getur þú gert það sem þér fannst skemmtileg- ast, og hitt aftur afa, Dedda og Daníel. Þín Sara. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.