Morgunblaðið - 04.02.2006, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 55
FRÉTTIR
57 NEMENDUR við Háskóla Íslands hlutu IPMA vottun, stig
D, sem er viðurkennd alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun á
vegum Verkefnastjórnunarfélags Íslands, 21. janúar sl. Nem-
endur, sem hlutu vottunina, eru annars vegar í MPM námi
sem er tveggja ára meistaranám með vinnu í verkefnastjórn-
un við verkfræðideild HÍ og hins vegar Verkefnastjórnun og
leiðtogaþjálfun sem er 15 eininga nám við Endurmenntun HÍ.
Vottun IPMA eða International Project Management Asso-
ciation skiptist í fjögur stig; A, B, C og D. Stigin taka mið af
þekkingu og reynslu umsækjenda ásamt stærð og umfangi
þeirra verkefna sem lögð eru til grundvallar vottuninni. D
vottun er fyrsta stigið í ferlinu og er staðfesting á þekkingu
nemanda á aðferðafræði verkefnastjórnunar, segir í frétta-
tilkynningu.
Nú hafa alls 130 Íslendingar hlotið slíka vottun frá því að
IPMA vottun hófst hér á landi árið 1997.
Fengu vottun í
verkefnastjórnun
NÁMSKEIÐ verður á vegum Tal-
þjálfunar Reykjavíkur um tal- og
málörvun með sértæk úrræði og
árangur í brennidepli. Námskeiðið
sem fer fram 10. febrúar kl. 9–13,
er ætlað leikskólakennurum,
grunnskólakennurum, sérkenn-
urum og foreldrum barna með frá-
vik í máli og tali. Aðrir áhugasamir
um málefnið eru velkomnir.
Áhersla verður lögð á að kynna
grundvallarþætti sem nauðsynlegt
er að kunna skil á til að styðja ein-
staklinga með frávik í máli og tali,
hvernig ná á hámarksárangri í
stuðningi og hvaða þjálfunarefni
skal nota. Á námskeiðinu verða
fyrirlestrar og málsmiðjur um efn-
ið, einnig verða sérstök tilboð á
málörvunarefni sem verður til sölu.
Skráning fer fram hjá Talþjálfun
Reykjavíkur og í gegnum net-
fangið tal@simnet.is.
Námskeið um
tal og málörvun
Rangt föðurnafn
Rangt var farið með föðurnafn Jens
Kjartanssonar, yfirlæknis á lýta-
lækningadeild Landspítalans, í
Morgunblaðinu í gær í frétt um
bata drengs sem varð fyrir alvar-
legum bruna í Grafarvogi í nóv-
ember. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Rangt föðurnafn
Í fréttum Morgunblaðsins um verð
á skólamáltíðum hefur verið farið
rangt með nafn Þorsteins Hjart-
arsonar skólastjóra Fellaskóla.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
LEIÐRÉTT
ÍSLANDSMÓT í suður-amerískum
og samkvæmisdönsum eða 5 og 5
dönsum og Íslandsmót í gömlum
dönsum verða haldin í Laugardals-
höll í dag, laugardaginn 4. febrúar
og á morgun,
sunnudag.
Mótið verður
sett á laug-
ardag kl. 17
og stendur
til kl. 21. Á
sunnudag
verður mótið
frá kl. 11 til
16. Íslands-
mót í göml-
um dönsum hefst að því loknu og er
áætlað að því ljúki kl. 18.
Skráðir þátttakendur í suður-
amerískum dönsum eru 101 dans-
par og í samkvæmisdönsum eru
skráð 127 danspör. Þá eru 72 dans-
pör skráð á Íslandsmót í gömlum
dönsum.
Dómarar í 5 og 5 dönsum verða
frá fimm Evrópulöndum, það er
Bretlandi, Danmörku, Noregi, Sví-
þjóð og Þýskalandi. Gömlu dansana
dæma hins vegar fimm íslenskir
dómarar.
Tímatafla mótanna er á heima-
síðu DSÍ ww.danssport.is
Íslandsmót í
suður-amerískum
1.990-
Verð áður: 2.990-
4.990-
Verð áður: 6.960-
14.980-
Verð áður: 19.970-
1.990-
Verð áður: 2.890-
990-
Verð áður: 1.990-
1.990-
Verð áður: 4.860-
2.990-
Verð áður: 3.890-
11.740-
Verð áður: 18.850-
1.875-
Verð áður: 3.870-
Úrval l jósa á frábæru verði!
Allt að 70 afsláttur%
ÚT
SÖ
LUL
OK
!
Opi
ð la
uga
rda
g fr
á 11
-16
og
sun
nud
ag f
rá 1
3 -1
6