Morgunblaðið - 04.02.2006, Side 31

Morgunblaðið - 04.02.2006, Side 31
Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. Afgreiðslugjöld á flugvöllum. Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna, og rútur með/án bílstjóra. Höfum bíla með dráttarkrók og smárútur, allt að 14 manna. Smárútur fyrir hjólastóla. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum - frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni. - Þið takið húsið frá í 3 daga án greiðslu og við staðfestum síðan og sendum samning og greiðsluseðla. Einnig má greiða með greiðslukorti. LALANDIA Útvegum sumarhús í Lalandia, einhverju skemmtilegasta orlofshverfi Danmerkur. Lágmarksleiga 2 dagar. Húsbílar, hjólhýsi fyrir VM 2006 Höfum nokkra húsbíla fyrir VM 2006 í Þýskalandi til afgreiðslu frá Kaupmanna- höfn og Flensborg. Getum útvegað hjólhýsi og bíla með dráttarkrók. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Fylkir.is ferðaskrifstofa sími 456 3745 Eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem ekki nýtur styrkja frá opinberum aðilum Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 31 DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR Nýjar ferðir á Vestfjörðum næsta sumar Í sumar verða nýjar ferðir í boði á Vestfjörðum á vegum Vesturferða á Ísafirði. Helst ber að nefna refa- og nátt- úruskoð- unarferðir á Hornstrandir. Annars vegar er um að ræða dagsferðir að ræða í Jök- ulfirði og síðan fjöldægraferð í Látra- vík og gist verður í Hornbjargsvita. Þetta er í fyrsta skiptið sem refaskoð- unarferðir vera í boði fyrir erlenda og innlenda ferðamenn; hópa jafnt sem einstaklinga. Fyrirhugað er að fara þrisvar sinnum næstkomandi sumar. Leiðsögumaður í þessum ferðum verður Ester Rut Unnsteinsdóttir en hún er líffræðingur að mennt og hefur mikla þekkingu á refnum og lífríki Hornstranda. Hefur rannsakað heims- skautsrefinn ítarlega og þá sér- staklega á Hornströndum. Heimskautarefurinn er talinn hafa ver- ið eina villta landspendýrið á Íslandi við landnám og í Hornstrandafriðland- inu fær hann að lifa óáreittur. Heim- skautarefurinn er með sjaldgæfari refategundum í heiminum. Aðlögun hans að fimbulkulda norðuheim- skautsins hefur gert hann sérstakan að mörgu leyti. Hreinræktaður heim- skautarefur er orðin sjaldgæf sjón. Skáleyjar á Breiðafirði Fyrir tveimur árum var byrjað að bjóða upp bátsferðir með leiðsögn í Skál- eyjar í Breiðafirði. Siglt er frá Stað á Reykhólum út í eyjarnar og tekur sigl- ingin um það bil hálfa klukkustund. Þegar komið er í land er farið í göngu- ferð með ábúendum sem segja frá staðháttum. Bornar eru fram léttar veitingar, jafnvel selkjöt ef vel gefur. Grímsey á Ströndum er önnur áhuga- verð eyja til að heimsækja. Um er að ræða 3ja tíma ferð með leiðsögn, en aðeins tekur stutta stund að sigla frá Drangsnesi. Vesturferðir eru með margar dags- ferðir í boði frá Ísafirði yfir sumarið og má þar nefna daglegar skoðunarferð í Vigur, gönguferð frá Aðavík til Hest- eyrar með leiðsögn og kaffiferðir á Hesteyri. Auk þess eru vinsælar dags- ferðir í Hornvík í júlí með leiðsögu- manni. Mótorhjólaævintýri íHimalaya Hollenski ferðaskrifstofueigandinn, ævintýramaðurinn og Íslandsvinurinn Paul Duijf ætlar að halda kynningu á nítján daga mótorhjólaferð í indverska hluta Himalayafjalla, sem hann ætlar að efna til frá og með 20. júní næst- komandi. Duijf er eigandi hollensku ferðaskrif- stofunnar Travel2Explore og hefur hann í gegnum tíðina ferðast mikið með hollenska göngugarpa um Ísland og Grænland, en undanfarin ár hefur hann einbeitt sér að fjarlægari lönd- um. Duijf segist vera sérlega áhuga- samur um að fá Íslendinga með í för þar sem þeir séu svo „skemmtilega brjálaðir“. Nánari upplýsinga er að finna á vef Vesturferða www.vestur- ferdir.is eða í síma 456-5111. Fyrir áhugasama má benda á að kynningin verður haldin í Salnum á Farfuglaheimilinu í Reykjavík, Sundlaugavegi 34, laugardaginn 11. febrúar kl. 16.00. www.travel2explore.com VEFURINN www.florens.is, er fyrir Íslendinga, sem eru á leið til Toskana á Ítalíu og hafa áhuga á að dvelja þar til lengri eða skemmri tíma. Boðið er uppá íbúðir eða hús til leigu ýmist í Flórens eða í sveitum Toskana. Það er Bergljót Leifsdóttir, sem sér um útleiguna en hún hef- ur búið á Ítalíu frá árinu 1986. Hún nam ferðamálatækni í al- þjóðlegum ferðamálaskóla í Flór- ens og hefur starfað við útleigu sumarhúsa fyrir fasteignasölu frá 1996.  FERÐALÖG Sumarhús til leigu í Toskana www.florens.is Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.