Morgunblaðið - 11.02.2006, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.02.2006, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er ég sem ræð, hún vinnur nú bara við þrif hjá einhverju útlensku fyrirtæki. Samkeppniseftirlitiðhefur ákveðið aðnema úr gildi heim- ild Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra (BÍLS) til þess að gefa út hámarks ökutaxta leigubifreiða frá og með 1. maí næstkom- andi og frá sama tíma er hvers kyns samráð um ökutaxta ólögmætt. Tals- maður leigubifreiðastjóra óttast að með ákvörðun- inni sé frumskógalögmálið innleitt á markaði leigubif- reiða. Um margra ára skeið hefur Bandalag íslenskra leigubif- reiðastjóra gefið út hámarks öku- taxta fyrir leigubifreiðar og hafa verðbreytingar á töxtunum verið háðar samþykki samkeppnisyfir- valda og áður verðlagsyfirvalda, en hér á árum áður voru margvísleg- ar verðákvarðanir háðar samþykki verðlagsyfirvalda. Að auki gilda sérstök lög og reglugerðir um akstur leigubifreiða og er akstur þeirra háður leyfum sem Vega- gerðin hefur umsjón með útgáfu á, en áður gegndi samgönguráðu- neytið því hlutverki. Sambæri- legar reglur giltu um akstur sendi- bifreiða hér á árum áður en þær reglur voru afnumdar fyrir nokkru síðan. Þetta er rakið að nokkru í ákvörðun samkeppnisráðs af þessu tilefni. Er vísað til ákvæða samkeppnislaga og markmiðs þeirra um að efla virka samkeppni meðal annars með því að vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á atvinnurekstri. Segir að ástæður þess að ökutaxt- ar leigubifreiða stóðu eftir þegar verðlagsákvæði voru að mestu af- numin á níunda áratug síðustu ald- ar megi rekja til þess lagaum- hverfis sem leigubílaakstur hafi búið við, en þar sé meðal annars um að ræða svæðisbundnar tak- markanir á fjölda atvinnuleyfa í leiguakstri. Hafi Samkeppnis- stofnun lagst gegn samþykkt lag- anna, enda fari ákvæði laga um leigubifreiðar, svo sem vegna að- gangstakmarkana, gegn markmiði samkeppnislaga, en miðstýrð verð- lagning feli ávallt í sér takmörkun á samkeppni. Tryggir hagsmuni neytenda Með vísan til alls þessa og ný- gerðra breytinga á atvinnu- og gjaldsvæði leigubifreiða þegar höf- uðborgarsvæðið og Suðurnes voru sameinuð í eitt svæði muni Sam- keppnieftirlitið hætta afskiptum af ökutöxtum leigubifreiða. Er gefinn aðlögunarfrestur til 1. maí þegar hámarkstaxtinn fellur úr gildi. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er aukin samkeppni til þess fallin að tryggja hagsmuni neytenda á markaði fyrir þjónustu leigubif- reiða,“ segir síðan. Er jafnframt á það bent að af framangreindu leiði „að þeim sem reka leigubifreiðar og leigubifreiðastöðvum verður samkvæmt þessari ákvörðun óheimilt eftir 1. maí nk. að hafa hvers kyns samráð eða samvinnu um verð og viðskiptakjör þegar beinum afskiptum samkeppnisyf- irvalda af ökutöxtum leigubifreiða lýkur.“ Frumskógarlögmálið Hjalti Hafsteinsson, sem sæti á í stjórn Frama, einu af þremur fé- lögum leigubifreiðastjóra á höfuð- borgarsvæðinu, sagðist reikna með að þessari ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins yrði skotið til Áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála, fyrst og fremst til að fá end- anlega úr málinu skorið. „Eins og þetta lítur út í fljótu bragði frá okkar bæjardyrum séð býður þetta bara einhverjum frumskóg- arlögmálum heim,“ sagði hann ennfremur. Hann sagði að ákvörðunin þýddi það að taxtamyndun leigubifreiða yrði frjáls og í rauninni væri um að ræða 560 lítil fyrirtæki sem hvert um sig gæti ákveðið sitt verð og því ótal verð verið í gangi á sama tíma. Aðspurður sagði hann að þetta gæti til að mynda þýtt það að mis- munandi taxtar yrðu í gildi á næt- urnar um helgar eða um miðjan dag í miðri viku. Í raun gæti þetta þýtt hvað sem er. Þannig gætu sumir átt eftir að hækka sig frá því sem nú væri og aðrir að lækka sig. „Þú ferð heim til þín í kvöld og það kostar þúsund kall, en kvöldið eftir kostar það þrjú þúsund kall. Frjálsræði er kannski ekki alltaf af hinu góða,“ sagði Hjalti ennfrem- ur. Hann sagði að afsláttarkerfi í leigubifreiðaakstri yrði einnig í uppnámi vegna þessa. Þetta væri ekki heppileg niðurstaða. Ef til vill væri hann að mála myndina of dökkum litum, en leigubifreiða- stjórar hefðu virkilegar áhyggjur af þessum breytingum. Þeir hefðu líka áhyggjur af því að næsta skref yrði að afnema leyfisveitingar vegna leigubifreiðaaksturs. Slíkt hefði til dæmis verið reynt í Sví- þjóð með slæmum árangri, því það hefði haft það í för með sér að allt hefði fyllst af miður vönduðum mönnum í að aka fólki. Það hefði einnig verið fellt í London að fara þessa leið að afnema taxtastýringu á svörtu leigubifreiðunum. Annað gilti um aðrar leigubifreiðir þar í borg, enda væru svörtu leigubíl- arnir þeir einu þar sem væru með sýnilega mæla. Það væri þó að breytast og taka ætti upp mæla í þeim á einhverju árabili, sam- kvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði. Fréttaskýring | Samkeppniseftirlitið Hámarkstaxt- ar afnumdir Býður frumskógalögmálinu heim, segir talsmaður leigubifreiðastjóra Hámarkstaxtar afnumdir frá 1. maí. 560 leyfi til leigubílaakst- urs á Suðvesturlandi  Samtals um 560 leyfi til leigu- bifreiðaaksturs eru í gildi á höf- uðborgarsvæðinu og Suð- urnesjum, samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum settum á grundvelli þeirra, 520 á höf- uðborgarsvæðinu og 40 á Suð- urnesjum. Að jafnaði geta legið inni um fjörutíu leyfi hverju sinni, þannig að virk leyfi til aksturs eru um 520 á svæðinu. Leyfum hefur heldur fækkað síð- ustu árin. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is GOLF á Íslandi nefnist sýning sem IceExpo og Golfsamband Íslands gangast fyrir um helgina á Hótel Nordica. Þar munu um 30 fyrirtæki sýna búnað fyrir kylfinga, menn geta reynt sig við að pútta og í golfhermi auk þess sem ráðstefna verður haldin í tengslum við sýninguna þar sem kennir ýmissa grasa. Síðast en ekki síst mun brellumeistarinn David Edwards sýna listir sínar. Edwards sýndi blaðamönnum listir sínar í gær og er óhætt að segja að þar sé á ferðinni „kylfingur“ sem enginn vill missa af. Settið hans er heldur óvenjulegt, mikið um hinar furðulegustu kylfur sem hann notar í sýning- unni. Hann notar kylfur sem eru bognar, kylfur sem eru þriggja metra langar, fær áhorfendur til að leggjast niður með tí í munninum og slær boltann þannig auk þess sem hann notar sérstakt járn til að slá þrjá bolta í einu. Einnig notar hann eina trékylfu til að slá bolta með því að kasta þeim upp í loftið og slá þá þannig, ekki ósvipað og í kíló í gamla daga. „Ég get slegið boltann um 200 metra með þessari aðferð,“ sagði hann við þetta tækifæri. Vinsæll skemmtikraftur Aðspurður um hvort venjulegir kylfingar gætu lært eitthvað af því að fylgjast með honum slá hin furðulegustu högg sagði hann svo vera: „Þetta snýst allt um mýkt og hraða í sveiflunni, alveg eins og í venjulegu golfi,“ segir hann og ætti að þekkja það því hann lék á evrópsku mótaröðinni áður en hann sneri sér að sýningum sem þessari. Hann er vinsæll skemmtikraftur því á síðasta ári var hann með 50 sýningar víðs vegar um heim og sagði hann að allt útlit væri fyrir að meira yrði að gera hjá honum í ár. Sýningin, sem ber yfirskriftina Þín íþrótt – þín sýning, opnar klukkan 11 árdegis í dag og á morgun og stendur til klukkan 17 báða dagana. Edwards mun halda tvær sýningar hvorn dag, klukkan 12.30 og 16.30. Á ráðstefnunni, sem hefst klukkan 13.15 í dag, verður fjöldi framsöguerinda í ýmsum sölum hótelsins og má sem dæmi nefna að Nick Edmund, framkvæmdastjóri Faldo De- sign, ræðir möguleika á uppbygginu alþjóða- golfvallar hér á landi, rætt verður um nám í golfvallafræðum, um uppbyggingu afreks- þjálfunar og hvort nóg sé að kaupa dýrustu græjurnar og láta mæla sveifluna í nýjustu tækjum til að ná árangri. Brellumeistari sýnir listir sínar á golfsýningu Slær þrjá bolta í einu Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís David Edwards mun sýna listir sínar með hinum ýmsu áhöldum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.