Morgunblaðið - 11.02.2006, Page 16

Morgunblaðið - 11.02.2006, Page 16
16 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF STJÓRN FL Group hefur ákveðið að óska eftir skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands og er und- irbúningurinn hafinn og stefnt að því að ljúka því ferli á vormánuðum. Þá hefur stjórnin einnig ákveðið að setja Kynnisferðir og Bílaleigu Flugleiða í sölumeðferð og segir Hannes Smára- son, forstjóri FL Group, ýmsa aðila hafa sýnt fyrirtækjunum áhuga. Önnur félög innan FL Travel Group verða færð inn í Icelandair Group og FL Travel Group lagt niður í fram- haldinu en Þorsteinn Örn Guð- mundsson, sem gegnt hefur stöðu forstjóra FL Travel, verður fram- kvæmdastjóri á nýju sviði rekstrar- stjórnunar hjá FL Group. Þá verða fyrirtækin Bláfugl, Flugflutningar og Fjárvakur einnig færð undir Ice- landair Group. Gengi bréfa FL Group hækkaði mest allra bréfa í úrvalsvísitölunni í gær eða um 4,2%. Unnið að stórum fjárfestingarverkefnum Hannes Smárason sagði á fundi með fréttamönnum að markmið FL Group með þessari aðgerð væri að styrkja og efla fjárfestingargetu og fjárhagslegan styrk félagsins. Ekki væri vitað nákvæmlega hve stórt út- boðið yrði né heldur hvort nýtt hlutafé yrði gefið út. Hannes sagði þó ljóst að FL Group myndi innleysa umtalsverðan söluhagnað í tengslum við þessi viðskipti gengi skráningin á Icelandair Group eftir. Hann sagði umrædd félög vera bókfærð við mjög lágu verði í bókum FL Group enda verið lengi í eigu félagsins og forvera þess. Aðspurður sagðist Hannes ekki geta nefnt ákveðnar tölur en ætla mætti að söluhagnaðurinn gæti hlaupið á tugum milljarða. Hlutafé FL Group var sem kunnugt er aukið um á fimmta tug milljarða króna í október og aðspurður um hver þau stóru fjárfestingarverkefni væru sem kölluðu á enn meira fé svaraði Hannes því til að FL Group væri með mjög stór verkefni í burðarliðnum en tíminn yrði að leiða í ljós hvar félagið myndi bera niður í þeim efnum. „Við höfum verið að fjárfesta í ýmsum fyr- irtækjum. Nú síðast um áramótin jukum við hlut okkar í Íslandsbanka verulega. Þannig að menn hafa verið að fjárfesta gríðarlega mikið og von- andi getum við kynnt fréttir af öðrum fjárfestingum á næstunni, en ég vil að sjálfsögðu ekki segja mikið meira en það,“ sagði Hannes. Hannes sagði FL Group ekki hafa tekið neina afstöðu til þess hve stór- an hlut félagið ætlaði sér að eiga í Icelandair en FL Group væri reiðubúið að vera áfram bakhjarl fé- lagsins. „Við erum opnir fyrir ýmsum öðrum hugmyndum en á þessum tímapunkti skiljum við það eftir opið og ætlum að láta ferlið ráða því hver okkar aðkoma verður, sagði Hannes. Þegar hann var spurður að því hvort til greina kæmi að selja stóran hlut í Icelandair áður en félagið færi í útboð sem almenningur gæti tekið þátt í svaraði Hannes því til að ef svo yrði væri um breytingu að ræða frá því sem nú væri verið að kynna. Stefnt að skráningu Icelandair Group í vor Söluhagnaður gæti hlaupið á tugum milljarða króna Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tíðinda að vænta Hannes Smárason sagði FL Group vera með stór fjár- festingarverkefni í burðarliðnum. Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is                        ! " # #   "#$ %& ' " %& ' ($) %& ' *+ ,- ' . + %& ' ./ %& '   , ' 0&1+ ( ' 0)+ ' / ,   ' 2 ' 2 # . ' ' 3. ' 3 4(5 .65 , ' 7  ' $! % # "$ %& ' .     ' %  '  &6 '  8#  # %& ' 9:'6 ' ; . " # ;  <=+++  ) '   ) ' &  #  ' ( .   >=66 '  3 5? + 3  $ ' ) #*+ 8@>A 3B  $  $       !   !  ! ! ! 4 4 4 !   !   4 4 4  (=+ 5 = $  $ 4 4! 4 4   4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 C DE C 4DE C 4DE C 4DE C DE C DE C DE C DE C DE C 4DE C  DE C 4DE 4 C DE C  DE 4 4 4 4 4 C 4DE C 4DE 4 4 4 4  $ & +  < , B  + 0& 3  !    !       !! !  !    !            !  !   4 4 4       4 4 4        ! !   !!   !   !  !          ! !    !  ! !  ! !!       & B 1-  "< F "'+   .6)  $ &   !     4 4 4     4 4 4 ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● KB BANKI hefur hækkað vexti verðtryggðra inn- og útlána. Vextir verðtryggðra innlána hækka um 0,20 prósentustig en kjörvextir verð- tryggðra útlána hækka um 0,10 pró- sentustig. Vextir eru þó óbreyttir af íbúðalánum bankans, 4,15%. Í tilkynningu frá KB banka segir að vaxtabreytingin sé gerð í ljósi breyt- inga sem átt hafi sér stað á verð- tryggðum vöxtum á markaði að und- anförnu. Stóru viðskiptabankarnir þrír hækkuðu allir vexti sína um síð- ustu mánaðamót. KB banki hækkar verðtryggða vexti ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði um 0,51% og endaði í 6.692 stigum við lokun markaðar- ins í gær. Viðskipti með hlutabréf námu 8,5 milljörðum króna, þar af 4,3 milljörðum með bréf Mosaic Fashions en þau hækkuðu um 1,69%. Bréf FL Group hækkuðu um 4,2% og bréf Atorku um 3%. Gengi bréfa Marels lækkaði um 2,11% og bréfa Bakkavarar um 1,51%. Bréf FL Group hækkuðu mest VÍSITALA neysluverðs í febrúar er 249,5 stig og er það lækkun um 0,08% frá því í janúar þegar vísitalan var 249,7 stig. Í febrúar í fyrra var vísi- tala neysluverðs 239,7 stig og því er verðbólga á 12 mánaða grundvelli 4,1%. Vísitala neysluverðs án hús- næðis er 230,9 og lækkaði hún um 0,26% á milli mánaða, var 231,5 stig í janúar. Á ársgrundvelli hækkar vísi- tala án húsnæðis um 1%, var 228,6 stig í fyrra. Lækkun nú er ekki í takt við spár greiningardeilda bankanna, sem all- ar höfðu reiknað með lítils háttar hækkun á vísitölunni. Lækkun á milli mánaða má meðal annars rekja til út- söluáhrifa en verð á fötum og skóm lækkaði um 9,9% á milli mánaða og eru vísitöluáhrif þess (-0,47%). Undirvísitala matvöru hækkar um 0,5% frá því í janúar, sem þýðir að matvæli hafa almennt hækkað í verði, og frá því í febrúar á síðasta ári hefur vísitalan hækkað um 0,15%. Í kjölfar verðstríðs á matvörumarkaði síðasta vor tók undirvísitala matvöru að lækka en hefur síðan hækkað jafnt og þétt og hefur hún nú náð því stigi sem hún var í febrúar í fyrra. Lækkun á neysluvísitölunni HAGNAÐUR Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) árið 2005 nam 704 milljónum króna eftir skatta. Árið áður var hagnaðurinn 319 milljónir og jókst hann því um 120% milli ára en mest munaði um mun lægra framlag á afskrift- areikning útlána árið 2005 en árið 2004. Hreinar vaxtatekjur SPH voru 1.358 milljónir í fyrra og jukust um 14% frá árinu 2004. Framlag vegna afskrifta lækkar um 400 milljónir Gengishagnaður af veltu- verðbréfum var 579 milljónir samanborið við 576 milljónir á árinu 2004. Aðrar tekjur námu 1.273 milljónum og juk- ust um 10% frá fyrra ári. Rekstrargjöld SPH voru 1.623 milljónir samanborið við 1.397 milljónir árið 2004. Framlag á afskriftareikning útlána lækkaði mikið milli ára og nam 160 milljónum á móti 561 milljón árið 2004. Heildareignir SPH í árslok 2005 voru 42.756 milljónir og jukust þær um 11% á árinu. Eigið fé sjóðsins jókst um 23% og var 3.784 milljónir í árslok 2005. Í tilkynningu frá Sparisjóði Hafnarfjarðar segir að gert sé ráð fyrir góðri afkomu á árinu 2006. Þó sé ekki reikn- að með jafnmiklum gengis- hagnaði af annarri fjármála- starfsemi og árið 2005. Stjórn SPH mun leggja til við aðla- fund að greiddur verði 18% arður til stofnfjáreiganda vegna ársins 2005. Auk þess verður lagt til að nýtt verði heimild í lögum um endurmat stofnfjár til hækkunar um 5%. Hagnaður SPH rúm- lega tvö- faldast KEVIN Stanford, annar stofnenda Karen Millen-verslanakeðjunnar og einn stærstu eigenda Mosaic Fashions, hefur selt allan hlut sinn í félaginu eða um 8,2% en sam- kvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands var það Kaupþing banki sem keypti bréfin. Miðað við loka- gengi Mosaic í gær næmi kaup- verðið tæpum 4,3 milljörðum króna. Kevin Stanford er m.a. einn af stærri hluthöfum í FL Group í gegnum Materia Investment, sem er í eigu hans Magnúsar Ármann og Þorsteins M. Jónssonar. Þá stóð Stanford ásamt Baugi og fleiri fjárfestum að kaupunum á Big Food á sínum tíma. Stanford selur í Mosaic Fashions ● SÆNSKI bankinn Swedbank mun hefja viðskipti á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar hinn 14. febrúar næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu í Kauphöllinni. Haft er eftir Þórði Friðjónssyni, for- stjóra Kauphallarinnar, í tilkynning- unni að Swedbank sé boðinn innilega velkominn í Kauphöll Íslands. „Það er ánægjulegt að fá öflugan sænskan banka til þátttöku í kauphall- arviðskiptum á Íslandi. Við vonum að kauphallaraðild Swedbank marki upphafið á sókn norrænna aðila inn á íslenskan markað,“ segir Þórður. Swedbank aðili að Kauphöll Íslands Normandí Ísland í Íslandi er boðið að vera í heiðurssæti á Foire Internationale í Caen, í Normandí 15.–26. september n.k. Foire er alhliða sölusýning á vörum með þjóðlegu og/eða menningar- legu ívafi sem nýtur mikilla vinsælda. Frönsku skipuleggjendurnir halda almenna kynningu á sýningunni og ræða við fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka þátt í henni, þriðjudaginn 14. feb. kl. 9:30. Kynningin fer fram í Borgartúni 35, Húsi atvinnulífsins, 6. hæð. Áhugsamir geta fengið nánari upplýsingar og skráð viðtöl hjá Útflutningsráði í síma 511 4000 eða með tölvupósti á netfangið svanhvit@utflutningsrad.is Þeir sem vilja kynna sér þetta tækifæri til sölu á vörum sínum í Frakklandi eru hvattir til að bóka viðtöl eða koma til kynningarinnar með sýnishorn af vörum sínum til viðræðna við skipuleggjendur. M IX A • fí t • 6 0 0 7 5 9 G 3H;  *+*,* -+*,. /012 /012 D D .<3> *"I 3+.,4 3+.0- 5016 501. D D @"@ J2I 4+7-- 7,7 5017 5017 D D J2I 0') 9 263 -,+*36 5-1- 5-1- D D 8@>I *K L ,+,7* -0+7-7 /013 /012 D D

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.