Morgunblaðið - 11.02.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.02.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 21 ERLENT sýna kunnáttu sína í báðum tungu- málum á þessum vettvangi. Jose Ramos-Horta, utanrík- isráðherra Austur-Tímor, er einnig sagður líklegur kandídat í stöðuna og raunar var haft eftir utanrík- isráðherra Portúgals, Diogo Freitas do Amaral, í gær að hann hefði heim- ildir fyrir því að Ramos-Horta væri á þeim lista yfir vænlega fram- kvæmdastjóra sem fastafulltrúarnir fimm í Öryggisráðinu hefðu samið. „Hvað mig varðar þá hef ég ekki enn lýst yfir framboði en ég útiloka möguleikann ekki,“ sagði Ramos- Horta sjálfur að sögn AFP. En Jose Ramos-Horta ættu allir Íslendingar að þekkja, hann hefur heimsótt Ísland og það voru þrjár kvennalistakonur, að frumkvæði Kristínar Ástgeirsdóttur, sem lögðu til að hann hlyti friðarverðlaun Nób- els á sínum tíma, en þau hlaut hann 1996 fyrir friðsamlega andstöðu sína við yfirráð Indónesa í Austur-Tímor. Kwasniewski og Vike-Freiberga áhugasöm um embættið? Holbrooke nefndi einnig Jayantha Dhanapala, virtan fyrrverandi að- stoðarframkvæmdastjóra SÞ frá Sri Lanka, til sögunnar en efasemdir ku vera uppi um að rétt sé að velja ann- an innanbúðarmann til starfans; en Kofi Annan hafði sem kunnugt er lengi starfað hjá samtökunum þegar hann hlaut upphefð sína 1997. Og Holbrooke nefndi einnig Kem- al Dervis, fyrrverandi fjár- málaráðherra Tyrklands en núver- andi yfirmann Þróunarhjálpar SÞ, segir hann njóta virðingar allra og hljóta að koma til greina. Sem fyrr segir er komið að Asíu að eiga framkvæmdastjóra SÞ, síðast gegndi Asíumaður starfanum á sjö- unda áratugnum en þar ræðir um Búrma-manninn U Thant. Bandarískir embættismenn segja að vísu að það eigi einfaldlega að velja besta manninn til starfans en Richard Holbrooke telur ólíklegt að Asíu-ríkin séu tilbúin til að gefa nokkuð eftir í þessum efnum, haf- andi í huga að nú hefur verið Afr- íkumaður á framkvæmdastjórastóli samfleytt í fimmtán ár (fyrir Boutros Boutros Ghali í fimm ár og svo Kofi Annan í tíu). Er samkvæmt því lítil von til þess að þau Aleksander Kwasniewski, fyrrverandi forseti Póllands, og Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands, hljóti starfann en Holbrooke segir þau hverju sem því líður lítt hafa falið áhuga sinn. Washington. AP. | Hópur þingmanna úr röðum repúblikana hefur náð sátt við fulltrúa Hvíta hússins varðandi breyt- ingar á hinum svonefndu föðurlands- lögum. Þingmaðurinn John Sununu sagði að breytingarnar myndu tryggja borgaraleg réttindi „en jafn- framt veita mikilvægar lagaheimildir við rannsóknir hryðjuverka.“ Scott McClellan, talsmaður Bandaríkjafor- seta, tók undir þetta og sagði breyt- ingarnar „ekki ógna þjóðaröryggi.“ Föðurlandslögin voru sett fáeinum dögum eftir hryðjuverkin 11. septem- ber 2001 og hefur stjórn Bush haldið því fram að þau hafi reynst mikilvæg í baráttunni við hryðjuverk. Hluti laga- heimildanna rann út á síðasta ári og hafa menn verið tregir til að fram- lengja þau í núverandi mynd. Helst er gagnrýnt hversu náið eftirlit með fólki þau leyfa. Þannig má fylgjast með fólki sem ekki er grunað um hryðjuverk en hefur haft einhver samskipti við grunaða. Einnig mega yfirvöld kanna á almenningsbóka- söfnum hvaða bækur grunaðir fá að láni. Um þessi atriði er samið í hinum nýju breytingatillögum og nokkur sátt ríkir um þær í báðum flokkum. Ekki verða frekari samningar um frumvarpið heldur er næsta skref að leggja það fram í þinginu. Sátt um föðurlandslög Luxor. AP.| Hópur bandarískra forn- leifafræðinga hefur uppgötvað nýja gröf í Dal konunganna í Egypta- landi. Þetta er fyrsta gröfin sem finnst í dalnum síðan hin fræga gröf Tutankhamon konungs fannst árið 1922. Hin nýja gröf fannst fyrir algjöra tilviljun en fornleifafræðingarnir voru að grafa á nærliggjandi svæði. Enn hafa ekki verið borin kennsl á hinar fimm múmíur sem hvíla í tré- kistum í gröfinni. Þó er talið nokkuð víst að enginn konungborinn sé í henni. „En það eru einhverjir sem voru í uppáhaldi hjá konunginum því það fékk ekki hver sem er legstað í Dal konunganna,“ sagði Otto Scha- den, yfirmaður bandaríska hópsins. Gröfin er talin vera um 3.000 ára gömul, frá tíma 18. ættarveldisins sem ríkti árin 1500–1300 fyrir Krist. Var Tutankhamon hluti af því veldi og múmíurnar í gröfinni því hugs- anlega samtímamenn hans. Fund- urinn kom mönnum ánægjulega á óvart, enda gröf Tutankhamons talin vera sú síðasta sem finnast myndi í dalnum. Gröfin var á um tíu metra dýpi og dyrunum lokað með steinhellum. Búið er að opna um 30 sentimetra stórt gat á dyrnar. Fornleifafræð- ingarnir hafa enn ekki farið inn í gröfina sjálfa, einungis rannsakað hana gegnum þetta gat. Ráðstafanir þarf að gera til að verja kisturnar áður en hægt verður að flytja þær og rannsaka nánar. Vonast menn til að það takist fyrir lok uppgraft- artímabilsins, í lok maí. Þá verður hægt að leita að áletrunum, svo stað- festa megi hverjir liggja í kistunum. Ný gröf fundin í Dal konunganna Reuters Andlitsmynd á einni af kistunum fimm í gröfinni. Asíu til að styðja stríðið gegn hryðjuverkum. Clive Williams tók í sama streng. „Ég held að þetta sé allt hluti af þeirri stefnu Bandaríkj- anna að reyna að undirstrika að um hnattræna ógn er að ræða og ekki aðeins ógn sem beinist gegn Banda- ríkjunum og Ísrael,“ sagði hann. Og í frétt BBC er bent á að vitað hafi verið um þessi áform áður, hið eina nýja sem Bush greindi frá væri að ráð hefði verið fyrir því gert að hryðjuverkamennirnir notuðu sprengjur, faldar í skóm þeirra, til að sprengja upp dyr að stjórnklefa farþegaþotu og fljúga henni á Bankaturninn í Los Angeles. Markmið Bush væri að minna Bandaríkjamenn, sem sumir séu ósáttir eftir að fréttist að yfirvöld hleruðu símtöl manna án þess að fyrir lægju heimildir dómstóla, á að ógnin sé enn til staðar og réttlæt- anlegt sé því aðp beita örþrifaráðum í baráttunni gegn hryðjuverka- mönnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.