Morgunblaðið - 11.02.2006, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 35
DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR
„PÍANÓ hafa verið afar vinsæl, þau
fara fljótt og vel,“ segir Ari Magn-
ússon sem rekur íslenska uppboðs-
vefinn á netinu, www.uppbod.is. „Ég
verð var við að fólki finnst gott að
losna við hluti sem ekki er þörf fyrir
lengur. Stundum hef ég selt heilu
dánarbúin. Við erum opin fyrir öllu
og seljum nánast allt, jafnvel föt eða
notaðar þvottavélar. Vöruúrvalið er
afar fjölbreytt, bæði gömul antík og
nýir hlutir. Fyrir mér er vefurinn
stór verslanamiðstöð, þar sem enn
ein deild hefur verið opnuð.“
Ari segist verða var við að sumir
leiti eftir ákveðnum hlutum, eins og
ruggustól eða gömlum síma, og vakti
vefinn. Og hann nefnir dæmi um
Mávastell sem staldraði stutt við.
„Þetta eru oft safnarar eða áhuga-
fólk um gamla muni og svo eru aðrir
sem kaupa heilu búslóðirnar,“ segir
hann.
Skoða fyrst
Ari leggur áherslu á að bjóðendur
skoði vöruna áður en boðið er í hana
í sýningarsalnum við Skúlagötu 26.
„Boðin eru bindandi,“ segir hann.
„Og þó ég reyni að lýsa hlutunum á
vefnum og benda á ef eitthvað sér-
stakt er að þá er betra að fólk skoði
sjálft með eigin augum. Að vísu
kemur fyrir að hringt er utan af
landi og þá reyni ég að lýsa hlutnum
eins vel og ég get.“
Þegar munir eru skráðir inn er
sett upp lágmarksverð sem ekki er
hægt að bjóða undir.
„Það eru alltaf tvær hliðar á pen-
ingnum, sá sem selur vill fá meira en
sá sem kaupir vill fá lægra verð,“
segir hann. „Þeir sem hafa sett
vörur inn á vefinn hafa allir selt þær
að lokum og hingað til hefur ekki
komið til þess að vöru hafi verið skil-
að.“
Á vegum íslenska uppboðsvefsins
er rekinn uppboðsvefurinn
www.basar.is, þar sem seljendur sjá
sjálfir um sölu. Hægt er að opna
verslun með því að opna bás með
mörgum uppboðum. Þetta er mögu-
leiki sem gæti hentað verslunareig-
endum, heildsölum eða sölufólki.
NETIÐ | Uppboð á allskyns nýjum og notuðum húsmunum og búsáhöldum á Netinu
Ari Magnússon rekur íslenska uppboðsvefinn.
Morgunblaðið/Kristinn
Uppboðsvörurnar eru til sýnis í
sýningarsal www.uppbod.is við
Skúlagötu 26 í Reykjavík milli kl.
14–17
Ruggustólar og gamlir símar
ÞEGAR gleðja skal vini og vanda-
menn, ástmenn og ástkonur með lif-
andi afskornum blómum vilja vænt-
anlegir blómakaupendur gjarnan
fá að vita það hjá afgreiðslufólki
blómabúða hve lengi blómin komi
til með að standa falleg. Það er hins
vegar talsvert undir þeim komið
sem blómin fá hvernig þeim reiðir
af næstu daga eftir afhendingu.
Washington Post gaf í vikunni út
nokkur ráð um hvernig best væri
að halda lifandi blómum lifandi sem
vert er að rifja hér upp í ljósi þess
að bæði Valentínusardagurinn,
dagur elskenda, er á þriðjudaginn
og síðan fylgir konudagurinn í kjöl-
farið 19. febrúar, en báðir þessir
dagar eru miklir blómasöludagar.
Fjarlægið öll laufblöð af stilk-
unum sem eru fyrir neðan vatns-
línu.
Styttið stilkana um eina þrjá cm
við beittum hnífi áður en blómin
eru sett í vatn.
Notið ferskt vatn ásamt blóma-
áburðinum, sem fylgir blómunum.
Forðist að setja blómin nálægt
ofnum eða gluggum þar sem inn
skín mikil sól. Afskorin blóm dafna
best á svölum stöðum.
Skiptið um vatn á blómunum á
hverjum degi og skerið smávegis af
stilkunum á nokkurra daga fresti.
RÓSIR
Þarf að hugsa
um blómin