Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MEÐ lögum um ráðstöfun á sölu- andvirði Landsímans, sem sett voru á Alþingi í haust, var ákveðið að ráð- ast í stórátak í uppbyggingu búsetu- úrræða og þjónustu við geðfatlaða. 1,5 millj- arðar króna eru til ráð- stöfunar í þessu skyni, 1 milljarður af sölu- andvirði Landsímans og 500 milljónir til við- bótar úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra. Ég hef nú skipað verk- efnisstjórn til að leiða þetta verkefni og jafn- framt ráðgjafahóp, skipaðan fulltrúum geðfatlaðra og aðstand- enda þeirra, en lögð er áhersla á að nýta reynslu og þekk- ingu notenda og aðstandenda við þær ákvarðanir sem teknar verða vegna uppbyggingar í þágu geðfatl- aðra. Með skipan verkefnisstjórnar og ráðgjafahóps er þetta átak komið af undirbúningsstigi og fram- kvæmdastig er að hefjast. Stutt við virka þátttöku Leiðarljós verkefnisins verður að styðja við virka þátttöku geðfatlaðs fólks í samfélaginu og auka lífsgæði þess sem verða má. Einnig að stuðla að eflingu faglegrar þekkingar á málefnum geðfatlaðs fólks innan fé- lagslega þjónustukerfisins og heilsugæslunnar. Markmiðið er að á árunum 2006– 2010 verði í áföngum dregið svo úr biðtíma eftir þjónustuúrræðum fyr- ir geðfatlað fólk utan hefðbundinna geðheilbrigðisstofnana að biðtíminn verði viðunandi í lok tímabilsins. Það á jafnt við um búsetuúrræði og stoðþjónustu sem lýtur að atvinnu, hæfingu, atvinnuendurhæfingu eða annarri dagþjónustu. Jafnhliða upp- byggingu munu félagsmálaráðu- neyti og heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti vinna að því að þjónusta við geðfatlaða utan geð- heilbrigðisstofnana verði framvegis á forræði félagsmálaráðuneytisins. Félagsmálaráðuneytið lét í sam- vinnu við heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið gera umfangsmikla könnun á landsvísu á þörfum geð- fatlaðra fyrir búsetu og stoðþjónustu. Könnunin var gerð á síðasta ári og var afl- að upplýsinga frá 19 aðilum, geðheilbrigð- isstofnunum, svæð- isskrifstofu um mál- efni fatlaðra, félagsþjónustu stærri sveitarfélaga og sveitarfélögum sem hafa tekið að sér framkvæmd þjón- ustu við fatlaða á grundvelli samnings við félagsmálaráðuneytið. Í könnuninni veittu flestir veit- endur þjónustu upplýsingar um alla þá aðila á skrám sínum sem teljast búa við geðfötlun og við kjósum að nefna notendur. Upplýsingar bár- ust um 493 notendur. Eðli málsins samkvæmt njóta allir einhverrar þjónustu í dag, mismikillar eftir at- vikum. Í mörgum tilvika er búseta og stoðþjónusta talin viðunandi og ekki þörf fyrir frekari aðstoð. 215 einstaklingar óska eftir úrbótum Meginniðurstaða könnunarinnar var að 215 manns óskuðu sjálfir eft- ir breyttum búsetuhögum eða þeir sem veita þjónustuna fyrir þeirra hönd. Notendur í þessum hópi ósk- uðu ýmist eftir búsetu á sambýli, í íbúð eða íbúðarkjarna eða á áfanga- heimili á vegum svæðisskrifstofu eða félagsþjónustu. Hluti hópsins kýs að búa á eigin vegum og þarfnast þá í flestum til- vikum liðveislu. Af þessum hópi dvelja um 50 manns á geðheilbrigð- isstofnunum, flestir á langlegu- eða endurhæfingardeildum. Um 40 einstaklingar dvelja hjá foreldrum eða öðrum ættingjum. Í dag er 108 af þeim 215 staklingum sem um ræðir þ heilbrigðiskerfinu en 107 a isskrifstofum og félagsþjón sveitarfélaga. Gert er ráð f allur hópurinn muni með br búsetuhögum fyrst og frem þjónustu svæðisskrifstofa u efni fatlaðra og félagsþjónu sveitarfélaga. Áhersla er þ framt lögð á greiðan aðgan heilbrigðisþjónustu, þar á m innlagnir á geðdeildir ef sjú ástand raskast svo mikið að talið æskilegt eða nauðsynl Í umræddri könnun var kostnaður við þá þjónustu s þarf þessum hópi, bæði rek stofnkostnaður. Ákvörðuni veita 1,5 milljarða til verke byggist á þeirri áætlun. Verkefnisstjórn skipuð Ég hef nú skipað verkefn sem falið verður að hafa yfi með þessu verkefni í þágu g aðra. Verkefnisstjórnin mu ákvarðanir um inntak verk og framvindu; áherslur og gangsröðun verkefna og an samskipti við félagsmálará og heilbrigðisráðuneyti. Þá hún samskipti við þá embæ ismenn, sem starfa að fram verkefnisins, svo og sérstak gjafahóp fulltrúa notenda, enda og fagaðila. Verkefnisstjórnina skipa Dagný Jónsdóttir alþing formaður. Sigurjón Örn Þórsson, a Átak í þágu geðfatlaðra á framkvæmdastig Eftir Árna Magnússon ’Leiðarljós þessa vefnis er að auka lífs geðfatlaðra og aðst enda þeirra sem ve má og styðja við vi þátttöku geðfatlað í samfélaginu.‘ Árni Magnússon GLÆPIR OG ÞAGNARSKYLDA Þagnarskylda heilbrigðisstétta vartil umræðu á Alþingi í fyrradagí tilefni af fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur, þingmanns Samfylk- ingar, utan dagskrár um aðgerðir gegn fíkniefnaneyslu. Spurði þingmaðurinn sérstaklega um viðhorf heilbrigðisráð- herra til þagnarskyldu heilbrigðis- stétta þegar um væri að ræða smygl á eiturlyfjum, sem borin væru innvortis til landsins. Svar Jóns Kristjánssonar var af- dráttarlaust: „Við þær aðstæður á að víkja þagnarskylduákvæðinu til hliðar. Við getum ekki búið í kerfi þar sem glæpamenn renna úr greipum réttvís- innar í skjóli þagnarskyldu sem hugsuð er í allt öðrum tilgangi en að hylma yf- ir með þeim sem brjóta lög.“ Í desember var haldin ráðstefna að frumkvæði Kristínar Sigurðardóttur, læknis á slysa- og bráðadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss, þar sem meðal annars var fjallað um þetta mál. Þar sagði Sigurður Guðmundsson land- læknir að ljóst væri að þagnarskylda lækna hefði verið brotin þegar um væri að ræða ofbeldi gegn börnum og smit- sjúkdóma. Í þessari viku lýsti land- læknir yfir því að hann væri þeirrar hyggju að leysa ætti heilbrigðisstarfs- fólk undan þagnarskyldu í ákveðnum tilvikum, til dæmis þegar fólk, sem væri með eiturlyf innvortis leitaði ásj- ár. Samkvæmt lögum er lækni aðeins heimilt að rjúfa þagnarskyldu við sjúk- ling ef talið er að um sé að ræða brot, sem varði tveggja ára fangelsisvist eða meira. Hér er um flókið mál að ræða. Það er erfitt að halda því fram að læknar eigi að hylma yfir með afbrotamönn- um, sem ekki aðeins skaða sjálfa sig heldur einnig aðra. Þeir, sem segja að þagnarskyldan eigi að hafa forgang, vísa til þess að ella mætti búast við því að fólk leitaði ekki til læknis, jafnvel þótt það væri í bráðri lífshættu. Við fyrstu sýn virðist einfalt að segja sem svo að það þurfi ansi mikið að liggja við ef einstaklingur er tilbú- inn að fórna lífi sínu. Hingað til hefur sá háttur verið hafður á að þegar efn- inu hefur verið náð úr einstaklingnum sé því komið til lögreglu, en nafni við- komandi haldið leyndu. Þó ber oft svo við, eins og kom fram í máli Kristínar, að fólk reynir að forða sér af bráða- deild áður en það losnar við efnið, þótt það viti að læknar séu bundnir þagn- arskyldu. Svokölluð burðardýr, sem smygla eiturlyfjum innvortis, eru iðulega ekk- ert síður fórnarlömb en fíklarnir, sem kaupa eiturlyfin þegar þau eru komin til landsins. Þau eru handbendi þeirra, sem hafa tögl og hagldir í heimi eitur- lyfjanna en halda sig bak við tjöldin og láta aðra vinna skítverkin. Oft er stað- an sú að burðardýrin hafa steypt sér í miklar skuldir og eru neydd út í eitur- lyfjasmygl. Eins og iðulega hefur kom- ið fram í fréttum ríkir mikil harka í undirheimunum á Íslandi og ekki ólík- legt að það gæti haft alvarlegar afleið- ingar fyrir burðardýrið ef kæmist upp um það. Með því að afnema þagnarskyldu heilbrigðisstétta þegar um er að ræða smygl á eiturlyfjum væri verið að verja meiri hagsmuni fyrir minni. Það er hins vegar ekki hægt að gera það án þess að taka með í reikninginn að und- ir ákveðnum kringumstæðum getur þurft að tryggja sjúklingnum, sem í hlut á, aðra vernd þegar vernd þagn- arskyldunnar sleppir. Þar er um að ræða vernd fyrir aðgerðum þeirra, sem böndin gætu borist að þegar upp kemst. GUÐRÚN Björk Sigurjónsdóttir var valin Skyndihjálparmaður árs- ins af Rauða krossi Íslands á ráð- stefnu Neyðarlínunnar í gær. Við- urkenninguna hlaut hún fyrir rétt viðbrögð á neyðarstundu er hún bjargaði lífi tveggja barna í Kolg- rafarfirði í apríl 2005. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra af- henti Guðrúnu viðurkenninguna en Rauði krossinn veitti einnig fjórum öðrum einstaklingum viðurkenn- ingu fyrir björgunarafrek á árinu 2005. Guðrún segir að þótt það hafi verið yndislegt að geta bjargað börnunum, þá fylgi þessi erfiði at- burður henni alltaf. „En það er al- veg æðislegt að fá þessi verðlaun og ég er mjög ánægð með þau,“ segir hún. Guðrún hafði farið þrívegis á skyndihjálparnámskeið áður en at- vikið varð í Kolgrafarfirði. Þar lentu tvö börn, drengur og stúlka, í sjónum og voru hætt komin þegar Guðrún bjargaði þeim á land. Margir fóru á námskeið Í kjölfar björgunarafreksins hvatti hún alla sem vettlingi gátu valdið til að fara á skyndihjálp- arnámskeið og fóru margir ætt- ingjar og vinir hennar á námskeið þótt löng bið væri eftir að komast á þau. „Það er æðislegt þegar fólk vaknar til vitundar um þessi mál. Það er höfuðatriði að víkja aldrei frá börnunum sínum og mér finnst arafrek á síðasta ári voru S Guðjónsdóttir, Árni Valgei Oddný Þóra Baldvinsdóttir Björk Grétarsdóttir. Með á myndinni eru dæt t.d. erfitt að fara í Nauthólsvík þar sem mikið er um laus börn um allt,“ segir hún. Þau fjögur sem einnig fengu við- urkenningu fyrir skyndihjálp- Guðrún Björk Sigurjónsdóttir valin Skyndihjálparmaðu „Yndislegt að geta bjargað lífi barnanna“ VALFRELSI UM STARFSLOK Fyrirkomulag starfsloka fólks, semhefur skilað ævistarfi sínu á vinnumarkaðnum, er of ósveigjanlegt hér á landi. Það má segja að hafi verið meginniðurstaðan af umræðum á ráð- stefnu Öldrunarráðs Íslands og fleiri um sveigjanleg starfslok í fyrradag. Það er of mikið um það að starfs- fólk, sem er verðmætt á sínum vinnu- stað, hefur fulla starfsorku og áhuga á að vinna lengur, þarf að hætta störf- um. Bætt heilsa og aukið langlífi Ís- lendinga hefur auðvitað í för með sér að það er hæpið að líta á 65–70 ára gamalt fólk sem starfsmenn, sem ekki geti lengur lagt neitt af mörkum. Það er sömuleiðis of mikið um að fólk, sem vill fremur sinna áhuga- málum sínum og fjölskyldu en að halda áfram í fullri vinnu, eigi þess hvorki kost að hætta störfum fyrir hefðbundinn eftirlaunaaldur né að minnka við sig vinnu. Og oft er fólki, sem ekki ræður lengur við störf, þar sem andlegt eða líkamlegt álag er mikið, ýtt út úr fyrirtækjum í stað þess að því séu fengin önnur störf. Segja má að íslenzkur vinnumark- aður þurfi í dag á sérhverri vinnandi hönd að halda, þar sem eftirspurn eft- ir starfsfólki er mikil. En jafnframt liggur það fyrir, eins og Tryggvi Her- bertsson prófessor benti á í erindi sínu á ráðstefnunni, að æ fleiri Ís- lendingar munu hafa efni á því á næstu áratugum að hætta snemma að vinna. Þar ræður gott lífeyriskerfi miklu, ekki sízt viðbótarlífeyrissparn- aðurinn, sem mjög margir launþegar taka þátt í. Nefnd um sveigjanleg starfslok, sem skilaði skýrslu árið 2002, benti á að þvinguð starfslok vegna aldurs væru óæskileg. Stytting starfsævinn- ar leiddi til lægri þjóðarframleiðslu, þótt áhrifin af því að missa starfsfólk af vinnumarkaði væru reyndar minnst á Íslandi af öllum OECD-ríkjunum. Það er þess vegna efnahagslega já- kvætt að hvatinn sé sem mestur fyrir fólk að vinna sem lengst. Um leið þarf að tryggja að þeir, sem vilja og geta, geti yfirgefið vinnumarkaðinn fyrr. Nefndin benti á að það væri aðal- atriðið í því sambandi að það væri ein- göngu launþeginn sjálfur, sem bæri kostnaðinn af þeirri ákvörðun. Ríki á meginlandinu, sem þvinguðu fólk snemma á eftirlaun á áttunda og ní- unda áratugnum til að reyna að vinna gegn atvinnuleysi, súpa nú seyðið af því, enda borga skattgreiðendur brús- ann að verulegu leyti. Aðalatriðið í þessu máli er að fólk eigi frelsi til að velja á milli þess að fara snemma á eftirlaun eða að fresta lífeyristöku, að minnka við sig vinnu eða breyta um starf þegar síga fer á seinnihluta starfsævinnar. Ágæt dæmi um það hvernig slíkt er þegar framkvæmt í íslenzkum fyrirtækjum, voru nefnd í umfjöllun Daglegs lífs hér í blaðinu sl. miðvikudag. Gera þarf meira af slíku og stefna þannig að því að auka enn á sveigjanleikann á íslenzkum vinnumarkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.