Morgunblaðið - 11.02.2006, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
OPIÐ prófkjör Samfylkingarinnar
og óháðra er haldið nú um helgina.
Öllum borgarbúum, 18 ára og eldri,
gefst tækifæri til að velja þá ein-
staklinga sem halda munu fé-
lagshyggjunni á lofti og
verða þjónar borg-
arbúa næstu fjögur ár-
in.
Frambjóðendur hafa
allir heilmikið fram að
færa og því er valið erf-
itt.
Sjálf legg ég áherslu
á velferðarmálin í víð-
um skilningi þess hug-
taks. Það er velferð að
hlúa að börnum og for-
eldrum þeirra frá því að
fæðingarorlofi lýkur og
veita öllum félagslega
þjónustu, stuðning og aðhlynningu
sem þess þurfa. Ég tel það líka vera
velferðarmál að þétta byggðina,
þannig að hún kalli á meiri hreyfingu
og samskipti fólks. Ég vil virkja vel-
ferðina til að auka jöfnuð. Það er
ávinningur samfélagins alls þegar vel
er hlúð að þeim sem borgina byggja.
Ég er eini óflokksbundni fram-
bjóðandinn í þessu prófkjöri. Það hef-
ur vakið athygli sumra að ég hafi ekki
gengið í Samfylkinguna. Ég hef
gengið til liðs við samfylkingarfólk
sem eins og ég á sér hugsjón um rétt-
læti, frið og jöfnuð. Mér hefur verið
tekið afskaplega vel af félögum mín-
um í Samfylkingunni og ekki hefur
verið málefnalegur ágreiningur um
sveitarstjórnarmál. Það
á raunar líka við um
Reykjavíkurlistann
sem enn er við stjórn-
völinn. Þar er góð sam-
staða um málefni þótt
flokkunum hafi ekki
tekist að stilla strengi
saman til áframhald-
andi uppbyggingar í
borginni okkar undir
fána R-listans.
Með því að opna próf-
kjörið fyrir þátttöku
óflokksbundinna, sem
er langstærsti hluti
kjósenda, er Samfylkingin að gera
sitt til að varðveita sem breiðasta
samstöðu félagshyggjufólks um
framtíð borgarinnar. Það er áskorun
sem ég hef ákveðið að taka. Ég vil
leggja mitt af mörkum til þess að
jöfnuður og velferð í allra þágu verði
áfram í fyrirrúmi.
Ég er þess fullviss að Samfylkingin
og óháðir verða öflugur valkostur við
pólitík Sjálfstæðisflokksins. Þörf er á
öflugri breiðfylkingu, eins og Reykja-
víkurlistinn hefur verið, til að hindra
að sérhagsmunahyggjan komist aft-
ur til valda í borginni. Ég treysti
borgarbúum til að velja þá forystu
sem til þarf og ég skora á þá að taka
þátt í prófkjörinu sem er öllum opið
og koma þannig að uppröðun á lista
Samfylkingarinnar og óháðra. Sá listi
verður meginstoð nýs Reykjavík-
urmeirihluta sem gerir borgina okk-
ar enn betri í anda jafnaðar og fé-
lagshyggju.
Nánar um áherslumál mín er að
finna á heimasíðunni www.bjorkv.is
sem er á íslensku, ensku og spænsku.
Breiðfylking borgarbúa –
nýr Reykjavíkurmeirihluti
Eftir Björk Vilhelmsdóttur ’Sá listi verður meg-instoð nýs Reykjavík-
urmeirihluta sem gerir
borgina okkar enn betri í
anda jafnaðar og fé-
lagshyggju. ‘
Björk Vilhelmsdóttir
Höfundur er félagsráðgjafi og
borgarfulltrúi. Björk sækist eftir 3.
sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar
og óháðra.
Prófkjör Reykjavík
ÁN GRUNNHUGSJÓNA lýð-
ræðisins fyrirfinnst ekki lýðræði, þó
að hugtakið hafi verið sett í lög. Við
slíkar aðstæður er einungis um við-
leitni til lýðræðis að ræða, eða
“sýndarlýðræði (pseudodemocracy).
Lýðræði byggir á þeirri hugsun
að allar manneskjur hvers sam-
félags séu jafnréttháar, þó þær séu
ekki endilega jafnar að
öllu öðru leyti. Þannig
er réttur hins heimska
jafn rétti hins gáfaða,
hins fátæka jafn hin-
um ríka, hins mislukk-
aða jafn hinum vel-
lukkaða osfrv.
Lýðræðið byggir á
þeim mannskilningi að
við eigum þrátt fyrir
allt meira sameig-
inlegt, en það sem er
ólíkt með okkur. Lýð-
ræðið byggir á þeirri
sýn, að þegar kemur
að samfélaginu erum við öll á sama
báti (“we are all in this together) og
það er á ábyrgð okkar allra hvernig
samfélag við sköpum á hverjum
tíma. Það er sá skilningur, að án
velferðar allra, er ekki hægt að tala
um raunverulega velferð samfélags-
ins. Að þjóðarlíkaminn þjáist meðan
einstaklingar þjást, svipað og líkami
okkar þjáist ef einstök líffæri þjást.
Í lýðræði kúgar meirihlutinn aldrei
minnihlutann. Samstaða (consen-
sus) er markmiðið og atkvæða-
greiðslur eru eingöngu neyð-
arúrræði þegar samstaða hefur
ekki náðst.
Grunnmarkmið lýðræðissam-
félagsins er vöxtur og þroski allra
þannig að meðfæddur sköp-
unarkraftur manneskjunnar njóti
sín að fullu, samfélaginu öllu til
heilla. Það næst ekki nema frelsi
einstaklingsins sé sem víðast. Þar
skiptir tjáningarfrelsið sköpum, en
skerðing á tjáningarfrelsinu er
öruggasta ávísun á stöðnun sem til
er, eins og mannkynssagan ber
glöggt vitni um.
Hinn íslenski lýðræðisveruleiki
Íslenskir lýðræðistilburðir eru
(eins og annarra vestrænna ríkja)
sprottnir upp úr andstæðu lýðræð-
isins eins og t.d, persónudýrkun,
einræði, hugmynda um yfirstétt
(elítu) með sérþarfir og sérréttindi,
og almúga, sem nánast hafði stöðu
þróaðra húsdýra, aðlinum til þjón-
ustu. Það væri kraftaverk ef Íslend-
ingum hefði á örfáum áratugum
tekist að losna undan klafa þessa
mörg þúsund ára gamla hugs-
unarháttar. Því miður ber hans all-
víða merki enn í dag í íslensku sam-
félagi, s.s. hjá hinu opinbera, í
einkageiranum og jafnvel almenn-
um félagasamtökum. Sumir stjórn-
málamenn hegða sér t.d. eins og
þeir séu kosnir sem einræðisherrar
í 4 ár í senn. Persónu-
dýrkun er almenn á
landinu og virðist
fremur á uppleið, en
hún endurspeglar
vantrú á lýðræðið. Sú
skoðun, að lýðræðið
megi ekki þvælast fyr-
ir ákvörðunum mik-
ilmenna, er furðu al-
geng, eða eins og einn
orðaði það; „þurfum
við lýðræði meðan við
höfum Halldór og Dav-
íð? Dýpri rætur per-
sónudýrkunar liggja í
þeirri barnslegu þörf að eiga for-
eldri sem getur leitt okkur áfram
svo við getum farið áhyggjulaus út
að leika, meðan foreldrið sér um
(stjórnar-)heimilið. Síðan er reynt
að verða uppáhalds hirðmaður
stjórnandans eins og barnið vill
vera í uppáhaldi hjá foreldrinu.
Þessa (oftast ómeðvituðu) þörf hafa
stjórnmálamenn og einræðisherrar
gert út á í aldanna rás, með góðum
árangri. Gjarnan er þeim lýst sem
„landsföðurlegum þegar þeim tekst
vel upp. Lýðræði verður hins vegar
ekki nema lýðurinn sé með í ráðum
Íslenska lýðræðisvorið
Lýðræðisvor íslendinga hefur lík-
lega náð sínu hámarki á árunum
1965-1995, en síðan hefur haustað
og sagan endurtekur sig. Höfð-
ingjaveldið er á innleið á ný og
Sturlungaöld ríkir á götum borg-
arinnar (alla vega um helgar) og í
þjóðmálumræðunni. Reynt er að
skipta í öllum í lið, og látið eins og
pólitíkin sé boltaleikur, sigurinn
mikilvægari en að spila vel. Ungir
höfðingjasynir eru aftur farnir í vík-
ing og eins og áður gleðst þjóðin
innilega ef tekst að græða vel á út-
lendingum. Konungsmenn eigum
við aftur marga, en nú heitir kóng-
urinn Bush, og skiptir mönnum í
„með eða móti að Noregskon-
ungasið. Sagt hefur verið, í alvöru,
að við gætum þurft eins og áður
(árið 1262) að leita erlendis (Evr-
ópusambandið) til að óöldinni ljúki
og friður ríki á Íslandi.
Lýðræðistilraunastöðin Ísland?
Framlag Íslands til velferðar
heimsins hefur verið átakanlega
magurt, þrátt fyrir rúmlega þúsund
ára byggð.
Þessu væri hægt að breyta ef Ís-
lendingar legðu metnað sinn í að
þróa lýðræðið. Ísland gæti orðið
“lýðræðistilraunastöð fyrir heiminn,
en þróunarlöndin og önnur ríki
heimsins sárvantar trúverðuga lýð-
ræðisfyrirmynd. Jafnvel vanþróuð
ríki sjá í gegnum fagurgalann, sjálf-
hælni og tölfræðilegar kúnstir hins
vestræna heims. Til þess að Ísland
geti orðið lýðræðisfyrirmynd þyrfti
þjóðin m.a. að tileinka sér þann
hugsunarhátt lýðræðisins, sem að
ofan er nefndur. Strax í grunnskóla
lærðu börnin þennan hugsunarhátt,
auk kennslu í grunnatriðum eins og
t.d. hvenær er umræða málefnaleg
og hvenær ekki, nokkuð sem þjóð-
ina sárvantar skilning á. Vegna fá-
mennis, sögu og menntunarstigs
eru möguleikar okkar miklir. Fyrst
þurfum við að breytast úr samfélagi
sjálfsblindu, sjálfhælni, og einmana-
leika, í samfélag sem skilur að
manneskjur eru háðar hvor annarri
(interdependent), í samfélag sem
veit að við erum náskyld erfða-
fræðilega, eigum flest sameiginlegt
og erum öll með sömu þörfina fyrir
kærleika, náin tengsl, velgengni,
viðurkenningu, friðsæld og kvíða-
lausa tilveru. Þetta vitum við öll
innst inni, en það er dýpra á því hjá
sumum okkar en öðrum. Þetta er
mikilvægt að hafa í huga við þá
endurskoðun stjórnarskrárinnar,
sem framundan er.
Gæti lýðræði þróast á Íslandi?
Einar Guðmundsson
fjallar um lýðræði ’ Grunnmarkmiðlýðræðissamfélagsins er
vöxtur og þroski allra
þannig að meðfæddur
sköpunarkraftur mann-
eskjunnar njóti sín að
fullu, samfélaginu öllu
til heilla. ‘
Einar Guðmundsson
Höfundur er geðlæknir með Group
Analysis (Sálgreiningu hópa) og
stjórnunarráðgjöf sem sérsvið.
Á UNDANFÖRNUM árum hef-
ur vaknað mikill áhugi á skipulags-
málum á höfuðborgarsvæðinu.
Fólk hefur látið
skipulagsmál sig
miklu varða enda
mikið í húfi þar sem
mikilvæg svæði eins
og Vatnsmýrin,
Hringbraut, Hafn-
arsvæðið í Reykjavík
hafa verið efst á
baugi. Öll þessi um-
ræða, skoðanaskipti
og ágreiningur er af
hinu góða þar sem
hinn almenni borgari
lætur heyra í sér með
meiri krafti en oft áð-
ur. Í þessum pistli
ætla ég að bera á
borð nokkur dæmi
sem hafa verið mikið í
umræðunni und-
anfarið og gera grein
fyrir þeim mistökum
sem hafa átt sér stað í
skipulagi í borginni.
Fyrst ætla ég að
fjalla lítillega um færslu Hring-
brautar og Landsspítalann há-
skólasjúkrahús (LSH) og á næstu
vikum mun ég taka fyrir önnur
svæði í miðborg Reykjavíkur.
Fyrst skal nefna umferðar- og
skipulagsslysið við Hringbraut og
færslu hennar til suðurs. Skipu-
lagsyfirvöld hafa sagt lengi að þess
sé þörf, sérstaklega til að skapa
byggingarland fyrir stækkun LSH.
Fólk hefur svo sem skilið þessi rök
enda mikilvægt fyrir alla að hafa
góða heilsugæslu og spítala mið-
svæðis í höfuðborginni. Enginn átti
von á þessari hrikalegu hraðbraut
sem var byggð, hvað þá þessari
stóru og útbreiddu spítalaborg sem
er nú á teikniborðinu. Hraðbrautin
Hringbraut er algerlega misheppn-
uð. Nokkrir punktar fylgja hér
máli mínu til stuðnings:
Ein af frumreglum umferð-
artækni til að hámarka umferð-
argetu gatnakerfisins er að ekki sé
gefinn kostur á auknum hraða á
stuttum köflum eins og gert er á
nýju Hringbrautinni. Hægari um-
ferð á stöðugri hreyfingu getur af-
kastað töluvert fleiri bílum. Þessi
frumregla er algerlega hundsuð í
hönnun og skipulagningu nýju
Hringbrautarinnar. Afleiðingin er
einfaldlega óstöðugt umferðarflæði
og minni afköst bílaumferðar.
Þar sem flöskuhálsar eru í
báðum endum brautarinnar, við
Lönguhlíð og við Hagatorg, getur
Hringbrautin aldrei virkað sem
skyldi, ekki einu sinni sem hrað-
braut. Við búum í vaxandi borg
með aukinni umferð. Að setja hrað-
brautarstubba í borgina gerir um-
ferðina miklu verri. Spennandi
verður að sjá hvaða „snjallræði“
skipulagsyfirvöld og umferðarsér-
fræðingar þeirra koma með til að
leysa þessa flöskuhálsa, ef þeir
verða nokkurn tímann leystir.
Umhverfis- og sjónspilling er
mikil vegna ofurvaxinna göngu-
brúa yfir hraðbrautina Hringbraut
sem fara frá engu í ekki neitt. Úr
tómri mýrinni yfir á tómt eyði-
svæði sem myndast hefur við þessa
framkvæmd. Hvað með að ganga
yfir á ljósum þar sem þarna eru
ljósastýrð gatnamót fyrir? Maður
áttar sig ekki á því hvaða fjöldi
fólks á að nota þessar risastóru,
dýrkeyptu göngubrýr sem komið
er upp með nokkur hundruð metra
millibili. Til að fullkomna vitleys-
una hefur verið ákveðið að færa
stóru bensínstöðina við Geirsgötu í
miðbænum niður í Vatnsmýrina við
hraðbrautina Hringbraut sem er
verðmætasta landssvæði okkar
Reykvíkinga. Þetta er dropinn sem
fyllir mælinn og sýnir einstaka
skammtímastefnu og hugs-
unarleysi R-listans.
Þessi færsla á Hringbrautinni
skapar nýtt byggingarsvæði fyrir
LSH, en hvað með stækk-
unarmöguleika til
framtíðar? Margar
raddir hafa heyrst um
stærð þessa spítala, en
víst er að stór spítali á
fáum hæðum er ekki
ákjósanlegt innra
skipulag fyrir spítala
af þessari stærð vegna
langra ganga og ferða
milli deilda innan spít-
alans.
Á meðan flugvöll-
urinn er í Vatnsmýr-
inni er ekki leyfilegt að
byggja hærra á þessu
svæði sökum öryggis-
ástæðna. Eins og
skipulagshugmyndin
sem vann samkeppni
um stækkun spítalans
sýnir, þá er ekki auð-
velt að stækka spít-
alann í framtíðinni,
ekki nema að færa
Hringbrautina aftur!
Að vísu má gera ráð fyrir að þá
verði Vatnsmýrin að mestu leyti
byggð og hefur spítalinn þá enga
stækkunarmöguleika. Gaman hefði
verið að sjá stækkun LSH í Foss-
voginum þar sem er ennþá nægt
byggingarland og möguleiki á að
byggja hærri byggingar sem leiðir
til betra innra skipulags spítalans.
Sú staðsetning er nær miðju höf-
uðborgarsvæðisins og í betri
tengslum við allar helstu umferð-
aræðar borgarinnar. Tel ég Foss-
voginn skynsamlegri kost en að
troða LSH í miðbæinn, við Hring-
braut, með skóhorni.
Nú spyr maður sig hvers vegna
eru svona margar og miklar rangar
ákvarðanir teknar vegna þessa
máls? Svarið er pólitísk skamm-
tímastefna R-listans sem ræður
ríkjum: Gera sem mest og hugsa
sem minnst. Önnur ástæða er að
þetta mál var búið að vera svo lengi
á framkvæmdaáætlun að ekki var
hægt að bíða lengur eins og skipu-
lagsyfirvöld Reykjavíkurborgar
vildu meina fyrir rúmlega ári síðan.
Þetta er sambland af lélegri
ákvarðanatöku hjá Reykjavík-
urborg, ásamt því að vera ýtt hugs-
analaust áfram af meirihluta borg-
arstjórnar til að sýnast fyrir
borgarbúum sem framkvæmdarafl.
Skipulagsmál eiga að vera minna
pólitísk og gefa sérfræðingum á
sviðinu meiri ráð og rúm til lang-
tíma skipulags á höfuðborgarsvæð-
inu í stað þessarar lönguvitleysu
sem skammtímastefna stjórnmála-
manna er í dag, sem keppast um að
klára sem flest mál á sem
skemmstum tíma. Endurskoða
mætti innri uppbyggingu og
stjórnun skipulagsyfirvalda. Að
hugsa sér að pólitískt kjörinn ein-
staklingur, með enga menntun né
reynslu á sviði skipulags, eigi að
vera yfirstjórnandi skipulags
Reykjavíkur! Dæmin sanna sig
sjálf, borgarstjóri og formaður
skipulagsráðs rembast við sýna sig
með lélegri ákvarðanatöku og enn
lélegri framkvæmdum eins og
Hringbrautarmálið er í heild sinni.
Dæmi um vanhugsun sem þessa
er að núverandi borgarstjóri sagði
í Kastljósi á dögunum að skipulag í
Reykjavík væri ekki ofarlega á for-
gangslista flokks síns, heldur fé-
lagsmálin. Þetta er rangt! Skipulag
og félagsmál eiga að vera samsíða
enda nátengdir þættir í samfélagi
okkar. Þetta eru ekki mál til að for-
gangsraða og flokka, heldur vinna
saman að bættri borg.
Skipulags- og
umhverfisslys í mið-
borg Reykjavíkur
Freyr Frostason fjallar
um skipulagsmál
Freyr Frostason
’Skipulag og fé-lagsmál eiga að
vera samsíða
enda nátengdir
þættir í sam-
félagi okkar. ‘
Höfundur er arkitekt
(B-arch, M-arch).