Morgunblaðið - 11.02.2006, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 11.02.2006, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 47 UMRÆÐAN EF ÞÚ ert orðinn 67 ára og ferð á eftirlaun og færð greiddar trygg- ingabætur frá TR þá minna aðstæður okk- ur á Þriðja ríkið 1933–45 þegar Hitler og Göbbels voru við völd. Gyðingar máttu ekkert eiga, allt var af þeim tekið nema fataræflarnir sem þeir stóðu í og varla það. Svo voru þeir sendir í útrýming- arbúðir. Við eldri borgarar erum í mjög svipaðri aðstöðu. Ef þú átt lífeyrissjóð sem er yfir 50.654 á mánuði þá ertu skert- ur frá TR. Ef þú eða makinn vinnur úti ertu skertur um 45% fyrir utan skatta. Ef þú ferð út á vinnu- markaðinn ert þú skertur, ef þú færð 10.000 þá heldurðu sjálfur um 1.500 kr. Skertur um 85%. Ef þú átt hlutabréf og selur þau, eins og konan í Hveragerði, færðu 0 kr. út úr TR. Þú mátt ekkert eiga, þá færðu þú rúmar 60 þús. kr. frá TR óskert. Ef þú átt lítinn eða engan lífeyrissjóð, eins og flestir á þess- um aldri, þá skaltu þegja og éta það sem úti frýs. Í dag hafa milli 11 og 15.000 eldri borgarar lítinn sem engan lífeyrissjóð. Ellilífeyr- isþegar hafa verið skornir niður frá 1987 um 30% og 1991 um 25% og 1995 var allt tekið úr sambandi. Það átti að bæta okkur þetta upp þegar úr rættist. Það er alveg sama hvað snýr að eldri borgurum. Í desember var framkvæmd ein- greiðsla að upphæð 26.000 kr. Ég hitti fólk sem fékk um 80.000 úr lífeyrissjóði, fékk útborgaðar rúm- ar 6.000 kr. af þessum 26.000. Jóla- uppbót að upphæð 12.000 kr. fengu rúmar 7.000. Er þetta er ekki rausnarlegt hjá TR? Þetta fólk er búið að greiða í um 50 ár í lífeyr- issjóði Íslands. Ég spyr; er þetta ekki eignaupptaka, er þetta ekki sparifé fólks? Eins er með hluta- bréf sem fólk selur þegar mikið liggur við. Halldór Ásgrímsson bað fólk að kjósa Framsókn af því að hún væri fyrir fólk. Eru eldri borg- arar ekki fólk? Er þetta ekki stjórnarskrárbrot? Er ekki ein kona í hungurverkfalli, sem ekki á langt eftir? Það snertir ekki ráða- menn þjóðarinnar. Ég hef heyrt að maður úti í bæ sé að hefja hung- urverkfall. Er ekkert mannlegt eðli til í ráðamönnum þjóðarinnar? Þetta minnir á Þriðja ríkið. Það vantar bara SS. Þessir menn skaffa sér og sínum gífurleg eftirlaun á okkar mælikvarða auk ómældra fríðinda. Er þetta ekki mannrétt- indabrot eða mis- munun? Svo velta þeir fyrir sér hvað við hin þurfum til að lifa og þykjast ekkert vita. Nú standa yfir samningaviðræður við samtök eldri borgara eina ferðina enn, sem ekkert virðast ganga og litlu skila. Bætur hafa ekkert hækkað síðan 2003. Þá kom hækkun sem samsvar- aði tveimur mat- arbrauðum eftir skatta. Starfs- greinasambandið hefur reiknað út að einstaklingur þurfi um 160.000 kr. á mánuði til að lifa af. Þessir ráðamenn geta ekki samþykkt það, þeir hafa 600 þúsund til milljón á mánuði auk fríðinda. Enda er risna þeirra fjórir miljarðar á ári í ferða- lög og veitingar. Þeir gera sér enga grein fyrir hvað almenningur þarf til að lifa af. Þetta sýnir lág- launastefnuna á Íslandi hvað þá framkomu þeirra við eldri borgara. Þeir vita að brátt líður að þing- kosningum. Við vitum að sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Við eldri borgarar verðum að bjóða fram. Kjör okkar eldri borg- ara lagast aldrei öðru vísi. Öllu er lofað og ekkert efnt. Burt með all- ar skerðingar strax. Þær eru stjórnarskrárbrot og mannrétt- indabrot. Gerum eins og dóm- arastétt landsins. Förum í mál út af þessu óréttlæti, sem hefur við- gengist um áratugi. Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu þar sem þetta viðgengst. Almenningur er skertur en ekki yfirstéttin. Tökum dómarana til fyrirmyndar og för- um í mál strax. Seint er betra en aldrei. Þér skuluð ekki gera öðrum það sem þið viljið ekki að yður sé gjört. Er eignaupptaka aldraðra lögleg? Einar Grétar Björnsson fjallar um kjör og lífeyrisréttindi eldri borgara Einar Grétar Björnsson ’Ætlar Alþingiekkert að aðhaf- ast? Er ekki lýð- ræði á Íslandi?‘ Höfundur er fyrrv. sjómaður og eldri borgari. ARNA Schram, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifaði hinn 4. jan- úar 2006 fréttaskýringu sem hún nefndi „Hvað er hjóna- band?“ Þar reifaði hún nýlegar umræður um afstöðu kirkjunnar til sambúðar samkyn- hneigðra; þar á meðal nýársprédikun biskups- ins, sem vék að henni í ræðu sinni. Í lok pistils síns hafði hún eftirfar- andi eftir Hirti Magna Jóhannssyni, fríkirkju- presti í Reykjavík: „Hjónabandið er kær- leikssamband og kær- leikssáttmáli. Samkyn- hneigðir eru ekki síður hæfir til að sýna kærleika en gagnkynhneigðir.“ Þetta er hverju orði sannara en hins vegar aðeins hálfur sannleik- urinn að því er hjónabandið varðar. Hjónaband er vissulega kærleiks- samband og kærleikssáttmáli. En það er miklu meira. Langflest hjóna- bönd eru uppspretta nýs lífs. Nýrra einstaklinga. Nýs lífs, sem er for- senda þess að mannkynið eigi fram- tíð. Og uppeldisvettvangur þeirra. Gott hjónaband er hollasta umhverfið fyrir uppvöxt og þroska þessara ein- staklinga, erfingja framtíðarinnar, sem við þekkjum, að öðrum uppvaxt- arumhverfum alveg ólöstuðum. Samband tveggja einstaklinga af sama kyni getur vissulega verið kærleiksríkt og gott og fært báðum mikla hamingju. En það getur aldrei, af augljósum ástæðum, verið uppspretta nýs lífs. Þar með getur slíkt samband aldrei verið sambærilegt við hjóna- band þegar á heildina er litið. Það er því út í hött að kalla slíkt samband hjónaband og út í hött að vígja tvo samkynhneigða einstaklinga í hjóna- band. Kröfur um slíkt spilla aðeins fyrir málstað samkynhneigðra. Á hinn bóginn er fullkomlega eðli- leg sú krafa samkynhneigðra að hljóta blessun kirkjunnar á sambönd sín, þeirra sem það kjósa. Samkyn- hneigðir eru Guðs börn, ekkert síður en gagnkynhneigðir, og Guð elskar þá ekkert síður. Kirkjan þarf að verða við þessum kröfum og finna form á vígslu á samböndum samkyn- hneigðra, þótt ekki sé um hjónavígslu að ræða. Finna þarf hentugt nafn á slík sambönd, hliðstætt við orðið hjónaband. Löggjafinn þarf að tryggja að slík sambönd standi rétt- arfarslega jafnfætis hjónaböndum eftir því sem við getur átt eðli máls samkvæmt. Samkynhneigðir eiga kröfu á að vera virtir sem mann- eskjur til jafns við gagnkynhneigða. Þeir eru náungar okkar ekkert síður en gagnkynhneigðir. Að þessu fengnu ættu samkyn- hneigðir og gagnkynhneigðir að geta lifað saman í sátt og samlyndi. Fáein orð um hjónaband Jakob Björnsson skrifar um eðli hjónabandsins ’Langflest hjónabönderu uppspretta nýs lífs.‘ Jakob Björnsson Höfundur er fv. orkumálastjóri. TÍU ár eru liðin frá því að tekið var upp eitt samræmt neyðarnúmer – 112 – hérlendis. Allir landsmenn vita hvert ber að hringja ef mikið liggur við. Með einu símtali í 112 er hægt að fá viðeigandi aðstoð lögreglu, slökkviliðs, lækna og sjúkraflutningamanna auk fjölda annarra aðila allt eftir því hver þörfin er. Þótt símtal í 112 á ör- lagastundu geti sann- arlega bjargað manns- lífum þá er það oft ekki nóg. Mikilvægt er að allir kunni und- irstöðuatriði í skyndihjálp til að geta brugðist við áður en fagfólk kemur til aðstoðar. Öll getum við sem borgarar lent í því að koma fyrst á slysstað, hvort sem um er að ræða inni á heim- ilum, vinnustað eða úti á götu. Rétt og skjót viðbrögð á neyðarstundu eru án efa eitt það mikilvægasta sem við lærum á lífsleiðinni. Alþjóða Rauði krossinn og Rauði kross Íslands sem hluti af honum hef- ur beitt sér fyrir því í áratugi að mennta almenning í skyndihjálp. Rauði kross Íslands er skuldbundinn samkvæmt samningi við stjórnvöld til að stuðla að þekkingu landsmanna í skyndihjálp svo við getum verið við öllu búin þegar til þarf að taka. Þetta hlutverk sitt tekur Rauði kross Ís- lands mjög alvarlega og leggur áherslu á að sinna því sem best. Í könnun sem Rauði kross Íslands lét nýverið gera kemur fram að mikill meirihluti þjóðarinnar hefur hlotið einhverja undirstöðuþjálfun í skyndi- hjálp og fjöldi manns hefur óvænt þurft að bregðast við aðstæðum þar sem reynt hefur á þessa þekkingu. Fyrstu viðbrögð á vettvangi geta bjargað mannslífi, það hefur sagan margsýnt og sannað. Rauði kross Íslands hefur und- anfarin fimm ár staðið að vali á skyndihjálparmanni ársins. Með því vill félagið vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að læra skyndihjálp og verða þannig hæfari til að veita að- stoð á vettvangi slysa og áfalla. Hinar fjölmörgu tilnefningar sem borist hafa alls staðar að af landinu sýna glögglega að allir geta átt von á að lenda í þeim aðstæðum að þurfa með snarræði að bjarga sjálfum sér eða öðrum, hvort sem þeir eru við leik eða störf. Atvikin eru jafn fjölbreytt og til- nefningarnar eru margar: Móðir blæs lífi í ungabarn sem hættir að anda, kona bjargar samstarfskonu sinni með því að losa um aðskotahlut í hálsi, maður hnoðar vinnufélaga sinn sem lendir í hjartastoppi og annar bjargar ókunnum manni sem liggur hjálparlaus í götunni með þekkingu sinni í skyndihjálp. Og skyndihjálparmaður ársins, Guðrún Björk Sigurjónsdóttir, bjarg- aði tveimur börnum frá drukknun með snar- ræði sínu og kunnáttu. Þó aðeins einn sé út- nefndur skyndihjálp- armaður ársins er hver og einn sem tilnefndur er hversdagshetja sem bjargað hefur mannslífi. Í flestum tilfellum var það við aðstæður sem eru hluti af daglegu lífi, aðstæður sem hver og einn gæti hæg- lega lent í. Við búum öll yfir þeim dýrmæta hæfileika að geta bjargað lífi en suma vantar einungis herslumuninn til að ná tökum á tækninni sem til þarf. Þekking í skyndihjálp getur skipt sköpum. Þrátt fyrir að útkallstími sjúkrabíls sé einungis örfáar mínútur á höfuðborgarsvæðinu geta taf- arlausar endurlífgunartilraunir nær- staddra tvö- eða þrefaldað líkur á að endurlífgun takist. Það er nauðsynlegt að kunna að nota neyðarnúmerið 112 þegar mikið liggur við. Það er okkar von að með því að vekja athygli á mikilvægi skyndihjálpar muni sífellt fleiri vakna til vitundar um að það er einnig nauð- syn að læra skyndihjálp. Þeir sem áhuga hafa á að læra skyndihjálp geta snúið sér til deilda Rauða kross Íslands um allt land. Boðið er upp á bæði lengri og stytti námskeið. Einn- ig má fá ítarlegar upplýsingar um skyndihjálp á vef Rauða kross Ís- lands. Allir geta bjargað mannslífi Kristján Sturluson skrifar um skyndihjálp ’Við búum öll yfir þeimdýrmæta hæfileika að geta bjargað lífi en suma vantar einungis herslu- muninn til að ná tökum á tækninni sem til þarf. ‘ Kristján Sturluson Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. TENGLAR .............................................. www.rki.is. Virkjum velferðina – í þágu allra – til að auka jöfnuð í Reykjavík – til að fólk geti búið við öryggi – til að samfélagið njóti góðs af í 3.–4. sæti veljum www.bjorkv.is Kosningaskrifstofa á Skólavörðuholtinu Lokastíg 28, sími 551 2859, bjork@reykjavik.is, opið kl. 15-19. Opið prófkjör Samfylkingarinnar og óháðra 11.–12. febrúar 2006.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.