Morgunblaðið - 11.02.2006, Page 48
48 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Nr. 1 í Ameríku
Extra sterkt
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa - Gulli betri
Lið-a-mót
FRÁ
LÍFSKJÖR á Íslandi ráðast mjög
af samskiptum við erlendar þjóðir,
möguleikum Íslend-
inga til þess að efnast á
viðskiptum með vörur
og þjónustu og færa
ávinninginn heim og
bæta þannig lífskjör
landsmanna. Samning-
urinn um Evrópska
efnahagssvæðið hefur
reynst gagnlegur og
það er að mörgu leyti
eðlilegt að spurt sé,
hvort ekki eigi að stíga
skrefið til fulls og
ganga inn í ESB. Sér-
stök Evrópunefnd er
að störfum með fulltrú-
um þingflokkanna og
gert er ráð fyrir að
hún skili áliti fyrir árs-
lok. Þar verða vænt-
anlega dregnir fram
kostir og gallar aðildar
og aðrar upplýsingar,
sem að gagni mega
verða, til þess að meta
hvort aðild sé ávinn-
ingur fyrir Íslendinga
eða ekki.
Aðild að Evrópusambandinu verð-
ur að hafa þann tilgang að bæta lífs-
kjör landsmanna í víðtækum skiln-
ingi til framtíðar litið. Það hefur til
þessa verið metið svo að aðild geri
það ekki, heldur fremur takmarki
möguleikana til sóknar á markaði
utan Evrópu. Mér finnst ekki líklegt
að það mat breytist.
Kaupmáttur landsmanna hefur
síðustu 11 ár vaxið meir en dæmi eru
um í löndum ESB og þótt víðar væri
leitað. Ráðstöfunartekjur á mann
hafa vaxið um 132% frá árinu 1994 til
2005 og kaupmáttur þeirra aukist
um 64%. Verg landsframleiðsla jókst
um 49% á þessum tímabili. Skatt-
byrðin landsmanna er í 11. sæti af
um 30 ríkjum OECD miðað við tölur
fyrir 2003. Atvinnuleysi er um og
innan við 2% á Íslandi, en margfalt
það í löndum Evrópu. Velferð-
arkerfið er eitt það allra besta í
heiminum, ekki hvað síst heilbrigð-
iskerfið. Þetta hefur gerst þrátt fyr-
ir að Íslendingar séu utan ESB.
Ásókn erlendra fyrirtækja í fjár-
festingu í stóriðju á Íslandi er slík að
til vandræða horfir og greinilegt að
ástæða er til þess að
skoða betur það verð
sem boðið er fyrir
orkuna. Bandaríska
viðskiptatímaritið For-
bes telur Ísland þriðja
vænlegasta land í heimi
fyrir erlenda fjárfesta,
en blaðið aflaði sér
upplýsinga um 135
lönd.
Íslensk útrásarfyr-
irtæki eru í farabroddi
á evrópskum mörk-
uðum Nánast daglega
eru fréttir um fjárfest-
ingu Íslendinga, nú síð-
ast var Avion Group að
kaupa annað stærsta
leiguflugfélag Frakk-
lands. Þrátt fyrir að
vera utan Evrópusam-
bandsins vegnar Íslend-
ingum vel og hvað á að-
ild að ESB að færa
okkur?
Það hefur gefist okk-
ur vel að hafa fullt for-
ræði auðlinda lands og
sjávar og láta það ekki af hendi við
erlenda aðila. Skilyrðið fyrir nýtingu
auðlindanna er að afraksturinn og
atvinnustarfsemin verði á Íslandi og
efli þar mannlíf. Við getum ekki tek-
ið neina áhættu við ráðstöfun auð-
lindanna, þess vegna er ekki hægt að
heimilda erlendum aðilum að fjár-
festa í orkuverum, útgerð og fisk-
veiðum.
Niðurstaðan er að utan ESB, en
með samningum við bandalagið og
aðrar þjóðir, hafa Íslendingar skap-
að sér góða stöðu til þess að bæta
lífskjör þjóðarinnar. Þeir hafa nýtt
sér tækifærin til þess að búa til þjóð-
félag í fremstu röð í heiminum og
hafa síðustu áratugi gert betur en
flestar aðrar þjóðir. Við höfum alla
möguleika til þess að halda áfram á
sömu braut, án aðildar að Evrópu-
bandalaginu.
Áfram
utan ESB
Kristinn H. Gunnarsson
fjallar um ESB-aðild
’Við höfum allamöguleika til
þess að halda
áfram á sömu
braut, án aðildar
að Evrópu-
bandalaginu.‘
Kristinn H.
Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.
Í KASTLJÓSI í vikunni var at-
hyglisvert samtal við Ágúst Guð-
mundsson, stjórnarformann Bakka-
varar. Í þættinum fór
Ágúst rangt með
nokkrar tölur varðandi
fjárfestingar Lands-
virkjunar í tengslum
við virkjunarfram-
kvæmdir á Austurlandi
og er mér ljúft að leið-
rétta þær. Ennfremur
lýsti hann skoðunum
sínum á helstu mögu-
leikum okkar Íslend-
inga til framtíðar. Ég
er að mestu sammála
Ágústi en finnst samt
sem hann einfaldi hlut-
ina um of.
Fjárfestingar
Landsvirkjunar og Alcoa
Í þættinum talaði Ágúst um að rík-
ið væri að leggja 200 milljarða í verk-
efni fyrir austan og lýsti þeirri skoð-
un sinni að ef stjórnvöld hefðu boðið
fram viðlíka fjármuni og óskað eftir
hugmyndum um nýja starfsemi
hefðu margir hlaupið til. Þetta er ef-
laust rétt. Ríkið er hins vegar ekki að
leggja 200 milljarða í verkið. Áætluð
fjárfesting Landsvirkjunar og
Landsnets í Kárahnjúkaverkefninu
nemur um 100 milljörðum og er fjár-
hæðin að langstærstum hluta fengin
að láni á erlendum mörkuðum.
Landsvirkjun tekur lán með ábyrgð
eigenda sinna en lánveitendur skoða
einnig þau verkefni sem liggja til
grundvallar. Sambærileg lán hefðu
varla fengist í nýsköpun sem þykir
áhættusöm í meira lagi. Alcoa leggur
síðan um 100 milljarða í byggingu ál-
versins. Rétt er að hafa í huga að ekki
er sjálfgefið að erlendir aðilar fjár-
festi á Íslandi. Ísland þarf að hafa
samkeppnisforskot á önnur lönd ef
svo á að vera og því er athyglisvert að
skoða samkeppnishæfni um ný álver
frá sjónarhorni erlendra fjárfesta:
Orkuverð sem er í meðallagi
þegar kemur að orkuverði til álvera í
heiminum.
Langtímasamningar um orku-
sölu.
Endurnýjanlegir orkugjafar.
Stöðugt efnahagsumhverfi.
Hagstætt skattaumhverfi.
Menntað vinnuafl og gott vinnu-
siðferði
Aðgangur að Evrópska efna-
hagssvæðinu.
Í þessu ljósi er athyglisvert að það
er einkum hár launa-
kostnaður sem mælir á
móti Íslandi frá sjón-
arhóli álfyrirtækjanna
en ofangreindir þættir
hafa hingað til náð að
vinna það upp.
Framtíðarsýn
um þjónustu
Atvinnuleysi á Ís-
landi er hverfandi í
samanburði við flest
önnur lönd OECD. Að
sjálfsögðu er æskilegt
að viðhalda háu at-
vinnustigi en markmiðið hlýtur að
vera að skapa verðmæt störf. Verð-
mæt störf verða fyrst og fremst til í
atvinnugreinum þar sem launakostn-
aður ræður ekki úrslitum um vel-
gengni fyrirtækja. Þetta á einkum
við um fyrirtæki sem byggja á notk-
un fjármagns eða þar sem virðisauki
á hvert starf er mikill. Þar má sem
dæmi nefna fjármálastarfsemi af
ýmsu tagi, tryggingastarfsemi og
stóriðju. Því er einsýnt að við sem
þjóð þurfum „stóriðju“ hvort heldur
er um að ræða álver eða „stóriðju“ í
fjármálastarfsemi. Það dettur engum
í hug að útibúaþjónusta sé undir-
staðan að frábærum rekstrarárangri
og vexti bankanna á undanförnum
árum. Árangurinn byggir á fjárfest-
ingabankastarfsemi sem einkennist
af stórum fjárhæðum, hlutfallslega
lágum launakostnaði og nokkurri
áhættu rétt eins og stóriðja.
Aðrar þjóðir
Ágúst nefndi Bretland sem dæmi
um lönd þar sem vel hefur tekist til
um uppbyggingu þjónustugeira.
Þjóðartekjur á mann á Íslandi eru
nokkru hærri en í Bretlandi þannig
að það er spurn hvor á kenna hverj-
um. Hinu er ekki að leyna að í
ákveðnum þáttum hefur Bretum tek-
ist afar vel upp og ber þar helst að
nefna fjármálahverfið í London sem
skapar ómældar tekjur fyrir Bret-
land allt. City er hins vegar ekki
mælikvarði á laun á Bretlandseyjum
almennt.
Nefna má önnur lönd sem eru nær
Íslandi að stærð og hafa náð afar góð-
um árangri varðandi þjónustu. Fyrst
ber að nefna Lúxemborg sem byggir
sinn árangur á fjármálaþjónustu og
bankaleynd. Einnig má nefna Ber-
múda sem sérhæfir sig í þjónustu við
tryggingafélög og hefur náð árangri
með góðu reglugerðaumhverfi og því
að leggja ekki á tekjuskatt. Þetta
þekkir Landsvirkjun frá fyrstu hendi
enda á fyrirtækið eigið endurtrygg-
ingafélag á Bermúda.
Ruðningsáhrif
Ágúst ræddi einnig um ruðn-
ingsáhrif stóriðjuframkvæmda og
hélt fram að slíkar framkvæmdir
myndu viðhalda hágengi krónunnar.
Hann veit betur. Innkoma bankanna
á húsnæðislánamarkaðinn með til-
svarandi vaxtahækkunum Seðla-
bankans, spákaupmennsku og útgáfu
erlendra aðila á skuldabréfum í ís-
lenskum krónum hefur haft miklu
meiri áhrif á gengið í seinni tíð en
stóriðjuframkvæmdir. Það má hins
vegar spyrja sig hvað verður um
gengi krónunnar eftir eitt til tvö ár ef
ekki verður af stækkun Alcan eða
Norðuráls.
Meginatriðið er að stækkun álvera
og uppbygging verðmætrar þjónustu
geta vel farið saman. Árangurinn
byggir hins vegar á því að við höfum
eitthvað raunhæft að bjóða sem tek-
ur fram aðstæðum sem í boði eru er-
lendis. Erlend stórfyrirtæki opna
ekki útibú og ráða til sín hérlent
vinnuafl nema við bjóðum slíkar að-
stæður. Það er hins vegar stór-
hættulegt ef við Íslendingar ætlum
okkur að byggja framtíðina á þjón-
ustuiðnaði sem kallar á mörg störf.
Slík starfsemi verður láglaunaiðn-
aður, því miður.
Þjónusta og álver
Stefán Pétursson gerir at-
hugasemd við orð Ágústs Guð-
mundssonar, stjórnarformanns
Bakkavarar, í Kastljósþætti
’Meginatriðið er aðstækkun álvera og upp-
bygging verðmætrar
þjónustu geta vel farið
saman.‘
Stefán Pétursson
Höfundur er framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Landsvirkjunar.
FASTEIGNIR
mbl.is