Morgunblaðið - 11.02.2006, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 49
UMRÆÐAN
Í GREIN for-
manns jafnrétt-
isnefndar Reykjavík-
ur í Morgunblaðinu 9.
febrúar eru þrjár
kórvillur:
Í fyrsta lagi er full-
yrt að frumvarp rík-
isstjórnarinnar snúist
eingöngu um bætta
réttarstöðu samkyn-
hneigðra og þar með
er litið fram hjá því
að í skilgreiningum
þess er verið að
breyta hefðbundnum
hjónabandsskilningi
laga og hefja stríð
um merkingu hjóna-
bandsins og afkynjun
þess.
Í öðru lagi er horft
fram hjá því að opin-
ber nefnd, sem und-
irbjó frumvarpið áð-
urnefnda, hefur beint
því til Þjóðkirkjunnar
að vígja samkyn-
hneigða í „hjóna-
band“.
Málið er því hjá henni í lýðræð-
islegu ferli og samkvæmt kirkju-
skipan þeirri, sem Alþingi hefur
samþykkt, ganga mál eftir umfjöll-
un Kirkjuþings til Alþingis. Í
stjórnarskrá lýð-
veldisins er kveðið á
um sérstakt sam-
band milli þings og
þjóðkirkju og ber
þingmönnum að
styðja hana og
vernda en ekki að
sýna henni óvirð-
ingu.
Í þriðja lagi kem-
ur fram að jafnrétt-
isnefnd Reykjavíkur
hefur lýst stuðningi
við fyrirhugaða
breytingartillögu við
stjórnarfrumvarpið,
sem ekki hefur verið
lögð fram á Alþingi,
enginn veit hvernig
verður orðuð eða hvað
hún mun innihalda í
raun, ef hún verður
lögð fram.
Er það orðið hlut-
verk jafnréttisnefndar
Reykjavíkur að end-
urtaka illa grundaðar
klisjur úr pólitískri
umræðu?
Klisjur og kórvillur
Einar Karl Haraldsson
svarar formanni jafnrétt-
isnefndar Reykjavíkur
Einar Karl Haraldsson
’Er það orðiðhlutverk jafn-
réttisnefndar
Reykjavíkur að
endurtaka illa
grundaðar klisj-
ur úr pólitískri
umræðu?‘
Höfundur er varaþingmaður Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík suður.
ÞAÐ verður harður slagur um
borgina í vor. Prófkjör Samfylking-
arinnar hefur sett
málefni fjölskyldna,
þjónustu við þá sem
eru yngstir og elstir, í
forgrunn og þróun
borgarinnar og fram-
tíðina í forgang.
Kosningar vorsins
munu snúast um
sömu mál, lífsgæði
borgarbúa. Og það
skiptir máli hverjir
stjórna.
Nýja Reykjavík
Á síðustu árum
höfum við skapað
kraftmikla og skemmtilega borg.
Framsækið skipulag og bygging
Tónlistar- og ráðstefnuhúss í mið-
borginni skapar henni áður óþekkt
tækifæri. Slippasvæðið mun um-
breytast í lifandi hafnarbyggð með
íbúðum og veitingastöðum og mann-
lífi fram á bryggjusporða. Svæðið í
kringum Hlemm verður næsta
áherslusvæði enda uppbygging og
andlitslyfting þar löngu tímabær.
Við nýtum tækifærin í Vatnsmýr-
inni með aðstoð heimsþekktra
skipulagsfræðinga og alþjóðlegrar
hugmyndasamkeppni. En það er
ekki sjálfsagt að þessi lykilverkefni
komist á leiðarenda. Það skiptir
máli hverjir stjórna.
Heimsborg og heimabær
Lífsgæði íbúanna,
forvarnir og þjónusta,
eiga áfram að vera for-
gangsmál í Reykjavík.
Við höfum fært þjón-
ustuna nær heim-
ilunum, út í hverfin og
stofnað þjónustu-
miðstöðvar þar sem ein-
falt og gott er að nálg-
ast aðstoð og stuðning.
Málefni aldraðra og efl-
ing heilsugæslunnar
þarfnast nú sama átaks
og gert hefur verið í
uppbyggingu leik- og
grunnskóla. Ríkið virð-
ist hafa gefist upp á þeim verk-
efnum. Þau eru því augljóslega bet-
ur komin hjá Reykjavíkurborg.
Ófært er að hundruð fjölskyldna og
þúsundir einstaklinga líði fyrir
óljósa verkaskiptingu sem ætti að
tilheyra horfnum tíma. Þjónusta við
fólk og fjölskyldur er hornsteinn
framtíðarborgarinnar. Reykjavík á
að vera örugg og heilbrigð, heims-
borg og heimabær í senn.
Við þurfum sigur í vor
Það skiptir máli hverjir stjórna
og opið prófkjör Samfylkingar gef-
ur öllum sem vilja hafa áhrif á þró-
un borgarinnar tækifæri til að stilla
upp sigurstranglegum lista. Sam-
fylkingin ber fram borgarstefnu
sem á brýnt erindi við samtímann
og nýtur víðtæks stuðnings meðal
borgarbúa. Endalok Reykjavík-
urlistans og landslag stjórmálanna
gerir það hins vegar að verkum að
það er síður en svo sjálfgefið að sig-
ur þessara sjónarmiða vinnist í vor.
Það er þó sannarlega hægt. Til þess
þarf Samfylkingin að ná eyrum
þeirra sem eru óákveðnir og þess
stóra hóps óflokksbundinna sem
ráða mun úrslitum kosninganna í
vor. Til þess treysti ég mér og óska
eftir sterku umboði til að leiða sam-
henta sveit Samfylkingarinnar – til
sigurs í vor.
Vertu með að velja sigursveit
Eftir Dag B. Eggertsson ’Það skiptir máli hverjirstjórna og opið prófkjör
Samfylkingar gefur öll-
um sem vilja hafa áhrif á
þróun borgarinnar tæki-
færi til að stilla upp sig-
urstranglegum lista.‘
Höfundur sækist eftir 1. sæti
í prófkjöri Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson
Prófkjör Reykjavík
Þriðjudaginn 10. janúar í Vestmannaeyjum kl. 20.00
Miðvikudaginn 11. janúar í Reykjanesbæ kl. 20.00
Fimmtudaginn 12. janúar á Akranesi kl. 20.00
Laugardaginn 21. janúar á Akureyri kl. 10.30
Laugardaginn 21. janúar í Ólafsfirði kl. 14.00
Þriðjudaginn 24. janúar á Sauðárkróki kl. 20.00
Miðvikudaginn 25. janúar í Borgarnesi kl. 20.00
Fimmtudaginn 26. janúar á Selfossi kl. 20.00
Laugardaginn 28. janúar í Reykjavík kl. 13.15
Laugardaginn 4. febrúar á Ísafirði kl. 10.30
Mánudaginn 6. febrúar í Grundarfirði kl. 20.00
Miðvikudaginn 8. febrúar á Höfn kl. 20.00
Fimmtudaginn 9. febrúar á Hellu kl. 20.00
Miðvikudaginn 15. febrúar í Garðabæ kl. 20.00
Fimmtudaginn 16. febrúar á Patreksfirði kl. 12.00
Fimmtudaginn 16. febrúar í Búðardal kl. 17.00
Laugardaginn 18. febrúar á Egilsstöðum kl. 10.30
Laugardaginn 18. febrúar í Fjarðabyggð kl. 13.30
Sunnudaginn 19. febrúar á Seyðisfirði kl. 13.00
Mánudaginn 20. febrúar á Blönduósi kl. 20.00
Þriðjudaginn 21. febrúar í Mosfellsbæ kl. 20.00
Miðvikudaginn 22. febrúar í Grindavík kl. 20.00
Miðvikudaginn 8. mars á Seltjarnarnesi kl. 20.00
Miðvikudaginn 15. mars í Hafnarfirði kl. 20.00
Fimmtudaginn 16. mars á Húsavík kl. 20.00
Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde utanríkisráðherra,
fer um þessar mundir um landið og efnir til funda með
trúnaðarmönnum flokksins, formönnum og stjórnarmönnum
flokksfélaga, fulltrúaráða og kjördæmisráða, sveitarstjórnar-
mönnum og þingmönnum.
Sjálfstæðisflokkurinn
Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík
sími 515 1700 www.xd.is
Formaður
Sjálfstæðisflokksins
á ferð um landið
Fundarstaðir verða auglýstir í fundarboði á hverjum stað.
MEIRIHLUTI bæjarráðs
Kópavogs hefur samþykkt að selja
gamla Kópavogshælið, en end-
anleg afgreiðsla málsins verður í
bæjarstjórn 14. febrúar nk.
Fulltrúi Samfylkingarinnar
greiddi atkvæði gegn tillögunni í
bæjarráði og sama
afstaða verður af
okkar hendi í bæj-
arstjórn. Vonandi sér
meirihluti bæj-
arstjórnar að sér í
þessu máli.
Fyrir tæpu ári
boðaði þáverandi
bæjarstjóri, Hansína
Ásta Björgvinsdóttir,
að húsið yrði selt
sem einbýlishús. Af
því varð ekki þá, en
nú hefur hugmyndin
skotið upp kollinum á
ný. Framtíð hússins hefur oftar en
einu sinni verið rædd í bæj-
arstjórn og hafa undirtektir við
hugmyndum um að bærinn eigi
húsið áfram og geri það upp verið
frekar góðar. Nú horfir greinilega
öðruvísi við.
Byggt fyrir söfnunarfé
Hringskvenna
Kópavogshælishúsið stendur
sunnarlega á Kópavogstúni austan
við núverandi líknardeild LSH.
Þetta er eitt elsta steypta húsið í
bænum. Konur í Kvenfélaginu
Hringnum söfnuðu fyrir byggingu
þess og er það teiknað af Guðjóni
Samúelssyni. Húsið var tekið í
notkun árið 1926 og ráku Hring-
skonur hressingarhæli þar til 1939
þegar ríkið tók við rekstrinum og
nokkru síðar var húsið nýtt fyrir
holdsveikisjúklinga. Um tíma var
kennslu þroskaþjálfanema sinnt í
húsinu og til 1985 var þar einnig
eldhús fyrir Kópavogshælið. Síð-
astliðin 20 ár hefur húsið staðið
ónotað og lítið verið um viðhald,
þannig að það er illa farið. Kópa-
vogsbær eignaðist húsið þegar
hluti Kópavogstúns var keyptur af
ríkinu árið 2003.
Margir nýtingarmöguleikar
Hér er um að ræða 80 ára gam-
alt hús með merka sögu sem
þarfnast vissulega viðhalds en það
ætti ekki að vera bænum ofviða
að sýna sögunni og fortíðinni þá
virðingu að gera húsið upp.
Við Kópavogsbúar eigum ekki
mörg hús frá þessum
tíma, hér er því tæki-
færi til að skapa um-
gjörð um einhverja þá
starfsemi sem hentar
þessum góða stað og
húsinu sem slíku.
Ýmsar hugmyndir
hafa verið nefndar um
starfsemi í húsinu,
svo sem félagsaðstöðu
fyrir kvenfélög bæj-
arins, gistihús, kaffi-
hús, sýningarsali fyrir
muni úr sögu bæj-
arins eða fyrir sýn-
ingar tengdar lífríki Kópavogs-
leiranna. Ég veit til þess að
Fjölsmiðjan, sem starfar í ná-
grenninu, hefur viðrað hugmyndir
við bæjaryfirvöld um nýtingu
hússins í tengslum við starfsemi
sína. Þar gæti verið kominn góður
kostur til að skoða nánar. Hug-
myndirnar eru margar. Mikilvæg-
ast er nú að leggja til hliðar
skammsýnar hugmyndir um sölu
hússins. Bærinn á að standa að
varðveislu þess svo það verði bæj-
arbúum til yndisauka og þannig
verði um leið varðveittur hluti af
menningarsögu bæjarins.
Skammsýni að selja
gamla Kópavogshælið
Sigrún Jónsdóttir fjallar um
söluna á Kópavogshæli ’Vonandi sér meirihlutibæjarstjórnar að sér í
þessu máli.‘
Sigrún Jónsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Fréttir í
tölvupósti