Morgunblaðið - 11.02.2006, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gísli Vigfússonfæddist á Skálm-
arbæ í Álftaveri í
Vestur-Skaftafells-
sýslu 2. júlí 1912.
Hann andaðist á
Hjúkrunarheimilinu
Klausturhólum á
Kirkjubæjarklaustri
aðfararnótt 31. jan-
úar síðastliðins.
Foreldrar hans voru
hjónin Sigríður
Gísladóttir hús-
freyja, f. 8. desem-
ber 1887, d. 21. júlí
1977, og Vigfús Gestsson bóndi, f.
31. janúar 1880, d. 13. apríl 1949.
Gísli var elstur bræðra sinna en
hinir voru Gestur, f.
9. apríl 1914, d. 12.
apríl 1985, og Jafet
Kristinn, f. 23. októ-
ber 1922, d. 15.
ágúst 1994.
Gísli ólst upp með
foreldrum sínum og
bræðrum í Skálm-
arbæ. Með hefð-
bundnum landbún-
aðarstörfum
stundaði hann auk
þess akstur í vega-
vinnu á heimaslóð-
um.
Útför Gísla fer fram frá Graf-
arkirkju í Skaftártungu í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Mig langar að minnast hans Gísla
bónda í Skálmarbæ með nokkrum
orðum.
Ég var sendur í sveit austur í
Skálmarbæ 12 ára gamall. Síðan var
það ekki fyrr en mörgum árum
seinna að ég kom austur til að smíða
eldhúsinnréttingu fyrir Gísla og
bræður hans.
Eftir það fór ég oft austur og er
mér minnisstæð ferð með Gísla
áleiðis að Lakagígum, en hann var
fróður og hafði frá mörgu að segja.
Hann sagði frá hörmungunum sem
urðu eftir Lakagígagosið, og staðið
hafði til að flytja fjölda Íslendinga
til Danmerkur, en hætt var við það
þar sem það þótti of kostnaðarsamt.
Mér er ofarlega í huga skemmti-
leg ferð með Gísla og fleiri bændum
úr Álftaveri, þegar við fórum Fjalla-
baksleið nyrðri á þremur jeppum.
Stoppað var í góðan tíma í Land-
mannalaugum enda var gott veður
og landslagið fagurt og litríkt. Síðan
var haldið áfram um Kýlinga, Jök-
uldali og Eldgjá að Búlandi í Skaft-
ártungu. Oft var stoppað og farið út
úr bílunum, teknar myndir og
spjallað. Mér finnst einnig ástæða
til að minnast á ferð sem farin var
inn í Eldgjá. Keyrt var fram á
nokkra jeppa með erlendum ferða-
mönnum sem höfðu tekið sér stöðu
við vatnsmikla á. Við vorum á litlum
fjórhjóladrifsbíl. Gísli fór út úr bíln-
um og gaf sér góðan tíma til að
skoða aðstæður. Síðan var lagt út í
ána og strax á eftir komu jepparnir
hver af öðrum og allt gekk vel, enda
Gísli góður vatnamaður, öruggur í
fasi og manna gætnastur.
Í einni af þessum ferðum komst
ég að því að hann hafði kennt sund í
Tungufljóti. Gísli var barngóður
maður og löðuðust því börn að hon-
um. Það kom fyrir að ég fór austur í
Skálmarbæ með syni mínum Sig-
urði og systursyni Hlyni Þór til að
veiða í tjörninni við bæinn. Á heim-
leið úr einni slíkri ferð sagði Hlynur
að honum fyndust tveir menn bestu
mennirnir, Bubbi og Gísli bóndi.
Þeir heilluðu hann báðir, hver á
sinn hátt.
Eftir lát bræðra sinna Gests og
Jafets, bjó Gísli einn í bænum sín-
um á meðan stætt var. Að lokum
fluttist hann á dvalar- og hjúkrun-
arheimilið á Kirkjubæjarklaustri.
Við systkinin heimsóttum hann í
hitteðfyrra. Hann fór um allt að
sýna okkur. Kannski ekki eins spor-
léttur, en beinn í baki með sama
ljúfa viðmótið og hlýr sem fyrr.
Að lokum er honum þakkað allt
fyrr og síðar. Þar sem góðir menn
fara – þar eru Guðs vegir.
Blessuð sé minning Gísla bónda
Vigfússonar.
Þórarinn G. Valgeirsson.
Látinn er í hárri elli Gísli Vigfús-
son, fyrrum bóndi í Skálmarbæ í
Álftaveri. Gísli fæddist 2. júlí 1912
og mun að mestu leyti hafa alið sinn
aldur þar ásamt bræðrum sínum,
þeim Gesti og Jafet, sem báðir eru
nú fallnir frá.
Jörðin Skálmarbær er ásamt
Skálmarbæjarhrauni með stærri
jörðum í Álftaveri. Þar stundaði
Gísli búskap með bræðrum sínum.
Búið var ekki stórt í sniðum en
munu þeir bræður hafa komist vel
af í búrekstri sínum. Bæjarhúsin í
Skálmarbæ standa á grasi grónu
hrauni með miklu útsýni til allra
átta, sérstaklega er ægifögur fjalla-
sýnin á björtum degi. Í þessu um-
hverfi ól hann sinn aldur eins og áð-
ur sagði. Í næsta nágrenni eru
miklar andstæður í náttúrunni,
svartur Mýrdalssandurinn, hvít jök-
ulhetta Mýrdalsjökuls við bláan
himin með ógnvaldinn mikla Kötlu í
iðrum sér. Kjarri vaxin hraunbreiða
með tærum lækjum sem liðast út í
úfnar og gráar jökulárnar. Þetta
umhverfi er svo einstakt að varla
verður til jafnað. Ef til vill er ekki
ólíklegt að slík nánd við óbeislaða
og óspillta náttúru allt sitt líf hafi
mótað hug Gísla og þar hafi hann í
þessu umhverfi fundið fyllingu í lífi
sínu sem ekkert mannanna verk
getur keppt við. Í hraða og öllu
áreiti nútímans er mikilvægt að
eiga aðgang að slíkum friðarstað
sem þetta land er.
Jörðinni fylgja talsverð hlunnindi
í veiðiskap og nýttu þeir bræður sér
það. Sérstaklega var sjóbirtings-
veiði mikið stunduð í þeim ám sem
um jörðina renna og reyndist sá
veiðiskapur góð búbót.
Minnisstæðar eru ferðir sem
farnar voru með þeim Jafet og Gísla
til ádráttar í Kúðafljóti og er
ógleymanlegt hvað Gísli var kunn-
ugur Fljótinu og hegðan þess þrátt
fyrir síbreytileika og fjölbreytni þar
sem enginn dagur er eins. Hann var
frár á fæti og lét sig ekki muna um
að stunda ádráttinn í Fljótinu dag-
langt og blés varla úr nös þegar
áratugum yngri menn stóðu varla í
fæturna vegna þreytu og svima.
Komu að landi slíkir stórfiskar í
þessum ferðum að fáir trúa.
Gísli átti lengst af ágæta hesta
sér til skemmtunar og var svo fram
á síðustu ár hans í Skálmarbæ þó
annar bústofn hyrfi á brott.
Þegar Gísli nálgaðist nírætt kom
að því að hann ákvað að selja föð-
urleifð sína enda átti hann orðið
óhægt með að halda í horfi með hús
og annað. Ýmsir höfðu hug á jörð-
inni en Gísli ákvað að selja hana
hópi vina sinna sem festu kaup á
henni og hafa átt hana síðan. Er
samstaða um það innan eigenda-
hópsins að umgangast jörðina með
alúð og virðingu og skila henni í
hendur afkomenda í eins líku ásig-
komulagi og við henni var tekið, þó
eðlilegar framkvæmdir verði alltaf
nauðsynlegar.
Gísli bjó síðustu æviár sín á
Kirkjubæjarklaustri á heimili fyrir
aldraða og naut þar góðrar umönn-
unar. Undi hann hag sínum vel þar
og hélt traustu minni um menn og
málefni til þess er að lokum dró.
Við sem kynntumst Gísla minn-
umst einstaks manns og góðs vinar
sem ætíð gaf sér tíma til að sinna
óvæntum heimsóknum og um-
ræðum um allt og ekkert. Fróðleik-
ur og gestrisni var hans aðalsmerki
þó ekki væri hátt til lofts eða vítt til
veggja. Slíkt gleymdist fljótt í ná-
vist hans.
Blessuð sé minning Gísla Vigfús-
sonar og eru ættingjum og vinum
hans færðar samúðarkveðjur.
Hallgrímur Viktorsson.
Gísli Vigfússon fæddist í Skálm-
arbæ 2. júlí 1912. Þar ólst hann upp
og bjó alla tíð, í nábýli við Kötlu,
sem gaus 6 árum eftir fæðingu
hans. Gísli var elstur þriggja
bræðra, sonur hjónanna Vigfúsar
Gestssonar frá Ljótarstöðum og
Sigríðar Gísladóttur frá Gröf.
Næstur honum var heimsmaðurinn
Gestur, fæddur 1914, sem var sá
eini þeirra sem flutti á mölina og
gerði víðreist á þeirra tíma mæli-
kvarða. Yngstur var Jafet, fæddur
1922, ljúfmenni og prúðmenni eins
og þeir bræður allir, þó hver með
sínu lagi. Gísli tók við búinu eftir lát
föður þeirra árið 1949 og þar
GÍSLI
VIGFÚSSON
✝ GuðmundurKristján Há-
konarson fæddist í
Merkinesi í Höfnum
20. sept. 1915. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 4.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Hákon Kristjánsson,
sjómaður, útgerðar-
maður og seinna
húsvörður við
Barnaskóla Vest-
mannaeyja í mörg
ár, f. 9. janúar 1889,
d. 21. apríl 1970, og kona hans
Guðrún Vilhelmína Guðmunds-
dóttir, f. á Kömbum á Stöðvarfirði
5. ágúst 1884, d. 1. júní 1968. Syst-
ur Guðmundar voru: Guðrún Frið-
rika Ásmundína, f. 23. febr. 1911
og Vilborg f. 1. júní 1917, þær eru
báðar látnar.
Guðmundur kvæntist 1. júní
1941, Halldóru Kristínu Björns-
dóttur, f. í Víðidal í Vestmannaeyj-
um 3. apríl 1922. Foreldrar hennar
voru hjónin Björn Bjarnason, vél-
1956, hún á fjögur börn. Sambýlis-
maður hennar er Heimir Freyr
Geirsson, f. 1. júní 1963. 6) Bjarni
Ólafur Guðmundsson, f. 10. febr.
1963, hann á tvö börn. Sambýlis-
kona hans er Guðrún Mary Ólafs-
dóttir, f. 5. júlí 1968. 7) Þröstur
Guðmundsson, f. 17. jan. 1965.
Guðmundur var í mörg ár smið-
ur í Vestmannaeyjum og Reykja-
vík. Hann byrjaði ungur í almennri
verkamannavinnu og var sjómaður
í nokkur ár. Lauk formannsprófi
að 12 lestum 1936. Mótorvélstjóra-
námskeið Fiskifélags Íslands 1937,
yfirvélstjóranám með 150 hestöfl
1943 og 250 hestöfl 1948, 75 lesta
stýrimannspróf 1942 og Fiski-
mannapróf hið minna 1943. Var
vélstjóri og stýrimaður í nokkur ár
í Vestmannaeyjum. Hann lauk
húsasmíðanámi 1959 og starfaði
sjálfstætt í Vestmannaeyjum. Guð-
mundur vann í Þýskalandi frá
1967–1968 og Svíþjóð 1968–1969
og svo í Reykjavík til 1989, þá 74
ára. Hann var í slökkviliði Vest-
mannaeyja í mörg ár. Guðmundur
og Halldóra bjuggu lengst af að
Kirkjuvegi 88 í Vestmannaeyjum
en fluttu til Reykjavíkur 1973 og
bjuggu þar í mörg ár og einnig
bjuggu þau á Spáni í nokkur ár.
Þau fluttu aftur til Vestmannaeyja
árið 2000.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Landakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
stjóri og útgerðar-
maður í Bólstaðarhlíð
í Vestmannaeyjum, f.
á Ysta-Skála í Holts-
sókn 3. mars 1893, d.
25. sept. 1947, og
Ingibjörg Ólafsdóttir,
f. í Dalseli 12. apríl
1895, d. 22. júní 1976.
Börn Guðmundar og
Halldóru eru: 1)
Björn Bjarnar Guð-
mundsson, f. 11. nóv.
1941, hann á þrjú
börn. Eiginkona hans
er Guðrún Erna
Björnsdóttir, f. 9. des. 1944. 2)
Halldór Ingi Guðmundsson, f. 14.
okt. 1946. Eiginkona hans er Anna
Þóra Einarsdóttir, f. 3. des. 1948,
þau eiga þrjú börn. 3) Guðmundur
Guðmundsson, f. 12. okt. 1950,
hann á fimm börn. Eiginkona hans
er Sigríður Stefánsdóttir, f. 6. júlí
1952. 4) Ólafur Guðmundsson, f.
27. jan. 1952, hann á eitt barn.
Sambýliskona hans er Valgerður
Karlsdóttir, f. 31. jan. 1958. 5)
Eygló Guðmundsdóttir, f. 17. apríl
Elsku pabbi, okkur langar að
minnast þín nokkrum orðum. Það er
þó erfitt að gera það öðruvísi en
nefna mömmu, því þið hafið alltaf
verið og verðið alltaf eitt í okkar
huga. Þó að þú sért farinn, þá vitum
við að þú verður alltaf meðal okkar,
eins og við ræddum oft síðustu vik-
urnar. Eftir að við kvöddum þig á
föstudagsnóttina höfum við fjöl-
skyldan rifjað margt upp. Stundir
sem við áttum saman, sögur sem við
höfum geymt en alls ekki gleymt en
kannski ekki verið nógu dugleg að
nýta til að skemmta okkur. Þetta eru
ekki bara skemmtisögur, heldur líka
hetjusögur. Hetjusögur af þér og
mömmu.
Þú byrjaðir snemma að vinna og
eins og tíðkaðist á þeim tíma er þið
hófuð búskap, þá var númer eitt að
stofna heimili og fjölskyldu. Þú
byggðir snemma við húsið á Kirkju-
vegi 88, þar sem við áttum yndisleg-
an tíma þar til gosið kom 1973, en þá
fluttum við suður. Þar áttum við
einnig skemmtilegan tíma og þar
kom í ljós hversu mikill kraftur var í
þér og mömmu sem unnuð myrkr-
anna á milli. Fyrstu árin í Reykjavík
vannstu hjá Jóni Loftssyni, síðar hjá
Trésmiðjunni Meið og síðustu
starfsárin á trésmíðaverkstæði
Pósts og síma. Þegar þú hættir að
vinna varstu orðinn 74 ára og hættir
þá einungis sökum þess að mamma
var komin á eftirlaun og þið vilduð
njóta lífsins saman. Það gerðuð þið
svo sannarlega. Þá voruð þið
mamma búin að taka ákvörðum um
að dvelja á Spáni yfir vetrartímann
og þar nutuð þið sólarinnar. Við
systkinin komum nokkrum sinnum
út til ykkar og sáum þá hvað þið vor-
uð ánægð þar. Þú hefur alltaf verið
árrisull, varst kominn á fætur eld-
snemma á morgnana og ef það var
sólarglæta úti varstu mættur í sól-
bað.
Þegar við rifjum upp árin með
þér, elsku pabbi, þá kemur enn bet-
ur í ljós hversu góður maður þú
varst, góður pabbi sem settir alltaf
aðra í fyrsta sæti. Við erum líka búin
að hlæja mikið að öllum frösunum
þínum, öllum tilsvörunum og hvern-
ig þú svaraðir stundum fyrir þig með
því að ríma á móti. Þú varst blíður og
góður þó stundum hafi gustað en það
eru sólarstundirnar sem telja og
þær voru margar, mjög margar. Það
var mjög erfitt fyrir þig og mömmu
þegar þú þurftir að fara á Sjúkra-
húsið, þar sem þið höfðuð verið sam-
an í tæp 67 ár. Þið voruð enn svo
skotin hvort í öðru að það var aðdá-
unarvert. Myndirnar sem teknar
voru af ykkur þegar við héldum sam-
an upp á 90 ára afmælið þitt segja
allt um hvað ykkur leið vel saman.
Alltaf hugsaðir þú um mömmu, al-
veg sama hvað það var. Dóra mín,
eins og þú sagðir svo oft. Við vitum
að mamma á eftir að sakna þess mik-
ið að heyra ekki þessi orð frá þér.
Elsku pabbi, við þökkum þér fyrir
yndisleg ár, yndislegar stundir sem
við eigum eftir að rifja oft upp í
framtíðinni. Þú kenndir okkur
margt um lífið og við munum búa að
því. Þú varst okkur yndislegur
pabbi, betri pabba er ekki hægt að
biðja um.
Við biðjum algóðan Guð að styrkja
og styðja mömmu og okkur öll og
biðjum hann að vaka yfir og varð-
veita þig. Þú sagðir svo oft þegar þú
kvaddir: „Guð veri með þér, því ég
má ekki vera að’í“, en nú hefur þú
nægan tíma og þið í sameiningu
verðið með okkur þar til við sjáumst
næst. Guð geymi þig, elsku pabbi
okkar.
Við viljum að lokum þakka starfs-
fólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja
fyrir alúð og hlýju í garð pabba, þið
gerðuð allt til að létta honum stund-
irnar síðustu mánuðina.
Bjarni Ólafur og Þröstur.
Það er komið að kveðjustund,
minningarnar streyma fram og mig
langar að minnast elskulegs tengda-
föður míns með fáeinum orðum. Ég
kynntist Guðmundi Hákonarsyni
fyrir næstum 35 árum þegar ég batt
mitt trúss við næstelsta son hans.
Mundi Hákonar, eins og hann var
alltaf kallaður af fjölskyldu og vin-
um, var þá orðinn miðaldra maður
en vann mikið, enda fyrir stórri fjöl-
skyldu að sjá. Mér er mjög minn-
isstætt hvað hann var hjálpsamur
við heimilisstörfin þrátt fyrir langan
vinnudag. Hann þvoði nánast alltaf
upp og gekk frá í eldhúsinu eftir
kvöldmat sem ekki var algengt á
þessum tíma.
Þau hjón Dóra og Mundi voru
mjög samhent og voru alltaf jafn ást-
fangin, ef nafn annars var nefnt þá
fylgdi hitt venjulega með. Mundi gat
verið ákaflega ljúfur og nærgætinn,
hafði afar skemmtilega kímnigáfu
sem hann hélt alveg til hinstu stund-
ar og var oft ótrúlega hnyttinn í til-
svörum. Hann las mikið, sérstaklega
á efri árum þegar hann var hættur
daglegu brauðstriti og hafði ákaf-
lega gaman af ævisögum og ýmsum
fræðiritum að ógleymdum hvers
kyns kveðskap enda kunni hann
ógrynni af vísum og ljóðum og hafði
þau oft á takteinum þegar tilefni
gafst.
Mundi var mjög vel á sig kominn
líkamlega, sterkur og hraustur og
hélt því allt þar til Elli kerling fór að
hafa betur. Mér er mjög minnisstæð
sumarleyfisferð sem við fórum með
þeim Dóru og Munda. Við keyrðum
hringinn í kring um landið og gistum
í tjaldi. Það var farið í margar
gönguferðir, alltaf var Mundi
fremstur í flokki og blés ekki úr nös
og var hann þó kominn hátt á sjö-
tugsaldur.
Spánarævintýri þeirra Dóru og
Munda var mjög einkennandi fyrir
kraftinn og áræðið hjá þeim báðum.
Þau keyptu sér íbúð og dvöldu á
Spáni meira og minna í níu ár. Það
átti vel við Munda að vera í sólinni
og hitanum og oft höfum við talað
um þegar hitinn á svölunum var orð-
inn um 40 gráður og allir að drepast
úr hita. Þá sagði Mundi að nú færi
fyrst að taka úr manni mesta hroll-
inn. Hann var líka alltaf svo brúnn
og hraustlegur eftir Spánarveruna.
Það var ekki vandi að vita hvar
maður hafði hann Munda því hann
var beinskeyttur og var ekkert að
vefja hlutunum inn í glanspappír
heldur sagði skoðanir sínar umbúða-
laust um menn og málefni. Umræð-
ur gátu því oft orðið nokkuð háværar
og hressilegar. En eins og áður sagði
var hann samt mjög blíður við fjöl-
skylduna en þó mest við elsku Dóru
sína sem hann var alltaf jafn skotinn
í. Það er komið að leiðarlokum og
mig langar að þakka fyrir yndislegar
stundir sem við höfum átt með
Munda í gegnum árin og alla hjálp-
ina þegar við Halldór Ingi vorum að
byrja okkar búskap.
Elsku Dóra mín, Eygló og fjöl-
skyldan, það hefur verið yndislegt að
fylgjast með hvernig þið hafið um-
vafið Munda með kærleik síðustu
stundirnar. Blessuð sé minning
hans.
Anna Þóra Einarsdóttir.
Elskulegur tengdapabbi, sem lést
GUÐMUNDUR
KRISTJÁN
HÁKONARSON