Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 57
MINNINGAR
bjuggu þeir Gísli og Jafet alla tíð,
fyrst með móður sinni, en einir eftir
að hún lést árið 1977. Jafet var ekki
alltaf heilsuhraustur en liðtækur til
hinna ýmsu verka, þó aðallega inn-
anstokks. Gestur kom ávallt heim á
sumrum og hafði mikil tengsl við
heimilið.
Í Skálmarbæ var ekki stærsta
búið í sveitinni. Þar komust þó allir
vel af og nægjusemi var í heiðri
höfð. Skepnuhald var nokkurt á
bænum og sýndi Gísli dýrum sér-
staka natni. Birtist þar glöggt sá
velvilji og virðing sem hann sýndi
jafnt mönnum sem málleysingjum.
Alltaf var talsvert af hestum í
Skálmarbæ, og hafði Gísli af þeim
mikla ánægju. Flestir voru þeir
ágætir reiðhestar og sumir þeirra
náðu góðum árangri í kappreiðum.
Minnisstæðir eru Fengur, Kolur,
Köttur og Sjövetrajarpur.
Gísli var á margan hátt framfara-
sinnaður maður og fylgdist vel með
nýjungum. Hann stundaði hann ým-
is störf með fram búskap. Snemma
keypti hann vörubíl og stundaði
vegavinnu á sumrin. Það var á þeim
árum sem bílar voru ekki í almanna-
eigu og litið var upp til bílstjóra.
Aldrei mun Gísla hafa stigið sú upp-
hefð til höfuðs. Hann kynnti sér ým-
is mál sem til framfara horfðu og
sótti sér þekkingu út fyrir sitt
heimahérað, m.a. lagði hann stund á
útvarpsvirkjun í Reykjavík. Þar
lærði hann einnig að synda og
kenndi sund þegar austur kom. Á
þeim árum voru fáir syndir en lögð
var áhersla á að bæta úr því vegna
slysahættu.
Mikill gestagangur var jafnan í
Skálmarbæ. Höfðu þar viðkomu há-
ir sem lágir, sveitungar sem þjóð-
höfðingjar, frændgarður og fyrir-
menni. Að Skálmarbæ voru allir
velkomnir jafnt á nóttu sem degi,
enda sannaðist þar hið fornkveðna
að tíminn er afstæður. Margir eiga
þaðan ljúfar minningar. Mikið var
spjallað um ótrúlegustu málefni og
stundum tekið í tafl. Gísli var vel að
sér um hvaðeina. Hann var fróður
um liðna tíð og oft var rætt um
Kötlugosið 1918 sem hann upplifði
sem barn. Hann vissi meira um fisk-
gengd og lífríki í Kúðafljóti en flest-
ir fræðimenn, enda stundaði hann
þar veiðar öll sín búskaparár.
Tjörnin við Skálmarbæ á líka sér-
stakt lífríki, en þangað gekk bleikj-
an og sjóbirtingurinn eftir útfalli
sem fellur í Skálmina. Og Gísli fór
nærri um það hvenær tjarnarsil-
ungurinn kom á vorin og hvenær
ráðlegt væri að leggja netin.
Hver sveit hefur sinn sið og sinn
brag. Segja má að Gísli í Skálm-
arbæ hafi kvatt síðastur þeirra sem
tilheyrðu ákveðinni kynslóð Álftver-
inga. Ógleymanlegar eru þær
stundir sem við upplifðum í baðstof-
unni í Skálmarbæ þegar saman
voru komnir þeir Skálmarbæjar-
bræður ásamt Páli í Holti, Stefáni
Stefánssyni og fleiri góðum mönn-
um.
Þá var oft stutt í grínið, enda
miklir gárungar saman komnir. Oft-
ar en ekki var það Gísli sem lægði
öldurnar þegar gáttlætið keyrði úr
hófi fram.
Gísli flutti á elliheimilið á
Klaustri árið 2001 og undi þar hag
sínum vel. Hann tók aldrei þátt í
hinu svokallaða lífgæðakapphlaupi,
heldur var hann nægjusamur,
hjálpsamur og velviljaður, og nutu
margir góðs af því. „Það þýðir ekki
að vera með neitt óyndi“ var haft
eftir Gísla þegar á elliheimilið var
komið, aðspurður hvort hann sakn-
aði ekki Skálmarbæjarins. Þetta
viðkvæði sýnir í hnotskurn afstöðu
hans til lífsins og tilverunnar. Þau
viðhorf voru með þeim hætti að
margir gátu lært af. Við kveðjum
Gísla í Skálmarbæ með þakklæti og
söknuði.
Helgi Gunnarsson,
Guðlaugur Pálmi Magnússon.
Leið mig, ljóssins faðir, í ljósi þínu, í birtu
dags og myrkri nætur. Í Jesú nafni.
Amen.
Góður og sómakær maður Gísli
Vigfússon frá Skálmarbæ hefur
kvatt. Mig langar að minnast hans
og þess einlæga vinskapar sem milli
okkar var. Allt síðan ég fór í sveit í
Skálmarbæ, en þar bjuggu þeir
myndarlegu búi, með fjölda hesta,
kindur og einstaka beljur. Gísli var
dýravinur og hrossarækt var hon-
um hugleikin, áttu þeir mörg af-
burðahross í gegnum tíðina. Það
eru yndislegar minningar sem ég á
eftir veru mína í Skálmarbæ.
Gísli var einstaklega barnelskur
maður og góður uppalandi, þó svo
hann ætti engin börn þá átti hann
mikið í þeim krökkum sem komu til
Skálmarbæjar. Öll eiga það sameig-
inlegt að hafa tengst honum traust-
um vináttuböndum.
Gísli var framsækinn, vinnuglað-
ur og vaskur maður. Minnugur var
hann og hafði hann dálæti á ætt-
fræði. Á yngri árum tók hann radíó-
próf, þar tileinkaði hann sér tækni
síns tíma. Hann vann samt aldrei
neitt að ráði við það, en hafði um
tíma umsjón með sundkennslu í
sveitinni. Ungur keypti hann vöru-
bifreið sem hann starfaði á. Bílinn
notaði hann í vinnu við lagningu
þjóðvegar nr.1. Þegar faðir hans
andaðist þá sneri hann heim í sveit
þar sem hann vann þar eftir við bú-
störf ásamt bræðrunum og móður
þeirra Sigríði, sem var honum svo
kær. Gestrisni var Gísla töm, en
hann gaf sér alltaf tíma fyrir gesti
og gangandi sem heimsóttu Skálm-
arbæ. Hvert tækifærið sem gafst
var notað til að tefla og var mörg
skákin tekin í baðstofunni í Skálm-
arbæ.
Gísli var við háan aldur, hann var
tiltölulega hraustur maður, en síð-
ustu mánuði þreyttist hann mikið á
sál og líkama, orðinn saddur. Hann
bjó síðustu árin sín austur á
Klaustri, en hugur hans var ætíð
bundin við Skálmarbæ.
Ég er þakklátur fyrir allar þær
góðu stundir sem ég átti með Gísla
og þau kynni sem ég hafði af góðum
manni, þrátt fyrir mikið kynslóða-
bil, þá var aldrei nein gjá okkar í
milli, heldur breið brú kærleika og
einlægni sem við ræktuðum báðir
alla tíð.
Guð geymi þig og blessi minningu
þína.
Gestur A. Grjetarsson.
„Gísli í Skálmarbæ er látinn.
Hann dó í nótt.“ Það var kunnugleg
rödd Bjarna J. Gottskálkssonar í
símanum og sorg í rómnum. Þeir
höfðu verið mjög nánir, töluðu sam-
an á hverjum degi og oft á dag og
vissu upp á hár hvernig hinum liði.
En um skeið hafði verið sýnt að
hverju dró. Ég kom fyrst í Skálm-
arbæ fyrir 12 eða 13 árum en þeir
sátu þá báðir jörðina Gísli og Jafet
bróðir hans. Með okkur tókst góð
vinátta og heimsóknum okkar
Bjarna átti eftir að fjölga. Litla
stofan var síns tíma og hver hlutur
átti sér sögu. Gísli var í essinu sínu
og við hresstum upp á okkur. Það
voru rifjaðir upp gamlir kviðlingar
og talið barst að gömlum vinum eða
horfnum ættingjum í þessum af-
skekktu sveitum á manndómsárum
Gísla. Nafni hans og frændi Gísli
Erasmusson var orðinn fjörgamall
þegar hér var komið sögu og hættur
að spá í garnir, enda ekki áhlaupa-
verk. Hann varð sjálfur að slátra
kindinni. Síðan voru vikurnar
fundnar með því að telja tæmurnar
og fyllurnar frá vinstrinni eða öfugt.
Gísli á Skálmarbæ var náttúru-
barn. Hann kunni ekki við sig í
Reykjavík og hefði aldrei náð tíræð-
isaldri, ef hann hefði flutt á mölina,
það er ég viss um. Meðan ég skrifa
þessar línur sé ég hann fyrir mér
með sólskinsbros á vörum á bökk-
um Kúðafljóts eða innan um sand-
hólana og skúminn. Hann er að
segja mér frá hlaupinu frá Kötlu-
gosinu 1918 og hvert vatnsflaum-
urinn náði. Síðan útskýrir hann fyr-
ir mér hvernig fjallið setur í
herðarnar séð frá hlaðinu á Skálm-
arbæ, þegar von er á að Katla bæri
á sér. Hann þekkir hvern hól og
hvern stein. Einu sinni sá hann
fálka og hrafn fljúgast á niðri á Köt-
lusandi. Af skúminum eru margar
sögur og ekki fagrar og þó sagðar
þannig, að maður finnur, að Gísla er
ekki illa til neins lifandi eða dauðs í
kringum sig. Hugur hans er hreinn
eins og heiðríkjan.
Við Bjarni fórum einu sinni aust-
ur með Sigurgeiri Þorgeirssyni að-
stoðarmanni mínum sem landbún-
aðarráðherra að draga fyrir í
Kúðafljóti. Gísli var rétt um átt-
rætt, en léttur á fæti eins og smá-
strákur og óð á undan út í fljótið.
Hann var hræddur um að við fær-
um okkur að voða, ungu mennirnir.
Sérstaklega passaði hann vel upp á
mig, en var síður hræddur um Sig-
urgeir. Þá skildi ég, að maður getur
lengi ráðið því sjálfur hversu gamall
maður er, ef maður hefur farið vel
með aldur sinn og er í sínu rétta
umhverfi.
Það er sjónarsviptir að Gísla í
Skálmarbæ. Mér þykir sárt að geta
ekki fylgt honum og mun sakna
hans. Guð sé með honum.
Halldór Blöndal.
níræður að aldri á Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja laugardaginn 4. febrúar.
Mig langar að rita nokkrar línur um
þig og mín kynni af þér þau rúm 20
ár sem ég þekkti þig. Þetta byrjaði
allt á því að þegar ég kom með henni
Eygló minni í heimsókn til tengda-
foreldra minna í fyrsta skiptið, tók
ég eftir hversu hlédrægur og umleið
vingjarnlegur maður var þarna á
ferðinni. Ég var hálffeimin til að
byrja með, en smátt og smátt komst
ég inn á þig og húmorinn þinn féll
einstaklega vel við minn. Guðmund-
ur var lærður vélstjóri, stýrimaður
og trésmiður. Þar sem ég er sjómað-
ur var ekki vandamál að ná upp sam-
ræðum, hann spurði mig oft hvar við
hefðum verið og hvort við hefðum
verið að fá hann þar eða hvort við
hefðum prufað einhverja staði sem
að hann þekkti betur. Margt taldi ég
mig vita um bleyður við Eyjar en
hann vissi betur.
Þegar ég kom í land komu bæði
Eygló mín og Guðmundur og Dóra
þín að ná í mig. Minnisstætt er að
þegar maður keyrði upp Skólaveg-
inn, eða hvar sem var, þekkti hann
öll hús, byggingarár, og heiti á
hverju húsi. Ekki mátti keyra fram
hjá nokkrum manni án þess að þú
spyrðir:„Hver er þetta?“, „Hver á
hann?“ og þar fram eftir götunum.
Mig langar að minnast þess þegar
við Eygló fluttum að Foldahrauni 29
og helltum upp á á gamla mátann, og
þá sagði þú við Eygló þína: „Komdu
með mér aðeins.“ Þú fórst í næstu
raftækjaverslun ásamt Dóru þinni
og sagðir við hana, „Kauptu sjálf-
virka kaffikönnu handa henni Eygló
okkar, þú átt pening, ekki ég“. Þetta
er lýsandi dæmi um hvað þú hugs-
aðir fyrst og fremst um alla aðra en
sjálfan þig.
Þú varst vinnuþjarkur og kveink-
aðir þér aldrei við neitt, lést ávallt
allt líta út eins og það væri allt í lagi
hjá þér. Húmorinn var ávallt til stað-
ar og minnisstætt er þegar dóttur-
sonur þinn kom heim úr golfi, aðeins
8 ára gamall, og átti von á kjúklingi í
matinn en þegar hann sá að það var
ekki á borðunum settist hann í einn
eldhússtólinn og krosslagði hendur á
bringu sér og spurðu hárri röddu:
„Hvernig er það, átti ekki að vera
kjúklingur á þessu heimili?“ Þetta
þótti þér afskaplega fyndið og minn-
isstætt svo að fyrir um mánuði síðan
skelltir þú höndum saman og spurðir
sömu spurningar og skellihlóst. Ég
og Daddi vorum hjá þér og þetta var
eftirminnileg stund hjá okkur.
Þú varst indæll maður og
skemmtilegt að horfa upp á hversu
ástfangin þið Dóra voruð. Sem dæmi
um það er að ef maður bauð ykkur
konfekt mola þá tókst þú þér tvo en
aðrir tóku einn. Fimm mínútum
seinna laumaðir þú seinni molanum
til Dóru þinnar og fékkst rembings-
koss í staðinn. Enda ekki margir
sem að ná að vera giftir, og ekki bara
giftir heldur ástfangnir, í um 66 ár,
þið voruð svo sannarlega öðrum fyr-
irmynd. Yndislegt var að sjá ykkur
kyssast og knúsast og alltaf jafnást-
fangin. P.s. Mér þótti afskaplega
vænt um það að geta haldið í hönd
þína og horft í augu þín, mér fannst
þú skynja það að ég væri hjá þér,
með þínu hlýja augnaráði. Mér þótti
það yndislegt að vera hjá þér og tala
til þín þessa síðustu nótt sem að þú
lifðir.
Með ást minni allri
sendi ég nú
styrk
og bænir blíðar
ég er ég
og
þú ert þú
Við sjáumst síðar
(Auður Hansen.)
Kveðja
Heimir Freyr Geirsson.
Þegar ég kom í fyrsta skipti heim
til þeirra Dóru og Munda fyrir 8 ár-
um var ég hálfkvíðin eins og mjög oft
er þegar fólk hittir tilvonandi
tengdaforeldra sína í fyrsta skipti.
Ég gekk inn í eldhús til þeirra og
ætlaði að heilsa þeim virðulega með
handabandi, en á móti fékk ég faðm-
lög, kossa og alveg einstaka hlýju er
þau buðu mig velkomna í fjölskyld-
una. Þessi hlýja sem ég kynntist
þarna fyrsta kvöldið hefur síðan ver-
ið ríkjandi í gegnum öll okkar sam-
skipti. Á þessum tíma þegar ég var
að kynnast honum Dadda mínum bjó
hann í sama stigagangi og foreldrar
hans í Breiðuvíkinni, en þar áttu þau
íbúð hlið við hlið. Oftar en ekki voru
þau tilbúin með kvöldmat handa
okkur þegar við komum heim úr
vinnu og ef við vorum að forvitnast
um hvað væri í matinn áður en hann
var borinn á borð sagði Mundi alltaf
að hann ætlaði að bjóða okkur upp á
burtflogin hænsni og teiknaðar kart-
öflur.
Hann Mundi var einstaklega hlýr
maður og honum þótti afskaplega
vænt um fjölskylduna sína. Hann
var vinnusamur og bjó fjölskyldu
sinni gott heimili bæði í Vestmanna-
eyjum og síðan í Reykjavík eftir gos-
ið. Það getur ekki verið auðvelt að
standa í þeim sporum að þurfa að
stofna nýtt heimili nánast frá grunni
eftir slíkar hamfarir en það gerðu
þau af stakri prýði. Samheldni
þeirra hjóna var ótrúleg og þau
stóðu þétt saman í 67 ár.
Elsku Mundi. Ég veit að þér þótti
afskaplega vænt um mig því þú varst
ekki feiminn við að segja það og
sýna. Ég vona þó heitt og innilega að
þú vitir á móti hversu innilega vænt
mér þykir um þig. Ég er stolt af því
að fá að vera hluti af þessari ynd-
islegu fjölskyldu sem þú átt með
henni Dóru þinni. Ég bið algóðan
Guð um að styrkja elsku Dóru á
þessum erfiðu tímum. Missir hennar
og okkar allra er sannarlega mikill.
Hvíl í friði, elsku Mundi.
Þín,
Guðrún Mary.
Það er margt sem fer í gegnum
hugann þegar ég hugsa um Munda
afa minn. Ein af fyrstu bernsku-
minningum mínum tengist honum
og á kveðjustundu langar mig að
rifja hana upp ásamt fáeinum öðr-
um.
Ég hef ekki verið meira en 2 ára
þegar foreldrar mínir voru að prófa
hvað ég væri orðin dugleg að tala.
Þetta var hin hefðbundna spurn-
ingakeppi sem börn lenda oft í. Hvað
heitir þú? Hvað ertu gömul? Og
svona ýmislegt í þeim dúr. Eftir
nokkrar spurningar, sem voru hver
annarri erfiðari, fékk ég svo spurn-
inguna hvað heita amma og afi sem
gáfu þér nýju dúkkuna? Ég var nú
alveg viss á þessu svari og sagði um
hæl Dóri og Munda og skildi ekkert í
því af hverju foreldrar mínir hlógu
þessi reiðinnar býsn.
Þegar ég var 5 ára fórum við fjöl-
skyldan svo í heimsókn til ömmu og
afa á Spáni. Þaðan á ég margar góð-
ar minningar um hann afa minn.
Hann vaknaði snemma á morgnana
og raspaði gulrætur og mér fannst
ekkert skrýtnara en röspuðu gul-
ræturnar hans afa og að hann skyldi
borða brún, hörð strá með þeim.
Seinna lærði ég svo að brúnu stráin
heita Albran og í dag borða ég þau
með bestu lyst. Afa líkaði vel hitinn á
Spáni og vildi helst hafa 40 gráður
eða hærra á mælinum sínum. Ég
skildi hreinlega ekkert í honum þeg-
ar hann sagðist rétt vera farinn úr
frakkanum þegar ég var bókstaflega
að stikna úr hita.
Einu sinni sem oftar kom hann afi
minn í heimsókn í Lambhagann og
þá hafði liðið svolítill tími síðan ég sá
hann síðast. Ég hafði sjálf stækkað
og fannst ég vera orðin afskaplega
stór og fullorðin. Hann gekk hægum
skrefum inn ganginn og ég hugsaði
um leið og ég sá hann, ósköp er hann
lávaxinn, hann afi minn. Ég gekk til
hans og hann breiddi út faðminn á
móti mér. Um leið og ég faðmaði
hann fann ég að hann var alls ekki
lítill, því armar hans voru svo stórir
að þeir umluktu mig alveg. Ég fann
hvað honum þótti vænt um mig og
auðvitað þótti mér líka voða vænt
um hann.
Mundi Hákonar, eins og hann var
oftast kallaður, sagði ósjaldan þegar
hann var að kveðja, Guð veri með
ykkur því ég má ekki vera að því.
Mig langar einnig að kveðja með
þeim orðum. Elsku afi minn, nú ertu
kominn til Guðs, ég er viss um að
hann geymir þig vel og þú hefur
nægan tíma til að vera með okkur
öllum. Minning þín mun lifa um
ókomna tíð.
Kristín Hrefna.
Nú er komið að kveðjustund.
Hann elsku afi minn hefur kvatt
þetta jarðlíf og það er margs að
minnast. Ég fékk þann heiður að
vera skírður í höfuðið á honum og við
nafnarnir náðum alltaf mjög vel
saman, enda vorum við talsvert líkir.
Hann afi hafði skemmtilegan
húmor, var mjög orðheppinn, oft dá-
lítið stríðinn, sagði sínar skoðanir
beint út og var ekkert að skafa utan
af hlutunum. Þessi lýsing gæti alveg
eins átt við um mig. Ég man vel eftir
því þegar við vorum í heimsókn hjá
afa og ömmu úti á Spáni, þá vökn-
uðum við afi alltaf fyrstir og vorum
oft búnir að fara í langan göngutúr
og rabba mikið saman þegar hinir
vöknuðu.
Ég leit alltaf mikið upp til hans afa
og við vorum miklir vinir. Hann
sýndi alltaf mikinn áhuga á því sem
ég var að gera og var alltaf að spyrja
hvernig gengi og hvatti mig áfram.
Mér fannst það svo gott. Guð veri
með þér afi minn og ég verð mér þér
í huganum.
Guðmundur Einar Halldórsson.
„Nú förum við á Holtið í hádeg-
inu“ er setning sem hljómaði oft rétt
fyrir hádegi á vinnustaðnum mínum.
Þar sem við vinnum saman, ég,
pabbi og Þröstur. Þá var náttúrlega
verið að tala um Álmholtið og við
fórum þangað oft á tímabili. Skyr,
brauð og flatkökur voru alltaf á boð-
stólum og sögurnar flugu, gamlar og
nýjar.
Oft komu Daddi, Óli og Erling
líka. Gömlu sögurnar voru stundum
af þeim toga að ég vissi ekki hver
maðurinn var, en jú, oftast Vest-
mannaeyingur og hvað þá hver
pabbi hans var og svo aftur pabbi
pabba hans. Skemmtilegar fannst
mér sögurnar af litríku heimili
ömmu og afa, pabba og systkinum
hans og setningarnar sem ultu upp
úr heimilisfólki og forsprakkinn,
Mundi afi átti þær flestar. Sú, sem
maður heyrði líklega oftast, var:
„Guð veri með þér því ég má ekki
vera að því“.
Það er gaman að líta til baka og
sjá að þetta var tími sem maður
hefði alls ekki viljað missa af og fyrir
mér forréttindi að fá að koma þetta
oft í hádegismatinn í Álmholtinu.
Ómetanlegt. Venjulegar eldhús-
umræður þar sem amma stjanar í
kringum mann og afi hreytir út úr
sér einhverri setningu og viðstaddir
springa úr hlátri.
Vertu sæll afi minn og guð veri
með þér, því ég má ekki vera að því,
setningarnar þínar lifa áfram og
andi þinn í ættinni þó þú sért farinn
frá okkur og við munum halda þeim
á lofti.
Elsku amma mín, missir þinn er
mikill, en minningarnar lifa og þú átt
okkur að.
Helgi Kristinn Halldórsson.