Morgunblaðið - 11.02.2006, Page 59
Hún var mikill fagurkeri og allt í
kringum hana bar þess vott. Hún
hafði upplifað svo ótal margt og vissi
alla skapaða hluti. Best var þó hvað
hún var góð. Þegar eitthvað bjátaði á
var gott að leita huggunar hjá ömmu
sem alltaf sýndi okkur skilning og
hlýju. Hún hafði mikla samkennd
með öðrum og lét sér annt um alla
sem á vegi hennar urðu. Hún lagði
ekki í vana sinn að tala illa um fólk og
var oftar en ekki málsvari þeirra sem
minna máttu sín. Ingunn amma var
falleg að utan sem innan og við sem
erum svo lánsöm að hafa þekkt hana
erum betri manneskjur fyrir vikið.
Það er erfitt að kveðja þig fyrir
fullt og allt, elsku amma. Við trúum
að þú munir vaka yfir okkur og lýsa
okkur leið hér eftir sem hingað til.
Guð geymi þig.
Þín
Ebba og Magnús.
Þegar ég las söguna um litlu stúlk-
una með eldspýturnar ímyndaði ég
mér alltaf að amma hennar, sem hún
þráði svo heitt, væri alveg eins og
Ingunn amma. Ingunn amma var svo
falleg og góð, og hún hafði stærsta
hjarta í heimi. En það sem lifir helst í
hjartanu mínu er brosið hennar
ömmu, þetta kærleiksríka stóra og
fallega bros. Ég var alltaf mikil
ömmustelpa og samband okkar Ing-
unnar ömmu var mjög sérstakt. Mér
leið hvergi betur en í afaholu á Þing-
eyri. Í svefnherberginu á loftinu áttu
nefnilega innilegustu samræður okk-
ar ömmu sér stað. Þar hlógum við og
grétum og gleymdum okkur oft í
marga klukkutíma við að ræða um líf-
ið í gamla daga og drauma okkar og
þrár. Kvöldinu lauk svo ávallt á því að
við fórum með bænirnar okkar. Bæn-
ir voru nefnilega mjög stór partur af
lífinu á Þingeyri og amma kenndi
mér flestallar þær bænir sem ég
kann í dag. Ég er svo þakklát fyrir
tímann sem við amma áttum saman,
hún kenndi mér svo margt og gaf mér
svo margt sem ég get aldrei fullþakk-
að henni. Einhvern tíma fæ ég svo að
hlaupa aftur inn í stóra góða faðminn
hennar alveg eins og litla stúlkan.
Elsku amma mín, ég mun alltaf
elska þig jafnheitt og það máttu vita
að þegar ég verð amma þá ætla ég að
verða alveg eins og þú, því betri
ömmu er ekki hægt að hugsa sér.
Þín ömmustelpa
Þórunn Arna.
Elsku Ingunn mín. Þegar við feng-
um þær fregnir í síðustu viku að vest-
an að þú værir orðin mikið veik
ákváðum við strax að Maggi tæki
fyrstu vél til Ísafjarðar en ég yrði
heima með börnin. Eftir tugi símtala
landshornanna á milli kom svo sím-
talið frá Magga sem ég kveið svo fyr-
ir: Anna Rún mín, hún amma var að
deyja. Það var ekki sterk manneskja
sem svaraði símanum því ég brotnaði
alveg saman, maður hafði átt von á
þessu en svo þegar að kveðjustund
kom þá var ég ekki sterkari.
Ég gleymi því aldrei þegar ég
kynntist þér fyrst fyrir rúmum tíu ár-
um þegar við Maggi fórum að vera
saman. Ég kom til þín á Þingeyri og
þar tókst þú á móti mér með út-
breiddan faðminn og bauðst mér inn
á fallega heimilið þitt sem var glæsi-
legt í alla staði og auðséð að þar bjó
mikil hefðarfrú. Þið Nanna voruð
aldrei lengi að reiða fram þvílíkt
veisluborð að enginn fór svangur frá
Eyrinni og ósjaldan sat maður í stof-
unni þinni og drakk himneskt heitt
súkkulaði með gómsætu meðlæti. Ég
tók strax ástfóstri við þig og eignaðist
í þér aukaömmu. Við gátum spjallað
um allt milli himins og jarðar og sagð-
ir þú mér stundum sögur af langafa
mínum og langömmu sem þú þekktir
til á æskuárum þínum. Margar dýr-
mætar minningar hafa safnast saman
frá ferðalögum fjölskyldunnar vest-
ur, frá jólum, páskum og við önnur
tækifæri. Alltaf var hluti af því að
koma vestur að heimsækja Ingunni
ömmu og eiga með henni góðar
stundir. Ég minnist þess sérstaklega
þegar haldið var upp á níræðisafmæl-
ið þitt á Þingeyri hvað þú ljómaðir öll
og lékst á als oddi enda umvafin öll-
um þínum nánustu ástvinum. Þú
varst alltaf svo glæsileg með silfur-
hvíta hárið þitt í krullum og með fal-
lega rauðan varalit enda mikið í mun
að líta vel út. Ömmu- og langömmu-
börnunum þínum varstu einstaklega
góð og munum við Maggi sjá til þess
að Daníel Hugi og Birta Dís fái að
heyra sögur af Ingunni langömmu.
Daníel Hugi spurði mig strax hvort
þú værir ekki komin með stóra og
fallega vængi uppi hjá guði. Án efa
ertu einn fegursti engillinn Ingunn
mín og við varðveitum minningu
þína alla tíð í hjörtum okkar. Megi
minningin um yndislega móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu
ylja ástvinum þínum um ókomna tíð.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín
Anna Rún.
Elsku langamma. Ég minnist þín
fyrir hlýju, þokka og reisn. Ég verð
stolt þegar ég heyri hve mikið ég lík-
ist þér. Fallega brosið þitt mun ávallt
fylgja mér. Megi ég eldast með þín-
um glæsileika. Þú sýndir mér hvern-
ig þroska á með sér bæði fallegt and-
lit og göfuga sál.
Hugrún.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
(Sig. Jónsson frá Arnarvatni)
Við kveðjum í dag elsku lang-
ömmu okkar Ingunni, sem var orðin
háöldruð og þráði hvíldina. Hún var
yndisleg kona, hlý og svo mjúk. Hún
talaði líka svo fallega. Sérstaklega
fallega norðlensku, sem hún hélt vel,
þó að liðinn væri þessi langi tími frá
því að hún var barn í Svarfaðardaln-
um.Við systkinin fengum að njóta
visku hennar og fróðleiks, þegar hún
sat með okkur og rifjaði upp bernsku
sína og allar góðu stundirnar sem
hún átti þá forðum daga. Okkur
langar að þakka elsku ömmu okkar
góðar stundir, þú varst sólargeisli í
lífi okkar allra. Guð geymi þig.
Óttar, Ágúst, Elín Edda, Ingunn
Ýr og Víkingur Angantýsbörn.
Ingunn Angantýsdóttir á Þingeyri
er fallin frá. Skarð er nú fyrir skildi.
Margs er að minnast af kynnum
okkar hjóna við heiðursfólkið á Þing-
eyri.
Um skeið – á fyrri árum – störf-
uðum við þar vestra. Kynntumst við
þá heiðurshjónunum Ingunni og eig-
inmanni hennar, héraðshöfðingjan-
um Magnúsi Amlín. Fljótt leiddi
kunningsskapurinn við þessi frá-
bæru hjón, Ingunni og Magnús, til
vináttu, sem aldrei bar skugga á. Við
Magnús fórum saman í veiðitúra,
sem ætíð voru ánægjulegir og gef-
andi. Magnús féll frá fyrir mörgum
árum, langt um aldur fram.
Ég minnist þeirra stunda, þegar
við hjónin komum til Þingeyrar, þá
var alltaf veisluborð hjá Ingunni og
Magnúsi og gleði og ánægja ríkti.
Ingunn var falleg og gáfuð kona,
sem bar sterkan persónuleika. Hún
var tignarleg í fasi, minnti mann á
drottningu. Af persónu hennar geisl-
aði hlýja og ástúð þannig að öllum
leið vel í návist hennar.
Ég vil einnig hér að lokum nefna
dóttur þeirra hjóna og tengdason,
Nönnu og Jónas Ólafsson, sem af
kærleik og elsku stunduðu Ingunni
allt til enda.
Vináttu þeirra við okkur hjónin
þökkum við af alúð.
Elsku Ingunn, við kveðjum þig
með söknuði og trega. Við trúum því,
að góður Guð muni taka þér opnum
örmum fyrir öll góðu verkin sem þið
hjónin unnuð í þessu lífi.
Öllum ættingjum Ingunnar vott-
um við okkar dýpstu samúð.
Sigríður og Björn Önundarson.
Í dag blaktir íslenski fáninn í hálfa
stöng vestur í Dýrafirði. Frú Ingunn
Elín Angantýsdóttir verður jarð-
sungin frá kirkjunni okkar á Þing-
eyri í dag. Hún verður lögð til hinstu
hvílu við hlið Magnúsar Amlíns,
manns síns; leiðið skammt frá þar
sem foreldrar hennar og nánustu
vinir hvíla.
Gamalt kínverskt máltæki segir
að það þurfi heilt þorp til að ala upp
barn.
Hvort sem það er nú forsenda
þess að komast til manns eður ei þá
erum við sem þessi minningarkorn
ritum afar þakklátar fyrir að hafa al-
ist upp í litlu þorpi.
Að vísu finnst okkur að um alveg
einstakt þorp sé að ræða, Þingeyri
við Dýrafjörð, þar sem svo margt
gott fólk tók meira eða minna þátt í
uppeldi okkar. Við vorum líka svo
lánsamar að þorpið okkar geymdi
ekki bara gott fólk heldur alveg ein-
stakar manneskjur sem flestar létu
sér annt um aðra, sér í lagi um börn.
Margra góðra er að minnast frá upp-
vaxtarárunum, en hér munum við
fyrst og fremst beina þakklæti og
kveðjum til fólksins í Hallhúsinu á
Þingeyri, eða „Hallaranum“ eins og
húsið var gjarnan kallað, hús sem
segja má að hafi verið okkur og öðr-
um sem annað heimili í uppvextin-
um. Frændsemi, nábýli og jafnaldur,
en ekki hvað síst elskusemin sem
fólkinu þar var í blóð borin réð því að
jafnaldra okkar í Hallaranum varð
okkur sem systir strax í bernsku.
„Ég heiti Halldóra Sigríður Magn-
úsdóttir, kölluð Dodda, sjö ára Þing-
eyri.“ Þannig kynnti hún sig stolt
fyrir gestum og gangandi. Við, árinu
eldri, stóðum „dolfallnar“, heillaðar
af því fallega sjálfsöryggi sem yfir
henni hvíldi, enda af prestum komin
að langfeðgatali og bar með sér ótví-
ræða menningarstrauma úr sjálfum
Svarfaðardalnum, til viðbótar við
vestfirskar rætur. Ingunn móðir
Doddu og Nönnu, stjúpmóðir Hauks
og eiginkona athafnamannsins
Magnúsar Amlín, fluttist ung með
foreldrum sínum, Elínu og Angantý
úr norðrinu. Hún ólst upp á Þingeyri
og varð er fram liðu stundir konan sú
sem háir sem lágir áttu að. Hún tók
ævinlega á móti hverjum og einum
sem einstakri manneskju. Ingunn
var einkar gestrisin og tók myndar-
lega á móti þeim sem kvöddu dyra
hjá henni.
Kaffibrauðið hennar var bæði í
sérflokki og slíkt sælgæti að umtal
vakti. Öllum var tekið með virktum,
öllum veittur atbeini, öllum skipað til
sætis með því viðmóti að þar urðu
allir öndvegismenn.
Ingunn var einstaklega falleg
kona, ljúf og yndisleg. Sjálf þakkaði
hún gjarnan fyrir hvað hún hefði
verið lánsöm að hafa verið alin upp í
góðri trú, traustu og góðu bænalífi.
Hún átti gott hjarta.
Samt skyldi enginn segja að Ing-
unn Angantýsdóttir hafi verið skap-
laus. Hún hafði ríka réttlætiskennd,
staðfastar stjórnmálaskoðanir sem
hún lá ekki á sem og ákveðnar skoð-
anir á menningu og sögu. Þær
mæðgur allar hafa staðið þétt saman
og barist fyrir varðveislu sögunnar
og komið samferðafólki í skilning um
gildi þess að varðveita menningar-
verðmæti sem okkur hefur verið trú-
að fyrir. Einhvern veginn finnst okk-
ur að svona fallegt lífshlaup ætti
öllum að vera áskapað.
Lífsklukka Ingunnar var einstak-
lega falleg, hún sýndi umhyggju og
elskusemi við allt og alla. Þegar við
tilkynntum bræðrum okkar að hún
væri öll, þá sögðu allir sem einn:
„Hún Ingunn var svo góð, svo fal-
leg.“ Hún var það bæði innan sem ut-
an, hárið, þykkt, fallegt og vel til
haft, húðin slétt, mildin, umhyggjan,
einlægur trúar- og bænarhiti. Þessi
kona tók okkur börnunum á Þing-
eyri sem jafningjum og sýndi okkur
virðingu. Hún var hafsjór af fróðleik
og minningum og hafði gaman af að
segja frá, en fyrst og fremst að
spyrja frétta af okkar fólki.
Dagur er að kveldi kominn og far-
sælu og löngu lífsstarfi er lokið.
Fram undan er ferðin sem allra bíð-
ur þar sem horft er til bjartrar heim-
komu og endurfunda við horfna ást-
vini. Yfir vegferð er heiðríkja þar
sem dagsverki er skilað í sátt við líf-
ið. Við sem eftir lifum þökkum fyrir
ástríka samferðakonu og sendum
samúðarkveðjur til Hauks og systr-
anna Nönnu og Doddu sem færðu
orðið „mæðgur“ í æðri skilning.
Nanna sér nú að baki bestu vinkonu
sinni til sjötíu ára.
Fríða og Gerður.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 59
MINNINGAR
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Alhliða útfararþjónusta í 16 ár
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Ég man þegar ég
kom fyrst í Lauga-
skóla fyrir rúmlega fimmtán árum.
Þá til náms en einnig til að öðlast
þann þroska sem maður tekur út á
unglingsárum sínum innan um
aðra unglinga sem og þá sem eldri
og voru í samskiptum við okkur
unglingana. Enginn beygur var í
mér hvað varðaði neitt atriði
skólagöngunnar man ég fyrir utan
eitt atriði, sem í fljótu bragði kann
að virðast lítilfjörlegt en var mér í
þann tíma mikið áhyggjuefni, en
það var hvernig aðlögun mín í
mötuneytinu yrði. Ég kveið þessu
atriði lengi áður en ég hélt af stað
og sá kvíði angraði mig mikið. Í
fyrstu hafði ég mig varla í það að
fara í mötuneytið sökum áhyggna
minna. Þær reyndust þó vera
harla léttvægar þegar upp var
staðið því starfsstúlkur eldhússins
í Laugaskóla tóku þannig á móti
manni að ekki leið manni öðruvísi
en heima hjá sér við þær mót-
tökur. Þannig kynntist ég Hóffý
fyrst, sem starfsstúlkunni í eld-
húsinu, sem tók þannig á móti
manni og þjónustaði mann og alla
manns dynti á þann hátt að manni
leið vel og gerði sig bara heima-
kominn á þessu svæði, er ég hafði
kviðið að takast á við. Hún gerði
allt sem í hennar valdi stóð til að
verða við þeim óskum, sem maður
bar fram. Hún tók frá mat og jafn-
vel séreldaði hann ef þannig stóð
á. Ósjaldan kom hún einnig með
kaffi til mín á borðið þar sem ég
sat ef ég hafði tekið mér tíma til
að matast, sem var reyndar ósjald-
an þegar á skólagönguna leið. Ég
HÓLMFRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR
✝ HólmfríðurJónsdóttir
fæddist í Fagranes-
koti í Aðaldal 24.
nóvember 1951.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 21. jan-
úar síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Einars-
staðakirkju 28. jan-
úar.
held að Hóffý hafi í
raun litið á þetta
sem risastórt heimili
sem hún átti þátt í
að reka og vildi gera
eins vel og hún gæti
í þeim efnum og það
er einmitt sá andi
sem ég fann svo ríkt
fyrir og gerði það að
verkum að mér leið
vel á þessum tímum.
Hóffý sleppti
heldur ekki hendinni
af manni þegar ég
lauk námi vorið 1994
en þá fékk ég vinnu á Norður-
pólnum frá því að skóla lauk og
fram að jólum. Þá kynntist ég
Kormáki fyrst en þar vann ég
nokkuð með honum. Þegar Hóffý
frétti það, stækkaði hún kaffi-
brúsann, sem Kormákur flutti
með sér í vinnuna og bætti einu
drykkjarmáli við auk þess að
lauma aukalega með einum og
einum bita handa mér. Þannig
hugsaði hún til þess að líklega
væri maður ekki mikið að hugsa
um að útbúa nesti eða kaffi fyrir
sig og fékk vissu sína um þessi
efni í gegnum Kormák.
Þegar ég fékk fréttirnar af and-
láti Hóffýar laust það mann sterk-
lega hvernig maður tekur alltaf
öllu sem sjálfsögðum hlut og sér
ekki alltaf hvernig sumir þurfa að
berjast fyrir því sem manni sjálf-
um er sjálfsagt sem í þessu tilfelli
er heilsa manneskju á besta aldri.
Það er ekki lengra síðan en rétt
fyrir jól sem ég fór til þeirra Kor-
máks að kvöldi til vegna einhvers
smá viðviks. Þá hafði ég ekki einu
sinni rænu á því að spyrja Kor-
mák út í heilsu Hóffýar, það var
mér algjörlega lokuð bók að gera
það einhverra hluta vegna.
Hóffý gaf mér og sýndi meira
en ég gaf til baka frá eða af mér
og hafi hún ævarandi þökk fyrir.
Við biðjum fyrir henni og munum
minningu hennar.
Við Anita sendum Kormáki
innilega samúðarkveðjur á þess-
um erfiðu tímum.
Ragnar Bjarnason.