Morgunblaðið - 11.02.2006, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 63
MINNINGAR
✝ Sigurgeir M.Jónsson fæddist
í Efri-Engidal 8.
desember 1916.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Ísafjarðar
sunnudaginn 5.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jón Magdal
Jónsson bóndi í
Engidal, f. 14. des-
ember 1893, d. 16.
apríl 1978, og
Kristín G. Magnús-
dóttir, f. 5. nóvem-
ber 1892, d. 19. maí 1995.
Sigurgeir var elstur sex systk-
ina, hin eru: Guðný Guðbjörg, f.
28. janúar 1924, d. 28. ágúst
1998; Jón Jóhann, f. 19. október
1922, kvæntur Ástu
Dóru Egilsdóttur,
þau eiga fimm syni,
fimmtán barnabörn
og tvö barnabarna-
börn; Halldór I., f.
25. janúar 1926,
kvæntur Guðnýju
Indriðadóttur, þau
eiga eina dóttur;
Magnúsína K., f.
20. október 1928;
og Magdalena P., f.
26. september
1937, gift Ögmundi
Einarssyni, þau
eiga þrjú börn og sex barna-
börn.
Útför Sigurgeirs fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Í dag kveð ég vin minn Sigurgeir
Jónsson, bónda í Efri Engidal, við
Ísafjörð.
Mín fyrstu kynni voru þegar ég
og kona mín fórum mína fyrstu ferð
vestur. Það var sól og blíðskapar-
veður. Ég hafði aldrei komið vestur
á firði og fannst þetta rosalega
langt, fjörður eftir fjörð sem þurfti
að keyra fyrir. Ég skildi eftir þessa
fyrstu ferð hvað það var sem dró
konu mína þangað á hverju ári.
Þegar við komum í hlaðið í Efri
Engidal tóku á móti okkur Kristín
amma konu minnar, Geiri og
Maggý. Kaffið beið á könnunni og
síðan var ekki tekið annað í mál en
við hvíldum okkur eftir aksturinn
vestur.
Ég tók eftir hvað fólkið í Efri
Engidal gaf mikið af sér með hlýju
sinni og góðmennsku. Daginn eftir
var sama blíðan og allir fóru í hey-
skap. Ég tók mér hrífu og fór að
raka hey ásamt fleirum. Ekki tókst
betur til en svo að ég braut hrífuna.
Ég fór til Geira með brotnu hríf-
una og fannst það ekki gaman að
byrja í heyskap hjá þessu góða fólki
með þessum klaufaskap mínum.
Hann brosti, klappaði mér á öxlina
og sagði: „já, þetta gastu“ um leið
og hann rétti mér aðra hrífu sem
mér tókst að halda heilli. Þetta at-
vik finnst mér lýsa Geira vel, hann
var ekki að gera mikið mál úr hlut-
unum.
Mér fannst mjög gaman að hjálpa
Geira við ýmis landbúnaðarstörf
þegar við vorum fyrir vestan, hann
var svo þakklátur og ekki vantaði
hrósið. Geiri hringdi alltaf annað
slagið í okkur, svo ekki sé minnst á
afmælisdagana, hann mundi alltaf
eftir þeim og hringdi þá í mann.
Hann vildi alltaf heyra í okkur
hjónunum báðum og spjallaði þá
lengi um öll heimsins mál. Símtalið
endaði alltaf á því hvort við kæmum
ekki vestur í sumar. Það var alltaf
gaman að segja honum frá þegar
vel gekk, hvort sem það var í vinnu,
íbúðarkaupum eða einhverju öðru,
alltaf fann maður fyrir því hvað
hann samgladdist manni mikið.
Eftir að við hjónin fórum að búa
þá kom alltaf sending að vestan,
jólahangikjöt, harðfiskur og hákarl.
Hann vissi hvað okkur fannst þetta
gott. Geiri náði mjög vel til ungs
fólks, hann átti svo gott með setja
sig inn í áhugamál annarra. Börnin
sóttu í að fara til hans í fjósið, enda
gaf hann sér tíma til að spjalla við
þau.
Elsku Geiri minn, ekki átti ég von
á því að við myndum ekki eiga eftir
að sjá þig aftur þegar þú varst í
bænum í haust. En svona er þetta,
við ráðum engu um hvenær tími
okkar kemur.
Elsku Magdalena, Dóri, Jón og
Maggý og aðrir aðstandendur, við
vottum ykkur einlæga samúð okkar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Við viljum þakka allar þær
ánægjustundir sem við áttum með
þér, megi algóður guð geyma þig.
Þinn vinur,
Gunnar Haraldsson og
fjölskylda.
Nú fáum við ekki að sjá Geira
frænda meir, pabbi sagði okkur að
hann væri dáinn. Pabbi sagði okkur
líka, að hann ætlaði að segja okkur
allt um elsku frænda okkar þegar
við verðum orðnar stórar, og hve
góðan mann hann hafði að geyma.
Síðan ætlar hann líka að segja okk-
ur allt um sveitina hans, en þar ólst
pabbi okkar meira og minna upp
þegar hann var strákur. Hann ætlar
einnig að kenna okkur það sem
hann lærði af honum.
Við fórum í sveitina hans í Engi-
dal á sumrin til að halda afmæl-
isveislu, líka til að leika okkur við
dýrin og svo fengum við aðeins að
prófa eldgamla græna traktorinn,
þá vorum við líka svo heppnar að fá
alltaf gjafir og stundum fengum við
að óska okkur og svo gaf hann sér
alltaf tíma til að hlusta á okkur.
Stundum las hann fyrir okkur sögur
og gaf okkur gos að drekka og smá-
nammi með úr dós.
Við eigum eina uppáhaldsbók
sem hann gaf okkur í jólagjöf, um
alla jólasveinana eftir Jóhannes úr
Kötlum, hana kunnum við utanbók-
ar.
Við fórum aldrei úr sveitinni
öðruvísi en að fá eitthvert góðgæti
með okkur, dót eða harðspjalda-
bækur, því hann vissi hvað okkur
þykir gaman að skoða myndirnar.
Guð og englarnir geymi alltaf elsku
frænda okkar.
Kristinsdætur, Geira Sól og
Inga Ósk.
Kæri Geiri frændi.
Nú skilur leiðir, en við vitum að
þú vakir yfir okkur og verndar. Í
þér áttum við góðan frænda að og
mun minning þín lifa með okkur við
viljum kveðja þig með ljóði.
Ferð þín er hafin.
Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða.
Og sjónhringar nýir
sindra þér fyrir augum.
(Hannes Pétursson.)
Hvíl þú í friði, kæri frændi.
Veigar, Þórdís og börn.
SIGURGEIR M.
JÓNSSON
Valgerður Einars-
dóttir, elsta systir
móður minnar, er farin á vit feðra
sinna, kvaddi þennan heim södd líf-
daga.
Valgerður var fædd og uppalin
austur undir Eyjafjöllum. Fyrsta
barn foreldra sinna, Katrínar Vigfús-
dóttur ljósmóður og Einars Einars-
sonar bónda í Nýjabæ. Hún var látin
heita eftir ömmu sinni, Valgerði Sig-
urðardóttur sem bjó á Brúnum þar í
sveit. Þar var ekki í kot vísað með
nafngiftina, amma hennar Valgerður
þekkt fyrir natni sína og umhyggju
og henni frænku minni var ekki
naumt skammtað af þeim gæðum er
nafni fylgdu.
Um uppvöxt hennar veit ég
skammarlega lítið. Hún var kölluð
Lilla, var skyldurækin og námfús.
Hún fór í húsmæðraskóla og for-
framaðist síðar í vist í Reykjavík. En
sveitin kallaði og hún fór aftur heim í
sína sveit og giftist og fór að búa og
eignast börn. Ragnar Guðmundsson
hét sá sem varð fyrir valinu.Ekki
efast ég um að Valgerður hafi þótt
góður kostur og aðrir látið sér koma í
hug að fastna sér hana. Atómskáld í
Reykjavík vildi leggja allt í sölurnar
fyrir hana. En í sveitinni sinni vildi
hún búa. Hún fluttist að Núpi undir
Fjöllunum og hóf þar búskap með
Ragnari í sambýli við tengdamóður
sína.
Valgerður var mér talsvert meira
en móðursystir og frænka. Hún fóstr-
aði mig og systur mínar og reyndar
fleiri krakka í mörg sumur og hafði
þó ærinn annan starfa en að taka að
sér borgarbörn og reyna að koma
þeim til manns og einhvers þroska.
Hún átti fimm börn með manni sín-
um, tvær stelpur og þrjá stráka,
Eygló, Sigrúnu, Einar, Guðmund og
Ragnar Val. Stolt gat hún horft á
hópinn sinn, og vel launuðu börnin
henni uppeldið og atlætið og urðu að
mönnum.
Hún vann daginn langan og sjald-
an fannst mér Valgerður sofa. Lagði
sig þó stundum eftir matinn og hlust-
aði á útvarpssöguna. Af og til skóp
hún sér stund milli anna. Þegar
rigndi og ekkert annað kallaði að átti
hún það til að leggja frá sér það sem
hún hafði á prjónunum og lesa í bók.
Ef svo stóð á að ekki rigndi fór hún
austur fyrir læk og upp í brekku ofan
við Grjótatún, þar sem hún átti sér
garð. Þar voru beðin hennar. Kart-
öflugrös og rabbarbari og fjölærar
blómplöntur uxu þar og sólber og við
sáum til hennar þar sem hún reytti
arfa eða bara sat og horfði út á sjóinn
og vissum að okkur bar að láta hana
eina.
Í glugganum á Núpi blómstruðu
pottablómin, begóníur, iðna lísa, pel-
argóníur, og fleira.
Hún bjó þröngt lengi framan af.
Eitt herbergi og eldhús og aðgangur
að þvottahúsi, en fékk svo afnot af
kamesinu og sumir fengu að sofa inni
hjá tengdamóður hennar. Engan hef
ég þekkt sem var eins laginn við að
koma hlutunum fyrir svo haganlega
að enginn fyndi fyrir þrengslunum
nema ef til vill hún, þótt aldrei hefði
hún orð um það.
Valgerður gat allt. Það fannst mér
að minnsta kosti. Til hennar kom fólk
af öðrum bæjum og hún setti upp rak-
arastofu í eldhúsinu og klippti heilu
fjölskyldurnar. Ég man eftir Lalla í
Vesturholtum í klippingu hjá Val-
gerði og hlátrasköllunum og sögun-
um sem fylgdu, en ekki voru það ein-
göngu karlar sem komu. Hún setti
permanent í frúrnar og greiddi þeim.
Og sem ég sit núna og hugsa um
VALGERÐUR
EINARSDÓTTIR
✝ Valgerður Ein-arsdóttir fædd-
ist í Nýjabæ undir
Eyjafjöllum 15.
marz 1922. Hún lést
á Dvalarheimilinu
Kirkjuhvoli á Hvols-
velli 7. janúar síð-
astliðinn og var út-
för hennar gerð frá
Ásólfsskálakirkju,
Vestur-Eyjafjöllum
28. janúar.
hana frænku mína man
ég eftir hænsnadallin-
um sem var undir
gömlu Rafha-eldavél-
inni.Og skápunum
undir súðinni og fant-
inum hans Ragnars og
skápnum þar sem við
geymdum tannburst-
ana okkar, því það var
eitt af því sem okkur
bar að gera á hverju
kvöldi, að bursta tenn-
urnar.
Og svo þurftum við
að stökkva hingað og
þangað.
Stökktu fyrir mig norðrí fjós.
Og við stukkum. Strax.
Stökktu fyrir mig með hænsnadall-
inn.
Og það var stokkið um leið af stað,
án undanbragða. Enginn lét sér detta
í hug að bíða með það.
Jæja, væna, sagði hún og strauk
manni um vangann og það var svo
mikilsvert að fá að heyra þessi orð og
heyra hana segja þau og finna lófann
við kinnina.
Þótt húsakynnin væru lítil og
þröng var samt alltaf staður fyrir
hvern og einn. Alltaf hægt að hola
einhverjum niður og ætíð hægt að
njóta lífsins.
Valgerður frænka mín hló ekki
hátt. En þegar henni var dillað, hjálpi
mér, það var ekki annað hægt en að
hlæja með, og svo sló hún sér á lær. Í
henni var engin fordild. Hún hafði þá
eðlisgáfu að geta skilið kjarnann frá
hisminu. Hún var íhaldsöm án þess að
vera gamaldags og bar virðingu fyrir
fortíðinni, naut þess að eiga hana og
bar hana á borð fyrir okkur hispurs-
laust.
Hún var ljós yfirlitum, augun djúpt
sett, hárið liðað, lágvaxin og grönn.
Hendur hennar voru hnýttar og báru
merki um strit.
Með árunum hægðist um hjá henni
og rýmra varð um allt.
Ég heimsótti hana eitt sinn. Lagði
af stað með það að markmiði að fá að
skyggnast inn í líf hennar og langan-
ir. Það var ekki hægt að draga margt
upp úr henni. Þá var hún búin að
missa manninn sinn, og vildi ekki tala
við mig um ástina, enda er það barna-
skapur að halda að hægt sé að tala
um hana af nokkru viti. Ég spurði
hana hvað hún hefði viljað læra og
vinna við. Ég hefði viljað læra að
kúnstbródera, sagði hún.
En í hennar hlut kom annars konar
bródering. Hún rimpaði saman rifur
og stagaði í göt og stoppaði í sokka.
En líf sitt og sinna kúnstbróderaði
hún og handbragðið var aðdáunar-
vert. Það verður ekki annað sagt.
Valgerður kenndi mér margt. Það
er gott að gleðjast yfir litlu. Að njóta
hins smáa og að taka því sem að
höndum ber. Æðrast ekki og bera
höfuðið hátt. Hún var ágæt og hún
var mér góð.
Mér ber að þakka velgjörð hennar
og ástúð í minn garð. Og ég þakka
fyrir mig.
Ingveldur Róbertsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn
„Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein.
Minningargreinar
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta