Morgunblaðið - 11.02.2006, Qupperneq 65
✝ Sigurbjörg RósaViggósdóttir
fæddist á Akureyri
17. ágúst 1925. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni í
Reykjavík 19. jan-
úar síðastliðinn.
Rósa, eins og hún
var ávallt kölluð,
var dóttir hjónanna
Guðlaugar Stein-
grímsdóttur, f. 10.
nóvember 1895, d.
13. desember 1968,
og Eðvarðs Viggós
Guðbrandssonar, f. 25. ágúst 1896,
d. 7. desember 1955.
Ung að árum flutti Rósa til
Siglufjarðar með foreldrum sínum
ágúst 1994. Heimili þeirra var alla
tíð í Reykjavík. Fjögur börn þeirra
eru öll búsett í Reykjavík. Þau eru:
1) Eðvarð Viggó, f. 11. október
1950, kvæntur Sesselju Gísladótt-
ur. Börn þeirra eru Gísli Páll, Sig-
urbjörg Rósa og Reynir Örn. 2)
María, f. 26. mars 1952, gift Einari
Kr. Friðrikssyni og eiga þau Vil-
boga Magnús, Friðrik Sigurð og
Kristínu Helgu. 3) Jóhann Guð-
brandur, f. 13. júní 1954, kvæntur
Þórdísi Gunnarsdóttur. Dóttir
þeirra er Erna Bjargey. 4) Guð-
laug, f. 8. október 1958. Sonur
hennar er Hafliði Jónsson. Lang-
ömmubörn Rósu eru sjö.
Rósa starfaði ekki utan heimilis
eftir að börnin fæddust, en á yngri
árum á Siglufirði vann hún meðal
annars við síldarsöltun og á Sjó-
mannaheimili Siglufjarðar og rak
það um tíma fyrir stúkuna á staðn-
um.
Rósa var jarðsungin frá Laug-
arneskirkju 27. janúar.
og þar ólst hún upp í
hópi fimm systkina
og einnar fóstursyst-
ur. Eldri en Rósa
voru bræðurnir
Steingrímur Helgi, d.
1997, og Jóhann Guð-
brandur, sem
drukknaði árið 1941.
Eftirlifandi systkini
Rósu eru þau Mar-
heiður, f. 1926, og
Heiðar Halldór, f.
1931. Fóstursystir
hennar, Jóhanna
Guðlaug, lést árið
2001.
Árið 1950 giftist Rósa Vilboga
Magnússyni, sem ættaður var úr
Árnessýslu, f. 22. apríl 1922, d. 21.
Mig langar í fáum orðum að
minnast elskulegrar ömmu minnar
sem nú er látin. Amma er í mínum
huga Siglfirðingur, enda var Siglu-
fjörður henni ávallt ofarlega í huga.
Þegar amma var lítið barn fluttist
hún ásamt fjölskyldu sinni á Siglu-
fjörð og þar bjó hún þar til hún
hitti afa, Vilboga Magnússon. Þau
kynntust einmitt á síldarárunum
frægu fyrir norðan þangað sem afi
kom sem ungur sjómaður. Amma
og afi eignuðust fjögur börn, síðar
átta barnabörn og þegar amma lést
voru langömmubörnin orðin sjö.
Amma og afi bjuggu lengst af í
Njörvasundi 10. Þaðan á ég flestar
mínar minningar um þau og þang-
að var alltaf gott að koma. Amma
var ekki bara góð húsmóðir, hún
var listamaður á því sviði. Hún er
fyrirmynd mín í húsmóðurstörfun-
um þó svo að ég eigi seint eftir að
afkasta því sem hún gerði á því
sviði. Hún þreif íbúðina hátt og lágt
einu sinni í viku og um helgar var
iðulega nóg af kræsingum á boð-
stólum fyrir þá fjölmörgu gesti sem
áttu leið hjá.
Barnabörnum ömmu og afa
fannst alltaf gott að fá að gista hjá
þeim. Þegar ég fékk að gista þar
minnist ég sérstaklega þess þegar
afi fór út í sjoppu og keypti kók og
prins handa okkur og amma skar
súkkulaðið í fallega bita, setti á
disk og lagði á borðið fyrir framan
okkur. Svo fékk ég að sofa í hlýju
rúmi og vakna við heitt kakó og
smurt brauð á morgnana. Hjá mér
var sérstaklega vinsælt að fá að
sofa hjá ömmu og afa þegar jólin
nálguðust því af einhverjum ástæð-
um gaf jólasveinninn mér miklu
meira í skóinn þegar ég gisti í
Njörvasundi en þegar ég var
heima.
Amma var mikil saumakona. Það
virtist allt leika í höndunum á
henni. Hvort sem um var að ræða
útsaum, fatasaum eða viðgerðir þá
leysti hún verkefnið á fagmann-
legan hátt. Þau voru mörg jólin
sem ég var í fallegum kjólum sem
amma hafði saumað á mig. Stund-
um voru þetta kjólar sem hún hafði
gert úr gömlum kjólum. Sérstak-
lega man ég eftir einum fallegum
kjól sem amma saumaði upp úr
fermingarkjólnum hennar mömmu.
Það var gaman að fylgjast með
ömmu og afa. Þau voru miklir vinir
og félagar. Þau nutu þess að gera
eitthvað saman og ég man hvað
þeim fannst gaman að fá húsbílinn
lánaðan hjá Viggó syni sínum og
ferðast um landið. Einnig nutu þau
þess að koma í sumarbústað for-
eldra minna þar sem afi gróður-
setti ógrynni trjáa sem eru orðin
stór og falleg í dag. Eftir að afi dó
kom amma stundum með okkur í
sumarbústaðinn og kíkti á plönt-
urnar hans afa.
Mér er svo minnisstætt þegar
Birnir Þór, sonur minn og Sæ-
mundar unnusta míns, fæddist. Þá
sagði amma við mig að ég væri
ekki lengur Erna litla. Amma var
mikil barnakona og það var alltaf
gaman að koma í heimsókn með
Birni Þór til hennar. Hún spjallaði
við hann um allt milli himins og
jarðar, jafnvel þó hann væri ekkert
farinn að tala sjálfur.
Síðustu ár hefur amma átt
heima á hjúkrunarheimilinu Sól-
túni í Reykjavík. Hún hefur átt
góð ár þar og eru allir hennar ætt-
ingar afar þakklátir þeirri umönn-
un og hlýju sem hún naut þar. Ég
tel hana heppna að hafa fengið að
eyða síðustu árum sínum á svona
vel búnu heimili þar sem starfs-
fólkinu er virkilega annt um heim-
ilisfólkið.
Þegar ég lít til baka vona ég að
ég eigi á einhvern hátt eftir að líkj-
ast ömmu. Hún var réttlát, sam-
viskusöm, dugleg og hjartahlý
kona. Þetta eru góðir kostir.
Erna Bjargey Jóhannsdóttir.
SIGURBJÖRG RÓSA
VIGGÓSDÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 65
MINNINGAR
Góður drengur er
fallinn frá.
Árni Árnason var
mikill að velli, ábúð-
arfullur og alvarleg-
ur. Hann var hreinskiptinn, dugleg-
ur, stoltur og drífandi, en alls ekki
allra. Kynni mín af Árna Big, eins
og hann var ætíð kallaður í vina-
hópnum, hófust strax í Barnaskóla
Akureyrar og áttu eftir að endast
vel og lengi. Árni varð strax hávax-
inn krakki, þybbinn og alvarlegur,
en hafði þó til að bera húmor og
glettni. Hæðina hafði hann ekki
langt að sækja, enda systursonur
Jóhanns Svarfdælings. Snemma
beindist áhugi Árna að tónlist og
átti hún eftir að skipa veglegan sess
í lífi hans, en Árni var afbragðs
básúnuleikari þar sem hæfileikar
hans nutu sín í Lúðrasveit Barna-
skólans, síðar í Lúðrasveit Akur-
eyrar og að lokum í Lúðrasveitinni
Svaninum í Reykjavík. Á unglings-
árunum tók Árni virkan þátt í
skátastarfinu á Akureyri. Saman
hófum við ylfingastarfið níu ára
gamlir og enduðum á Bessastöðum
að sækja forsetamerkið eftirsótta.
Árni var einn af stofnendum Hjálp-
arsveitar skáta og það þurfti ekki
ÁRNI
ÁRNASON
✝ Árni Árnasonfæddist á Akur-
eyri 25. maí 1953.
Hann lést á heimili
sínu í Vilnius í
Litháen 12. janúar
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Akureyrarkirkju
27. janúar.
að koma neinum á
óvart að hann var
strax kjörinn í stjórn
sveitarinnar. Að eiga
Árna að í slíkum fé-
lagsskap var ómetan-
legt, traustari, áreið-
anlegri og heiðarlegri
félaga var vart hægt
að hugsa sér. Seinna
átti Árni eftir að
sinna ófáum trúnaðar-
störfum í skólum,
vinnu og fagfélögum.
Að loknu mennta-
skólanámi á Akureyri
var ferðinni heitið til Reykjavíkur
og enn lágu leiðir okkar saman,
báðir í námi. Þar var Árni höfðingi
heim að sækja og voru oft fjörugar
samræður á kvöldin við að leysa
lífsgátuna. Enn lágu leiðir okkar
saman og nú var það í Kaupmanna-
höfn, báðir komnir í nám þangað.
Þar naut Árni sín vel í námi og leik,
kominn með fjölskyldu og spenn-
andi tímar framundan. Eftir ljúfa
veru í Danmörku tók vinnan og al-
varan við aftur, fyrst í Danaveldi og
þá síðar á Íslandi. Síðan lá leiðin til
Litháens en þar leið Árna vel að
eigin sögn og kunni hann vel að
meta land og þjóð. Ógleymanleg
ferð okkar hjónanna ásamt vina-
fólki til Árna og Margrétar í Vilníus
skilur eftir dýrmætar minningar
um ljúfan tíma enda voru þau
óþreytandi að fara með okkur um
Vilníus og fræða um land og þjóð
en bæði höfðu þau sett sig vel inn í
sögu og menningu Litháa. Megnið
af verunni í Litháen var Árni sjálfs
sín herra, sýslaði með inn- og út-
flutning auk þess að vera ræðis-
maður Íslands í Litháen. Árni
greiddi götu ófárra Íslendinga er-
lendis, enda var greiðasemi og vin-
átta honum í blóð borin. Síðastliðið
sumar kom Árni í heimsókn til Ís-
lands og áttum við ljúfar stundir
saman, sem þó liðu allt of fljótt.
Síst af öllu datt mér í hug, að það
yrðu okkar síðustu samverustundir,
en lífið er hverfult og enginn veit
sína ævina fyrr en öll er.
Ég kveð með söknuði góðan fé-
laga og tryggan vin og sendi öllum
ættingjum Árna mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Árni Árnason.
Við Guðrún unnum
saman sem fóstrur á leik-
skólanum Álftaborg frá
árinu 1981 til 1985. Ég
tók fljótlega við sem for-
stöðumaður á Álftaborginni eftir að
ég byrjaði þar, þá nýskriðin úr Fóst-
urskólanum.
Starfsfólkið á Álftaborg saman-
stóð af reyndum og kröftugum kon-
um sem unnið höfðu lengi ýmist sem
fóstrur eða sóknarkonur, allar eldri
en ég. Það gat verið yfirþyrmandi að
standa frammi fyrir þeim og ætla að
stjórna. Ég var oft mjög óörugg og
vissi ekki hvernig átti að taka á hin-
um ýmsu málum sem upp komu. En
það vildi mér til happs að Guðrún var
á næstu deild við skrifstofu mína.
Hún kom oft til að ræða málin við
mig og stappa í mig stálinu. Hún átti
það til að segja og hlæja um leið, því
það var stutt í hláturinn hjá Guð-
rúnu: „Þú þarft ekki að taka þetta
svona nærri þér, þetta verður búið
að jafna sig á morgun.“
Eina kröfugangan sem ég hef far-
ið í um dagana var með Guðrúnu!
GUÐRÚN
ODDSDÓTTIR
✝ Guðrún Oddsdóttirfæddist í Reykja-
vík 13. júní 1933. Hún
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
við Hringbraut 28. jan-
úar síðastliðinn og var
útför hennar gerð frá
Fríkirkjunni í Reykja-
vík 3. febrúar.
Það var árið 1984,
en þá stóð yfir verk-
fall hjá BSRB en
fóstrur voru félagar
þar. Við Guðrún
örkuðum saman
niður á Miklubraut
með spjald sem á
stóð „Davíð borgar
ekki“! Þó að Guðrún
hafi drifið sig í
kröfugöngu með
mér er ekki þar með
sagt að hún hafi ver-
ið með læti út af lág-
um launum. Nei,
Guðrún var ekki þannig, hún var
dagfarsprúð kona, svo vægt sé til
orða tekið.
Árin liðu og ég hætti á Álftaborg
en Guðrún hélt áfram og hún hélt
líka áfram að hafa samband við mig.
Guðrún var kona sem ræktaði vina-
hópinn. Hún vildi ekki glata þeim
sem hún hafði kynnst. Ég gleymi því
aldrei þegar ég hitti Guðrúnu einu
sinni eftir að ég hætti á Álftaborg-
inni og hún sagði við mig: „Soffía, þú
ert besti stjórinn sem ég hef haft.“
Þetta sagði hún af svo mikilli ein-
lægni að ég get ekki gleymt því og
hafa þessi orð hennar fylgt mér alla
tíð.
Elsku Guðrún, ég get aldrei þakk-
að þér nægilega vel fyrir það sem þú
gafst mér þann stutta tíma er við
þekktumst.
Innilegustu samúðarkveðjur.
Soffía Þorsteinsdóttir.
Elsku Ásdís mín.
Sárt er vinar að sakna
sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna
margar úr gleymsku rakna
svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta,
húmskuggi fellur á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta
vinur þó félli frá.
ÁSDÍS HRÖNN
BJÖRNSDÓTTIR
✝ Ásdís HrönnBjörnsdóttir
fæddist í Reykjavík
28. júní 1971. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi föstudag-
inn 3. febrúar síð-
astliðinn og var út-
för hennar gerð frá
Grafarvogskirkju
10. febrúar.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir
streyma
þér munum við ei
gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Það var áfall að
frétta um andlát þitt
svo fljótt, þó að ég
vissi vel að hverju
stefndi. Þú varst mér
svo náin og kær vin-
kona og samtölin okk-
ar voru gefandi og góð. Ég mun allt-
af geyma þau í mínu hjarta. Þakka
þér fyrir trygglyndi þitt og stuðning.
Við náðum svo vel saman, gátum gef-
ið og þegið hvor hjá annarri. Vinátta
þín var ómetanleg og sjaldgæf. Ég
bið þess að þér líði nú vel þar sem þú
ert og Guð varðveiti þig og blessi
minninguna um einstaka manneskju.
Þín vinkona
Sesselja.
Ég vil minnast
kærrar vinkonu minn-
ar, Möggu á Eyvindará.
Ég geymi í hjarta mínu samveru-
stundir okkar eins og perlur, þær
hafa ómetanlegt verðgildi fyrir mig.
Það var svo gaman og gefandi að
heimsækja þig og Vilhjálm á Eyvind-
ará. Hjá ykkur fékk ég sambland af
kímnigáfu og hlýhug, samkennd og
MARGRÉT
SVEINSDÓTTIR
✝ Margrét Sveins-dóttir á Eyvind-
ará fæddist í Stóru-
tungu í Bárðardal
18. nóvember 1916.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Austurlands á Seyð-
isfirði 29. janúar
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Egilsstaðakirkju
4. febrúar.
speki, nægjusemi og
trú, gleði og visku,
einnig allar sögurnar
frá því í gamla daga.
Einu sinni spurði ég
þig, elsku Magga, að
því, hvort það hefði nú
ekki verið erfitt að búa
á Möðrudal, svona af-
skekkt …
Nei, þú hélst nú
ekki, það hefði verið
meiriháttar gaman,
alltaf mikið af fólki í
heimsókn og svo miklu
minni kröfur en nú til
dags. „Nei, það var betra lífið í þá
daga heldur en núna, þegar lífsgæða-
kapphlaupið er að fara illa með unga
fólkið. Og svo var lagt á á sunnudög-
um og farið í langa skemmtilega út-
reiðartúra saman.“ Hestarnir voru
þitt yndi, og ég sá gleðina í andliti
þínu þegar þú sagðir frá og svo hlóst
þú þínum smitandi hlátri.
Svo voru það sögurnar af hestun-
um, af Ormi, þessum mikla fjörhesti,
Flugu, verðlauna ættmóðurinni, og
Kulda, hvíta háreista gæðingnum,
sem var uppáhaldið þitt. Ég man svo
vel daginn sem þú lánaðir mér hann,
það þótti mér mikill heiður.
Ég man líka hvað þú hafðir mikið
yndi af folöldunum, sem þú vildir að
fæddust snemma, svo vorið kæmi
fyrr sagðirðu.
Fjölskyldan og vinirnir voru þér
mikils virði og margar veislur voru
haldnar á Eyvindará.
Það var svo gefandi að vera í ná-
vist ykkar hjóna, ólík en ofsalega
samrýnd. Villi var stundum að mót-
mæla – til að stríða þér, en þú varst
föst á þinni skoðun. Virðingin,
traustið og ástin á milli ykkar leyndi
sér ekki.
Elsku Magga, Guð blessi þig og
varðveiti, ég kveð þig með söknuði og
þakklæti yfir því að hafa fengið að
kynnast þér svo vel.
Ég sendi allri fjölskyldunni þinni
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Kær kveðja,
Anton Antonsson.