Morgunblaðið - 11.02.2006, Síða 77

Morgunblaðið - 11.02.2006, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 77 ÍTALSKA tískuhúsið Versace opn- aði verslun sína við Fifth Avenue í New York á ný í vikunni eftir um- fangsmiklar endurbætur. Fræga fólkið fjölmennti í veislu í tilefni opnunarinnar en Donatella Versace stóð fyrir glæsilegum kvöldverði. Stjörnurnar eru enn fleiri í borginni en venjulega út af tískuvikunni. Á meðal þeirra sem mættu á staðinn voru Benicio Del Toro, Nicolas Cage, Dita von Teese, Kate Hudson, Jennifer Lopez, Heather Graham, Naomi Campbell og Halle Berry. Tíska | Versace opnar glæsilega verslun í New York Stjörnurnar fjölmenntu AP Blaðamennirnir veittu K ate Hudson mikla athyg li.APVinkonurnar Jennifer Lopez og Donatella Versace. HJÖRTUR Haraldsson Blöndal hef- ur verið að fást við sköpun tónlistar og myndbanda síðan 1974, þegar hann gaf sjálfur út sína fyrstu plötu. Hann er búsettur í Kaupmannahöfn og síðan árið 2000 hef- ur hann gefið út 13 geisladiska, sem verður að teljast afrek út af fyrir sig. Enn eftirtektarverðara er að átta þessara diska komu út í fyrra. Andinn er óneitanlega yfir Hirti þessa dag- ana og því forvitnilegt að rýna nánar í hans nýjustu afurð, Piano IV, sem kom út 22. janúar síðastliðinn. Það sem kemur fyrst á óvart, veru- lega á óvart, er hve mikið er af stefj- um úr áður sömdum lögum poppsög- unnar sem er náttúrlega með öllu ótækt. Það væri ekki nema ef Hjörtur hefði búið á fjöllum, langt frá allri sið- menningu, sem hann kæmist upp með að skella stefi úr Bítlalagi, öðru úr U2-lagi og enn öðru úr Bangles- lagi í tónlist sína, og hefði hann þá getað skýlt sér á bak við það að hann hefði einfaldlega aldrei hlustað á neina tónlist áður. Þetta verður til þess að hlustandinn hættir að lokum að hlusta á tónlistina hans, því hann er upptekinn við að reyna að finna úr hvaða lagi stefin eru. Það gæti vissulega verið skemmti- legur partíleikur: „Þekkið stefin!“, en ég held ekki að það sé sú skemmtun og gleði sem Hjörtur vill að hlustand- inn fái af geisladisknum. Í upplýsingum sem fylgja disknum kemur fram á honum sé hugleiðslu- eða nýaldartónlist, en ég er þó ekki svo viss um að hann henti vel til mannræktar. Vel má vera að potta- blóm sem spyrja ekki of margra spurninga þrífist og dafni við píanó- tóna Hjartar. Einnig væri athugandi að spila diskinn fyrir kýr til að bæta nytina í þeim, en menn þurfa eitthvað bitastæðara til að næra sína sál. Engan veginn á að slaka á kröfum um frumleika þótt um hugleiðsludisk sé að ræða og ef eitthvað er þá þarf slík tónlist að vera í hærri gæðaflokki en hefðbundin popptónlist. Það á jú að vera tónlistin sem hjálpar fólki að slaka á og gleyma sér, og áhyggjum sínum, í amstri hversdagsins. Hjörtur segir í texta sem fylgir með disknum að lögin séu rómantísk og grípandi og það er í raun hárrétt. Þau eru grípandi því maður hefur heyrt þau öll áður. Það eru því mikil vonbrigði að annars mjög vel spilaður og útsettur diskur skuli ekki rista dýpra en þetta. Vonandi heldur Hjörtur áfram að semja tónlist en vandar betur til laga- smíðanna svo manni finnist ekki að maður sé að hlusta á endurunnið efni. Hugleiðslu- tónlist fyrir pottablóm TÓNLIST Geisladiskur Hjörtur Blöndal semur öll lög og leikur á öll hljóðfæri. Hann stýrði einnig upp- tökum, hljóðblöndun og gerð frum- eintaks. Gefið út af Around The Corner Records í Kaupmannahöfn. Hjörtur - Piano IV  Ragnheiður Eiríksdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.