Morgunblaðið - 11.02.2006, Síða 78

Morgunblaðið - 11.02.2006, Síða 78
78 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM**** ÆVINTÝRIÐ ER RÉTT AÐ BYRJA! FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 6TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA eee Kvikmyndir.com „...falleg og skemmtileg fjölskyldumynd...“ MMJ Kvikmyndir.com Epískt meistarverk frá Ang Lee Sími - 564 0000Sími - 462 3500 „... ástarsaga eins og þær gerast bestar - hreinskilin, margbrotin og tilfinningarík...“ eeeee L.I.B. - Topp5.is SÝNINGIN VERÐUR AÐ HALDA ÁFRAM, EN FÖTIN VERÐA AÐ FJÚKA TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA M.a. Judi Dench sem besta leikkona í aðalhlutverki2 ZATHURA M / ÍSL TALI kl. 1, 3.30 og 5.45 ZATHURA M /ENSKU TALI kl. 3.30, 5.45 og 8 FINAL DESTINATION 3 kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA WALK THE LINE kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA WALK THE LINE LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA FUN WITH DICK AND JANE kl. 1, 3.45, 5.50, 8 og 10.10 BROKEBACK MOUNTAIN kl. 10.15 B.I. 12 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 1 og 3.45 DRAUMALANDIÐ kl. 1 ÞEGAR RÖÐIN KEMUR AÐ ÞÉR ÞÁ FLÝRÐU EKKI DAUÐANN SVAKALEGUR SPENNUTRYLLIR ZATHURA kl. 1.40, 3.50 og 6 FINAL DESTINATION 3 kl. 6, 8 og 10.10 (KRAFTSÝNING) WALK THE LINE kl. 10.10 B.i. 12 ára FUN WITH DICK AND JANE kl. 10.10 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Smárabíói merktar með rauðu 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Smárabíói merktar með rauðu HEIMSFRUMSÝNINGN ý t t í b í ó FU N 400 KR. HELGARTILBOÐ Í SMÁRABÍÓ! Aðeins 400 kr. á þessar myndir í Smárabíói í dag kl. 13 KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Berlín, sem gengur undir nafninu Berlinale, hófst með pompi og prakt síðastlið- inn fimmtudag og slær vonandi á prússnesku vetrarvindana sem næða um allt hér. Hátíðin, sem nú er haldin í 56. skipti, verður stærri og íburðarmeiri með hverju ári og er í dag virtasta hátíð sinnar teg- undar í Evrópu ásamt Cannes- og Feneyjahátíðinni. Berlinale stendur yfir í tíu daga og lýkur 19. febrúar. Alls verða 360 myndir frá 56 þjóð- löndum sýndar en ein af meg- ináherslum hátíðarinnar er að seil- ast til eins margra landa og hægt er í efnisvali. Þannig skoðaði Dieter Kosslick, framkvæmdastjóri hátíð- arinnar, og hans fólk yfir 4.000 inn- sendar myndir. Kosslick tók við há- tíðinni fyrir fimm árum og er þakkað fyrir að hafa rifið hana upp og blómstrar hún í dag þrátt fyrir fjárhagskreppu þá sem einkennir Berlín nú um stundir. Kreppa í listalífi er þó alls engin nema síður sé en þessir þættir virðast einatt fylgjast að. Litlir peningar, mikil gróska. Hátíðin er gríðarlega umfangs- mikil og er skipt upp í nokkra und- irflokka. Stærstu myndirnar keppa um gull- og silfurbjörninn en svo eru flokkar á borð við Panorama (listrænar, óháðar myndir) og Int- ernational Forum of New Cinema (jaðarmyndir og myndir frá svæðum sem ekki eiga ríka kvikmyndahefð að baki). Auk þessa eru þýskri kvik- myndagerð gerð sérstök skil og gömlum gullmolum er einnig varpað á tjald í sérstakri dagskrá. Einnig er sérstök barnamyndahátíð og samkynhneigð hátíð – Teddy- verðlaunin en hátíðin sú fagnar nú tuttugu ára afmæli. Jafnframt því að vera hefðbundin kvikmyndahátíð er einnig rekinn kvikmyndamark- aður á hátíðinni, vinnubúðir (works- hop) eru starfræktar og alls kyns fyrirlestrar eru haldnir. Hátíðin í fyrra þótti slöpp, var að margra mati með augun of mikið fyrir neðan beltisstað og var upp- nefnd Sexinale af einhverjum miðl- inum. Undirtónn hátíðarinnar í ár er hins vegar í alvarlegra lagi, áherslan liggur í raunsæjum, pólitískum og kaldranalegum myndum. Á meðal mynda sem prýða hátíðina er t.d. nýjasta mynd Michael Winterbot- tom, The Road to Guantánamo, Syr- iana með George Clooney og pólí- tiska háðsádeilan Bye Bye Berlusconi. Engin grið virðast gefin í ár, þýska myndin Der freie Wille fjallar um raðnauðgara og Candy (með Heath Ledger í aðalhlutverki) fjallar um heróínsjúklinga. Fleiri at- hyglisverðar myndir í ár eru t.d. nýjasta mynd Lukas Moodyson, Container; nýjasta mynd Terrence Malick (Thin Red Line), The New World sem skartar Colin Farrell í aðalhlutverki og þá nýjasta mynd Sidney Lumet þar sem Vin Diesel skiptir rækilega um gír. Robert Alt- man mætir þá með nýjasta útspilið sitt, A Prairie Home Companion, kántrígrín með Woody Harrelson, Meryl Streep og Lily Tomlin en fjöldi þekktra leikara leggur Altman lið í myndinni. Þá má ekki gleyma stórmyndinni Capote með hinum magnaða leikara Philip Seymour Hoffman í burðarrullunni. Í forsvari fyrir aðaldómnefnd há- tíðarinnar er leikkonan Charlotte Rampling en með henni í nefndinni eru m.a. Matthew Barney, Bolly- wood-leikstjórinn Yash Chopra, tökumaðurinn Janusz Kaminski (hefur unnið náið með Spielberg) og þýski stórleikarinn Armin Mueller- Stahl. Rampling sagði á að blaða- mannafundi, sem haldinn var að morgni dags á fimmtudeginum, að hinn beitti og alvörugefni útgangs- punktur hátíðarinnar hefði verið það Kvikmyndir | Kvikmyndahátíðin í Berlín var sett á fimmtudaginn AP Hér má sjá hluta dómnefndarinnar á Berlinale. Kóreska leikkonan Lee Young, breska leikkonan Charlotte Ramp- ling, formaður dómnefndar, og Matthew Barney, listamaður, eiginmaður Bjarkar Guðmundsdóttur. Alvarlegur undirtónn Arnar Eggert Thoroddsen í Berlín arnart@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.