Morgunblaðið - 04.03.2006, Page 1

Morgunblaðið - 04.03.2006, Page 1
Íþróttir, Enska knattspyrnan, Lesbók, Börn og Lifun í dag Morgunblaðið er í sex hlutum, samtals 144 síður í dag FÓTSTIGNUM þríhjóla leiguvögnum hefur fjölgað svo ört á götum Manhattan í New York vegna mikillar eftirspurnar að borgaryfirvöld hafa í hyggju að setja reglur um slíka fólksflutninga til að koma í veg fyrir að þetta tískufyrirbæri fari úr böndunum. Fótstignu leiguvagn- arnir njóta mikilla vinsælda, jafnt meðal ferðamanna sem borgarbúa, vegna þess að þeir eru ódýrir, valda ekki loftmengun og geta jafnvel verið fljótari í ferðum en leigubílar með því að smeygja sér framhjá bifreiðum í umferðarteppu. New York-búi á slíkum leiguvagni leit- ar hér að viðskiptavini á Broadway. AP Fótstignir leiguvagnar í tísku „VIÐ erum sáttar,“ segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, en félagið undirritaði í gærkvöldi nýjan kjarasamning við Tryggingastofnun. Samningurinn var undirrit- aður á sjöunda tímanum í gærkvöldi eftir um þriggja og hálfrar klukkustundar löng funda- höld. Samningurinn, sem gildir út árið 2008, geng- ur strax í gildi og því hefur heimaþjónusta ljós- mæðra færst í eðlilegt horf. Þjónustan hafði leg- ið niðri í tvo sólarhringa vegna kjaradeilunnar og haft í för með sér margvísleg óþægindi fyrir sængurkonur og starfsfólk fæðingardeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss. Guðlaug segir að samningurinn verði kynntur ljósmæðrum á fundi í húsakynnum Bandalags háskólamanna klukkan 16 í dag en þá fer jafn- framt fram atkvæðagreiðsla um hann. Tilslakanir hjá báðum aðilum Hún segir að báðir samningsaðilar hafi þurft að gera tilslakanir í samningsgerðinni. Sú krónutala sem samið var um sé lægri en ljós- mæður höfðu gert kröfu um, en Guðlaug vill ekki tjá sig nánar um þetta atriði fyrr en samn- ingarnir hafa verið kynntir ljósmæðrum. Hún segir ánægjulegt að inn í samningana hafi verið tekið sérstakt kílómetragjald sem ljósmæður hafi ekki fengið áður. Með því verði heimaþjónusta ljósmæðra við landsbyggðarfólk tryggð. „Við erum ánægðir með að tekist hefur að semja við ljósmæður,“ segir Garðar Garðarsson hrl., formaður samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Ágætir samningar hafi náðst og þeir séu nálægt því tilboði sem ljós- mæðrum hafi verið gert á miðvikudag. „Þær fá sambærileg kjör og stéttir sem vinna sambæri- leg störf hafa,“ segir Garðar. „Við náðum hins vegar samningi til lengri tíma, eða til loka árs 2008. Það tel ég mjög mikilvægt fyrir báða að- ila,“ bætir hann við. Ljósmæður eru sáttar við samkomulagið sem náðist í gærkvöldi Þjónustan í eðlilegt horf Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „VIÐ drifum okkur heim um leið og við gátum,“ segir Einar Örn Gunnarsson, en dóttir Einars og konu hans, Margrétar Stef- ánsdóttur, fæddist á Landspít- alanum á miðvikudag. Þau dvöldu saman í Hreiðrinu nóttina eftir fæðingu stúlkunnar, en höfðu svo ætlað sér að fara heim og nýta sér heimaþjónustu ljósmæðra. Vegna þess að þjón- ustan lá niðri dvaldist Margrét aðra nótt í Hreiðrinu með dótt- urina og hugðist vera þar þá þriðju. Eftir að samningar voru undirritaðir í gærkvöldi ákváðu þau hins vegar að ferðbúast og halda heim með litlu stúlkuna, sem er þriðja barn þeirra. Einar Örn segir að þau hafi verið fegin að geta haldið heim á leið. „Þetta er þriðja barnið okkar þannig að við höfum samanburð- inn og vitum hvað það er mikið hagræði og þægindi að heima- þjónustunni,“ segir Einar Örn. Þegar eldri dætur þeirra fæddust hafi þau dvalist í Hreiðrinu og svo notið heimaþjónustu. „Það er allt annað að geta farið heim daginn eftir fæðingu,“ segir hann. Þau eiga von á að fá heimaþjónustu ljósmóður í dag. Sigurborg Kristinsdóttir, ljós- móðir í Hreiðrinu, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að konur hefðu farið að tínast heim þaðan eftir að samningar vegna heimaþjón- ustu ljósmæðra tókust. Þá þeg- ar hafi verið byrjað að útskrifa konur í heimaþjónustu. Þá hafi verið hafist handa við að útvega þeim konum heimaþjónustu, sem fóru heim í gærdag áður en samningarnir náðust. „Það eru allir mjög fegnir að deilan er leyst, bæði foreldrar og starfsfólk. Ljósmæður eru tilbúnar að gefa sig í vinnu um helgina,“ sagði Sigurborg. Morgunblaðið/Sverrir Margrét og Einar klæða nýfædda dóttur sína í heimferðarkjól í Hreiðrinu í gærkvöldi. „Drifum okkur heim um leið og við gátum“ RÚSSNESKIR sérfræðingar segja í skýrslu, sem lögð verður fyrir rússneska utanríkis- og varnar- málaráðið í dag, að Íranar geti ver- ið komnir með kjarnavopn eftir fimm ár í síðasta lagi. Í skýrslunni segir að heimsbyggðin öll verði að venja sig við þá tilhugsun að Íran sé að verða eitt af kjarnorkuveld- unum. „Íranar eru að reyna að koma sér upp kjarnavopnum og þeim tekst það fyrr eða síðar,“ hafði rússneska fréttastofan Interfax eft- ir skýrsluhöfundunum. „Minnihluti sérfræðinga telur að þetta gerist á næstu sex mánuðum eða allt að tveimur árum. Meirihlutinn telur að þetta taki allt að fimm árum.“ Rússnesku sérfræðingarnir segja að kjarnavopn í Íran muni hafa nei- kvæð áhrif á öryggishagsmuni Rússa en þó ekki mjög alvarleg svo lengi sem þar ríki stöðugleiki. Telja þeir litla hættu á að Íranar muni beita vopnunum eða koma þekk- ingu á smíði þeirra til annarra. Málamiðlunarlausn rædd Fulltrúar Evrópusambandsins og Írans komu saman í Vín í gær til að reyna að leysa deiluna um kjarnorkuáætlun Írana. Embættis- menn sögðu eftir viðræðurnar að þær hefðu ekki borið árangur þar sem Íranar hefðu neitað að hætta við auðgun úrans sem óttast er að þeir geti notað í kjarnavopn. Fréttastofan AP hafði þó eftir stjórnarerindrekum að miðað hefði í átt að málamiðlunarsamkomulagi. Það fælist í því að Íranar gætu auðgað úran í litlum mæli þegar fram liðu stundir eftir að hafa stöðvað vinnslu kjarnorkueldsneyt- isins um óákveðinn tíma. Með slíku samkomulagi gætu embættismenn Evrópusambandsins og Írans sagt að þeir hefðu náð markmiðum sín- um. Spá kjarna- vopnum í Íran innan fimm ára  Tíminn að renna út | 20 Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is SALA á sykruðum gosdrykkjum og óhollum mat hefur hrunið í Bretlandi og almenningur byrjað að forðast matvæli sem valda offitu og sykur- sýki. Meðal fyrirtækja sem hafa þurft að draga saman seglin út af þessari þróun er gosdrykkjafram- leiðandinn Britvic, sem m.a. framleið- ir Pepsi. Hefur þessi þróun skipt Britvic verulegu máli og lækkaði gengi hlutabréfa fyrirtækisins um sem samsvarar 15,7 milljörðum króna eft- ir að það tilkynnti samdrátt í sölu á gosdrykkjum. Þetta kemur fram í grein Martins Hickmans í The Independent í gær. Að sögn hans bendir nýleg könnun markaðsrannsóknarfyrirtækisins AC Nielsen, sem byggð er á gögnum frá 83.000 verslunum, til að sala á kart- öfluflögum, gosdrykkjum og sælgæti hafi hrunið. Telur Hickman að ástæð- an sé vel heppnuð herferð stjórn- valda fyrir heilbrigðari lífsháttum. Sala á ruslfæði hrynur STOFNAÐ 1913 62. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.