Morgunblaðið - 04.03.2006, Page 4
4 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sparidagar eldri borgara
Hófust 19. febrúar og verður líf og fjör að venju frá
morgni til miðnættis.
Þriggja rétta kvöldverður alla daga.
Hinn reyndi skemmtanastjóri Gunnar Þorláksson
mun hafa umsjón með dagskránni.
Enn nokkur herbergi laus:
12. mars - 17. mars
og
30. apríl - 5. maí.
Verð 26.800,- krónur á mann í tvíbýli
(5 nætur með kvöldverði og skemmtidagskrá)
Nánari upplýsingar
og pantanir í síma 4834700
Bingó - Boccia - Morgunhreyfing
Gönguferðir - Danskennsla
Ferðalag - Leiksýning
Sund - Gufubað - Heitir pottar
Og margt margt fleira
JÓNAS Fr. Jónsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, segir að þró-
un mála hjá stærstu sparisjóðun-
um veki spurningar um hvort end-
urskoða þurfi lög um sparisjóði.
Hann vildi ekki ræða nánar hvaða
atriði þörfnuðust endurskoðunar.
Það sé Alþingis að svara því.
Karl Georg Sigurbjörnsson,
hæstaréttarlögmaður hjá lög-
mannsstofunni Lögmenn Laugar-
dal ehf., gagnrýndi rannsókn Fjár-
málaeftirlitsins harðlega í
Morgunblaðinu í gær. Hann benti
sérstaklega á að hugtakið „óbeinn
virkur eignarhlutur“ væri ekki að
finna í lögum. Hann sagðist telja
að rannsókn FME væri reist á
sandi.
Jónas Fr. Jónsson sagði um
þetta atriði að nægilegt væri að
vísa í 40. gr. laga um fjármálafyr-
irtæki en þar segir: „Aðilar sem
hyggjast eignast virkan eignarhlut
í fjármálafyrirtæki skulu leita
samþykkis Fjármálaeftirlitsins
fyrir fram. Samþykkis Fjármála-
eftirlitsins skal ennfremur aflað
þegar einstak-
lingur eða lög-
aðili eykur svo
við eignarhlut
sinn að bein eða
óbein hlutdeild
hans í eigin fé,
stofnfé eða at-
kvæðisrétti fer
yfir 20, 33 eða
50% eða nemur
svo stórum hluta að fjármálafyr-
irtæki verði talið dótturfyrirtæki
hans.
Með virkum eignarhlut er átt við
beina eða óbeina hlutdeild í fyr-
irtæki sem nemur 10% eða meira
af eigin fé, stofnfé eða atkvæð-
isrétti, eða aðra hlutdeild sem ger-
ir kleift að hafa veruleg áhrif á
stjórnun viðkomandi fyrirtækis.“
Jónas sagði að þarna væri talað
um „beina og óbeina hlutdeild“. Í
greinargerð með frumvarpinu segi
m.a. „Með virkum eignarhlut í
sparisjóði sé með sama hætti og að
framan er lýst átt við beina og
óbeina hlutdeild í stofnfé spari-
sjóðs.“ Ítarlega væri einnig fjallað
um hvað átt væri við með „óbeinni
hlutdeild“. Hann sagði að sjónar-
mið Karls Georgs um þetta atriði
kæmu sér því á óvart.
Jónas vildi að öðru leyti ekki tjá
sig um gagnrýni hans. „Rannsókn
á þessu máli stendur yfir. Hún hef-
ur tekið langan tíma, m.a. vegna
þess að aðilar annaðhvort vildu
ekki eða veittu mjög takmarkaðar
upplýsingar,“ sagði Jónas. Hann
vildi ekki tjá sig um hvenær rann-
sókninni lyki. Það hefðu komið upp
nýir angar í málinu.
Jónas sagði nauðsynlegt að fram
kæmi að markmið rannsóknar
Fjármálaeftirlitsins snerist um
hvort fylgt hefði verið lögum um
fjármálafyrirtæki og hvort virkur
eignarhluti hefði myndast, m.a.
með tilliti til meðferðar atkvæð-
isréttar aðila, en enginn einn eða
tengdir aðilar mega fara með
meira en 5% atkvæðisréttar í
sparisjóði. Rannsókn lögreglu
snerist hins vegar um hvort refsi-
verð brot hefðu verið framin.
Forstjóri FME um þróun mála hjá stærstu sparisjóðunum
Hugsanlega tímabært að
endurskoða löggjöfina
Jónas fr. Jónsson
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá stjórn-
endum Íslensk Ameríska:
„Vegna fréttar Morgunblaðsins
fimmtudaginn 2. mars sl. um málefni
SPH sjáum við okkur knúna til að
leiðrétta rangfærslur sem þar koma
fram.
Í fréttinni segir að Íslensk Amer-
íska sé eitt af fimm félögum sem hafi
„fjármagnað kaup fjölmargra ein-
staklinga á stofnfjárbréfum í sjóðn-
um“. Hið sanna er að Íslensk Amer-
íska hefur ekki keypt stofnfjárhluta
í SPH, heldur Myllan Brauð Fjár-
festingarfélag, sem er að hluta í eigu
Íslensk Ameríska og tengdra aðila.
Myllan Brauð Fjárfestingarfélag
keypti fjóra stofnfjárhluti þann 25.
október sl. og tengist sú fjárfesting
á engan hátt þeirri atburðarás sem
átt hafði sér stað þar á undan.
Stjórnendur Íslensk Ameríska og
Myllunnar Brauðs Fjárfestingar-
félags taka skýrt fram að félögin
tengjast á engan hátt meintum
„óbeinum virkum eignarhluta“ í
SPH.
Myllan Brauð Fjárfestingarfélag
stóð fullkomlega eðlilega að þessum
viðskiptum og hefur hvorki fengið
athugsemdir né fyrirspurnir frá
Fjármáeftirlitinu vegna þessara
kaupa, enda um fullkomlega lögleg
viðskipti að ræða. Eina ástæðan fyr-
ir áhuga félagsins á kaupum á stofn-
fjárhlutum í SPH er að stjórnendur
þess telja að um góða langtíma fjár-
festingu sé að ræða, enda hafa Ís-
lensk Ameríska og Myllan Brauð
Fjárfestingarfélag átt löng og far-
sæl viðskipti við SPH.
Af forsíðuskrifum Morgunblaðs-
ins 2. mars sl. mætti ætla að stjórn-
endur Íslensk Ameríska hafi staðið
að vafasömum viðskiptum með
stofnfjárbréf með því að leggja fjár-
hæðir inn á reikninga lögmanna. Hið
sanna er að eingöngu var verið að
greiða fyrir stofnfjárbréfin. Ekki
var um millifærslur inn á „huldu-
reikninga“ að ræða, eins og gefið
hefur verið í skyn.
Íslensk Ameríska, Myllan Brauð
Fjárfestingarfélag og stjórnendur
þessara félaga hafa lagt metnað sinn
í að stunda heiðarleg viðskipti. Því
hörmum við að umfjöllun um félögin
sé með þeim hætti að hægt sé að
álykta annað.“
Athugasemd frá Íslensk Ameríska
FYRSTA af þremur nýjum flug-
vélum Iceland Express kom til
landsins í gær. Hún er af gerðinni
MD-90, sem eru stærri og nýrri vél-
ar en þær sem félagið hefur notað
undanfarin ár. Vélin kom til lands-
ins um miðjan dag í gær, en um
þessar mundir eru þrjú ár liðin frá
fyrsta flugi Iceland Express. Vélin
flaug útsýnisferð yfir höfuðborg-
arsvæðið áður en hún lenti á Kefla-
víkurflugvelli, og safnaðist fjöldi
fólks saman í Perlunni til að líta
vélina augum.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Ný flugvél Iceland
Express til landsins
STEFÁN Hilmarsson, stjórnar-
maður í A. Holding, dótturfélagi
Baugs, segir að A. Holding hafi
lagt fram 1,9 milljarða inn á reikn-
ing lögmannsstofunnar Lögmenn
Laugardal til þess að ávaxta fjár-
muni sína, en lögmannsstofan hef-
ur haft milligöngu um kaup á
stofnfé í Sparisjóði Hafnarfjarðar
(SPH). Hann segir að félagið hafi
fengið lögfræðinga til að meta
hvort slík fjármögnun samrýmist
lögum og niðurstaðan hafi verið að
hún geri það.
„Við erum með lögfræðiálit um
að það sé ekkert óheimilt við að
leggja fram fjármuni til fjármögn-
unar. Það er ekkert sem bannar
fjármögnun á hlutafé eða stofnfé.
Við sjáum slíkt gerast í viðskipta-
lífinu á hverjum degi. Það koma
saman menn á hverjum degi til að
eiga viðskipti og þá þarf alltaf að
fjármagna hluti,“ sagði Stefán.
Hann sagðist aðspurður ekki ótt-
ast rannsókn
Fjármálaeftir-
litsins eða lög-
reglu á hlut A.
Holding í þessu
máli. Hann tók
jafnframt fram
að forsvarsmenn
A. Holding hefðu
ekki verið kall-
aðir til skýrslu-
töku hvorki hjá Fjármálaeftirlitinu
né lögreglu vegna þessa máls og
félagið hefði ekki fengið tilkynn-
ingu um að það væri grunað um
lögbrot.
Útiloka ekki sameiningu
við annan sparisjóð
Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar
kom saman til fundar í gær. Á
fundinum var Jón Auðunn Jónsson
lögmaður kosinn formaður stjórn-
ar, en ný stjórn var kosin á aðal-
fundi í síðasta mánuði. Matthías
Páll Imsland, hjá Fons eignar-
haldsfélagi, var kosinn varaformað-
ur.
Jón Auðunn sagði að á fundinum
hefði verið farið yfir skyldur
stjórnarmanna. Rannsókn Fjár-
málaeftirlitsins hefði lítið verið
rædd, enda lægju engin erindi fyr-
ir stjórninni varðandi það mál.
„Við ræddum hins vegar að svo
virðist sem bréf sem voru skrifuð
til stjórnar Sparisjóðs Hafnarfjarð-
ar séu komin í hendur á blaða-
manni. Okkur finnst það vera mjög
óþægilegt. Og það sem meira er
virðast fundargerðir stjórnar spari-
sjóðsins vera komnar út í bæ, en
þar er verið að fjalla hin ýmsu mál.
Þetta er auðvitað mjög óheppilegt.
Við munum snúa okkur til Fjár-
málaeftirlitsins með það mál,“
sagði Jón Auðunn.
Hann sagði að stjórn SPH hefði
ekki markað neina stefnu varðandi
breytingu á starfsemi sjóðsins.
Stjórnin væri opin fyrir því að gera
breytingar. „Það eina sem ég sé
fyrir mér er að sameina Sparisjóð
Hafnarfjarðar einhverjum öðrum
sparisjóði, en það hefur ekkert ver-
ið ákveðið í þeim efnum.“
Stjórnarmaður í A. Holding um viðskipti með stofnfé í SPH
Ekkert ólöglegt við
að leggja fram fé til
að fjármagna kaupin
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Stefán Hilmarsson
LÍKUR á því að almenningur smitist
af fuglaflensu af villtum fuglum eða
öðrum dýrategundum, eins og kött-
um, eru nánast engar, samkvæmt al-
mennum ráðleggingum varðandi
fuglaflensu sem sóttvarnarlæknir gaf
út í gær.
Þó er brýnt fyrir fólki að forðast
snertingu við dauða eða sjúka fugla
og þvo hendurnar vandlega oft á dag
með vatni og sápu, einkum áður en
matar er neytt, og þurrka með hreinu
handklæði eða pappírsþurrku.
Einnig er almenningi ráðlagt um
fund á dauðum fuglum og tekið fram
að óþarft sé að tilkynna um fund á
stöku dauðum fuglum. Best sé að láta
þá liggja þar sem þeir finnast, en
þeim sem vilji fjarlægja fuglinn sé
bent á að grafa hann frekar en að
henda honum í ruslið. Ekki er rétt að
snerta dauðan fugl með berum hönd-
um, heldur nota hanska eða skóflu, og
henda hönskunum eftir notkun.
Ef margir dauðir fuglar finnist á af-
mörkuðu svæði sé hins vegar rétt að
hafa samband við héraðsdýralækni,
einkum ef um er að ræða votlendis-
fugla eins og álftir eða gæsir. Þar til
næst í héraðsdýralækni er fólki ráð-
lagt að halda börnum og dýrum fjarri
fuglunum, merkja fundarstaðinn ef
hann er á víðavangi og birgja hræin ef
mögulegt er.
Nánast engar líkur á að smitast af fugla-
flensu af villtum fuglum eða köttum
Fólki ráðlagt að þvo
hendur oft á dag