Morgunblaðið - 04.03.2006, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Aukin rafræn afgreiðslaskattframtala hefur ísenn minnkað hættunaá villum og mistökum
við útfyllingu og innskráningu
skattframtala, minnkað kostnað
og sóun vegna pappírssendinga,
bætt nýtingu á mannafla Rík-
isskattstjóra (RSK) og flýtt fyrir
allri vinnslu á skattframtölum.
Níu af hverjum tíu framtelj-
endum skila nú framtali sínu inn
rafrænt.
Þetta kom fram í máli Indriða
H. Þorlákssonar ríkisskattstjóra á
blaðamannafundi í gær, en þar
kynnti hann helstu breytingar og
nýjungar sem verða á rafrænu
skattframtali fyrir árið 2006.
Frestur til skila á skattframtali
rennur út þriðjudaginn 21. mars
næstkomandi.
Á fundinum kynntu starfsmenn
RSK m.a. aukið aðgengi að leið-
beiningum á netinu og aukna
virkni og bætta þjónustu við vef-
framtal. Þannig eru leiðbeiningar
nú samhæfðari og þjónusta við at-
vinnuframteljendur hefur verið
aukin.
Ennfremur var á fundinum
kynntur aðgangur að upplýs-
ingum og þjónustu samstarfs-
stofnana Ríkisskattstjóra sem eru
vísir að því sem koma skal þegar
vefgáttin Ísland.is opnar. Hlut-
verk Ísland.is verður að auka við
rafræna stjórnsýslu hér á landi
og vera nokkurs konar gátt að
þjónustu opinberra aðila, þar sem
notandanum er leiðbeint að þeirri
þjónustu sem hann leitar að. Þær
upplýsingaveitur og samstarfs-
stofnanir sem nú starfa með RSK
og veita upplýsingar í gegnum
þjónustusíður stofnunarinnar eru
Umferðarstofa, Lánasjóður ís-
lenskra námsmanna og Fyr-
irtækjaskrá, en brátt bætast við
Fasteignamat, Tryggingastofnun,
Fjársýsla ríkisins og Hagstofan.
RSK gegnir stoðhlutverki
gagnvart smærri stofnunum
Sagði Indriði H. Þorláksson
þekkingu og umsvif RSK nýtast
vel til að hjálpa smærri stofn-
unum sem hafi ekki sömu mögu-
leika á að þróa hugbúnað til að
auðkenna notendur sína og veita
upplýsingar gagnvirkt. Þannig
gegndi RSK nokkurs konar stoð-
hlutverki, þar sem stofnunin ætti
erindi til allra íslenskra skatt-
greiðenda og veitti þeim þjón-
ustu. Hlutverk RSK á þessum
vettvangi væri að byggja upp og
viðhalda rafrænum auðkennum til
að styðja við hinar minni stofn-
anir.
Fram kom í máli Indriða að af
þeim 230.000 Íslendingum sem
eru á skattgrunnskrá hafi 108.000
afþakkað pappírsframtal og
60.000 fengju aðeins upplýs-
ingablað sent. Þá hefði forskrán-
ing upplýsinga aukist gríðarlega,
bæði frá verktökum, gegnum raf-
ræn virðisaukaskattskil og vegna
hlutafjáreignar. Árið 2001 segir
Indriði hafa verið send út um 17
tonn af pappír en nú sé magnið
komið niður í tæpan fimmtung af
því. Þetta þýði mikinn sparnað,
bæði í póstburðargjöldum og
pappírsmagni.
Íslandsbanki til móts við RSK
Á fundinum var einnig skrifað
undir samkomulag milli RSK og
Íslandsbanka þess efnis að Ís-
landsbanki geri notendum net-
banka síns kleift að senda þær
upplýsingar sem þeir kjósa inn til
RSK þar sem þær fara sjálfvirkt
inn á sundurliðunarblað skatt-
framtals.
Þaðan er síðan hægt að beina
þeim sjálfvirkt inn á skattframtal.
Bankar og fjármálafyrirtæki
hafa, að sögn Indriða, hingað til
verið treg til að veita RSK að-
gang að slíkum upplýsingum, en
þarna er um að ræða nokkurs
konar málamiðlun.
Aðrir bankar eru, að sögn
starfsmanna RSK, nú óðum að
vinna að því að bjóða upp á sömu
vefþjónustu og Íslandsbanki.
Indriði kveðst vonast til þess að
samstarfið við bankana liðkist á
komandi árum, enda eigi RSK
90% skila nú framtölum inn rafrænt
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
brotinu, Svavar hefði látið hann vita
reglulega af stöðunni. Eyjólfi hlyti
að hafa verið það ljóst að verið væri
að yfirdraga reikninga Visir.is, mið-
að við stöðu félagsins hefði engin
von verið til þess að svo mikið fé
fengist úr rekstrinum. Allir hefðu
vitað að allt hafi verið þar á hverf-
anda hveli og „engir sjóðir til að
ausa úr“ í því félagi.
Engin ástæða til að gruna
að ekki væri heimild
Björgvin Þorsteinsson, verjandi
Svavars, sagði ljóst að í ákærunum
væri umbjóðandi sinn sakaður um
þrennt: Að millifæra af reikningn-
um án yfirdráttarheimildar, að
Svavari hafi verið fullkunnugt um
að ekki hafi verið innistæða eða yf-
irdráttarheimild, og að honum hafi
verið fullkunnugt um að skuldastað-
an væri með þeim hætti að ekki
fengist greitt til baka það sem var
Svavar hafi ekki getað verið í góðri
trú þegar hann yfirdró reikninginn,
hann hafi vitað að ekki væri von á
greiðslu og hann hafi vitað eftir
samtöl við starfsfólk SPRON að
ekki mætti yfirdraga reikninginn.
Ennfremur hafi honum verið ljós
erfið staða Visir.is, og þar af leið-
andi að ekki væru líkur á því að fé-
lagið gæti yfir höfuð greitt yfir-
dráttinn upp.
Svavari til málsbóta benti sækj-
andi þó á að hann hafði enga fjár-
hagslega hagsmuni af því að yf-
irdraga reikninginn, hann átti
hvorki hlut í Visir.is né í Frétta-
blaðinu, en 22 greiðslur af 24 sem
ákært er vegna fóru inn á reikninga
Fréttablaðsins.
Eyjólfur neitaði fyrir dómi að
hafa haft einhverjar upplýsingar
um yfirdráttinn fyrr en Svavar var
handtekinn. Sagði sækjandi þó ljóst
að Eyjólfur hefði tekið fullan þátt í
AÐALMEÐFERÐ í máli félaga
tengdra Frjálsri fjölmiðlun lauk á
öðrum tímanum aðfaranótt föstu-
dags í Héraðsdómi Reykjavíkur og
hafði munnlegur málflutningur í
málinu þá staðið í rúmar 16 klukku-
stundir frá fimmtudagsmorgni.
Dómarar hafa nú þrjár vikur til að
kveða upp dóm sinn.
Síðasti hluti málflutningsins sneri
að þeim ákærulið sem ekki snerist
um vörsluskatta, en í þeim ákærulið
voru þeir Eyjólfur Sveinsson og
Svavar Ásbjörnsson ákærðir fyrir
umboðssvik með því að yfirdraga
reikning félagsins Visir.is ehf., sem
rak samnefndan vef í nánu sam-
starfi við Fréttablaðið ehf. Fyrr um
daginn var lokið umfjöllun um
ákærur vegna brota á lögum um
vörsluskatta, eins og sagt var frá í
Morgunblaðinu í gær.
Jón H. Snorrason, yfirmaður
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra og sækjandi í málinu, lýsti
því við málflutning hvernig upp-
götvaðist að reikningur Visir.is hjá
Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn-
is (SPRON) var yfirdreginn um
tæplega 24 milljónir króna á mán-
aðartímabili í apríl og maí 2002.
Hann vísaði til vitna frá SPRON
sem lýstu því fyrir rétti að mannleg
mistök hefðu leitt til þess að hægt
hafi verið að yfirdraga reikninginn,
og að önnur mannleg mistök hefðu
orðið til þess að yfirdrátturinn upp-
götvaðist ekki fyrr en um mánuði
eftir að byrjað var að yfirdraga
reikninginn.
Svavar Ásbjörnsson, sem þá
starfaði sem fjármálastjóri hjá bæði
Visir.is og Fréttablaðinu, hefur
staðfest að hann framkvæmdi allar
millifærslurnar 24 sem yfirdrógu
reikninginn, en hann hefur stað-
fastlega haldið því fram að hann
hafi talið að yfirdráttarheimild hafi
verið til staðar á reikningnum.
Benti sækjandi á að Svavar hefði
borið bæði hjá lögreglu og fyrir
dómi að hann hefði rætt yfirdrátt-
inn við Eyjólf, sem þá var stjórn-
arformaður bæði Visir.is og Frétta-
blaðsins, og Eyjólfur hefði staðfest
að heimild væri til staðar.
Engar líkur á að hægt væri
að greiða upp yfirdráttinn
Reikningurinn var stofnaður árið
1999 og var svokallaður gíróreikn-
ingur, eingöngu til þess að inn-
heimta gíróseðla, sagði sækjandi.
Hann benti þó á að reikningurinn
hefði vissulega verið yfirdreginn
fyrr, með leyfi SPRON, en sá yf-
irdráttur hefði verið gerður upp á
árinu 2001.
Sækjandi sagði framburð Svav-
ars hafa verið staðfastan um allt
sem máli skipti, en benti á að hann
hefði þó gefið misvísandi upplýs-
ingar hvað varðar væntingar sínar
til þess að greiðsla bærist inn á
reikninginn vegna sölu Visir.is.
tekið út af reikningnum. Hann
sagði augljóst af framburði vitna og
umbjóðanda síns að Svavar hafi
ekki haft neina ástæðu til að gruna
annað en að heimild væri til yf-
irdráttar. Það sé hreinlega óþekkt í
bankakerfinu að hægt sé að yf-
irdraga reikninga án þess að ein-
hver aðgerð sé framkvæmd til að
opna fyrir slíkt og um það sé samið
við bankann. Það hafi Svavar vitað
sem bankastarfsmaður í rúman ára-
tug. Engin tilraun hafi verið gerð
til þess að upplýsa með hvaða hætti
þessi heimild hafi orðið til, sem
hefði mátt gera t.d. með því að
kalla fyrir sem vitni yfirmenn hjá
Reiknistofu bankanna.
Út frá þeim rökum hafi heldur
ekki sannast að Svavar hafi milli-
fært af reikningnum án heimildar,
starfsmenn SPRON hafi m.a. borið
að slík heimild hafi verið sett inn
fyrir mistök og hún hafi því óum-
deilanlega verið til staðar. Hvað
varðar skuldastöðu Visir.is sagði
Björgvin það fráleitt að ekki hafi
verið aðstaða til að greiða upp yf-
irdráttinn, búið hafi verið að selja
netmiðilinn fyrir 60 milljónir og á
þessum tíma hafi enn verið 30 millj-
ónir útistandandi.
Benti Björgvin ennfremur á að
Svavar hafi enga hagsmuni haft af
því að millifæra með þessum hætti.
Hvaða heilvita maður með eigin-
konu og tvö ung börn millifærir af
ásetningi 24 milljónir sem hann veit
að ekki er heimild fyrir án þess í
það minnsta að hafa af því ein-
hverja hagsmuni, spurði Björgvin.
Skipaði ekki fyrir
um millifærslur
Halldór Jónsson, verjandi Eyjólfs
Sveinssonar, sagði það rangt sem
fram kemur í ákæru að Svavar og
Eyjólfur hafi „í sameiningu misnot-
að aðstöðu sína“, enda hafi Eyjólfur
ekki haft aðstöðu til að gera eitt né
neitt við þennan reikning, ekki með
prókúru hvað þá annað.
Aldrei hafi komið fram í fram-
burði Svavars að Eyjólfur hafi skip-
að fyrir um millifærslurnar, heldur
lýsti Svavar símtali þar sem hann
sagði Eyjólfi að reikningurinn væri
yfirdreginn. Þá sagði hann að Eyj-
ólfur hefði spurt sig hvort slíkt
væri hægt án heimildar, og Svavar
hafi svarað að svo væri ekki. Benti
Halldór á að jafnvel samkvæmt
þessum framburði hafi Eyjólfur
ekki gert annað en að spyrja ein-
faldrar spurningar, Svavar, með
sína reynslu úr bankaheiminum,
hafi svarað og Eyjólfur tekið það
gott og gilt.
Halldór sagði ekkert í gögnum
málsins tengja Eyjólf við þennan
yfirdrátt annað en framburður
Svavars, sem hann sagði hafa verið
flöktandi og ótrúverðugan. Hátt-
semi Eyjólfs hafi ekki verið sak-
næm. Honum hafi t.d. ekki getað
verið ljóst að óeðlilegar upphæðir
hefðu komið frá Visir.is inn á reikn-
inga Fréttablaðsins, Svavar hafi
haft það starf að innheimta stórar
útistandandi skuldir fyrir félagið og
ekki óeðlilegt að stórar upphæðir
kæmu frá honum.
Leikið með bankareikninga
„eins og harmonikku“
Verjandi Eyjólfs gagnrýndi að
lokum lögreglurannsóknina í mál-
inu, sem hann sagði mjög ábóta-
vant. Ljóst væri að greiddar hefðu
verið inn á þennan sama reikning
12 milljónir króna skömmu áður en
hann var yfirdreginn, en ekki hafi
verið rannsakað hvert þeir pening-
ar hafi farið. Ofuráhersla virðist
hafa verið lögð á að ákæra Eyjólf
fyrir sem mest, en enginn hafi haft
áhuga á að rannsaka þátt Svavars,
sem hafi leikið sér með bankareikn-
inga „eins og harmonikku“ og milli-
fært jöfnum höndum inn og út af
eigin reikningum þegar það þótti
henta.
Aðalmeðferð í máli félaga tengdra Frjálsri fjölmiðlun lokið í Héraðsdómi Reykjavíkur
Málflutningur í
16 klukkustundir
samfleytt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aðalmeðferð í málinu stóð frá mánudegi fram á fimmtudag í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is