Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 21 ERLENT GERMAN Gref, ráðherra viðskipta og efnahagsmála í Rússlandi, varaði fyrir helgi við hættu á að hlutabréfa- markaðir landsins kynnu að vera að ofhitna í kjölfar þess að fordæmis- laust magn erlends reiðufjár hefur flætt inn í landið. Alls hækkaði gengi bréfa á rúss- neska hlutabréfamarkaðnum um 83 prósent á síðasta ári og svo enn frekar um 30,5 prósent á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Samkvæmt Interfax fréttastofunni sagði Gref á ríkisstjórnarfundi á fimmtudag að yfirvöld hefðu áhyggj- ur af því að „loftbóla væri að mynd- ast“ á markaðnum. Koma ummæli Grefs í kjölfarið á svipuðum athugasemdum annarra ráðherra og frammámanna í við- skiptalífi Rússlands. „Stjórnvöld hafa áhyggjur af því að verðfall á mörk- uðum muni raska hagkerfinu,“ sagði Roland Nash, yfirráðgjafi hjá fjár- festingarbankanum Renaissance Capital og benti á „eftirvæntingu sem ætti sér ekki stoð í grundvallaratrið- um“. „Þetta snýst allt um tekjur og í Rússlandi er vandamálið að hinn mikli hagvöxtur leiðir ekki endilega til tekjuaukningar nema olíuverð hækki,“ sagði Andrew Howell, yfir- maður hjá Citigroup í New York í samtali við The Moscow Times. Handtaka Míkhaíls Khodorkovskís, sem um hríð var ríkasti maður Rúss- lands, árið 2003 hafði neikvæð áhrif á gengi rússneskra hlutabréfa, en mið- að við hækkunina undanfarið bendir flest til að mál hans sé gleymt. Heldur góðærið áfram? Ýmislegt bendir til að gullæðið í Rússlandi muni halda áfram og mun útgáfa í hlutabréfum í fyrirtækjum á borð við olíurisann Rosneft hugsan- lega auka enn á eftirspurn eftir þar- lendum hlutabréfum. Þá hefur breska kauphöllin undir- ritað samkomulag sem felur í sér að starfsmenn hennar muni aðstoða starfsbræður sína í Moskvu við út- gáfu rússneskra hlutabréfa á mörk- uðum í báðum löndum. Töluverð áhætta þykir fylgja þess- ari útgáfu og sagði Oleg Vyugin, sér- fræðingur hins opinbera á sviði fjár- mála, að fjárfesting á rússneska hlutabréfamarkaðnum, sem nemur nú um 80 prósentum af vergri þjóð- arframleiðslu, væri „ekki hættulaus“. Ekki er þó eintómt blíðviðri í rúss- nesku efnahagslífi. Dagblaðið The Moscow Times fjallar á vefsíðu sinni um vaxandi vanda rússnesku ferða- þjónustunnar. Þar kemur fram að út- gáfa vegabréfsáritana til Rússlands dróst verulega saman árið 2005, en háu gengi, ímyndarvanda landsins og skorti á gæðahótelum er kennt um. Er rússneska hagkerfið að ofhitna? Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Leitin að Shakespeare“ heitir sýning, sem Breska þjóð- listasafnið opnaði í fyrradag, en menn hafa lengi velt því fyrir sér hvernig skáldmæringurinn Willi- am Shakespeare hafi litið út í lif- anda lífi. Á miðvikudag tilkynnti safnið, að hugsanlega væri nú gátan leyst en fyrsta málverkið, sem safnið eignaðist þegar það var opnað 1856, er einmitt af Shakespeare. Chandos-málverkið eins og það er kallað er eftir lítt þekktan listamann, John Taylor, og nú segja sérfræðingar, að það hafi verið málað á árunum 1600 til 1610. Það er því næstum öruggt, að Shakespeare, sem lést 1616, hafi sjálfur setið fyrir hjá listamanninum. Þar fyrir utan er myndin lík öðrum gömlum mynd- um af skáldinu. AP Hinn rétti Shakespeare? Washington. AP. | Misræmi í nýjum og endurskoðuðum tölum bandarísku hagstofunnar um fátækt hefur vakið upp deilur um hvernig beri að skil- greina fátækt. „Ég þekki engan sem telur að núverandi fátæktarmörk séu nákvæmur mælikvarði á fá- tækt,“ sagði Rebecca Blank, aðstoð- arframkvæmdastjóri stofnunarinnar National Poverty Center. Í ágúst s.l. opinberaði hagstofan tölur um að 12,7 prósent Bandaríkja- manna hefðu búið við fátækt árið 2004. Er þessi tala grundvölluð á 40 ára gömlu reiknilíkani til að áætla fjölda fátækra Bandaríkjamanna og telja margir að það sé orðið úrelt. Hagstofan viðurkennir að aðferðin sé umdeilanleg og birti því í síðustu viku tölur, er byggjast á mismunandi skilgreiningum á tekjum og fátækt. Samkvæmt þeim er hlutfall Banda- ríkjamanna sem býr við fátækt allt frá 19,4 prósentum og niður í 8,3 pró- sent eftir því m.a. hvort ýmsir styrk- ir eru skilgreindir sem tekjur. Hefur þessi mismunur leitt til deilna án þess að hafa kallað á stefnubreytingu yfirvalda. Opinber fátæktarmörk vestra eru 1.272 þús- und krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu og 813 þúsund krónur fyr- ir tveggja manna fjölskyldu. Taka þessar tekjur ekki til fjár- magnstekna eða eignaaukningar. John Cogan, fræðimaður við Hoover-stofnunina við Stanford-há- skóla, sagði að núverandi kerfi mældi ágætlega hvort fátækt hefði aukist eða dregist saman. „Er hægt að betrumbæta aðferðina sem við notum til að mæla fátækt? Að sjálf- sögðu,“ sagði Cogan. „Þýðir það að við ættum að hunsa gögn um fátækt þjóðarinnar? Að sjálfsögðu ekki.“ Deilt um fátækt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.