Morgunblaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 21
ERLENT
GERMAN Gref, ráðherra viðskipta
og efnahagsmála í Rússlandi, varaði
fyrir helgi við hættu á að hlutabréfa-
markaðir landsins kynnu að vera að
ofhitna í kjölfar þess að fordæmis-
laust magn erlends reiðufjár hefur
flætt inn í landið.
Alls hækkaði gengi bréfa á rúss-
neska hlutabréfamarkaðnum um 83
prósent á síðasta ári og svo enn frekar
um 30,5 prósent á fyrstu tveimur
mánuðum þessa árs.
Samkvæmt Interfax fréttastofunni
sagði Gref á ríkisstjórnarfundi á
fimmtudag að yfirvöld hefðu áhyggj-
ur af því að „loftbóla væri að mynd-
ast“ á markaðnum.
Koma ummæli Grefs í kjölfarið á
svipuðum athugasemdum annarra
ráðherra og frammámanna í við-
skiptalífi Rússlands. „Stjórnvöld hafa
áhyggjur af því að verðfall á mörk-
uðum muni raska hagkerfinu,“ sagði
Roland Nash, yfirráðgjafi hjá fjár-
festingarbankanum Renaissance
Capital og benti á „eftirvæntingu sem
ætti sér ekki stoð í grundvallaratrið-
um“.
„Þetta snýst allt um tekjur og í
Rússlandi er vandamálið að hinn
mikli hagvöxtur leiðir ekki endilega
til tekjuaukningar nema olíuverð
hækki,“ sagði Andrew Howell, yfir-
maður hjá Citigroup í New York í
samtali við The Moscow Times.
Handtaka Míkhaíls Khodorkovskís,
sem um hríð var ríkasti maður Rúss-
lands, árið 2003 hafði neikvæð áhrif á
gengi rússneskra hlutabréfa, en mið-
að við hækkunina undanfarið bendir
flest til að mál hans sé gleymt.
Heldur góðærið áfram?
Ýmislegt bendir til að gullæðið í
Rússlandi muni halda áfram og mun
útgáfa í hlutabréfum í fyrirtækjum á
borð við olíurisann Rosneft hugsan-
lega auka enn á eftirspurn eftir þar-
lendum hlutabréfum.
Þá hefur breska kauphöllin undir-
ritað samkomulag sem felur í sér að
starfsmenn hennar muni aðstoða
starfsbræður sína í Moskvu við út-
gáfu rússneskra hlutabréfa á mörk-
uðum í báðum löndum.
Töluverð áhætta þykir fylgja þess-
ari útgáfu og sagði Oleg Vyugin, sér-
fræðingur hins opinbera á sviði fjár-
mála, að fjárfesting á rússneska
hlutabréfamarkaðnum, sem nemur
nú um 80 prósentum af vergri þjóð-
arframleiðslu, væri „ekki hættulaus“.
Ekki er þó eintómt blíðviðri í rúss-
nesku efnahagslífi. Dagblaðið The
Moscow Times fjallar á vefsíðu sinni
um vaxandi vanda rússnesku ferða-
þjónustunnar. Þar kemur fram að út-
gáfa vegabréfsáritana til Rússlands
dróst verulega saman árið 2005, en
háu gengi, ímyndarvanda landsins og
skorti á gæðahótelum er kennt um.
Er rússneska
hagkerfið
að ofhitna?
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Leitin að Shakespeare“ heitir
sýning, sem Breska þjóð-
listasafnið opnaði í fyrradag, en
menn hafa lengi velt því fyrir sér
hvernig skáldmæringurinn Willi-
am Shakespeare hafi litið út í lif-
anda lífi. Á miðvikudag tilkynnti
safnið, að hugsanlega væri nú
gátan leyst en fyrsta málverkið,
sem safnið eignaðist þegar það
var opnað 1856, er einmitt af
Shakespeare. Chandos-málverkið
eins og það er kallað er eftir lítt
þekktan listamann, John Taylor,
og nú segja sérfræðingar, að það
hafi verið málað á árunum 1600
til 1610. Það er því næstum
öruggt, að Shakespeare, sem lést
1616, hafi sjálfur setið fyrir hjá
listamanninum. Þar fyrir utan er
myndin lík öðrum gömlum mynd-
um af skáldinu.
AP
Hinn rétti Shakespeare?
Washington. AP. | Misræmi í nýjum og
endurskoðuðum tölum bandarísku
hagstofunnar um fátækt hefur vakið
upp deilur um hvernig beri að skil-
greina fátækt. „Ég þekki engan sem
telur að núverandi fátæktarmörk
séu nákvæmur mælikvarði á fá-
tækt,“ sagði Rebecca Blank, aðstoð-
arframkvæmdastjóri stofnunarinnar
National Poverty Center.
Í ágúst s.l. opinberaði hagstofan
tölur um að 12,7 prósent Bandaríkja-
manna hefðu búið við fátækt árið
2004. Er þessi tala grundvölluð á 40
ára gömlu reiknilíkani til að áætla
fjölda fátækra Bandaríkjamanna og
telja margir að það sé orðið úrelt.
Hagstofan viðurkennir að aðferðin
sé umdeilanleg og birti því í síðustu
viku tölur, er byggjast á mismunandi
skilgreiningum á tekjum og fátækt.
Samkvæmt þeim er hlutfall Banda-
ríkjamanna sem býr við fátækt allt
frá 19,4 prósentum og niður í 8,3 pró-
sent eftir því m.a. hvort ýmsir styrk-
ir eru skilgreindir sem tekjur.
Hefur þessi mismunur leitt til
deilna án þess að hafa kallað á
stefnubreytingu yfirvalda. Opinber
fátæktarmörk vestra eru 1.272 þús-
und krónur fyrir fjögurra manna
fjölskyldu og 813 þúsund krónur fyr-
ir tveggja manna fjölskyldu.
Taka þessar tekjur ekki til fjár-
magnstekna eða eignaaukningar.
John Cogan, fræðimaður við
Hoover-stofnunina við Stanford-há-
skóla, sagði að núverandi kerfi
mældi ágætlega hvort fátækt hefði
aukist eða dregist saman. „Er hægt
að betrumbæta aðferðina sem við
notum til að mæla fátækt? Að sjálf-
sögðu,“ sagði Cogan. „Þýðir það að
við ættum að hunsa gögn um fátækt
þjóðarinnar? Að sjálfsögðu ekki.“
Deilt um
fátækt