Morgunblaðið - 04.03.2006, Side 28
28 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF Í MARS
Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
Afgreiðslugjöld á flugvöllum.
Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og
minibus, 9 manna, og rútur með/án
bílstjóra.
Höfum bíla með dráttarkrók og smárútur,
allt að 14 manna. Smárútur fyrir
hjólastóla.
Sumarhús
Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum
stærðum - frá 2ja manna og upp í 30
manna hallir. Valið beint af heimasíðu
minni. - Þið takið húsið frá í 3 daga án
greiðslu og við staðfestum síðan og
sendum samning og greiðsluseðla. Einnig
má greiða með greiðslukorti.
LALANDIA
Útvegum sumarhús í Lalandia, einhverju
skemmtilegasta orlofshverfi Danmerkur.
Lágmarksleiga 2 dagar.
Húsbílar, hjólhýsi fyrir VM 2006
Höfum nokkra húsbíla fyrir VM 2006 í
Þýskalandi til afgreiðslu frá Kaupmanna-
höfn og Flensborg. Getum útvegað
hjólhýsi og bíla með dráttarkrók.
Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu;
www.fylkir.is
Fylkir.is ferðaskrifstofa
sími 456 3745
Eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem
ekki nýtur styrkja frá opinberum aðilum
Bílaleigubílar
Sumarhús í
Danmörku
Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga
Bílar frá dkr. 1.975 vikan
www.gisting.dk
sími: 0045 3694 6700
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
Óhætt er að segja að þessiferð hafi toppað allt ann-að og haft áhrif á bæðilífsskoðanir okkar og
heimssýn,“ segja hjónin Marta
María Oddsdóttir, kennari, og
Þórður Magnússon, rekstrarhag-
fræðingur, sem voru í hópi tuttugu
Íslendinga, sem fóru í haust í
þriggja vikna ferð um Ekvador og
Galapagoseyjar á vegum ferðaskrif-
stofunnar Emblu. Flogið var í
gegnum Boston og Miami til Quito,
höfuðborgar Ekvadors, sem er í
2.850 metra hæð yfir sjávarmáli,
þar sem áformað var að hafa bæki-
stöðvar. Íslenskur fararstjóri var
Guðmundur Páll Ólafsson, en
heimamaðurinn og náttúrubarnið
Robby fylgdi hópnum eftir í hví-
vetna.
Ferðalagið skiptist í þrjár ferðir
því fyrir lá að skoða Amazon-
regnskógana, síðan hásléttuna og
loks Galapagos, sem eru eld-
fjallaeyjar um þúsund km frá
ströndinni. Strax á öðrum degi var
flogið til borgarinnar Coca í Ama-
zon sem sprottið hefur upp í
tengslum við olíuvinnslu á svæðinu.
Dvalið var í þjóðgarði, sem byggist
á sjálfbærri þróun og vistvænni
ferðaþjónustu. „Rekstur lítilla sam-
félaga á Amazon-svæðinu er til fyr-
irmyndar og mikilvægur þáttur í
uppfræðslu íbúanna snýst um að
búa í haginn fyrir komandi kyn-
slóðir. Áin Napo er aðalsam-
gönguæðin og því ferðuðumst við
um á litlum mótorknúnum kanóum
um svæðið. Við tóku svo nokkrir
dagar á fljótabáti, þar sem aðbún-
aður var allur til fyrirmyndar. Alla
daga var farið í skoðunarferðir um
regnskógana tvisvar á dag. Regn-
skógunum fylgir mögnuð tilfinning.
Náttúruhljóð dýra, sæt og sterk
gróðurlyktin, mikill raki og kraftur
skógarins umlykur ferðamanninn á
þessum slóðum. Alls staðar er líf.
Plöntur og dýr nærast hvað á öðru
og rotnun gengur hratt fyrir sig.
Því er hringrásin bæði stöðug og
hröð,“ segir Marta.
Skemmtilegir markaðir
Eftir skógarævintýrið hélt hóp-
urinn norður til Otavalo í And-
esfjöllunum þar sem gist var á
gömlum spænskum búgarði. „Í Ota-
valo fórum við á bændamarkað þar
sem lifandi svín, hænsni, nautgripir,
lömb og lamadýr voru boðin hæst-
bjóðendum. Í smáþorpum í kring
sérhæfa þorpsbúar sig í ýmsu fal-
legu handverki, svo sem vefnaði, út-
skurði, útsaumi, skartgripa- og leð-
urgerð. Íbúar hásléttunnar,
Inka-indjánar, eru lágvaxnir.
Hvorki konur né karlar skerða hár
sitt heldur hafa það sítt í fléttum og
klæðast litríkum slám og bera hatta
á höfði. Konurnar, sem eru ba-
búskulegar um sig miðjar, eru
ábyrgar fyrir aðdráttum til heim-
ilisins sem þær bera á bakinu,“ seg-
ir Marta.
Síðasti hluti ferðarinnar hófst á
því að ekið var frá Cuenca, borg
uppi á hásléttunni, niður að hafn-
arborginni Guayaquil. Ferðin lá um
Inka-stíginn, gamla samgönguæð
frá Inka-tímum og var hæst farið í
4.200 metra hæð. „Stórkostlegt var
að sjá hvernig gróðurinn og hita-
stigið breyttist þegar keyrt var úr
allri þessari hæð niður að strönd
sem tók aðeins hálfan annan tíma.
Á sama tíma breyttist hitastigið úr
4°C í 30°C og útsýnið úr hrjóstrugu
landslagi í pálma- og bananatré, en
þess má geta að Ekvador er stærsti
bananaútflytjandi í heimi,“ segir
Þórður.
Í Guayaquil mætti ferðalöng-
unum allt annað andrúmsloft en
þeir höfðu kynnst í landinu til þessa
því þarna var iðandi borgarlíf með
blönduðum íbúum. Flogið var til
Galapagoseyja þar sem gist var um
borð í litlu skemmtiferðaskipi. Far-
ið var í land á nýrri eyju á hverjum
degi og mikið snorklað innan um
sæljón og önnur sjávardýr.
Eyjarnar voru algjörlega óbyggð-
ar fram til ársins 1750, en þar setti
Darwin fram þróunarkenningu sína
um uppruna tegundanna. „Eyj-
arnar eru hrjóstrugar og þar er
hægt að lesa söguna. Þarna eru
dýrin alls óhrædd við manninn,
hvort sem gengið er á landi eða
synt í sjónum. Fast er þó gengið á
eftir því að dýrin séu ekki snert eða
þeim gefinn matur til að rugla ekki
vistkerfið.
Krökkt er af sæljónum og lamb-
kembum og fuglalífið er stórkost-
legt. Nefna má ljósbláfættar súlur,
óflughæfa skarfa og freigátufugla í
tilhugalífinu.
Ég komst í návígi við hákarl neð-
ansjávar og við sáum bæði sæ-
skjaldbökur og landskjaldbökur,
sem Galapagos ber nafn sitt af, en
þær geta orðið allt að 200 ára gaml-
ar og 250 kíló,“ segir Þórður.
Jörðin bara að láni
Ferðin stóð sannarlega undir
væntingum því þau segjast hafa
komið ríkari heim. Landið býr yfir
andstæðum og fjölbreytileika og
sérstakt er að upplifa hin skörpu
skil dags og nætur þar sem mið-
baugur liggur í gegnum landið, að
sögn Mörtu. „Ekvador býr yfir afar
flóknu vistkerfi og þar búa ólíkir
þjóðflokkar með ólíka menningu.
Þarna er gríðarlega mikið dýra- og
plöntulíf. Þarna rekast á þrír jarð-
skorpuflekar, eldvirkni er mikil auk
þess sem landið býr yfir einu flókn-
asta hafstraumakerfi jarðar. Allt
þetta hefur afgerandi áhrif á veð-
urfar á jörðinni. Þetta minnir okkur
á ábyrgð og meðvitaða hnattræna
hugsun. Þegar ferðast er um þetta
svæði þarf maðurinn að muna það
að hann hefur ekki erft jörðina
heldur í besta falli fengið hana að
láni frá afkomendum sínum.“
EKVADOR | Regnskógur, háslétta og eyjar sameinuðust í einni ferð
Náttúruhljóðin eru alls staðar
Hjónin Marta María Oddsdóttir og Þórður Magn-
ússon eru alsæl eftir ferðalag til Ekvador og Galapag-
oseyja. Jóhanna Ingvarsdóttir heyrði ferðasöguna.
Marta María Oddsdóttir og Þórður Magnússon á leið í land á Galapagoseyjum.
Kona við vefnað í Otavalo en í þorpum í Andesfjöllunum sérhæfir fólk sig í ýmsu handverki.Markaðsdagur í Andesfjöllum en þar voru t.d. boðin upp svín, hænsni, lamadýr og lömb.
Sæljón í flæðarmáli á Galapagos.
join@mbl.is