Morgunblaðið - 04.03.2006, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Mikið hefur verið rætt umkvikmyndirnar semkeppa um Óskars-
verðlaunin í ár og sérstaklega í
tengslum við ákveðna bylgju í
kvikmyndaheiminum sem þessar
myndir eru til marks um. Um er
að ræða kvikmyndir sem taka á
málefnum á beinskeyttari hátt en
áður hefur tíðkast og eru raun-
verulega að reyna að segja eitt-
hvað án þess að afþreyingargildið
sé of mikið að þvælast fyrir. Af
einhverjum ástæðum virðist
Hollywood vera meira umhugað
um samfélagsleg álitamál en oft
áður og að sama skapi virðast
kvikmyndaáhorfendur kjósa í
vaxandi mæli að horfa á myndir
sem vekja þá til umhugsunar.
Það hefur sjaldan verið eins al-
varlegt yfirbragð á hátíðinni og í
ár og verður sérstaklega for-
vitnilegt að sjá hvernig það fer
saman við kjólasýninguna og all-
an glamúrinn sem fylgir verð-
laununum. Sú spurning vaknar
óneitanlega hvað veldur þessari
breyttu stemningu í Hollywood
en það er efni í annan og yf-
irgripsmeiri pistil.
Allar myndirnar sem tilnefndareru sem besta myndin draga
fram ólík samfélagsleg álitamál
og benda á ýmsa vankanta í
mannlegu samfélagi. Það má
kannski segja að hið bandaríska
samfélag sé sérstaklega tekið fyr-
ir. Brokeback Mountain, sem
hlaut flestar tilnefningarnar
þetta árið, bregður upp mynd af
lífi samkynhneigðra kúreka í
Suðurríkjum Bandaríkjanna þar
sem hatur á samkynhneigðum er
hvað mest. Myndin Crash varpar
ljósi á rasisma, tortryggni og ótta
í bandarísku samfélagi og Spiel-
berg-myndin Munich tekur fyrir
hryðjuverk herskárra Palest-
ínumanna á Ólympíuleikunum
1972. Sá atburður var ákveðin
ávísun á það sem koma skyldi
sem afleiðing af auknum árekstr-
um hins vestræna heims og Mið-
Austurlanda. Good Night And
Good Luck deilir á hræðsluáróð-
ur stjórnmálamanna og veltir upp
hlutverki fjölmiðla gagnvart
stjórnvöldum og Capote gagn-
rýnir dauðarefsinguna þar í
landi.
Margir vilja meina að þessiumrædda stefna í kvik-
myndaheiminum endurspegli vax-
andi andóf gegn Bush og rík-
isstjórn hans. Slík umræða hefur
orðið háværust í kringum kvik-
myndina Syriana, sem fær til-
nefningu fyrir besta handrit og
bestan leik í aukahlutverki. Þar
kemur fram afskaplega opinská
gagnrýni á utanríkisstefnu
Bandaríkjanna í Mið-Austur-
löndum. Það má segja að aldrei
fyrr hafi þessu álitamáli, sem er
eitthvað mesta og alvarlegasta
deilumál okkar samtíma, verið
gerð betri skil í leikinni banda-
rískri kvikmynd. Þessi mynd kom
mörgum í opna skjöldu þó svo að
umfjöllunarefnið væri alls ekki
nýtt, en að sjá það á hvíta tjald-
inu, með mörgum af skærustu
stjörnum draumaverksmiðjunnar,
var kannski ekki eitthvað sem
fólk bjóst við. Eins er nokkuð
augljóst að kvikmyndinni Good
Night And Good Luck er ætlað að
endurspegla ákveðið ástand í fjöl-
miðlaheiminum í tengslum við
stríðsbröltið í Mið-Austurlöndum.
Óskarsverðlaunahátíðinni virð-ist gjarnan fylgja einhver
ákveðin stemning eða þema sem
er breytilegt hvert árið og rímar
gjarnan við stemningu tíðarand-
ans. Myndirnar sem hreppa sviðs-
ljósið í ár eru málefnalegar
myndir með skoðanir, hugsjónir
og raunverulegan boðskap sem er
afskaplega hressandi nýlunda við
þessa verðlaunahátíð.
Stemning tíðarandans
’Af einhverjum ástæðumvirðist Hollywood vera
meira umhugað um sam-
félagsleg álitamál en oft
áður.‘
Úr kvikmyndinni Syrianna.
thorri@mbl.is
AF LISTUM
Þormóður Dagsson
Björn: „Þú átt að mæta á morgun í
Kársnesskóla og hitta Gunnar skóla-
stjóra.“
Tóta: „Til hvers?“
Björn: „Þú átt að stjórna barnakór.“
Tóta: „En ég kann það ekki.“
Björn: „Þá verður þú bara að læra
það.“
Þetta samtal átti sér stað fyrir lið-
lega þrjátíu árum milli þeirra Björns
Guðjónssonar blásara og Þórunnar
Björnsdóttur tónmenntakenn-
aranema og lýsir því hvernig það bar
til að Þórunn tók að sér að stjórna
Kór Kársnesskóla.
Þrjátíu árum síðar er Þórunn
Björnsdóttir enn þá kórstjóri í Kárs-
nesskóla og víst er að framlag henn-
ar til tónmennta barna við skólann
hefur verið gríðarlegt. Sérstaða kór-
starfsins í Kársnesskóla einkennist
af almennri þátttöku allra nemenda
skólans, þar sem þorri kóræfinga fer
fram á skólatíma og skólakór er eins
og hver önnur námsgrein á stunda-
skrá. Það hefur jafnan verið bjarg-
föst trú kórstjórans að öll börn geti
sungið fái þau til þess tækifæri og til-
sögn. Skólakór Kársness hefur frá
upphafi verið einn af atkvæðamestu
barnakórum í íslensku tónlistarlífi,
haldið tónleika um allt land og sungið
á óteljandi fjölda hátíða og menning-
arviðburða, auk þess sem hann hefur
margsinnis sungið við góðan orðstír
erlendis. Kórinn var tilnefndur til Ís-
lensku tónlistarverðlaunanna 2005.
Á laugardag verður kórinn gestur
Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fjöl-
skyldutónleikum í Háskólabíói, en
kórinn hefur margoft sungið með
hljómsveitinni.
Að þessu sinni, í tilefni af 30 ára
starfsafmæli Þórunnar og kórsins,
syngja um tvö hundruð söngvarar á
aldrinum 10–16 ára með hljómsveit-
inni. Dagskráin verður afar fjöl-
breytt og við hæfi allrar fjölskyld-
unnar.
Tónlist | Skólakór Kársness syngur með
Sinfóníuhljómsveitinni á fjölskyldutónleikum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þórunn á æfingu með krökkunum sínum í Kársnesskóla.
Þú átt að stjórna
barnakór
TENGLAR
..............................................
http://www.sinfonia.is
„ÞROSKI minn og framfarir á
ljósmyndasviðinu væru ekki söm
ef ekki væri fyrir framlag Ís-
lands,“ sagði breski ljósmynd-
arinn Brian Griffin í samtali við
Morgunblaðið. Tilefnið var opn-
un á stórri ljósmyndasýningu
hans sem unnin er í samvinnu
við Orkuveitu Reykjavíkjur og
verður opnuð í Galleríi 100° í
húsi Orkuveitunnar, Bæjarhálsi
1, í dag, laugardag kl. 16.00.
Vatnafólkið dularfulla
Sýningin segir sögu Vatna-
fólksins (The Water People) sem
Brian ljósmyndaði í ágúst og
september á síðasta ári. „Stjórn
OR hafði samband við mig eftir
að ég hafði haldið sýninguna
Áhrif (Influences – Retro-
spectives) í Listasafni Reykja-
víkur í janúar í fyrra og bauð
mér að koma til Íslands og verða
fyrsti ljósmyndari í heimi til að
festa þessa þjóð, Vatnafólkið, á
filmu. Ég þáði það en var þó
ekki viss um að ég myndi snúa
aftur því ferðin var farin of-
anjarðar og neðan á hálendi Ís-
lands.“
Afraksturinn má sjá á 45 ljós-
myndum sem prýða munu veggi
sýningarsalarins sem og anddyri
húss Orkuveitunnar.
Verkefni af óþekktri stærð
Brian segir sýninguna vera
lauslega byggða á verki Jules
Verne, Ferðinni inn að miðju
jarðar, sem skrifuð var árið
1864. Andrúmsloftið verði í anda
bókarinnar og sem dæmi megi
nefna að sumar myndanna séu í
stórum og íburðarmiklum römm-
um sem vísi til þess tíma. „Þetta
er ótrúlegt verkefni af stærð-
argráðu sem enginn einn ljós-
myndari gæti gert upp á eigin
spýtur. Sem betur fer hef ég
góða bakhjarla sem styðja vel
við bakið á mér. Þetta er mjög
framsækið verkefni, líklega eins
framsækið og hægt er að ráðast
í.“
Bókaútgáfa í kjölfarið
Ljósmyndabók mun koma út í
kjölfar sýningarinnar þar sem
getur að líta myndirnar sem til
sýnis eru ásamt fleirum. Einnig
verður á sýningunni heimild-
armynd eftir Brian þar sem far-
ið er 20 ár fram í tímann og
hann segir frá reynslu sinni og
ferðalagi til borgar Vatnafólks-
ins.
Brian Griffin er þekktur ljós-
myndari sem unnið hefur við
flest sem við kemur ljósmyndun
í heimalandi sínu. Hann hefur
sett upp fjölda sýninga, gefið út
9 ljósmyndabækur, starfað með
tónlistarfólki og við auglýs-
ingagerð.
Sýningin er opin mánudaga til
föstudaga frá kl. 8.30–16.00 og
laugardaga frá kl. 13.00–17.00.
Hún stendur til 8. apríl.
Ljósmyndun | Óhefðbundin ljósmyndasýning í húsi Orkuveitunnar
Töfrar Vatnafólksins
Eftir Eyrúnu Valsdóttur
TENGLAR
............................................
www.briangriffin.co.uk
www.or.is
Brian Griffin festi Vatnafólkið á
filmu í fyrrahaust.