Morgunblaðið - 04.03.2006, Side 32

Morgunblaðið - 04.03.2006, Side 32
32 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ tekur langan tíma að byggja upp ímynd þjóðar, en að sama skapi er hún brothætt og getur skaðast á stuttum tíma. Nýlegt dæmi eru áhrif skopmynda Jyllands-Posten af Múhameð spámanni en talið er að dönsk fyr- irtæki muni tapa millj- örðum króna vegna áhrifa myndbirting- anna og ímynd Dana og danskra vara hefur beðið hnekk á al- þjóðavettvangi. Það er mikilvægt að Ísland aðgreini sig frá sam- keppnislöndunum. Markmið okkar ætti að vera að Ísland sé þekkt erlendis sem land hreinleika og ósnortinnar náttúru. Reykjavík- urborg gæti orðið þekkt sem hrein- asta höfuðborg Evrópu sem myndi meðal annars vega upp á móti þeirri ímynd sem hún nú hefur sem skemmtanaborgin mikla, eins og niðurstöður könnunar netsins um ímynd Íslands og Reykjavíkur sýndi. Sú grein birtist í Morg- unblaðinu í nóvember 2004, einnig niðurstöður rannsóknar fyrirtæk- isins meðal 600 neytenda á Norð- urlöndunum um ímynd Íslands. Eldri greinar um málefnið eru á vef- síðunni www.netid.is. „Hrein torg fögur borg“ var höf- undi innrætt í æsku. Reykjavík- urborg hefur alla burði til þessa verkefnis og með réttri vinnu fag- manna, til að mynda í stefnumótun og markaðsmálum, er hægt að skapa Íslandi og Reykjavík enn verðmætari sess erlendis. Í fram- kvæmd yrði að setja lög og reglur þegar hvers konar sóðaskapur er við- hafður svo sem rusli og sígarettustubbum hent á götum, flöskur mölv- aðar og svo framvegis. Höfundi er minn- isstætt frá ferð til Flórída hve allt var hreint, en skilti þar boða 50 dollara sekt við að henda rusli á götur. Slagorð Reykjavík- urborgar gæti með tíð og tíma orðið „Pure energy in Europe’s cleanest capital!“ Ímynd borg- arinnar yrði þá skemmtileg, hrein og fögur. Styrkleikar og markaðsbreytur Íslands og höfuðborgarinnar Umhverfi okkar og náttúran er dýrmætasta auðlind landsins og dregur flesta ferðamenn til landsins. Eftirfarandi atriði önnur aðgreina Ísland og Reykjavík og má nýta sem markaðsbreytur: 1. Náttúruauðlindir eins og jarð- varmi – Ein okkar allra dýr- mætasta og aðgreinandi nátt- úruauðlind er jarðvarminn og heita vatnið. Auk Bláa Lónsins eru og verða sundlaugarnar einn af hornsteinum í ímynd Reykjavíkur og Íslands. Engin borg býður upp á („spa“) heitar sundlaugar, heita potta, gufu- bað, heitar sturtur og margt fleira fyrir tæpar fjórar evrur. 2. Hreinleiki – Hreint land og bæ- ir er nauðsynlegur grundvöllur fyrir mögulegan sess Reykja- víkur sem hreinasta höfuðborg í Evrópu. Sveitarfélög ættu að setja sér stefnumótandi mark- mið í þeim tilgangi. Tækifæri eru til staðar sem ættu að geta gert Reykjavík að hreinustu höfuðborg í Evrópu eða jafnvel í heimi! 3. Skemmtanir, næturlíf, af- þreying og menning – Reykja- vík hefur þegar skapað sér sess sem skemmtanaborg sem býð- ur einnig upp á mikla afþrey- ingarmöguleika í næsta ná- grenni eins og náttúru-, jeppa-, jökla- og hestaferðir. Reykja- víkurborg státar einnig af mörgum og merkilegum söfn- um og það sama á við víða á landsbyggðinni. 4. Gæði veitingastaða – Fyrsta flokks veitingastaðir eru í Reykjavík og standast sam- anburð við hvaða land sem er. Ákveðin offjárfesting er þó í at- vinnugreininni. Hátt áfeng- isgjald og hráefnisverð kemur sér einnig illa varðandi sam- keppnishæfni Reykjavíkur, ekki síst við samkeppnisborgir, til að mynda í Austur-Evrópu. Þróun nýrra auðlinda og samkeppnishæfni Rannsóknin á Norðurlöndunum sýndi að svarendur tengja Ísland frekar við hreina náttúru en stór- fenglega, en þann sess hefur Nor- egur í huga þeirra. Íslendingar eiga nú stærsta þjóðgarð í Vestur- Evrópu, Vatnajökulsþjóðgarð. Með slíkt áþreifanlegt tákn fyrir hreina og ósnortna náttúru er auðvelt að vekja áhuga fjölmiðla á að fjalla um landið og sannfæra almenning er- lendis um að gæði eru einkennandi fyrir landið, íslenska framleiðslu og þjónustu. Myndin sýnir þjóðgarðinn og þau svæði sem nú eru vernduð, áhugaverð svæði og nýjar hug- myndir að verndarsvæðum. Tillög- urnar varðandi þjóðgarð og horn- stein voru settar fram í stefnumótunarhluta rannsókn- arinnar frá 1998. Hugmyndir okkar tóku ekki afstöðu með ákveðnum sjónarmiðum, hvorki eindreginnar náttúruverndar né óheftrar orku- nýtingarstefnu, þar sem gert er ráð fyrir að virkjanir séu staðsettar fyr- ir utan friðaða svæðið. Mannauð- urinn á svo uppsprettu sína í landi hreinleikans! Ímynd Íslands og Reykjavík- ur – Stefnumótunartillögur Hákon Þór Sindrason fjallar um ímynd Íslands ’Markmið okkar ætti aðvera að Ísland sé þekkt erlendis sem land hrein- leika og ósnortinnar náttúru.‘ Hákon Þór Sindrason Höfundur er rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins NETIÐ markaðs- og rekstrarráðgjöf, hakon@netid.is Grænu svæðin sýna þjóðgarðinn og þau svæði sem nú eru vernduð, áhuga- verð svæði og nýjar hugmyndir að verndarsvæðum. ALLT sem við notum verður einhvern tímann að úrgangi. Hvert mannsbarn hér á landi hendir árlega tæpum þrjú hundr- uð kílóum af heimilisúrgangi eða að meðaltali um sex sinnum okkar eigin líkams- þyngd … og magnið er stöðugt að aukast. Með því að breyta neyslumynstri okkar má spara fé, vernda umhverfið og sporna gegn gróðurhúsa- áhrifum. Komandi kynslóðir eiga rétt á því að hver og einn líti í eigin barm og hefjist handa. Hvernig og hversu mikill úrgangur verð- ur til á hverju heimili ræðst af ýmsum þátt- um, til dæmis innkaupavenjum, hversu vel neytandinn nýtir vör- una, gæðum og endingu hennar, tísku, magni umbúða og síðasta söludegi svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður til úrgangur í görð- um og iðulega fyllast ryksugupok- ar sem þarf að tæma eða henda. Undanfarin ár hafa farið fram árlegar kannanir um samsetningu heimilisúrgangs. Þær sýna að heimilisúrgangi má gróflega skipta í fjóra meginflokka: mat- arleifar, umbúðir, pappír og ann- að. Skiptingin virðist almennt séð nokkuð jöfn milli þessara flokka, þannig að hver flokk- ur er um það bil fjórðungur af heild- inni en auðvitað er nokkur breytileiki frá einu heimili til ann- ars. Könnun sem þessi endurspeglar glögglega breytingar í neysluvenjum. Papp- írsmagnið hefur til dæmis stóraukist síð- an ókeypis dagblöð og auglýsingarbæklingar fóru að berast um lúguna í auknu mæli. Segja má að ruslapok- inn sé lokapóstur nútímaneyslu- samfélagsins. En þetta er ekki öll sagan. Til að framleiða þann aragrúa af vörum sem við notum þarf hrá- efni, hjálparefni og orku og stór hluti af þessu er ekki hluti af end- anlegri vöru. Reiknað hefur verið út að til framleiðslu á einum tann- bursta þarf allt að 1,5 kíló af aukaefnum, á einum farsíma þarf 75 kíló og til framleiðslu á einni fartölvu um 1.500 kíló. Þetta er hinn svo kallaði „ósýnilegi“ úr- gangur sem einnig fylgir vör- unum. Ekki má svo gleyma þeim úrgangi sem fellur til vegna flutn- ings, umpökkunar vara. Sam- antekið er hver og einn ábyrgur fyrir hátt í 100 sinnum eigin lík- amsþyngd af úrgangi … árlega! Það er orðið tímabært að hver einstaklingur skoði eigið neyslu- mynstur út frá umhverfissjón- armiðum. Ekki er allt rusl sem sýnist … Cornelis Aart Meyles fjallar um úrgang og umhverfisáhrif nútímaneyslumynsturs okkar ’Hver Íslendingur hend-ir árlega um sex sinnum eigin líkamsþyngd af heimilisúrgangi.‘ Cornelis Aart Meyles Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. ÞJÓNUSTA við sængurkonur og nýbura er í mínum huga kjarni hvers velferðarkerfis og um leið góður mælikvarði á hagsæld og jafnrétti. Tölfræði um mæðra- og ungbarnadauða sýnir okkur glöggt hversu langt í land mörg fátæk lönd eiga í vegferð sinni til velferðar og hagsældar. Sú töl- fræði afhjúpar misskiptinguna og misréttið í heiminum betur en flest annað. Íslendingar stæra sig af bestu hugsanlegri þjónustu við barnshafandi konur, sængurkonur og nýbura. Við megum líka vera stolt af þeim góða árangri sem sú heilbrigðisþjónusta, greidd með almannafé og veitt án tillits til efnahags, hefur skilað okkur. Nú ber hins vegar svo við að heimaþjónusta sjálfstætt starf- andi ljósmæðra er í uppnámi. Samningar hafa ekki náðst og hvert pláss á sængurkvennadeild LSH er upptekið. Hvernig má það vera að teflt er á tæpasta vað í þessum efnum? Það er á ábyrgð ríkisvaldsins að tryggja þjónustu við fæðandi konur hvenær sem er og hvar sem er. Það er einnig rík- isvaldsins að koma í veg fyrir að þjónusta við sængurkonur sé skert. Eðli málsins samkvæmt þolir málið enga bið, eða hvað ætlast menn til að barnshafandi konur geri? Sjálfstætt starfandi ljósmæður veita fjölskyldum þessa lands persónulega þjónustu, öryggi og umhyggju. Í mínum huga er varla til verðmætara starf. Það ber ríkisvaldinu að hafa í huga. Þórunn Sveinbjarnardóttir Heimaþjónusta ljósmæðra Höfundur er alþingismaður. ÁTTHAGAFÉLAG eitt undirbjó árshátíð og efndi til prófkjörs um matseðil. Sökum dreif- ingar atkvæða komst aðalrétturinn ekki á blað, flest atkvæði hlaut þunn súpa, þá tannstönglar og síðan kaffi. Þessi gamansaga kunningja míns kom mér í hug þegar úrslit voru gerð kunn í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Garðabæ. Karlar í fjórum efstu sætunum, og árið er 2006. Ekki söluvænn listi segja sjálfstæðismenn. Lengi má deila um hvaða aðferð henti best til að velja á lista en að- ferð sem plantar fjór- um körlum saman áður en nokkur kona á möguleika vekur um- hugsun. Er aðferðin ótæk eða er þarna að- eins tölfræðilega séð um „tilfelli“ að ræða, tilfelli sem ekki segir neitt um aðferðina? Ég hallast að því að þarna hafi einfaldlega ber- skjaldast vandi þessa flokks. Menn gefa kost á sér í prófkjör, leggja allt undir, eyða offjár í auglýsingar, smala stíft og ekki aðeins þeim sem eru ná- komnir viðkomandi stjórnmálaflokki. Útkoman er eftir því, stundum ekki mjög „seljanleg“ eins og sagt er um lista sjálfstæðismanna í Garðabæ. Vinstri græn urðu fyrst til að ganga frá sínum framboðslista í Reykjavík í janúarbyrjun að und- angengnu prófkjöri. Sigurvegari prófkjörsins með yfir 70% atkvæða í fyrsta sætið og þar með oddviti Vinstri grænna í Reykjavík er Svan- dís Svavarsdóttir. Svandís hefur svo sannarlega ekki verið þjökuð af at- hyglissýki. Þrátt fyrir margvísleg störf að borgarmálum hefur hún ekki prýtt forsíður blaða né verið tíður gestur sjónvarpsstöðva. En fé- lagar í Reykjavíkurfélagi Vinstri grænna þekktu hana og kusu. Félagar þekktu hana fyrir rök- festu og eftirfylgni, hve fljót hún var að greina aðalatriði frá auka- atriðum og komast að niðurstöðu. Þeir höfðu fylgst með því hve auð- velt hún átti með að samræma sjónarmið þannig að allir undu við sáttir. En Svandís er einnig þekkt fyrir störf sín í þágu heyrnarlausra og baráttu fyrir viðurkenn- ingu táknmálsins. Af undursamlegri list tekst henni að koma gleði og áhyggjum heyrn- arlausra á framfæri við okkur hin sem búum yf- ir takmarkaðri getu til samskipta og gefa okkur þannig hlutdeild í þeirra spennandi heimi. Svan- dís hefur gert heyrn- arlausum kleift að vera metnir á sömu for- sendum og aðrir. Með Svandísi sem oddvita er listi Vinstri grænna skýr valkostur vinstri manna sem vilja halda áfram því góða sem Reykjavík- urlistinn áorkaði en jafnframt móta ferska stefnu þar sem þess er þörf. Svandís oddviti vinstri manna í Reykjavík Guðrún Hallgrímsdóttir fjallar um nýjan valkost vinstri manna í pólitík Guðrún Hallgrímsdóttir ’Með Svandísisem oddvita er listi Vinstri grænna skýr val- kostur vinstri manna sem vilja halda áfram því góða sem Reykja- víkurlistinn áork- aði en jafnframt móta ferska stefnu þar sem þess er þörf.‘ Höfundur er matvælaverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.