Morgunblaðið - 04.03.2006, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ kom engum á óvart, að Al-
coa skyldi velja Húsavík fyrir ál-
ver. Aðdragandinn hefur verið
langur, fjórir áratugir raunar, ef
upphafspunkturinn er settur við
ráðstefnu okkar
ungra sjálfstæð-
ismanna á Akureyri.
Allan þennan tíma
hefur baráttan fyrir
álveri á Norðurlandi
staðið. Fyrst var tal-
að um Eyjafjörð, síð-
an Húsavík og Eyja-
fjörð og loks bættist
Skagafjörður í hóp-
inn. Og mér finnst
rétt að halda því til
haga, að þegar ákveð-
ið var, að næsta álver
skyldi rísa við Reyð-
arfjörð lýsti ég þeirri skoðun
minni í ríkisstjórn, að síðan kæmi
röðin að Norðurlandi.
Ég get ekki neitað því, að um
skeið óttaðist ég, að innbyrðis
deilur spilltu enn einu sinni fyrir
því, að umræður um álver á Norð-
urlandi kæmust á skrið. En þá tók
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri
af skarið. Til þess að draga Norð-
lendinga að sameiginlegu borði
lýsti hann því yfir, að bæjarstjórn
Akureyrar gæti vel hugsað sér
Húsavík sem fyrsta kost í stöð-
unni, enda yrðu allir þrír kost-
irnir, Eyjafjörður, Húsavík og
Skagafjörður, vegnir og metnir af
fjárfestum, sem síðan veldu stað-
inn. Norðlendingar stæðu síðan
sem einn maður á bak við ákvörð-
un fjárfestisins, Alcoa. Eftir á
sýnist þetta einfalt og létt eins og
ávallt þegar hlutirnir ganga eftir.
Auðvitað sækjast byggðarlög
eftir því að fá stóriðju. Slíkur at-
vinnurekstur gefur stöðugleika og
margvísleg atvinnutækifæri, sem
eru eftirsóknarverð. Og það ber
að hafa í huga í því
sambandi, að þessi
störf eru vel launuð,
þau krefjast mennt-
unar og sérþekkingar
og eru unnin af kon-
um og körlum.
Reynslan af stór-
iðjuverunum við
Straumsvík og í Hval-
firði sýnir, að slíkar
verksmiðjur eru góð-
ur vinnustaður og
hafa holl áhrif í kring-
um sig.
Ég hygg, að við Ís-
lendingar séum sammála um, að
það sé rétt og nauðsynlegt og
kannski óumflýjanlegt í tímans rás
að nýta auðlindir okkar til lands
og sjávar með sjálfbærum hætti.
Síðan hafa menn tekið sér stöðu
innan þess ramma. Ég er í hópi
þeirra, sem telja óhjákvæmilegt
að halda enn um sinn áfram að
nýta orkulindir okkar til að bæta
mannlíf, jafna lífskjör og treysta
byggðirnar. Nú liggur það fyrir,
að orkuna í álver við Húsavík á að
sækja í háhitasvæðin á Þeista-
reykjum, í Gjástykki, við Kröflu
og í Bjarnarflagi. Þessi orka er
umhverfisvæn og endurnýjanleg.
Í þessu sambandi hljóta orð
Bernts Reitan aðstoðarforstjóra
Alcoa að vera okkur til umhugs-
unar: „Það þarf að fara út í þróun-
arvinnu í sambandi við nýtingu
jarðvarma og þar gætum við ekki
verið á betri stað en Íslandi. Ís-
land er í allra fremstu röð hvað
varðar nýtingu jarðvarma og við
höfum verið mjög hrifnir af því
sem við höfum kynnst í þeim efn-
um hjá Landsvirkjun og íslensk-
um stjórnvöldum. Mér finnst þetta
því virkilega gott tækifæri fyrir
okkur og tel að þetta sé jafnvel
líka tækifæri fyrir Landsvirkjun
til að kynna slíka nýtingu á jarð-
varma til sögunnar, ekki bara á
Íslandi heldur líka annars staðar í
heiminum.
Þessi ummæli eru athyglisverð
og leggja okkur Íslendingum
ábyrgð á herðar.
Áhrif af álveri við Húsavík
munu skipta sköpum fyrir framtíð
byggðar á Norð-Austurlandi og
fjörkippur koma í atvinnulífið á
öllu svæðinu frá Eyjafirði og aust-
ur í Norður-Þingeyjarsýslu. Og er
það efni í nýja grein að velta því
fyrir sér.
Og brátt mun álver
rísa við Húsavík
Halldór Blöndal fjallar
um álver á Húsavík ’Auðvitað sækjastbyggðarlög eftir því að fá
stóriðju. Slíkur atvinnu-
rekstur gefur stöðugleika
og margvísleg atvinnu-
tækifæri, sem eru eft-
irsóknarverð.‘
Halldór Blöndal
Höfundur er alþingismaður.
ÞAÐ ER hreint út sagt ótrúlegt
að fylgjast með vandræðaganginum
í stjórn borgarinnar
undir forystuleysi
borgarfulltrúa Sam-
fylkingarinnar. Hæst
ber lóðaklúðrið við
sölu lóða í Úlfarsfelli.
Þar endurspeglaðist
enn á ný sú staðreynd
að skipulags- og lóða-
mál borgarinnar eru
komin í algjörar
ógöngur. Lóðaskorts-
stefna R-listans og
uppboðsreglur um
sölu lóða hafa haft
margar slæmar afleið-
ingar og m.a. stuðlað
að stórhækkun lóða-
gjalda og fasteigna-
gjalda og braski með
lóðir.
Almennt launafólk
á ekki möguleika
Lóðauppboðin hafa
leitt til þess að nánast
er ógjörningur fyrir
almennt launafólk að
fá lóðir undir sérbýli
og hundruð ein-
staklinga og fjöl-
skyldna hafa flutt úr
Reykjavík í önnur sveitarfélög
vegna þessa ástands. Það vakti
vissulega athygli, að þrátt fyrir þrá-
beiðni fréttamanna vildi formaður
skipulags- og byggingarráðs, Dagur
B. Eggertsson, sem nýlega hefur
gengið til liðs við Samfylkinguna ,
ekki mæta í sjónvarpsþátt til að
ræða lóðaklúðrið í Úlfarsfelli og hef-
ur að ég best veit nánast ekki sagt
orð um það mál í fjölmiðlum.
Íbúafjölgun í Reykjavík á und-
anförnum árum er undir landsmeð-
altali og börnum á leikskólaaldri í
Reykjavík hefur fækkað um 627 frá
árinu 1997–2005 á sama tíma sem
þeim hefur fjölgað um rúmlega 400 í
okkar nágrannasveitarfélögum.
Hvernig væri ástandið hjá leik-
skólum borgarinnar ef þessi þróun
hefði ekki átt sér stað?
Eru lóðir hágæðavara?
Við umræður í borgarstjórn ný-
lega um lóðaklúðrið í Úlfarsfelli kom
fram hjá einum borgarfulltrúa Sam-
fylkingarinnar að lóðirnar í Úlfars-
felli væru hágæðavara og því ekki
óeðlilegt að verðið væri hátt, t.d. 20
milljónir króna fyrir eina litla lóð
undir einbýli. Hverskonar málflutn-
ingur er þetta? Er það ekki augljóst
að með þessu er verið að segja við
flesta Reykvíkinga;
reynið ekki að bjóða í
lóðir á nýbygging-
arsvæðum, þið eigið
enga möguleika ?
Misheppnaðar
reglur um
ráðstöfun lóða
Borgarfulltrúar Sam-
fylkingarinnar og flest-
ir aðrir borgarfulltrúar
meirihlutans segja að
eina sanngjarna leiðin
til að ráðstafa lóðum sé
að bjóða þær hæstbjóð-
anda. Þetta segja þeir
sem telja lóðaskort
náttúrulögmál og að
lóðir á nýbygging-
arsvæðum séu hágæða-
vara. Þetta segja borg-
arfulltrúar
meirihlutans, sem aldr-
ei hafa haft vilja né getu
til að hafa nægilegt
framboð lóða og sjá sér
því þann einn kost fær-
an að búa til misheppn-
aðar reglur um ráð-
stöfun lóðanna, m.a.
lottóleiðina frægu í
Lambaseli og tala síðan um jafnræði
borgaranna.
Stefnunni verður að gjörbreyta
Hvaða jafnræði er það þegar ein-
ungis hátekjufólk á möguleika á því
að fá lóðir undir sérbýli? Jafnræðið
felst í því að hafa nægilega margar
lóðir til ráðstöfunar þannig að þeir
sem vilja byggja og búa í Reykjavík
geti fengið lóðir. Við sjálfstæð-
ismenn ætlum okkur að gjörbreyta
stefnunni í skipulags- og lóðamálum,
tryggja nægt lóðaframboð og lægri
lóðagjöld. Þá þarf ekki uppboðs-
reglur sem bæði stórhækka lóða-
verðið og skapa ójafnræði milli borg-
aranna. Glundroðinn í stjórn
borgarinnar er mikill hvort sem litið
er til skipulags- og lóðamála eða
stjórnsýslu borgarinnar almennt.
Hver stjórnar á þeim bæ þessa dag-
ana veit nú enginn.
Glundroði í stjórn
borgarinnar
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
fjallar um lóða- og skipulags-
mál Reykjavíkurborgar
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
’Við sjálfstæð-ismenn ætlum
okkur að gjör-
breyta stefnunni
í skipulags- og
lóðamálum,
tryggja nægt
lóðaframboð og
lægri lóðagjöld.‘
Höfundur er leiðtogi
sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
ATLI Heimir
Sveinsson fann að því
í Lesbók 25.2. að ég
hefði dembt skömm-
um yfir þá Davíð B.
Franzson og Atla
Ingólfsson í grein
sem ég skrifaði um
tiltekna tónleika á ný-
liðnum Myrkum mús-
íkdögum. Hann bend-
ir á að „menn eigi að
segja skoðun sína af-
dráttarlaust, en alltaf
innan ramma kurteis-
innar“.
Sjálfsagt er það
álitamál hvernig lýsa
eigi tónlist sem manni
geðjast ekki að og vel
má vera að ég hafi
farið yfir strikið þegar
ég gagnrýndi tónlist-
ina eftir Davíð. Hafi
ég valdið hlutaðeig-
andi óþarfa sárindum þykir mér
það leitt.
Hinsvegar kannast ég ekki við að
hafa dembt skömmum yfir Atla
Ingólfsson. Það sem ég sagði í
grein minni var eftirfarandi:
„… tónlistin var haganlega gerð og
það var alltaf eitthvað að gerast í
henni. Andstæðum
flötum var raðað sam-
an á sannfærandi hátt
og hvergi var neinu
ofaukið.“
Hvað átti Atli Heim-
ir því við? Jú, eina sem
mér dettur í hug er
hörð gagnrýni mín á
myndbandsverk er
sýnt var um leið og
tónlistin var leikin. Því
miður kom hvergi fram
í grein minni að mynd-
bandið væri ekki eftir
tónskáldið heldur allt
annan mann, og því
hafa lesendur mínir
auðvitað haldið að ég
væri að skamma Atla
Ingólfsson fyrir mynd-
bandið, sem ég er enn
á að hafi verið skelfi-
lega lélegt. Það var
ekki ætlun mín og
biðst ég velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Skammardemba?
Jónas Sen svarar Atla
Heimi Sveinssyni
Jónas Sen
’Hafi ég valdiðhlutaðeigandi
óþarfa sárindum
þykir mér það
leitt.‘
Höfundur er tónlistargagnrýnandi.
NÝLEGA birti menntamála-
ráðuneytið tillögur að nýrri aðal-
námskrá fyrir framhaldsskóla. Þar
á meðal eru tillögur að áföngum í
náttúrufræði fyrir fé-
lagsfræðibraut og
málabraut. Nemendur
á þessum brautum
skulu skv. nýrri nám-
skrá ljúka aðeins 6
einingum í nátt-
úrufræði. Tillögurnar
gera ráð fyrir tveim-
ur þriggja eininga
áföngum, NÁT 103,
efna- og lífvísindi og
NÁT 113, eðlis- og
jarðvísindi. Í núgild-
andi námskrá eru
samsvarandi áfangar
í náttúrufræði þrír, samtals 9 ein-
ingar. Líffræðin fær þrjár ein-
ingar, jarðfræðin þrjár, en efna-
fræði og eðlisfræði eru aðeins
hálfdrættingar enda settar saman
í einn þriggja eininga áfanga.
Ráðuneytið hefur viðurkennt að
síðastnefndi áfanginn hafi reynst
illa. Þar að auki hafa efnafræði og
eðlisfræði verið settar skör lægra
en hinar greinarnar með helmingi
færri einingar hvor en líffræði og
jarðfræði. Þegar þetta var gert
var valdi misbeitt. Samt ætla
menn ekki að láta sér segjast. Nú
er bara búið að hræra í pottinum
og ákveða að hafa annars vegar
efnafræði og líffræði saman og
hins vegar eðlisfræði og jarðfræði.
Þetta heitir samþætting og þykir
fínt. Ég hef í gamni lagt til að
danska og þýska verði kenndar
saman í áfanga sem heitið gæti
germönsk málvísindi. Svo mætti
kenna frönsku og spænsku saman
sem rómönsk málvísindi. Þetta
finnst engum sniðugt, en mönnum
virðist finnast allt í lagi að hræra
raunvísindagreinunum saman á
marga vegu.
Og skyldu þá efnafræðin og eðl-
isfræðin fá að njóta sín til jafns
við hinar greinarnar í hinum nýju
áföngum? Ef skoðaðar eru um-
ræddar tillögur virð-
ist svo ekki vera og
enn er höggvið í sama
knérunn. Í NÁT 103
tillögum er birtur efn-
isatriðalisti upp á 13
línur. Þar af eru
u.þ.b. 3 línur um efna-
fræði og 10 línur um
líffræði. Ég sé ekki
betur en efnafræðinni
sé vikið til hliðar og
þessi áfangi eigi fyrst
og fremst að snúast
um líffræði. Ekki veit
ég af hverju höfundar
tillagnanna kjósa að hygla líffræð-
inni á kostnað efnafræðinnar, en
ég tel þetta algerlega óásætt-
anlegt og mótmæli þessu harð-
lega. Mér sýnist meðferðin á eðl-
isfræðinni enn verri í áfanganum
NÁT 113. Sá áfangi sýnist mér
snúast að mestu leyti um jarð-
fræði. Mér finnst það furðulegt að
menn skuli leyfa sér að senda frá
sér tillögur sem þessar.
Það er staðreynd að mjög marg-
ir framhaldsskólakennarar eru svo
mjög mótfallnir skerðingu náms til
stúdentsprófs að þeir vilja ekki
taka þátt í vinnu sem miðar að
þessu. Þeir sem gefið hafa kost á
sér í þessa vinnu verða hins vegar
að gæta þess að gera efnafræði og
eðlisfræði jafnhátt undir höfði og
líffræði og jarðfræði. Menn hljóta
að velta því fyrir sér hver sé
menntun tillögusmiðanna. Ég vil
ekki trúa að menn geri það vísvit-
andi að hygla sinni faggrein á
kostnað annarra. Þetta hljóta að
vera mistök og við sem höfum
metnað fyrir hönd efnafræði og
eðlisfræði hljótum að krefjast þess
að mistökin verði leiðrétt..
Hins vegar er nú nóg komið af
þessari samþættingarvitleysu í
náttúrufræðum. Ég legg til að
búnir verði til fjórir tveggja ein-
inga áfangar í náttúrufræðigrein-
um fyrir félagsfræðibraut og
málabraut, einn í eðlisfræði, einn í
efnafræði, einn í jarðfræði og einn
í líffræði. Til að ljúka 6 einingum
velji nemendur þrjá þessara
áfanga. Það fer einfaldlega best á
því að fagmenn sjái um kennslu í
sinni grein. Efnafræðingar eru
best til þess fallnir að kenna efna-
fræðina, líffræðingar líffræðina
o.s.frv.
Annað vil ég nefna varðandi
umræddar tillögur um áfangann
NÁT 103, efna- og lífvísindi. Þeg-
ar lýsingin á honum er borin sam-
an við núgildandi námskrá í nátt-
úrufræði fyrir grunnskóla sé ég
ekki betur en um sé að ræða end-
urtekningar á mörgum atriðum. Í
tengslum við áform mennta-
málaráðherra um styttingu náms-
tíma til stúdentsprófs hefur ráð-
herrann lagt áherslu á að nýta
þurfi tíma nemenda betur og hafa
endurtekningar í lágmarki. Mér
sýnist vanta talsvert á að höf-
undar tillögu að NÁT 103 taki mið
af þessum óskum ráðherrans.
Athugasemdir við
námskrártillögur
Björn Guðmundsson
fjallar um styttingu náms
til stúdentsprófs ’Hins vegar er nú nógkomið af þessari sam-
þættingarvitleysu í nátt-
úrufræðum.‘
Björn Guðmundsson
Höfundur er efnafræðingur
og framhaldsskólakennari.