Morgunblaðið - 04.03.2006, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 04.03.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 37 UMRÆÐAN ÍSnorra-Eddu (Gylfaginn-ingu) segir frá því er Fenrisúlfur var bundinnþremur fjötrum. Fyrsti fjöturinn hét Læðingur og um hann segir: þeir [æsir] gerðu fjöt- ur allsterkan, er þeir kölluðu Læð- ing, og báru hann til úlfsins og báðu hann reyna afl sitt við fjöt- urinn, en úlfinum þótti sér það ekki ofurefli og lét þá fara með sem þeir vildu. En hið fyrsta sinn, er úlfurinn spyrndi við, brotnaði sá fjötur. Svo leystist hann úr Læð- ingi. Til þessarar frásagnar vísa ýmis orðatiltæki, t.d. e-ð leysir e-ð úr læðingi, leysa e-ð/sig úr læð- ingi; e-ð losnar/leysist úr læðingi og leggja e-n í læðing, sbr.: ... leysa þannig nýja orku úr læðingi (Blaðið 18.2.06) og ... þegar þessi kraftur losnar úr læðingi (Mbl. 18.2.06). Í föstum orðasamböndum sem þessum eru oft til nokkur af- brigði, í þessu tilviki eru t.d. ýmist notaðar sagnirnar leysa, losna eða leysast. Málvenja og málkennd hlýtur að ráða hvers eðlis frávikin mega vera. Umsjónarmaður rakst nýlega á dæmi sem honum finnst orka tvímælis: ... virkja þessa orku úr læðingi (Mbl. 18.2.06). Umsjónarmaður hefur áður vik- ið að því að forsetningin vegna virðist sækja mjög á í nútímamáli og er hún þá notuð í stað ýmissa annarra forsetninga. Ástæða þessa liggur ekki í augum uppi, ef til vill má rekja þessa tilhneigingu til þess að merking forsetning- arinnar vegna er býsna rúm, sum- um kann að finnast hún geta sam- svarað mörgum öðrum forsetningum. Hér er um að ræða nýjung sem umsjónarmaður kann illa. Dæmi af þessum toga eru fjöl- mörg, t.d. eftirfarandi (innan horn- klofa [ ] er tilgreind notkun sem telja má hefðbundna): iðgjöld vegna ársins 2005 [fyrir árið]; greinargerð vegna þróunar verðbólgu [um/fyrir þróun] (Frbl. 20.2.05); hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti í prófkjöri vegna borgarstjórnarkosninganna [fyrir borgarstjórnarkosning- arnar] (Mbl. 19.9.05); dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna vopn- aðs ráns [fyrir vopnað rán] (Mbl. 17.11.05); athugasemdir ... vegna tillagna [við tillögur] (Txt 30.11.05); hann er því ekki bær til að fara með ákæruvald vegna þess hluta málsins [í þeim hluta máls- ins] (Mbl. 23.11.05); kærufrestur vegna úrskurða [frestur til að kæra úrskurði] (Mbl. 23.11.05); máttlaus viðbrögð vegna fanga- flugs [við fangaflugi] (Txt 30.11.05); kostnaður vegna Vaðla- heiðar [við Vaðlaheiðargöng] (Txt 30.11.05); Uppgötvaðist hvers kyns var þegar lögreglan stöðvaði manninn vegna umferðareftirlits (Frbl. 3.1.06); Í auglýsingu vegna þess [um það (embætti prests)] (Mbl. 19.1.06); 890 þúsund söfn- uðust vegna tónleika [með tón- leikum; á tónleikum] (Mbl. 19.1.06); Clinton hefur því þurft að feta varlega í undirbúningi vegna forseta- framboðs 2008 [fyrir forseta- framboð] (Mbl. 21.1.06); hygg- ist sækjast eftir útnefningu Demókrata- flokksins vegna forsetakosning- anna 2008 (Mbl. 21.1.06); ... að Þjórsárverum yrði sökkt undir miðlunarvatn vegna virkjana í Þjórsá [með því að virkja Þ.] (Mbl. 21.1.06); Þó kastar fyrst tólfunum vegna [með] orkusölu til Alcoa (Mbl. 21.1.06). Eins og áður gat eru dæmi sem þessi algeng í nútímamáli. Ugg- laust má deila um ágæti einstakra dæma af þessum toga. Umsjón- armanni finnst hins vegar kjarni málsins sá að notkun fs. vegna hef- ur aukist mjög á síðustu árum, greina má ákveðna breytingu sem ekki virðist til þess fallin að gera framsetningu skýrari. Forsetn- ingin vegna er reyndar ekki eina forsetningin sem sækir á í nútíma- máli. Sama á við um ýmsar aðrar, t.d. forsetninguna varðandi sem notuð er í tíma og ótíma, oft með fremur óljósri skírskotun, t.d.: Leynd var aflétt af skjölum sænsku akademíunnar í Stokk- hólmi í dag, varðandi [um; er varða] veitingu nóbelsverðlauna í bókmenntum til Halldórs Kiljans Laxness árið 1955 (Txt 2.1.06). Gunnar Ingi Gunnarsson skrif- ar: Mér leiðist afskaplega orðið opnunartími, en það er út um allt. Það er að finna í auglýsingum, símaskrám og á heimasíðum. Ég veit ekki hvenær opnunartími var fyrst notað yfir þjónustu- eða starfstíma félaga og fyrirtækja, en sennilegast er orðið bein þýðing á opening hours úr ensku. Mér finnst opnunartími ekki bara leið- inlegt orð heldur einnig vitlaust. Þegar sagt er að opnunartími verslunar sé frá 9 til 18, þá er, stranglega til tekið, því lýst, að verið sé að opna verslunina allan liðlangan daginn, eða alls í 9 klukkustundir. Það þætti lélegur gangur við opnun og gæti jafnvel bent til þess að eitthvað meiri háttar væri annaðhvort að úti- hurðinni eða þeim, sem væru að opna, nema hvort tveggja væri. En hvað með það. Orðið opnunartími er að mínu mati skrípi sem ætti hvergi að sjást. Þess í stað kæm- umst við vel af með þjónustutíma eða jafnvel starfstíma. Umsjónarmaður þakkar Gunn- ari kærlega fyrir skeytið. Það blasir við að hann hefur rétt fyrir sér um raunverulega merkingu orðsins opnunartími. Til að forðast þetta orð er einfaldast að segja: opið er frá kl. 9 til 18. Úr handraðanum Forsetninginn varðandi á sér merkingarlegar samsvaranir í öðr- um málum, t.d. d. angående; e. concerning og þ. betreffend. Ekki er þó ástæða til að ætla að um bein áhrif sé að ræða heldur mun hún komin inn í íslensku á fyrri hluta 20. aldar til að tákna sérstök tengsl, önnur en forsetningin um felur í sér. Í sumum eftirfarandi dæmum virðist þó forsetningin varðandi ekki notuð í merkingunni um: þjóðin njóti öryggis varðandi tjáningu og trúfrelsi (1946); Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum. Bréf til Gríms Thomsen og varðandi hann (1947); samþykktir varðandi starfsemi bandalagsins (1957); skiptast á upplýsingum varðandi (um) tilboð í viðskipti (2003); Unn- ið er að frumskýrslu varðandi (um) slysið (2003); ómögulegt er að fá nokkuð upp úr manninum varð- andi ábyrgð hans á meintu sam- særi (2003); NN var ekki með í ráðum varðandi (um) könnunina (2003) og varðandi samanburð á verði á milli landshluta er rétt að ... (2006). Umsjón- armaður hefur áður vikið að því að forsetn- ingin vegna virðist sækja mjög á í nú- tímamáli og er hún þá notuð í stað ýmissa annarra for- setninga. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 72. þáttur. ÞEGAR við þessi fullorðnu töl- um um að bæta kjör okkar, kemur hækkandi krónutala fyrst upp í hugann. Ef við fengj- um að skyggnast inn í hugarheim barns er líklega allt annað upp á teningnum. Því börn eru enn ekki búin að læra að meta allan heiminn til fjár. Einn af sérfræð- ingum okkar í vinnu- markaðsmálum talaði í útvarpið um daginn og spurði hvort við værum almennt með- vituð um hvaða fórnir ofurlaunamenn þurfa að færa til að fá fúlg- urnar að launum. Hann sagði að eftir því sem launin hækka, þá eykst krafan um að vera alltaf til staðar fyrir vinnuna. Allt annað, líka börnin, eiga þá að víkja þegar vinnan kallar. Þetta leiðir hugann að þeim alræmdu orðum sem bárust með norð- anvindinum um daginn: að alvöru menn fái alvöru laun og fari því ekki í alvöru í feðraorlof. Það er kannski bara rétt eftir allt saman. Nýlega kom fram hjá þeim sem rannsaka hvernig gengur að ná hinu gullna jafnvægi á milli at- vinnu- og einkalífs að þótt sveigj- anleiki starfsmanna hafi aukist, þá hefur jafnvægi á milli atvinnu og einkalífs minnkað, á kostnað fjöl- skyldunnar. Þetta er merkileg þróun. Því við erum ekki jafn ómissandi í at- vinnulífinu og við erum sem for- eldrar. Maður kemur í manns stað í atvinnulífinu, hvort sem okkur líkar betur eða verr. En enginn er færari um að sjá um lítið barn en foreldrarnir. Það er ekki und- arlegt að ásókn eftir góðri stöðu á vinnumarkaði og háum launum sé almenn, þar sem eini mælikvarð- inn sem við þekkjum örugglega öll eru peningar. En við verðum að þora að spyrja erfiðra spurninga. Er hægt að kaupa af okkur réttinn til fjölskyldulífs? Það er kannski óráð að halda lengur áfram með þessar vangaveltur og komast að þeirri óþægilegu niðurstöðu að fólk sé jafnvel tilbúið til að selja frá sér foreldrahlutverkið ef rétt verð er í boði. Að til séu börn sem búa við efnisleg gæði af bestu sort, en fái engan tíma með öðru hvoru foreldri sínu eða báðum. Að við séum flest tilbúin að kyngja sívaxandi kröfum frá atvinnulífinu, frekar en að spyrna við fót- um og segja stolt: Ég heiti Jón Jónsson og ég er foreldri. Ég velti fyrir mér hvort þessi þróun muni einhvern tíma snúast við. Hvort raddir barna okkar megni einhvern tíma að yfirgnæfa hama- ganginn í vinnunni. Hvort hógvær ósk af- kvæmanna um að við setjum foreldra- hlutverkið í fyrsta sæti rétt á meðan þau eru bara litlar mann- eskjur sem þurfa að láta leiða sig styrkri hendi út í lífið, heyrist og sé virt af öllum sem byggja þetta land. Foreldrahlutverk til sölu Eva María Jónsdóttir skrifar í tilefni af átakinu Verndum bernskuna Eva María Jónsdóttir ’Við erum ekkijafn ómissandi í atvinnulífinu og við erum sem foreldrar.‘ Höfundur er dagskrárgerðarmaður og móðir með meiru. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okk- ur smábátaeigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bát- inn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrif- ar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.