Morgunblaðið - 04.03.2006, Page 40

Morgunblaðið - 04.03.2006, Page 40
40 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Olgeir Sigur-geirsson fyrrum útgerðarmaður fæddist í Voladal á Tjörnesi 22. maí 1924. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu, Skála- brekku 5 á Húsavík, hinn 20. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurgeir Pétursson, f. 19. apríl 1874, d. 9. apr- íl 1950, og Björg Jónsdóttir, f. 31. janúar 1890, d. 18. september 1978. Olgeir átti níu systkini, þau voru: óskírður drengur, f. 1910, d. 1910, Regína, f. 1911, d. 2000, Ragnheiður Guðný f. 1913, d. 2002, Pétur Óskar, f. 1915, d. 1944, Hera, f. 1916, d. 1999, Egill Aðalgeir, f. 1920, d. 1997, Sigrún Kristjana, f. 1922, d. 1936, Tryggvi Valdimar, f. 1926, d. 1927, og Sigríður, f. 1930, d. 24. 1935. Olgeir kvæntist árið 1946, Ragnheiði Friðriku Jónasdóttur, f. 28. apríl 1924. Foreldrar hennar voru hjónin Jónas Bjarnason og Kristjana Guðbjörg Þorsteinsdótt- ir. Olgeir og Ragnheiður eignuð- ust ellefu syni. Þeir eru: 1) Sig- maki Pálína Stefánsdóttir, f. 12. september 1949. Börn þeirra eru: Stefán Ómar, Olgeir Heiðar, Víðir Rósberg, Egill Páll, Eydís Lillý og tvö barnabörn. 8) Aðalgeir, f. 2. apríl 1952, maki Sigríður Svein- björnsdóttir, f. 31. ágúst 1952. Börn þeirra eru: Þóra Ragnheið- ur, Ollý Sveinbjörg, Hjalti Már, Elvar Hrafn og þrjú barnabörn. 9) Kristján Bergmann, f. 1. júlí 1960, maki Fríða Sólrún Rúnarsdóttir, f. 24. desember 1960. Dætur þeirra eru: Kristjana María, Harpa Sóley, Sæunn, Sólveig og eitt barnabarn. 10) Björn, f. 23. febrúar 1962, maki Rúna Björk Sigurðardóttir, f. 24. mars 1960. Börn þeirra eru: Haukur Rúnar, Nanna Dröfn, Ragnheiður, Nói, Máni og eitt barnabarn. 11) Heiðar Geir, f. 18. júlí 1967, maki Brynja Björk Hall- dórsdóttir, f. 7. desember 1962. Börn þeirra eru: Brynhildur, Elías Frímann, Heiður Sif, Halldór Geir, Helga Björk og tvö barnabörn. Olgeir ólst upp Tjörnesi en flutti á unglingsárum til Húsavíkur með foreldrum sínum. Þar bjó hann og starfaði alla tíð. Hann var sjómað- ur og síðar bifreiðarstjóri um ára- bil. Árið 1961 stofnaði hann, ásamt sonum sínum, útgerð sem hann starfaði við þar til hann hætti störfum sökum aldurs. Olgeir og Ragnheiður fluttu í Skálabrekku árið 1945 og bjuggu þar allan sinn búskap. Útför Olgeirs verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. urður Valdimar, f. 23. maí 1942, d. 15. október 2005, maki Auður Þórunn Her- mannsdóttir, f. 25. september 1945. Börn þeirra eru: Ásta, Olgeir, Her- mann Arnar, Krist- ján Friðrik, tíu barnabörn og tvö barnabarnabörn. 2) Hreiðar, f. 26. maí 1943, maki Halla Hallgrímsdóttir, f. 8. október 1945. Börn þeirra eru: Hafþór, Hallgrímur, Ragnheiður, Olga Hrund, Anna Heba og átta barnabörn. 3) Óskírður drengur, f. 10. ágúst 1944, d. 10. ágúst 1944. 4) Pétur, f. 12. október 1945, maki Ása Dagný Hólmgeirsdóttir, f. 13.júlí 1945. Börn þeirra eru: Sigurgeir, Linda, Sævar og fimm barnabörn. 5) Jón, f. 6. maí 1947, maki Hulda Sal- ómonsdóttir, f. 12. febrúar 1950. Börn þeirra eru: Björg, Örvar Þór, Særún og sex barnabörn. 6) Skarphéðinn, f. 6. júní 1948, maki Kristjana V. Ketilsdóttir, f. 15. nóvember 1948. Börn þeirra eru: Karólína, Róbert Ragnar, Katla Sóley, Jóna Rún og fimm barna- börn. 7) Egill, f. 24. ágúst 1949, Elsku afi minn. Nú ertu farinn frá okkur. Ekki átti ég von á þegar ég tók utan um þig og kvaddi á sunnudegi að það væri í síðasta sinn og þú myndir yfirgefa Hótel Jörð strax daginn eftir. Svoleiðis er það víst bara, hlutirnir fara oft á annan veg en við gerum ráð fyrir. En ég er svo þakklát fyrir að hafa komið norður og átt góðan tíma með ykkur ömmu yfir helgina. Þú varst alveg einstakur, með stærsta hjarta sem ég veit. Hóp- urinn þinn er stór en samt léstu hvert og eitt okkar ætíð finna hversu einstök við vorum og áttum öll okkar stað í hjartanu þínu. Hvert skipti sem maður birtist í eldhúsinu hjá ykkur ljómaðirðu eins og ekkert hefði getað glatt þig meira heldur en að sjá mann. Þú varst aldrei ánægðari heldur en þegar sem flest af okkur vorum í Skálabrekku, því fleiri því betra. Þú kunnir að meta alla litlu hlut- ina í hversdagsleikanum með vorið og sumarið í miklu uppáhaldi. Ef ég kom í heimsókn að sumarlagi þá sast þú úti á palli, sólbrúnn og flott- ur. Horfðir yfir víkina þína, flóann og fjöllin, fylgdist með ferðamanna- straumnum, hvalaskoðunarbátun- um og bara mannlífinu í heild. Við erum mörg sem ættum að taka þig til fyrirmyndar, að staldra stundum við í dagsins amstri, líta í kringum okkur og njóta þess að vera til. Það gerðir þú, afi minn. Því kom ekkert á óvart að eitt það síðasta sem þú gerðir var að taka rúnt um bæinn í góða veðrinu áður en þú kvaddir þennan heim. Elsku amma. Guð gefi þér styrk í sorginni. Þið afi eruð sálufélagar, hafið alltaf verið saman og munuð alltaf vera saman. Nú er hann kom- inn hinum megin til að taka á móti þér með bros á vör. Elsku afi. Ég veit að þér líður vel á þeim stað þar sem þú ert nú kominn og Siggi þinn tók vel á móti þér. Um leið og ég þakka þér fyrir allt þá langar mig að kveðja þig með lokaerindi einnar dægurperlu sem ég veit að þér þótti vænt um. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. (Halldór Kiljan Laxness.) Særún. Nú þegar við setjumst niður til að kveðja elsku afa í hinsta sinn er erfitt að finna nógu falleg orð til þess að lýsa þessum frábæra afa sem við áttum. Afi var Þingeyingur í húð og hár og elskaði Húsavík og nágrannasveitirnar þar sem hann eyddi allri sinni ævi. Á Húsavík ól- ust upp allir synir hans 10 sem komust á legg og við öll barnabörn- in framan af ævinni. Það voru ófáar stundirnar sem við komum í heimsókn til afa og ömmu í Skálabrekku og alltaf var tekið á móti öllum með opnum örm- um og manni leið alltaf vel þegar maður gekk út frá ömmu og afa að heimsókn lokinni. Ekkert skipti afa meira máli heldur en fjölskyldan og sá hann alltaf vel um sína og var unun að fylgjast með honum dekra við börnin sín öll sömun. Honum virtist alltaf líða best með sem flest barna- og barnabörnin í kringum sig á heimilinu. Af nógu var að taka þar sem af- komendur afa og þeirra fjölskyldur eru nú vel á annað hundrað. Marg- ar frábærar minningar eigum við um afa frá Skálabrekku. Seint gleymist þegar maður stóð og horfði upp til hans og fannst sem hann hlyti að vera sterkasti maður í heimi því hann hrærði alltaf skyrið í höndunum, eða þær frábæru stundir sem við áttum í eldhúsinu í Skálabrekku að ræða um lífið og tilveruna. Alltaf var eftirtektarvert að í öll- um þeim umræðum sem þar áttu sér stað talaði afi aldrei illa um nokkurn mann. Hann vildi alltaf öllum vel og stóð alltaf við sitt því heiðarleikinn var honum afar mik- ilvægur. Ein af okkar bestu minningum með afa og ömmu var frábær ferð og heimsókn sem við áttum með þeim um jól og áramót 1994 til Nýja-Sjálands í brúðkaup Sigur- geirs. Sú ferð á eftir að verða í minningu okkar allra allt okkar líf enda frábært að fá að eyða svona dýrmætum tíma með þeim. Í þess- ari ferð kom væntumþykja þeirra beggja og einnig glettni vel í ljós. Vinafólk Sigurgeirs á Nýja-Sjá- landi talar enn um gömlu hjónin og þá gleði sem geislaði frá þeim og gleymum við seint þeirri undrun og gleði sem afi sýndi þegar við keyrð- um með hann á vagni aftan í drátt- arvél um 500 hektara búgarð þar sem aldar voru 600 mjólkandi kýr, auk kálfa og nauta. Einnig fannst honum unaðslegt að ganga um og skoða ávaxtatré úti um allt. Þrátt fyrir að hafa stundað út- gerð og sjómennsku í áratugi blundaði alltaf í honum sveita- mennskan síðan í barnæsku en slíka bústærð sem hann sá á Nýja- Sjálandi hafði hann aldrei ímyndað sér. Á heimleiðinni úr þessari ferð kom berlega í ljós úr hverju afi var gerður, þótt hann væri dauðþreytt- ur eftir um 35 klst. ferðalag þá kom sko ekki til greina að hann hvíldi sig. Er við reyndum að fá hann til að leggja sig í London og hvíla sig kom það ekki til greina þar sem yngri börn þyrftu að fá sætin, hann gæti bara hvílt sig þegar hann væri kominn heim í Skálabrekku. Okkur finnst þetta lýsa afa svo vel þar sem hann hugsaði alltaf fyrst um fjölskylduna sína. Afi Olli skilur eftir sig margar fleiri og góðar minningar í hjörtum okkar sem urðum þeirrar gæfu njótandi að kynnast honum. Ástvin- ir hans og afkomendur kveðja ein- stakan mann sem vafði alla fjöl- skylduna og alla í kringum sig hlýju og kærleik. Í lítillæti okkar getum við ekkert annað en þakkað þær frábæru stundir sem við erum svo heppin að hafa átt með afa Olla. Elsku afi. Við erum þess fullviss að þú fékkst að fara eins og þú vild- ir sjálfur og nú ert þú laus frá þeim erfiðleikum sem hafa herjað á fjöl- skylduna undanfarið. Það reyndi mikið á þig að þurfa að horfa á eftir elsta syni þínum fyrir nokkrum mánuðum og síðan að horfa upp á veikindi ömmu og Alla. Við vitum að þú munt vaka yfir okkur sem eftir erum og er það okkur mikil huggun harmi gegn. Með þessum fátæklegu orðum viljum við segja takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, elsku afi. Blessuð sé minning þín. Elsku amma, afi fékk greinilega að fara eins og hann vildi. Hann er nú að gera klárt og bíður þess að taka á móti þér eins og honum ein- um er lagið því 65 ár með þér var ekki nóg fyrir hann og hann ætlar sér lengri tíma. Guð gefi þér styrk á þessum erfiðu tímum, elsku amma. Sigurgeir, Linda, Sævar og fjölskyldur. Elsku afi Olli. Nú ertu kominn á stað englanna. Við vitum að þú hefur það gott og ert jafn ánægður þar og þú varst alltaf í Skálabrekkunni. Þaðan hef- ur þú gott útsýni og getur fylgst með okkur öllum, öllum skaranum. Alltaf þegar við komum til þín og ömmu í Skálabrekku var okkur tek- ið með opnum örmum og brosi á vör. Við þurftum sjaldan að leita lengi að þér inni í húsinu því þinn staður var stóllinn við gluggann í eldhúsinu þar sem þú sást vel út á flóann. Þú varst ekki lengi að bjóða okkur gotterí og taka upp spilin og gefa í einn „Olsen-Olsen“, ótrúlegt en satt þá vannst þú okkur alltaf. Þú skilur eftir þig óteljandi minn- ingar og þar á meðal stendur upp úr hjá okkur þegar við vorum litlar og komum til þín í Korra, fengum að leika okkur á skrifstofunni þinni, í netageymslunni og stálumst alltaf í mjólkurkexið sem þú geymdir uppi í skáp. Öllu sem þú tókst þér fyrir hendur skilaðir þú vel, garð- urinn þinn var alltaf vel snyrtur og fallegur, svo má ekki gleyma jóla- ljósunum sem ljómuðu hjá ykkur ömmu yfir jólin. Elsku afi, þú varst okkur öllum góð fyrirmynd, þú vildir allt fyrir okkur gera, þú varst ósvikinn og yndislegur maður út í eitt. Við erum stoltar af því að vera „Ollar“. Við eigum eftir að sakna þín sárt, en við vitum að þú ert pottþétt á góðum stað, á stað þar sem höfð- ingjar eins og þú fara á. Við erum svo heppnar að hafa átt með þér marga frábæra tíma, það eru tímar sem munu ávallt lifa í minningunni. Það var heiður að hafa átt þig sem afa. Við viljum kveðja þig með þul- unni sem þú fórst alltaf með fyrir okkur þegar við vorum litlar Fagur er fiskurinn, flýgur hann í sjónum, bröndóttur á halanum, með rauða kúlu á maganum. Fetta bretta, vanda branda, gættu þinna handa, brátt skal högg á litla lófann detta! Þínar, Heiður Sif og Ragnheiður. Hinn 20. febrúar sl. kom Lína systir til mín með þær fréttir að afi Olli hefði fengið hjartaáfall heima í Skálabrekku fyrir stundu og ekki lifað það af. Það var svo skrýtið að yfir mig færðist ákveðin ró við þessi tíðindi þótt söknuðurinn væri mikill en einhvern veginn var ég búin að búa mig undir þetta. Afi Olli var yndislegur karl, mik- ill á velli, glaðlegur, þolinmóður, stríðinn, sanngjarn og umfram allt magnaður húmoristi. Afi Olli var ol- íubílstjóri í eina tíð en upp úr 1960 stofnaði hann útgerð ásamt eldri sonum sínum og fékk útgerðin fljótlega nafnið Korri. Fyrsti bátur þeirra hét Njörður ÞH-44, síðar komu svo Kristbjörg ÞH-44 og Geiri Péturs ÞH-344, en fjölmörg skip hafa síðar borið þessi nöfn. Allir bræðurnir komu að þessari út- gerð með einum eða öðrum hætti. Seinna stofnuðu þeir líka fiskverk- un sem nú er í eigu GPG. Segja megi að við barnabörnin sem eldri erum höfum öll unnið fyrir „þann gamla“ einhvern tímann, hvort sem það var sjósókn, beitning, bókhald, afskurður neta eða felling, saltfisk- eða skreiðarverkun, þrif á húsnæði eða jólakortaútburður. Er ég hóf nám í kjötiðn hófust rökræður okkar afa fyrir alvöru og gaf hann ekki mikið fyrir mínar hugmyndir um kjötverkun en þó aðallega bara til að geta karpað við mig. Hann var þó farinn að „treysta“ mér við valið á jólahangi- kjötinu sínu en það átti að vera læri af „veturgömlu tvíreykt með beini“, annað var ekki hangikjöt. Þessu var ekki haggað, líkt og að kjósa alltaf framsókn og versla í Kaup- félaginu eða Esso. Hann stóð á sínu og stóð fast á því. Afi fylgdist vel með afkomendum sínum í leik og starfi en það eru á milli 130–140 manns sem búa um allan heim. Ófáar stundirnar fóru hjá þeim ömmu í að kenna okkur krökkunum hin ýmsu spil s.s. Ól- sen, Rommý, og Kana. Öllum var kennt þótt það tæki mislangan tíma, enginn skyldi skilinn út und- an. Elsku Ragna amma, nú hefur Olli afi fengið hvíldina sína og guð gefi okkur öllum styrkinn sem þarf til að takast á við sorgina og lifa með henni. Fyrir hönd systra minna og fjöl- skyldna okkar, Róbert Ragnar. Elsku afi. Þú varst besti afi sem við gátum átt, þú gerðir allt sem þú gast fyrir okkur. Við vonum að þér líði vel núna og að þú gætir okkar allra og ömmu líka, eins og þú hefur alltaf gert. Þú hefur verið okkur mikill maður, þú varst eitt stórt krafta- verk. Þú vildir alltaf hafa fínt í kringum þig, bæði inni í Skála- brekku og úti í garði. Þér fannst alltaf svo skemmtilegt að skreyta fyrir jólin, bæði inni og úti. Þér fannst alltaf jafn gaman að fá okk- ur krakkana í heimsókn og alltaf var nóg til í skápunum handa okk- ur. Við áttum margar góðar stundir saman og það sem er okkur minn- isstæðast er þegar við spiluðum Ol- sen-Olsen við eldhúsborðið, við fengum aldrei nóg af því. Alltaf var stutt í glensið og grínið hjá okkur. Best var það þegar amma ætlaði að fá að spila með okkur, þá sagðir þú: „Passið ykkur á því að sú gamla svindli ekki á ykkur.“ Síðan eigum við alltaf eftir að minnast þín á rúntinum á bláu Hondunni, merkt Þ-44. Við vitum að guð hafði skipulagt þennan dag, hann hafði beðið lengi eftir þér. Við vitum að þú ert ánægður þarna uppi og líka að hafa fengið að fara svona út úr Skála- brekkunni í síðasta skipti, eins og þú vonaðist alltaf eftir. Nú ertu kominn til Sigga og litla stráksins þíns. Þið Siggi eruð örugglega bún- ir að taka upp spilastokkinn og byrjaðir að spila. Við eigum svo mikið af góðum minningum og þær munu aldrei gleymast. Við erum stór og mikil fjölskylda og stöndum saman, þú varst konungurinn yfir þessari stóru ætt. Nú ert þú farinn og við lofum að gera okkar besta við að gæta ömmu og Skálabrekku vel, eins og þú gerðir. Hafðu það sem allra best á nýja staðnum. Við söknum þín ótrúlega mikið og við munum aldrei gleyma þér. Þú varst bestur! Ástarkveðja, tvíburarnir Helga Björk og Halldór Geir. Elsku afi, okkur langar til að kveðja þig með þessum línum og þakka þér fyrir samfylgdina. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Guð geymi þig. Þín barnabörn, Hafþór, Hallgrímur, Ragnheiður, Olga Hrund, Anna Heba og fjölskyldur. Það verður skrítið að koma í Skálabrekkuna og sjá ekki langafa sitja á sínum stað við eldhúsglugg- ann hlustandi á útvarpið. Jafnskrít- ið er að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að mæta honum á rúnt- inum á bláu Hondunni, Þ 44. Eða hitta hann í búðinni þar sem hann er að kaupa í matinn. Það varð hans síðasta verk að fara í búðina til að ná í nauðsynjar fyrir þau ömmu, þegar hann hafði gengið frá þeim er heim var komið var hann allur. Þegar við hugsum um afa Olla minnumst við hlýju, rólyndis og umfram allt góðrar nærveru. Einn- ig koma sætindi upp í hugann því seint þreyttist hann á að ota þeim að okkur systrum þegar við litum inn í Skálabrekkunni. Við vonum að þú sért kominn á góðan stað og þér líði vel, elsku afi. Við munum sakna nærveru þinn- ar um ókomna tíð. Halla Marín og Heiðdís. OLGEIR SIGURGEIRSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.