Morgunblaðið - 04.03.2006, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 45
MINNINGAR
✝ Þorvaldur Ósk-arsson fæddist á
Kaldárhöfða í
Grímsnesi 15. ágúst
1958. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 24. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Óskar Ögmundsson,
d. 1997, og Pálína
Þorsteinsdóttir og
bjuggu þau alla sína
búskapartíð í Kald-
árhöfða. Þorvaldur
var sjötti í röðinni í
átta systkina hópi. Hin eru: Guð-
laug, búsett í Hveragerði, sam-
býlismaður Sigurjón Guðbjörns-
son, Lilja Kristín, búsett á
Seyðisfirði, maki Magnús Stefáns-
son, Anna Soffía, búsett í Reykja-
vík, Elísabet, búsett í Frakklandi,
Ragnheiður, búsett í Reykjavík,
Snjólaug Halldóra, búsett í
Reykjavík, maki Elfar Harðarson,
og Gunnlaugur fósturbróðir, bú-
settur á Flateyri.
Þorvaldur fór á
vertíð til Grindavík-
ur árið 1976. Þar
kynntist hann eigin-
konu sinni, Þórunni
Sigurðardóttur, og
hafa þau síðan búið í
Grindavík. Dætur
Þórunnar og fóstur-
dætur Þorvaldar
eru Sigríður Ragna,
f. 1971, maki Piotr
S. Latkowski, börn
þeirra eru Valdís
Ósk, f. 1992, Róbert
Örn og Adam Þór, f.
2003; og Berglind Anna, f. 1972,
maki Kjartan Kristjánsson, börn
þeirra eru Þórunn, f. 1991, Erla
Sólbjörg, f. 1997, og Kjartan
Steinar, f. 1999.
Frá árinu 1977 stundaði Þor-
valdur sjómennsku frá Grindavík.
Lengst af, eða frá 1983, vann hann
hjá Þorbirni Fiskanesi.
Útför Þorvaldar verður gerð
frá Grindavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
„Ætli ég hafi nú ekki lagt í síð-
asta sinn,“ var kveðja bróður míns
einn síðasta daginn sem hann lifði.
Hugurinn við Kaldárhöfðann,
vötnin og veiðina, sem svo oft er
búinn að sameina okkur undanfar-
in ár. Mér verður hugsað til baka,
allt of fá ár, til dagsins sem hann
fæddist. Við Elsa systir sendar
ferð eftir ferð í berjamó, en enginn
vildi borða grænjaxlana sem við
færðum heim. Sátum í eldhúsinu
þegar skyndilega heyrðist ung-
barnsgrátur af efri hæðinni. Ein-
hver sagði: „Þetta hlýtur að vera
strákur, hann hefur svo hátt.“
Drengurinn í systrafansinum var
fæddur. Þorvaldur og Ragnheiður,
sem næst er honum í aldri voru
óaðskiljanleg. Hétu einfaldlega
litlu krakkarnir, nafngift sem varð
svo föst að þegar ný systir bættist
í hópinn fjórum árum síðar, var
talað um litlu krakkana og Snjó-
laugu, væru þau þrjú nefnd í sömu
andránni, jafnvel eftir að þau voru
orðin fullorðin.
Ungur kynntist Valdi Tótu sinni
og var fyrr en varði orðinn fjöl-
skyldufaðir með tvö börn, en dætr-
um Þórunnar reyndist hann sem
besti faðir. Þegar fyrsta barna-
barnið fæddist, Þórunn, var það
stoltur og hamingjusamur afi sem
sagði okkur sögur af öllu því
merkilega sem þetta litla kríli gat
tekið upp á. Ekki minnkaði ham-
ingjan þegar önnur lítil stúlka leit
dagsins ljós ári síðar og er það án
efa einhver stórkostlegasta gjöfin
sem Þorvaldur hefur fengið þegar
Valdís Ósk var skírð í höfuðið á
honum. Á sama hátt fengu barna-
börnin hvert af öðru sinn sérstaka
sess í hjarta hans, Erla, Kjartan
og síðast en ekki síst tvíburarnir,
Adam og Róbert.
Ekki er að efa að erfitt hefur
stundum verið á sjónum fjarri ást-
vinum og Þorvaldur gerði margar
tilraunir til að vinna í landi. En
sjórinn togaði og varð sjómennska
ævistarfið hans þrátt fyrir að lengi
ætti hann draum um búskap í
sveit. Smábúskapur Tótu með alls
kyns dýr, kindur og hross, hunda,
ketti og jafnvel endur kallaðist á
við bóndann í Valda og sótti hann
ófáar ánægjustundir í hesta-
mennsku og stúss í kringum
skepnurnar með henni. Var erfitt
að sjá hvort þeirra bar meiri um-
hyggju fyrir hvolpunum í hunda-
ræktuninni, lömbunum um sauð-
burðinn eða hrossunum í
hagagöngu í Kaldárhöfða.
Eftir að faðir okkar lést og
Kaldárhöfðinn kom meira til kasta
okkar systkinanna átti hann ófáar
ferðirnar austur, hvort sem það
var til girðingarvinnu eða veiði-
skapar á silungi eða tófu. Finnst
okkur systkinunum þar skarð fyrir
skildi í öllum málum.
Víst áttu bróðir eftir að fylgja
mér á vatnið, þótt aðeins sé í
minningunni, leggja net undir ís
og draga með mér fisk. En eins og
þú sagðir í þessu síðasta samtali
okkar er það kostur við minning-
arnar að það má brosa að þeim.
Elsku Tóta, Sigríður og Pétur,
Berglind og Kjartan og afabörnin
hans Valda, megi almættið halda
verndarhendi yfir ykkur öllum.
Anna Soffía Óskarsdóttir.
Í dag kveð ég þig góði vinur og
um leið öðlast þú frið frá þessum
illvíga sjúkdómi sem var þér of-
viða. Um Valda, eins og hann var
alltaf kallaður, á ég margar góðar
minningar. Þó sérstaklega í kring-
um hesta og Berglindi vinkonu,
dóttur ykkar Tótu. Þú varst alltaf
brosmildur og stutt í púkann í þér
og alltaf gaman að hitta ykkur
Tótu í hesthúsinu. Þar var ým-
islegt rætt og spjallað fram og til
baka. Valdi var mikill áhugamaður
um hesta og áttu þau hjónin
marga góða og þó eitt uppáhald
síðustu árin, það var djásnið
þeirra. Ég hef fengið að njóta góðs
af hrossum þeirra í keppni og öðru
ásamt dóttur minni.
Það er erfitt að trúa og sætta
sig við að menn á besta aldri séu
teknir í burtu svo ungir, en það er
ekkert sem við ráðum við enn í
dag. Þessi sjúkdómur hefur lagt
marga að velli langt fyrir aldur
fram.
Með þessum fáu orðum vil ég
kveðja góðan vin, og um leið votta
Tótu, Berglindi, Sigríði og fjöl-
skyldum þeirra mína dýpstu sam-
úð á þessum erfiðu tímum.
Hvíl í friði kæri vinur.
Kveðja
Guðveig (Stella) Ólafsdóttir.
ÞORVALDUR
ÓSKARSSON
Nú þegar daginn
er aðeins farið að
lengja og sólargeislarnir teygja
anga sína inn í vitund okkar
kvaddi Gunna okkar þennan heim.
Hún hafði í nokkur ár barist við
ýmsa krankleika sem fylgja því að
eldast en oftar en ekki sneri hún
heim að Hringbraut 97 þegar hún
var aftur orðin rólfær. Þar naut
hún góðrar þjónustu heimahjúkr-
unar auk þess að eiga þá Steinar
og Nonna auk fjölmarga að sem
heimsóttu hana gerðu henni lífið
eins bærilegt og hægt var. Fyrir
rúmum tveimur vikum flutti hún
svo á Dvalarheimili aldraðra í
Keflavík og þó dvöl hennar þar
yrði skemmri en mann grunaði lík-
aði henni ágætlega vistin þar.
Ég held að ein mesta gæfa okk-
ar systkina í lífinu hafi verið að
eiga Gunnu og Jóa að. Hringbraut
97 var heimili að heiman. Þar var
maður alltaf aufúsugestur á hvaða
tíma sem var og alltaf voru töfr-
GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR
✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist í
Flekkuvík á Vatns-
leysuströnd 28. apr-
íl 1920. Hún lést á
Hlévangi, dvalar-
heimili aldraðra í
Keflavík, þriðjudag-
inn 14. febrúar síð-
astliðinn og var út-
för hennar gerð frá
Keflavíkurkirkju
21. febrúar.
aðar fram veitingar
og manni helst aldrei
hleypt úr húsi fyrr
en maður var búinn
að borða sig svo
saddan að maður
komst varla frá
borði. Sem börn gist-
um við alltaf hjá
Gunnu og Jóa þegar
foreldrar okkar fóru
til útlanda og hafi
foreldrar okkar gist
á fínum hótelum er-
lendis á þessum tíma
þá er ég viss að aldr-
ei nokkurn tíma hafa þau þó fengið
viðlíka þjónustu og við fengum á
Hringbraut 97. Gunna dekraði við
okkur bæði í matar- og kaffitím-
um. Alltaf nýbakað, skúffukökur,
kleinur, vínarbrauð og flatkökur.
Ef það var ekki lykt af bakkelsi þá
var það matarilmur sem sveif um
loftið hjá Gunnu. Þessi yndislega
hjartahlýja kona, sem gekk okkur
í móðurstað þegar foreldrar okkar
voru fjarstaddir, var okkur líka
sem amma og góð vinkona, allt í
senn. Hvílík gjöf það er að búa
slíkum mannkostum yfir og hvílíkt
lán að hafa notið þeirra gæfu að
þiggja þessa væntumþykju og
hlýju að gjöf sem skein af öllu því
sem Gunna gerði. Þrátt fyrir lang-
an vinnudag gaf Gunna sér alltaf
tíma til að spila við okkur eða spá í
spil og alltaf var stutt í dillandi
hláturinn sem einkenndi hana öðr-
um fremur. Sumarbústaðarferðirn-
ar, þar sem við kúldruðumst fimm
í pínulitlu húsi áður en Jói byggði
fínan bústað í landi Þingvalla,
standa ljóslifandi í minningunni.
Lífsgæðakapphlaupið og peninga-
græðgin, sem okkar kynslóð upp-
lifir og gleymir sér í, náði aldrei
eyrum né augum Gunnu. Hún var
stærri og meira en það. Það að
metta alla sem komu í heimsókn til
hennar og gefa sér tíma til að
spjalla um daginn og veginn voru
hennar laun og umbun. Hún naut
þess af öllu hjarta að gefa og oftar
en ekki var eldhúsið á Hringbraut-
inni fullt af fólki komnu til að ræða
málin og þiggja um leið kaffisopa
og með því.
Það er með þakklæti, virðingu
og hlýju sem við kveðjum Gunnu í
dag. Nonna, Steinari og fjölskyld-
um vottum við samúð okkar.
Tómas og Bergþóra.
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
MAGNÚS JÓNSSON,
dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund,
áður til heimilis á
Grettisgötu 18A,
lést á Grund mánudaginn 27. febrúar.
Útförin verður frá Seljakirkju í Breiðholti mánu-
daginn 6. mars kl. 15.00.
Málfríður Jónsdóttir, Haukur V. Bjarnason,
Sigríður Jónsdóttir, Sigurður Daníelsson,
Guðjón Jónsson, Sigríður Sigurðardóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir, Ólafur Sveinsson,
Jón Guðmar Jónsson, Jóhanna Erlingsdóttir
og systkinabörn.
Þökkum innilega samhug og hlýju í veikindum
og við andlát elskulegrar móður, tengdamóður
og ömmu,
AÐALHEIÐAR V. STEINGRÍMSDÓTTUR,
Hjallahlíð 4,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 21A á Land-
spítalanum við Hringbraut og heimahlynningar
Krabbameinsfélagsins.
Guð blessi ykkur.
Steingrímur Bjarnason, Jóhanna H. Guðmundsdóttir,
Gunnlaugur I. Bjarnason, Ásta Guðjónsdóttir,
Eyþór Már Bjarnason, Katrín B. Baldvinsdóttir
og barnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
TEITUR KRISTJÁNSSON,
Digranesheiði 13,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudag-
inn 6. mars kl. 15.00.
Margrét Birna Aðalsteinsdóttir,
Hilmar Teitsson, Ingibjörg Þóra Marteinsdóttir,
Sigrún Teitsdóttir, Gísli Rúnar Haraldsson,
Ingvar Teitsson,
Birgir Teitsson, Þuríður Helga Benediktsdóttir,
Aðalsteinn Þór Teitsson,
Jóhanna Kristín Teitsdóttir, Gísli Ágústsson,
barnabörn og langafabarn.
Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar
og frænku,
JÓNU ÞORSTEINSDÓTTUR
frá Langholti í Flóa,
síðast til heimilis í Seljahlíð,
Hjallaseli 55,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til allra í Seljahlíð og annarra sem auðsýndu henni
umhyggju og kærleika.
Ólöf Þorsteinsdóttir,
Ólafur Þorsteinsson
og frændsystkini.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR ODDSDÓTTUR,
Espigerði 4,
Reykjavík.
Sigurður Þórarinsson,
Guðný Hildur Sigurðardóttir, Héðinn Pétursson,
Oddur Sigurðsson, Ana R. Freed Sigurdsson
og barnabörn.