Morgunblaðið - 04.03.2006, Side 47

Morgunblaðið - 04.03.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 47 KIRKJUSTARF Matthíasdóttir þjónar fyrir altari. Barnakór Grafarvogskirkju syng- ur. Stjórnandi: Oddný J. Þorsteins- dóttir. Organisti: Gróa Hreins- dóttir. Föstumessa á Hjúkrunarheimilinu Eiri kl. 16. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Graf- arvogskirkju syngur. Æskulýðsguðsþjónusta með léttu ívafi kl. 20. Prestur séra Anna Sig- ríður Pálsdóttir Æskulýðsleiðtog- arnir Ingólfur, Sigrún og Oddgeir, ásamt börnum úr æskulýðsstarfinu lesa ritningarlestra, hugleiða og fara með bænir. Unglingakór Graf- arvogskirkju syngur, stjórnandi: Oddný J. Þorsteinsdóttir. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Æskulýðsmessa í Breiðholtskirkju ÆSKULÝÐSDAGURINN verður haldinn hátíðlegur í Breiðholts- kirkju með fjörugri æskulýðsguðs- þjónustu sunnudaginn 5. mars kl. 11. Börn úr tíu til tólf ára starfi kirkjunnar sýna helgileikinn „Óskir trjánna“. Fermingarbörn flytja bænir og unglingahljómsveit spilar. Axel og Ösp koma í heimsókn og að sjálfsögðu verður mikið sungið. Eft- ir guðsþjónustuna mun barnakór kirkjunnar selja vöfflur í safn- aðarheimilinu en kórinn stendur nú í fjáröflun fyrir ferð á norrænt barnakóramót í Danmörku sem haldið verður í maí. Kórinn mun syngja nokkur lög fyrir kirkjugesti í kaffinu. Allir eru velkomnir í Breiðholtskirkju og eru væntanleg fermingarbörn sérstaklega hvött til þátttöku ásamt foreldrum sínum. Barnaréttur – foreldraréttur Á FRÆÐSLUMORGNUM í Hall- grímskirkju hafa í vetur verið flutt- ir nokkrir fyrirlestrar um börn og uppeldi sem er framlag kirkjunnar til átaksins Verndum bernskuna. Á fræðslumorgni næsta sunnudag, 5. mars kl. 10 verður enn einn sem tengist þessu efni. Þar mun umboðs- maður barna, Ingibjörg Rafnar, flytja fyrirlestur um efnið Barna- réttur-foreldraréttur. Í erindi sínu mun Ingibjörg ræða rétt barna gagnvart foreldrum sínum og for- ráðamönnum og rétt foreldra gagn- vart börnum sínum og stjórnvöld- um. Skýrt er kveðið á um uppeldisrétt og ábyrgð foreldra í al- þjóðasamþykktum og verður gerð grein fyrir gildi þeirra í íslensku réttarkerfi. Á undanförnum árum hafa réttindi barna verið mjög í brennidepli og réttindi þeirra við ýmsar aðstæður bætt verulega. Uppeldisréttur og umönn- unarskylda foreldra hefur verið minna í umræðunni og mun Ingi- björg einnig taka þetta til umræðu. Aðgangur er öllum opinn án endur- gjalds. Að fyrirlestrinum loknum hefst fjölskylduguðsþjónusta í umsjá Magneu Sverrisdóttur djákna og sr. Sigurðar Pálssonar. Barna- og ung- lingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Um kvöldið kl. 20 er síðan samvera fyrir unglinga og foreldra þeirra í umsjá Magneu Sverr- isdóttur og munu unglingar sjá um dagskráratriði. Jesúbíó í Neskirkju JESÚÍMYNDIR í kvikmyndum eru fjölbreytilegar. 6 kvikmyndir um Jesú eða kristsgervinga verða sýnd- ar í Neskirkju næstu sunnudaga kl. 15. Sýningarnar eru öllum opnar og í boði Kristnihátíðarsjóðs, sem styrk- ir sýningarnar. Fyrsta sýningin verður sunnudaginn 5. mars og verður þá sýnd The King of Kings frá 1927. Myndin sýnir yfirvegaðan en fjarrænan Jesú. Að sýningum standa Guðfræðistofnun, DEC og Neskirkja. Á undan sýningu munu Björn Norðfjörð og Gunnar J. Gunnarsson skýra efni og umræður verða eftir sýningu. Passíusálmanámskeið ÞRIÐJUDAGINN 7. mars hefst á vegum Leikmannaskóla þjóðkirkj- unnar námskeið um Passíusálmana fyrr og nú. Námskeiðið verður hald- ið í Grensáskirkju og hefst kl. 20. Tilgangurinn með námskeiði sem þessu er að sýna fram á að Pass- íusálmarnir eigi enn fullt erindi til samtímans þó að liðnar séu meira en þrjár aldir frá því að þeir voru ortir. Til að skoða þetta verður fjallað um uppruna og sögu Passíusál- manna, um trúarskáldið Hallgrím Pétursson og hvernig sálmarnir hafa birst í lífi og sögur þjóð- arinnar. Einnig verður tónlist við sálmana kynnt með tóndæmum og skoðuð sú tónlist sem tengist sálm- unum bæði innlend og erlend. Fjallað verður um upplestur sálm- anna og tengsl þeirra við píslarsög- una í listum og kvikmyndum Kennslu á námskeiðinu annast þau dr. Margrét Eggertsdóttir sér- fræðingur á Árnastofnun, dr. Sig- urður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, Árni Svanur Daníelsson, guðfræðingur og vefstjóri á Bisk- upsstofu, Smári Ólason, kennari við Tónskóla þjóðkirkjunnar, og Grétar Einarsson verslunarmaður. Kennt er í Safnaðarheimili Grensáskirkju og hefst námskeiðið kl. 20. Kennt er í 5 skipti, tvo tíma í senn. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskólans. Fjöldkyldumessa og kökuhlaðborð í Neskirkju SUNNUDAGURINN 5. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Þessi dagur er tileinkaður ungu kynslóðinni og af því tilefni verður fjölskyldumessa í Neskirkju. Börn úr barna- og unglingastarfi Nes- kirkju taka þátt í messunni með því að lesa ritningalestra og fara með bænir. Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhalls- sonar organista. Gunnar Óli Mark- ússon, þátttakandi í NEDÓ ung- lingaklúbbi Neskirkju, og Guðmunda Inga Gunnarsdóttir, um- sjónamaður barna- og unglinga- starfs Neskirkju, prédika. Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari. Eftir messuna verður kór Neskirkju með fjáröflun vegna ferðalags kórs- ins til Ítalíu í sumar og býður kaffi- og kökuhlaðborð á vægu verði. Um kvöldið verður unglingaguðsþjón- usta kl. 20 í Dómkirkjunni með þátt- töku unglinganna í NEDÓ (samstarf Neskirkju og Dómkirkju). Samskipti og sam- ræður trúarbragða NÁMSKEIÐ um samskipti og sam- ræður trúarbragða og menningar- heima verður haldið mánudaginn 6. mars og þriðjudaginn 7. mars á veg- um Leikmannaskóla þjóðkirkj- unnar. Samræða trúarbragðanna hefur aldrei verið meira aðkallandi en í samtímanum, veröldin skrepp- ur saman og trúarbrögð eru æ mik- ilvægari þáttur í tengslum innan samfélaga. Námskeiðið heitir „Hin trúuðu og trúarbrögðin“ og verður fjallað um samskipti og samtal fólks af ólíkri trú. Fjallað verður um hvað ein- kennir sýn og umfjöllun fjölmiðla á trúarbrögð og minnihlutahópa í ljósi átakanna um myndbirtingar Jótlandspóstsins af Múhameð spá- manni. Einnig verður samstarf og samtal fólks af ólíkum trúar- brögðum skoðað út frá forsendum kristinnar guðfræði og stöðu kristni í fjölmenningu samtímans: Leiðbeinendur eru þær sr. Krist- ín Þórunn Tómasdóttir héraðs- prestur í Kjalarnessprófastsdæmi, MA í trúarbragðafræðum og Stein- unn Arnþrúður Björnsdóttir guð- fræðingur, verkefnisstjóri sam- kirkjumála á Biskupsstofu, en starf hennar felur meðal annars í sér samskipti við önnur trúarbrögð. Námskeiðið fer fram í Grens- áskirkju og hefst kl. 18. Kennt verð- ur í tvö skipti, tvo tíma í senn. Skráning fer fram á vef Leik- mannaskólans, www.kirkjan.is/ leikmannaskoli eða í síma 535 1500 Barna- og fjölskyldu- samkoma í Selfosskirkju NÆSTA sunnudag, 5. mars, sem er 1. sunnudagur í föstu, verður barna- og fjölskyldusamkoma í Selfoss- kirkju kl. 11.00. Stundin verður, vegna fjarveru sóknarprests, í umsjá Eyglóar J. Gunnarsdóttur, djákna Selfoss- kirkju, Guðbjargar Arnardóttur cand. theol. og Glúms Gylfasonar, organista kirkjunnar. Báðar deildir Barnakórs Selfosskirkju syngja og auk þess verður mikill, almennur söngur. Ég, sem þennan dag verð staddur á stuttri ferð í Danmörku, vil sér- staklega hvetja sóknarbörn mín til þess að koma með ungviðið til kirkju þennan dag, sem er æsku- lýðsdagur þjóðkirkjunnar. Við meg- um ekki vanrækja að kenna börnum okkar bænir, Faðirvor, barnasálma og vers, og við skulum byrja að kenna þeim þetta, á meðan þau eru enn í vöggu. Börn skilja fleira en okkur grunar og miklu fyrr en okk- ur órar fyrir. Það er áreiðanlega ekki hægt að gefa barni betri gjöf en minninguna um röddina í pabba og/eða mömmu, þegar farið var með gott orð fyrir svefninn forðum, og signt yfir litla rúmið undir nótt- ina: Í nafni Guðs, föður og sonar og heilags anda, amen. Við, sem sjáum svo vel og dyggi- lega um það, að börnin okkar hafi ríkulega bæði fæði og klæði, skulum fyrir alla muni ekki gleyma þeirra innri manni. Verum vakandi fyrir því að börnin okkar læri Guðs orð, bæði í lausu og bundnu máli. Það er sú hollasta undirstaða sem veitir innri ró, færir stórmikinn styrk – og varir alla ævi. Sr. Gunnar Björnsson. Minningarsjóður Ásgeirs Jónsteinssonar ÆTLAR þú að senda samúðarkort vini sem misst hefur ástvin? Mundu þá eftir fallegu kortunum frá Minn- ingarsjóði Ásgeirs Jónsteinssonar. Þau fást í verslunum Bónuss á Sel- fossi og í Hveragerði. Minningarsjóður Ásgeirs Jón- steinssonar var stofnaður af Jó- hannesi Jónssyni, kaupmanni í Bón- us, á afmælisdegi Ásgeirs Jónsteinssonar. Ásgeir lést af völd- um voðaskots hinn 15. mars 2004. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur til náms, en jafn- framt rannsóknir á athyglisbresti, ofvirkni og annarri atferlisröskun barna. Auk undirritaðs sitja í stjórn sjóðsins þeir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri og Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri Ræktunarsam- bands Flóa og Skeiða. Reikningsnúmer Minningarsjóðs Ásgeirs Jónsteinssonar er 0152-18- 460122 í Landsbanka Íslands á Sel- fossi. Sr. Gunnar Björnsson Hátíðamessa vegna 100 ára afmælis Kvenfélags Fríkirkj- unnar í Reykjavík KVENFÉLAGIÐ er elsta kirkju- kvenfélag landsins og hefur gefið Fríkirkjunni marga sína fegurstu og dýrmætustu gripi. Kvenfélags- konur hafa verið í forsvari fyrir ýmsum framkvæmdum í kirkjunni og verið öflugar í starfi kirkjunnar. Nýir kirkjumunir verða helgaðir; altarisklæði með kvenlegum tákn- um eftir listakonuna Messíönu Tóm- asdóttur, sem gert er kvenfélaginu til heiðurs og einnig bæna- ljósastæða eftir listakonuna Stein- unni Þórarinsdóttur, sem Kven- félagið gefur kirkjunni á þessum tímamótum. Báðar konurnar verða viðstaddar í kirkjunni. Lestrar verða í höndum fyrr- og núverandi formanna Kvenfélagsins, en í dag er Sigurborg Bragadóttir formaður þess. Altarisganga. Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller leiða al- mennan safnaðarsöng ásamt Frí- kirkjukórnum. Þjónustan verður í höndum prestanna Hjartar Magna Jóhannssonar og Ásu Bjarkar Ólafsdóttur, sem jafnframt prédik- ar. Glæsilegt messukaffi Lovísu verður í boði safnaðarins í Safn- aðarheimili Fríkirkjunnar við Lauf- ásveg eftir hátíðamessuna. Þar munu listakonurnar segja nánar frá verkum sínum. Samgleðjumst kvenfélagskonum á þessum tímamótum. Unglingahljómsveitin The Beauteful’s í Bústaðakirkju á æsku- lýðsdegi kirkjunnar BARNAMESSA klukkan 11. Þar koma saman börn og fjölskyldur þeirra í létta samverustund þar sem söngur og gleði ræður ríkjum. For- eldrar eru hvattir til þátttöku. Börnin fá að venju fræðsluefni í samverunni í formi límmiða sem límdur er inn í sérstaka límmiðabók sem þau hafa fengið fyrr í vetur. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 14. Í guðsþjónustu þessa sunnudags klukkan 14.00 mun hljómsveitin The Beauteful’s spila í messunni. Hljómsveitirnar eru skipaðar ung- lingum úr Bústaðahverfi. Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson, umsjón- armaður safnaðarstarfs kirkjunnar flytur hugvekju dagsins. Ferming- arbörn aðstoða við athöfnina. Mola- sopi og djús eftir messu. Foreldrar eru hvattir til að fylgja ungmennunum til messu. Æskulýðs- dagurinn í Garðaprestakalli ÆSKAN verður í aðalhlutverki í Garðaprestakalli á morgun, á æsku- lýðsdegi þjóðkirkjunnar. Kl. 11 verður æskulýðsguðsþjónusta í Vídalínskirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir mun leiða guðsþjón- ustuna ásamt fermingarbörnum, æskulýðsfélögum kirkjunnar og Rannveigu Káradóttur æskulýðs- fulltrúa. Jóhann Baldvinsson org- anisti mun leiða tónlistina ásamt sönghópi Sjálandsskóla og barna- kór Hofsstaðaskóla, einnig mun Andri Bjarnason syngja. Að lokinni guðsþjónustunni verður boðið upp á vöfflur með rjóma í umsjá æsku- lýðsnefndar og æskulýðsfélaganna. Kl. 14 verður æskulýðsguðsþjón- usta í Bessastaðakirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir mun leiða guðs- þjónustuna ásamt ferming- arbörnum. Tónlistarmaðurinn Val- geir Skagfjörð mun leiða tónlistina, en barnakór Álftanesskóla syngur og nemendur úr tónlistarskóla Álftaness leika á hljóðfæri, einnig mun Andri Bjarnason syngja. Hall- dóra Pálsdóttir kirkjuvörður verð- ur með hressingu fyrir alla að lok- inni athöfn. Kl. 20 verður sameiginleg popp- messa Bessastaða- og Garðasóknar í Vídalínskirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir guðsþjónustuna og tónlistarmennirnir Rannveig Káradóttir, Óskar Einarsson, Ómar Guðjónsson, Kristinn Snær Agn- arsson og Ingi Skúlason mynda öfl- ugt gospelband. Fermingarbörn og foreldrar eru hvött til þátttöku. Allir velkomnir. Fögnum æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar – eflum gefandi samfélag! HVETJUM alla unga og aldna til að fjölmenna í æskulýðsguðsþjónustu í Lágafellskirkju sunnudaginn 5. mars kl. 20. Æskulýður Mosfellsbæjar mun sjá um athöfnina, hringja kirkju- klukkum, lesa lestra, leiklesa og leiða léttan söng. Yfirskrift dagsins í Lágafells- kirkju verður ,,Vináttan“ og mun Trausti Ólafsson, leikari og kenn- ari, leiða leiklestur ásamt fjórum nemendum úr Lágafellsskóla, þeim Alexöndru Björgu, Bryndísi Maríu, Oddrúnu og Önnu Christine. Leik- lesturinn er saminn upp úr völdum köflum um vináttuna úr bókinni „Litli prinsinn“ eftir Antoine De Saint-Exupéry. Skólakór Varmárs- kóla undir stjórn Guðmundar Óm- ars Guðmundssonar mun leiða safn- aðarsönginn og syngja nokkur lög. Ragnheiður Jónsdóttir prestur og Hreiðar Örn Zoëga æskulýðsfulltrúi munu leiða stundina. Organisti verður Guðmundur Ómar Ósk- arsson. Prestarnir. Fjölskyldu- gleði í Laugarnes- kirkju FJÖLSKYLDUMESSA verður hald- in í Laugarneskirkju kl. 11 á æsku- lýðsdegi þjóðkirkjunnar. Umsjón hefur sr. Hildur Eir Bolladóttir ásamt Sigurbirni Þorkelssyni með- hjálpara. Gleðisveit Gunnars Gunn- arssonar mun leika við athöfnina, en hana skip auk Gunnars, Þorvald- ur Þorvaldsson á trommur, Tómas R. Einarsson á bassa og Örn Arn- arsson sem syngur og leikur á gítar. Fermingarmæðginin Hildur Er- lingsdóttir og Erlingur Einarsson munu flytja samtalsprédikun og mörg fleiri fermingarbörn taka þátt í þjónustunni. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Laufáskirkja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.