Morgunblaðið - 04.03.2006, Page 48

Morgunblaðið - 04.03.2006, Page 48
48 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Börn úr 7–9 ára starfi kirkjunnar sýna helgileik undir stjórn leiðtoga sinna Önnu Kristínar og Laufeyjar Fríðu Guðmunds- dætra, fermingarbörn lesa ritningarorð, gítarleikari Pétur Þór Benediktsson, fé- lagar úr kór Áskirkju syngja, organisti Kári Þormar, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Sókn- arnefnd býður léttan málsverð í efri safn- aðarsal eftir guðsþjónustu. Málsverðinn sjá Hafþór og Lilja um og útbúa. Athugið að á æskulýðsdaginn er ein guðsþjónusta í kirkjunni. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, fræðsla, gleði. Foreldrar, afar og ömmur hvött til þátttöku með börnun- um. Guðsþjónusta kl. 14. Hljómsveitin The Beauteful’s spilar í messunni. Hljómsveit- in er skipuð unglingum úr Bústaðahverfi. Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson, umsjónar- maður safnaðarstarfs kirkjunnar, flytur hugvekju dagsins. Fermingarbörn aðstoða við athöfnina. Molasopi og djús eftir messu. Foreldrar eru hvattir til að fylgja ungmennunum til messu. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Æskulýðsmessa kl. 11 í umsjá æskulýðsleiðtoga Dómkirkjunnar. Barna- og unglingakórinn syngur og margt verður fleira skemmtilegt á dagskrá. Æskulýðsmessa kl. 20 í umsjá NEDÓ. GRENSÁSKIRKJA: Æskulýðsdagur þjóð- kirkjunnar. Barnastarf kl. 11 í umsjá Jó- hönnu Sesselju Erludóttur (Lellu) og ung- linga úr kirkjustarfinu. Guðsþjónusta kl. 11 með þátttöku unglinga úr KSS sem annast tónlist o.fl. Guðni Már Harðarson, guð- fræðinemi og framkvæmdastjóri Kristilegr- ar skólahreyfingar, prédikar. Samskot til Kristilegrar skólahreyfingar. Ólafur Jó- hannsson. GRUND DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIM- ILI: Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Sveinbjörn Bjarnason. HALLGRÍMSKIRKJA: Æskulýðsdagurinn. Fræðslumorgunn kl. 10. Barnaréttur-for- eldraréttur: Ingibjörg Rafnar, umboðsmað- ur barna. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Magneu Sverrisdóttur djákna og sr. Sigurðar Pálssonar. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Samvera kl. 20 fyrir unglinga og foreldra þeirra í umsjá Magneu Sverr- isdóttur, og munu unglingar sjá um dag- skráratriði. HÁTEIGSKIRKJA: Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Umsjón með barnaguðsþjón- ustu: Erla Guðrún Arnmundardóttir, Þóra Marteinsdóttir og Annika Neumann. Léttar veitingar eftir messu. Sr. Tómas Sveins- son. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Guðsþjónusta kl. 10.30 Landspítala Foss- vogi. Sr. Birgir Ásgeirsson, organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Fjölskyldumessa kl. 11. Æsku- lýðsdagur þjóðkirkjunnar. Stopp leikhópur- inn sýnir leikrit. Graduale futuri syngur und- ir stjórn Hörpu Harðardóttur. Börn leika á hljóðfæri og lesa ritningartexta og bænir. Barnastarfið verður allan tímann í safnað- arheimilinu. Foreldrar og afar og ömmur eru hvött til að koma með börnum sínum. Kaffisopi eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA: Fjölskyldumessa kl. 11 á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Um- sjón hefur sr. Hildur Eir Bolladóttir ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálpara og Gunnari Gunnarssyni organista sem leikur á píanó við guðsþjónustuna og hefur með sér Þorvald Þorvaldsson á trommur, Tóm- as R. Einarsson á bassa og Örn Arnarsson sem syngur og leikur á gítar. Fermingar- mæðginin Hildur Erlingsdóttir og Erlingur Einarsson flytja samtalsprédikun og mörg fleiri fermingarbörn taka þátt í þjónust- unni. Messukaffi. Aðalsafnaðarfundur Laugarneskirkju kl. 12.30–14 haldinn í safnaðarheimilinu. Allt sóknarfólk hvatt til þátttöku í ánægjulegum og upplýsandi fundi. Harmonikkuball fermingarfjöl- skyldna og fatlaðra kl. 17.30 haldið í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu Há- túni 12. NESKIRKJA: Fjölskyldumessa kl. 11. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Börn úr barna- og unglingastarfi Neskirkju lesa ritningalestra og fara með bænir. Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Guðmunda I. Gunnarsdóttir og Gunnar Ó. Markússon prédika. Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar fyr- ir altari. Eftir messu verður Kór Neskirkju með fjáröflun og býður upp á kaffi- og köku- hlaðborð á vægu verði. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Æskulýðsdagurinn hald- inn hátíðlegur. Fermingarbörn Seltjarnar- neskirkju hafa undirbúið alla liði guðsþjónustunnar með leiðtogum og prestum kirkjunnar. Þau lesa lestra, fara með bænir, leika dæmisöguna um týnda soninn og hafa valið sálma á léttari nót- unum og leiða sönginn. Fermingarbarna- kórinn flytur gospellag. Barnakórinn syng- ur undir stjórn Vieru Manasek. Samtalspredikun flytja Hörður Bjarkason fermingarbarn og sr. Arna Grétarsdóttir. Organisti Pavel Manasek. Verið öll hjart- anlega velkomin. Sr. Arna Grétarsdóttir og leiðtogar æskulýðsstarfs kirkjunnar. Æskulýðsfélagið kl. 20. Söngstund kl. 20.30 í kirkjunni. Mætum í kirkjuna og syngjum saman. Sungnir verða sálmar á léttum nótum og gospel. Pavel Manasek leikur undir á flygilinn og sr. Arna Grétars- dóttir slær gítarinn. Ungir sem aldnir hjart- anlega velkomnir. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Hátíðamessa kl. 14 vegna 100 ára afmælis Kvenfélags kirkjunnar. Lestrar verða í höndum fyrr- og núverandi formanna kvenfélags kirkjunn- ar. Börn verða borin til skírnar og nýir kirkjumunir verða helgaðir. Tónlistarstjór- arnir Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller leiða tónlistina ásamt Fríkirkjukórn- um. Þjónustan verður í höndum prestanna Hjartar Magna Jóhannssonar og Ásu Bjark- ar Ólafsdóttur sem jafnframt prédikar. Alt- arisganga. Glæsilegt messukaffi í Safnað- arheimilinu eftir messuna. ÁRBÆJARKIRKJA: Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 11. Börn úr TTT-starfinu sýna helgi- leik „Davíð og Golíat“ Börn úr STN-starfinu syngja. Börn í tónlistanámi leika á hin ýmsu hljóðfæri. Kl. 20 er Léttmessa –hljómsveitin Jóelsig leikur. Ungmenni sýna „Skrekk“ atriðið sem vakti mikla at- hygli sl. haust „Englar heimsins.“ BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskyldu- og æsku- lýðsmessa kl. 11. Börn úr TTT sýna leik- þáttinn „Óskir trjánna“. Fermingarbörn lesa bænir og unglingahljómsveit spilar. Barnakórinn selur kaffi og vöfflur eftir messuna til styrktar ferðasjóðnum sínum. DIGRANESKIRKJA: Æskulýðsmessa kl 11. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Börn og unglingar úr barna- og unglinga- starfi kirkjunnar og KFUM & K sjá um helgi- haldið. Súpa í safnaðarsal eftir messu. (www.digraneskirkja.is) FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Fjölskyldu- messa kl 11. Allt barnastarf kirkjunnar kemur að messunni, stelpustarfið, strákastarfið og barna og unglingakór Fella- og Hóla. Eftir messu er kirkjugestum boðið upp á kaffi og kökur. Æskulýðs- messa verður um kvöldið fyrir unglingana í æskulýðsstarfinu, fermingarbörnin og fjöl- skyldur þeirra. Hún verður í höndum æsku- lýðsstarfsins og um tónlistina sér hljóm- sveitin Gleðigjafar. Messan hefst kl. 20 en eftir messu er boðið upp á súkkulaðiköku og ískalda mjólk. GRAFARHOLTSSÓKN: Fjölskyldumessa kl. 11 í Ingunnarskóla í umsjá séra Sigríðar Guðmarsdóttur og æskulýðstoganna Hlín- ar Stefánsdóttur og Þorgeirs Arasonar. Barnakór Grafarholtssóknar syngur við messuna, organisti og kórstjóri er Hrönn Helgadóttir, meðhjálpari Aðalsteinn Dal- mann Októsson.Yngri deild KFUM/K í Graf- arholti sýnir leikrit og syngur í messunni. Kirkjukaffi eftir messu. Léttmessa kl. 20 í Ingunnarskóla í umsjá séra Sigríðar Guð- marsdóttur og æskulýðsleiðtoganna Hlín- ar Stefánsdóttur og Þorgeirs Arasonar. Tónlist annast Björn Tómas Njálsson, en með honum spila Jón Axel og Kristján. Eldri deild KFUM/K í Grafarholti sýnir leikrit um freistingar og syngur í messunni. Ferm- ingarbörn bera fram bænarefni í almennu kirkjubæninni. Kirkjukaffi eftir messu. GRAFARVOGSKIRKJA: Sameiginleg barna- og æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Börn úr barnamessunum, bæði í Grafar- vogskirkju og Borgarholtsskóla sameinast á efri hæð kirkjunnar. Rútuferð verður frá Borgarholtsskóla kl. 10.45. Umsjón hafa þau: Hjörtur, Rúna, Ingólfur, Gummi og Tinna. Séra Lena Rós Matthíasdóttir þjón- ar fyrir altari. Barnakór Grafarvogskirkju syngur. Stjórnandi: Oddný J. Þorsteinsdótt- ir. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Föstu- messa á Hjúkrunarheimilinu Eiri kl. 16. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjón- ar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Æskulýðsguðsþjónusta með léttu ívafi kl. 20. Prestur séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Æskulýðsleiðtogarnir Ingólfur, Sigrún og Oddgeir, ásamt börnum úr æskulýðsstarf- inu lesa ritningarlestra, hugleiða og fara með bænir. Unglingakór Grafarvogskirkju syngur, stjórnandi: Oddný J. Þorsteinsdótt- ir. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. HJALLAKIRKJA: Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Barnakór úr Snælandsskóla syngur undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur. Undirleik- ari Lóa Björk Jóelsdóttir. Krakkar úr kirkju- starfinu aðstoða í guðsþjónustunni. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Leikbrúðuland sýnir leikritið Selurinn Snorri. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Barnakór úr Kársnesskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra. Krakkar úr æskulýðsstarfi kirkj- unnar leiða bænir. Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30 í umsjón Önnu Kristínar, Péturs Þórs og Sigríðar. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl. 12.10. LINDASÓKN í Kópavogi: Fjölskylduguðs- þjónusta í Lindaskóla kl. 11. Kór Sala- skóla syngur, stjórnandi Ragnheiður Har- aldsdóttir. Pétur Ben syngur frumsamin lög. Jón Ómar Gunnarsson, guðfræðinemi og leiðtogi í æskulýðsstarfinu, prédikar. SELJAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Barnakór Seljakirkju syngur undir stjórn Láru Hrannar Pétursdóttur. Kl. 14 verður almenn guðsþjónusta þar sem ritningar- lestur og bænir verða í höndum ungs fólks auk þess sem æskulýðssöngvar verða sungnir. Mæðginin Jóna og Elí flytja prédik- un. Kl. 20 verður kvöldvaka á vegum æskulýðsfélagsins SELA þar sem hljóm- sveitin Baul kemur fram auk Gauta rapp- ara. Félagar úr æskulýðsfélaginu flytja leik- þátt og Jón Gnarr flytur hugleiðingarorð. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð- sþjónusta kl. 11. Friðrik Schram kennir um: Undirbúning og upphaf þjónustu Jesú. Einnig verður Heilög kvöldmáltíð. Barna- pössun fyrir 1–2 ára, sunnudagaskóli fyrir 3–6 ára og Krakkakirkja í Lofgjörðarlandi fyrir 7–13 ára. Samkoma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Friðrik Schram pre- dikar. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og til- veruna“ sýndur á Ómega kl.14. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla miðvikudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boð- un FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Bænastund kl. 19.30. Samkoma kl. 20. Umsjón Elsabet Daníelsdóttir. Mánudag 6. mars kl. 15 Heimilasamband. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Sam- koma kl. 14. Helga R. Ármannsdóttir talar Orð Guðs. Lofgjörð og fyrirbænir. Barna- starf á samkomutíma og kaffisala á eftir. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma Kl. 16. Fræðsla: Kvikmyndin „Á akri Drott- ins í Eþíópíu – Ómo Rate“ Bjarni Gíslason situr fyrir svörum eftir myndina. Kl. 16.40 Kaffi og samfélag, Kl. 17 Samkoma, „Komið til mín“ ræðumaður Guðlaugur Gunnarsson, vitnisburður Sólrún Ásta Har- aldsdóttir. Kristniboðsþáttur – Kanga tríó- ið. Mikil lofgjörð, fyrirbæn og gott sam- félag. Fræðsla í aldurskiptum hópum fyrir börnin meðan á samkomunni stendur. Ver- ið öll velkomin. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræð- um. Stefán Ágústsson. English speaking service at 12.30 pm. Everones are wel- come. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræð- um. Vörður Leví Traustason. Gospelkór Fíladelfía leiðir lofgjörð. Fyrirbænir í lok samkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Barnakirkja á meðan á samkomu stendur, öll börn velkominn frá 1–12 ára. Hægt er að hlusta á beina útsendingu á Lindinni fm 102,9 eða horfa á www.gospel.is Á omega er sýnd samkoma frá Fíladelfíu kl. 20. www.gospel.is KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða- bæ: Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 árdegis á ensku og kl. 12 á hádegi á íslensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Krists- kirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Tilbeiðslustund er haldin í Kristskirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lok- inni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Trú- fræðsla barnanna fer fram á laugardögum kl. 13 í Landakotsskóla. Barnamessan er kl. 14 í Kristskirkju. Sunnudaginn 5. mars: Hátíðarmessa kl. 10.30 í tilefni 50 ára prestvígsluafmælis sr. A. George. Að messu lokinni er móttaka í safnaðarheim- ilinu á Hávallagötu 16. Reykjavík, Maríu- kirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga:Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Til- beiðslustund á mánudögum frá kl. 19 til 20. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Tilbeiðslustund á hverjum degi kl. 17.15. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnu- daga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Akranes, kapella Sjúkra- húss Akraness: Sunnudaginn 5. mars: Messa kl. 15. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. Tilbeiðslustund á hverjum föstudegi kl. 17 og messa kl. 18. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykja- vík. Biblíufræðsla kl. 10. Guðþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Eric Guðmundsson. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu- maður: Styrmir Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Björgvin Snorrason. Safnaðarheim- ili aðventista Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðþjónusta kl. 11. Aðventkirkjan Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Sigríður Kristjánsdóttir. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: Guðsþjónusta kl. 14. Gunnar Kristjánsson sóknarprest- ur. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Gunnar Krist- jánsson sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Barna- guðsþjónusta kl. 11 með miklum söng, lof- gjörð og sögum. Litlir lærisveinar syngja undir stjórn Guðrúnar Helgu og Joönnu. Kirkjudagur Kirkjugerðis, en börn af leik- skólanum syngja með leikskólakennurum sínum. Samverustund Kirkjuprakkarar hefst með barnaguðsþjónustunni en fær- ist yfir í fræðslustofu með Völu Friðriks. Barnafræðararnir, Gísli Stefáns og sr. Kristján. TTT-starfið er kl. 12.30 í fræðslu- stofunni fyrir 9–12 ára. Guðsþjónusta kl. 20 á æskulýðsdegi. Ath. breyttan tíma. Hulda Líney Magnúsdóttir æskulýðsfulltrúi prédikar. Félagar í Hippabandinu syngja og leiða tónlistina. Mikill lofgjörðarsöngur, gömul og ný lög, bæn og lestur úr Ritning- unni (unglingar lesa). Æskufólk á öllum aldri hjartanlega velkomið. Ungu fólki sem fætt er 1989 (bílprófsaldurinn), er sérstak- lega boðið til að minnast fermingarinnar fyrir þremur árum og þiggja bílabæn að gjöf frá Landakirkju. Sr. Kristján LÁGAFELLSKIRKJA: Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju kl. 13. Umsjón Hreiðar Örn og Jónas Þórir. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 20. Leiklestur um „Vináttuna í umsjá Trausta Guðmundssonar, leikara og kenn- ara, og nemenda úr Lágafellsskóla. Skóla- kór Varmáskóla leiðir sönginn. Organisti Guðmundur Óskar Guðmundsson. Prestur Ragnheiður Jónsdóttir. Prestarnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjölskylduhá- tíð kl. 11. Hljómsveitin Gleðigjafarnir leikur undir söng. Barnakórinn syngur. Báðir prestar kirkjunnar þjóna. Eftir stundina er boðið upp á hressingu í safnaðarheim- ilinu. Poppguðsþjónusta kl. 18 (Ath. breytt- an tíma). Jónsi kemur í þyrlu og lendir 17.45 nálægt kirkjunni. Flytur hann nokkur lög í poppguðsþjónustunni ásamt Gleði- gjöfunum. Unglingakórinn syngur. Guðlaug Helga guðfræðinemi og leiðtogi í æsku- lýðsstarfinu predikar. Poppguðsþjónustan er alfarið í umsjón æskulýðsstarfsins. Eftir guðsþjónustuna bjóða fermingarbörn öll- um kirkjugestum til veislu í safnaðarheim- ilinu. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Sunnudagaskólinn og fjölskylduguðsþjónustan saman í einni stórri fjölskylduhátíð. Barnakórinn og Ung- lingakórinn syngja undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Félagar í æskulýðsfélag- inu Megasi taka þátt. Samvera með ferm- ingarbörnum og foreldrum í safnaðarheim- ilinu að guðsþjónustu lokinni. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Umsjón hafa Edda, Hera og Örn. Góð stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjón- usta kl. 13. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir tónlist og söng undir stjórn Arnar Arn- arsonar. Að lokinni guðsþjónustu hefst basar Kvenfélagsins og fer hann fram í safnaðarheimilinu. ÁSTJARNARKIRKJA: Barnaguðsþjónustur í samkomusal Hauka Ásvöllum á sunnu- dögum kl. 11–12. Léttar veitingar og hlý- legt samfélag eftir helgihaldið. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í Tjarn- arsal Stóru-Vogaskóla á sunnudögum kl. 11–12. Léttar veitingar og hlýlegt sam- félag eftir helgihaldið. VÍDALÍNSKIRKJA: Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir mun leiða guðsþjónustuna ásamt fermingar- börnum, æskulýðsfélögum kirkjunnar og Rannveigu Káradóttur æskulýðsfulltrúa. Jóhann Baldvinsson organisti mun leiða tónlistina ásamt sönghópi Sjálandsskóla og barnakór Hofsstaðaskóla, einnig mun Andri Bjarnason syngja. Að lokinni guðs- þjónustunni verður boðið upp á vöfflur með rjóma. Kl. 20 verður sameiginleg poppmessa Bessastaða- og Garðasóknar í Vídalínskirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir guðsþjónustuna og tónlistarmennirn- ir Rannveig Káradóttir, Óskar Einarsson, Ómar Guðjónsson, Kristinn Snær Agnars- son og Ingi Skúlason mynda öflugt gosp- elband. Fermingarbörn og foreldrar eru hvött til þátttöku. Sjá www.gardasokn.is. Allir velkomnir. VÍFILSSTAÐIR: Messa kl. 14 í samkomu- salnum á Vífilsstöðum á 1. hæð. Organisti verður Jóhann Baldvinsson og kórfélagar úr kirkjukór Vídalínskirkju munu syngja. Ennfremur mun Agnes Tanja Þorsteins- dóttir syngja einsöng við undirspil Agnesar Löve. Prestur sr. Svanhildur Blöndal. Heimilisfólk, starfsfólk og aðstandendur eru sérstaklega boðin velkomin. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskóli kl. 11 í sal Álftanesskóla. Umsjón: Kristjana, Ásgeir Páll, Sara og Oddur. Foreldrar kvatt- ir til að koma með börnum sínum. Æsku- lýðsguðsþjónusta kl. 14 í Bessastaða- kirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir mun leiða guðsþjónustuna ásamt fermingarbörnum. Tónlistarmaðurinn Valgeir Skagfjörð mun leiða tónlistina, en barnakór Álftanesskóla syngur og nemendur úr tónlistarskóla Álftaness leika á hljóðfæri, einnig mun Andri Bjarnason syngja. Halldóra Pálsdótt- ir kirkjuvörður verður með hressingu fyrir alla að lokinni athöfn. Allir velkomnir GRINDAVÍKURKIRKJA: Barnastarfið kl. 11. Hvetjum foreldra, ömmur og afa til að koma með börnunum og taka þátt í skemmtilegum samverustundum. Æsku- lýðssamkoma kl. 20 á æskulýðsdegi kirkj- unnar. „Nei við vímuefnum“ Ungt fólk flytur dagskrá í tali og tónum. Kórfélagar úr kór Grindavíkurkirkju sjá um kaffihúsastemn- ingu í safnaðarheimilinu. Ágóði af kaffi- sölu rennur í orgelsjóð. NJARÐVÍKURKIRKJA: Fermingarmessa kl. 11. Fermdur verður Friðrik Gunnarsson Brekkustíg 31b. Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Natalíu Chow Hewlett. Meðhjálpari Kristjana Gísladóttir. Sunnu- dagaskólinn verður í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 11 og verður börnum ekið frá Safnaðar- heimili Njarðvíkurkirkju kl. 10.45. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 í umsjá Ástríðar Helgu Sigurð- ardóttur, Dagmarar Kunákova og Arnars Inga Tryggvasonar. Kirkjutrúðurinn mætir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermingarbörn taka þátt í athöfninni ásamt barnakór Keflavíkurkirkju og íþrótta- félagi Keflavíkur. Yngstu börnin fá efni og kennslu við sitt hæfi á sama tíma í kirkj- unni. Þóra Gísladóttir söngkona (var í und- ankeppninni í Evóvisjón á dögunum) kem- ur fram. Prestur: Sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti og stjórnandi: Hákon Leifsson. Meðhjálpari: Guðmundur Hjaltason. Kaffi, djús og meðlæti eftir samveru. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kaffiveitingar í forkirkju að athöfn lok- inni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson og org- anisti Hulda Bragadóttir. Allir velkomnir. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir og sr. Svavar A. Jónsson. Alma Guðnadóttir æskulýðsleiðtogi predikar. Stúlknakór Ak- ureyrarkirkju og framhaldsskólakórar úr ýmsum landshlutum syngja. Einsöngur: Hildur Vala Einarsdóttir. Organisti: Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í safnaðar- heimili á sama tíma. GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl 11. Fjölbreytt samvera, hreyfisöngvar og leikir. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Pétur Björgvinsson djákni þjóna. Barnakór Gler- árkirkju syngur. Stjórnandi Ásta Magnús- dóttir. Organisti Hjörtur Steinbergsson. Foreldrar fjölmennið með börnin ykkar. Glerbrotshátíð á æskulýðsdegi kl. 20 í um- sjón Péturs Björgvins Þorsteinssonar djákna, helgistund í kirkjunni kl. 20.30. Fermingarbörn og aðrir í æskulýðsfélaginu fjölmennið í góða og fjöruga stund. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagsskóli kl. 11. Almenn samkoma kl. 17 ásamt barnablessun, Major Miriam Ósk- arsdóttir talar. LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja: Kyrrðarstund kl. 21. Grenivíkurkirkja: Kyrrðarstund mánudagskvöldið 6. mars kl. 20. Kaffisopi í safnaðarstofunni á eftir. LJÓSAVATNSPRESTAKALL: Þóroddsstað- arkirkja: Guðsþjónusta kl. 14. EGILSSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 í samvinnu við nágrannapresta og söfnuði á Héraði. 6. mars (mánud.) Kyrrðarstund kl. 18. Biblíulestur (Skóli Orðsins) kl. 20.30–21.30. Sóknarprestur ÞINGMÚLAKIRKJA: Messa kl. 14. Sókn- arprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup Skálholtsstiftis og sr. Jón Aðalsteinn Bald- vinsson, vígslubiskup Hólastiftis, annast prestsþjónustuna ásamt sr. Agli Hallgríms- syni sóknarpresti. Skálholtskórinn og Kór Hóladómkirkju syngja. Organistar og kór- stjórar eru Jóhann Bjarnason og Hilmar Örn Agnarsson. Sóknarprestur. Stóruborgarkirkja í Grímsnesi: Kvöldguðs- þjónusta kl. 21. Einföld og stutt helgistund þar sem lögð er áhersla á kyrrð og bæn við kertaljós. Egill Hallgrímsson. Mosfells- kirkja í Grímsnesi: Föstumessa miðviku- dagskvöld 8. mars kl. 20.30. Sr. Arngrímur Jónsson og sr. Guðmundur Óli Ólafsson annast prestsþjónutuna ásamt sr. Agli Hallgrímssyni. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Barna- og fjölskyldu- samkoma kl. 11. Eygló J. Gunnarsdóttir djákni og Guðbjörg Arnardóttir, cand. theol., annast stundina í fjarveru sóknar- prests. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til þess að koma. Léttur hádegisverður framreiddur eftir athöfnina. Kirkjuskóli í Félagsmiðstöðinni við Tryggva- götu þriðjudag 28. febrúar kl. 14. Foreldra- morgunn miðvikudaginn1. mars kl. 11. Op- ið hús. Hressing og spjall. Tíðagjörð á föstu miðvikudaginn 1. mars kl. 18 í kirkj- unni. Fundur í Æskulýðsfélagi Selfoss- kirkju fimmtudag 2. mars kl. 19.30. Föstu- daginn 3. mars kl. 10 í Selfosskirkju: Alþjóðlegur bænadægur kvenna. Sr. Gunn- ar Björnsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 11. ÚTSKÁLAKIRKJA:Lofgjörðarsamkoma - Gospel kl.16:30. Ræðumaður er Marta Ei- ríksdóttir. Organisti og kórstjóri; Steinar Guðmundsson. Þorvaldur Halldórsson leikur á trommur. Jón Árni Benediktsson leikur á rafbassa. Fermingarbörn lesa ritn- ingarlestra. Kórar Útskálakirkju og Hvals- neskirkju leiða sönginn. Prestur; sr.Lilja Kristín Þorsteindóttir. Allir velkomnir. Helgistund verður að Garðvangi kl.15:30 HVALSNESSÓKN: Lofgjörðarsamkoma - Gospel í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl.20:30. Ræðumaður er Marta Eiríksdótt- ir. Organisti og kórstjóri; Steinar Guð- mundsson. Þorvaldur Halldórsson leikur á trommur. Jón Árni Benediktsson leikur á rafbassa. Fermingarbörn lesa ritningar- lestra. Kórar Útskálakirkju og Hvalsnes- kirkju leiða sönginn. Prestur; sr.Lilja Krist- ín Þorsteindóttir. Guðspjall dagsins: Freisting Jesú (Matt. 4.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.