Morgunblaðið - 04.03.2006, Síða 49

Morgunblaðið - 04.03.2006, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 49 FRÉTTIR ENDURSKOÐA þarf lög um mál- efni aldraðra þar sem núverandi lög eru byggð á úreldum sjónar- miðum og því dragbítur á eðlilega og nauðsynlega framþróun í mál- efnum aldraðra. Stjórn Félags eldri borgara (FEB) kallar eftir því að þegar í stað verði skipaður starfshópur til að endurskoða frá grunni lögin frá 1999 um málefni aldraðra með það að markmiði m.a. að undirbúa flutning málefna aldr- aðra til sveitarfélaga, enda sé hér um nærþjónustu að ræða. Einnig vill stjórnin að mörkuð verði heild- arstefna í málefnum aldraðra sem byggist á hugmyndafræði um jafn- rétti og mannréttindi. Þetta var meðal þess sem fram kom á blaða- mannfundi sem stjórn FEB efndi til í húsakynnum félagsins. Á fundinum kynntu Margrét Margeirsdóttir, formaður félags- ins, Helgi Seljan varaformaður, stjórnarmeðlimirnir Anna Þrúður Þorkelsdóttir og Ásgeir Guð- mundsson auk Stefaníu Björns- dóttur, framkvæmdastjóra félags- ins, áskoranir og ályktanir sem samþykktar voru á síðasta aðal- fundi FEB sem haldinn var 18. febrúar sl. Fjölga þarf þjónustuíbúðum Í máli Margrétar kom fram að brýn þörf væri á að mörkuð yrði stefna í búsetumálum aldraðra þar sem ólíkir valkostir væru fyrir hendi í samræmi við óskir og þarfir eldri borgara. Bent var á það á fundinum að nú þegar væri mikill skortur á þjónustuíbúðum í Reykjavík og biðlisti langur eða rúm tvö ár. Anna Þrúður benti á að þjónustuíbúðir gætu hentað vel öldruðu fólki sem þyrfti á öryggi og aðhlynningu að halda en gæti samt búið áfram í sjálfstæðri bú- setu og haldið fjárforræði sínu. Sagði hún að samhliða fjölgun þjónustuíbúða væri nauðsynlegt að efla verulega heimaþjónustu og fjölga dagvistarplássum fyrir þá sem ekki gætu notfært sér almenn- ar félagsmiðstöðvar. Hörð gagnrýni kom fram í máli fundarmanna á það fyrirkomulag að aldraðir missi fjárforræði sitt þegar þeir flytji inn á dvalar- og hjúkrunarheimili. Sagði Margrét lykilatriði að greiðslufyrirkomulag- inu yrði breytt þannig að íbúar héldu áunnum réttindum sínum, greiddu sjálfir til viðkomandi stofnunar og héldu ávallt ákveðnu hlutfalli launa sinna eftir en þyrftu ekki að betla vasapeninga, líkt og raunin væri í dag. Stjórn FEB skorar jafnframt á heilbrigðisráð- herra að tvöfalda ráðstöfunarfé eða vasapeninga íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum aldraðra þann- ig að það samsvari tvöföldum grunnlífeyri, en þess má geta að upphæðin nemur í dag rúmum 22 þúsund krónum. Huga þarf betur að kjaramálum aldraðra Kjaramál aldraðra brunnu heitt á stjórnarmönnum FEB, enda býr þriðjungur eldri ellilífeyrisþega við þröngan kost, þ.e. með um eða undir 115 þúsund krónum í heild- artekjur á mánuði. Að mati Mar- grétar þarf að hækka skattleys- ismörk þannig að þau nái sama verðgildi og þau gerðu við upptöku staðgreiðslukerfis skatta, en sam- kvæmt því ættu skattleysismörk nú að vera 105 þúsund krónur í stað 79 þúsund króna eins og þau eru í dag. Ásgeir gerði lífeyri eldri borgara frá Tryggingastofnun ríkisins að umtalsefni og sagði nauðsynlegt að hækka hann þannig að hann yrði að raungildi sá sami og hann var árið 1995 að viðbættum sambæri- legum hækkunum og orðið hefðu á lágmarkslaunum verkafólks. Benti hann á að fyrrgreint ár hefðu hin sjálfvirku tengsl milli lífeyris eldri borgara og lágmarkslauna verka- fólks rofnað, en hefðu tengslin haldist væri lífeyrir eldri borgara 17 þúsund krónum hærri á mánuði en hann er í dag. Jafnframt kom á fundinum fram krafa FEB um að ríkið léti fara fram stjórnsýslulega úttekt á starf- semi TR með það að markmiði að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við eldri borgara og gera starfsem- ina skilvirkari. Benti Helgi á að sí- fellt fleiri eldri borgarar leituðu til skrifstofu FEB vegna erinda sem sneru að lífeyrismálum, tekju- skerðingum, tryggingabótum og öðru sem tengdist TR, allt mál sem eðlilegt væri að fengju viðeigandi úrlausn hjá TR en sú virtist hins vegar ekki raunin. Í þessu sam- hengi sagði Margrét félagið einnig kalla eftir endurskoðun á lögum um almannatryggingar sem hefði það að markmiði að einfalda kerfi lífeyristrygginga svo það yrði auð- skilið. Þannig þyrfti að fækka bóta- flokkum og skilgreina þá upp á nýtt, stefna markvisst að því að fella niður eða draga verulega úr tekjutengingum bótaflokka m.t.t. til þess að áhrif jaðarskatta minnk- uðu og tryggja að öryrkjar héldu áunnum bótaflokki þegar þeir næðu 67 ára aldri, ólíkt því sem væri í dag. Kalla eftir endurskoðun laga um málefni aldraðra Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Morgunblaðið/RAX Margrét Margeirsdóttir, formaður FEB, Stefanía Björnsdóttir framkvæmdastjóri, stjórnarmeðlimirnir Anna Þrúður Þorkelsdóttir, Ásgeir Guðmundsson og Helgi Seljan, varaformaður félagsins. Í NÝRRI könnun Gallup á viðhorfi landsmanna til reykinga á veit- ingastöðum og kaffihúsum kemur fram að mikill meirihluti er fylgj- andi reykingabanni. Um 42% að- spurðra sögðust myndu fara oftar á veitingastaði eða kaffihús yrðu reykingar bannaðar, en 12% sögð- ust myndu fara sjaldnar. Fram kemur í niðurstöðum Þjóð- arpúls Gallup sem unnin var í febr- úar að þrír af hverjum fjórum, 74%, sögðust fylgjandi því að banna reykingar, 9% sögðust ekki hafa skoðun á því, og 17% voru andvíg banni. Þegar afstaða þeirra sem reykja daglega er skoðuð er meiri- hluti, 51%, því fylgjandi að banna reykingar, 11% hvorki fylgjandi né á móti, og 38% mótfallin reyk- ingabanni. Meðal þeirra sem ekki reykja eru 83% fylgjandi banni, 7% hlutlaus og 10% andvíg banninu. Spurt var hvort fólk myndi fara oftar eða sjaldnar á veitingastaði og kaffihús, yrðu reykingar bann- aðar, og sögðust 42% myndu fara oftar, 46% jafnoft og 12% sjaldnar, yrði bann að veruleika. Tæplega 57% þeirra sem ekki reykja sögðust myndu fara oftar ef reykingar yrðu bannaðar, en hátt í helmingur, 48%, þeirra sem reykja daglega sögðust myndu fara sjaldnar á veitingastaði eða kaffihús yrðu reykingar bann- aðar. Um var að ræða símakönnun þar sem hringt var í 1.256 Íslendinga á aldrinum 18–75 ára, valda tilvilj- unarkennt úr þjóðskrá. Svarhlut- fall var 62%, en könnunin var unnin dagana 15. til 27. febrúar. Þrír af hverjum fjórum fylgjandi reykingabanni HÁSKÓLI Íslands nýtur enn mests trausts af þeim stofnunum sem spurt var um í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem unninn var í febrúar. Minnsts trausts njóta sem fyrr Alþingi og dómskerfið, en traust á þessum stofnunum hefur þó aukist um átta prósentustig frá því á sama tíma á síðasta ári. Í könnuninni var spurt hversu mikið eða lítið traust viðmælendur bæru til stofnana og embætta. Um 86% aðspurðra sögðust bera traust til Háskóla Íslands, sem er svipað og í eldri könnunum. Alls sögðust 79% bera traust til lögreglunnar og hefur það hlutfall aukist um 12 prósentu- stig frá því á sama tíma í fyrra. Traust almennings á heilbrigð- iskerfinu virðist heldur aukast og sögðust 73% treysta því, en 70% sögðust treysta því í fyrra. Traust á umboðsmanni Alþingis dalar nokk- uð frá fyrra ári, 57% sögðust treysta embættinu nú, en 62% í fyrra. Rík- issáttasemjari stendur í stað með traust 56% aðspurðra og Þjóð- kirkjan stendur einnig í stað og mælist með 55% traust. Könnun Gallup var símakönnun sem unnin var dagana 8. til 21. febr- úar 2006, í úrtaki voru 1.239 Íslend- ingar á aldrinum 18-75 ára, valdir með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 61%. Traust á Alþingi og dómskerfi hefur aukist NÁMSKEIÐIÐ „Stofnun og rekstur smáfyrirtækja fyrir innflytjendur“ hefst í dag, laugardaginn 4. mars, í Háskólanum í Reykjavík. Nám- skeiðið sækja hátt í 40 innflytj- endur. Rannsóknir og doktorsverkefni Magnúsar Orra Schram sýna að námskeið af þessu tagi er löngu tímabært, en samkvæmt rann- sóknum hans fer þeim innflytj- endum stigfjölgandi sem ákveða að gerast sjálfstæðir atvinnurekendur á Íslandi. Í dag eru rúm 5 prósent innflytjenda t.a.m. sjálfstæðir at- vinnurekendur, segir í frétta- tilkynningu. Fjallað um fyrir- tæki innflytjenda Jón Magnússon hrl., löggiltur fasteigna- og skipasali. Skeifan 19 • 108 Reykjavík • Sími 533 1060 Fax 533 1069 • www.xhus.is • xhus@xhus.is Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 8:30-17:00 Nýtt 70 fm sumarhús, aðeins um 6 km frá Flúðum. Húsið er á steyptri plötu með hita í gólfum. Búið er að gera um 90 fm verönd við húsið. Hátt er til lofts í öllu húsinu sem gefur því mikinn sjarma. Möguleiki er á millilofti. Mahoní-gluggar og hurðir, en stór rennihurð er í stofu. Fallegt 1,2 hekt. land með góðu útsýni. Húsinu er skilað fullbúnu að utan en einangruðu að innan. Búið verður að taka inn heitt og kalt vatn ásamt rafmagni. Frárennsli verður fulltengt. Öll þjónusta er á Flúðum þ.e. góð búð, sundlaug, banki o.fl. Tveir golfvellir eru á svæðinu, annar 18 holu á Flúðum og hinn 9 holu í Ásatúni. Möguleiki að fá húsið fullbúið ef þess er óskað. Frábær staðsetn- ing í fallegu landi í aðeins 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Nú er bara að fara í bíltúr og skoða! SUMARBÚSTAÐIR Sölusýning í dag, laugardag. Bókaðu skoðun hjá Valdimar Tryggvasyni í síma 897 9929 GJALDTAKA á skammtímabíla- stæðum Landspítala Háskólasjúkra- húss við Hringbraut og í Fossvogi verður tekin upp nú í mars, sam- kvæmt upplýsingum frá Stefáni Haraldssyni, framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Mikill bílastæðavandi er við Land- spítalann við Hringbraut og í Foss- vogi og hafa stjórnendur spítalans óskað eftir aðstoð Bílastæðasjóðs Reykjavíkur við að setja stýringu á hluta af bílastæðunum, samkvæmt upplýsingum Stefáns. Við Hring- braut verða um 130 gjaldskyld bíla- stæði á svæðinu við göngudeildina, innkeyrsluna við kvennadeild og að- alinngang Kringlunnar svokölluðu. Í Fossvogi verða um 30–40 stæði gerð gjaldskyld, að sögn Stefáns. Þessi bílastæði eru við aðalinngang spítal- ans en notkun þessara stæða hefur verið mjög mikil. Ekki er komin end- anleg dagsetning á upphafsdag gjaldtökunnar við Hringbraut og í Fossvogi en Stefán segist gera ráð fyrir að hún hefjist einhvern tímann í mars. Ekki til að auka tekjur spítalans ,,Þetta er alls ekki gert í neinu tekjuskyni enda renna nánast allar tekjurnar til Bílastæðasjóðs. Þetta er hugsað sem bætt þjónusta við þá sem eiga erindi á spítalann,“ segir Ingólfur Þórisson, framkvæmda- stjóri tækni og eigna LSH. Þau stæði sem verða gjaldskyld eru hugsuð sem skammtímastæði við innganga spítalanna fyrir sjúklinga og að- standendur þeirra, en erfitt hefur reynst að halda stæðunum auðum. Bílastæðum Landspítalans við Hringbraut var nýverið fjölgað um 270 til að reyna að leysa þann mikla bílastæðavanda sem spítalinn stend- ur frammi fyrir, að sögn Ingólfs, og eru bílastæðin nú um 1300–1400 tals- ins. Vandamálið í Fossvogi er hins vegar ekki eins mikið og stendur því ekki til að fjölga bílastæðum þar. Stöðumælar á bílastæðum LSH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.