Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 105. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fasteignasalan Miðborg auglýsir í blaðinu í dag Vetur kvaddur og sumri fagnað Fjölmargir viðburðir skipulagðir síðasta vetrardag og sumardaginn fyrsta | 41 Úr verinu | Landið og miðin  Fiskverð heima  Fiskverð ytra  Soðningin  Bryggjuspjall Íþróttir | Giuly afgreiddi AC Milan  Einar skoraði sjö í stórsigri  Jónas Grani hætti með FH Úr verinu og Íþróttir í dag OLÍUVERÐ á heimsmarkaði fór í gær í 72,64 dollara fatið í London og 71,60 dollara í New York og er ástæðan einkum sögð áhyggjur af hugsanlegum átökum Írana og Bandaríkjamanna, en nýlegar yfirlýsingar Mahmouds Ahmadinejads Íransforseta hafa aukið spennuna í deilunni um kjarn- orkuáætlun landsins. Sérfræðingar í efnahagsmálum óttast að hátt olíuverð kunni á næstunni að hafa víð- tæk efnahagsleg áhrif með því að draga úr hagvexti og kynda undir aukinni verðbólgu. Orsakir hækkunarinnar eru einkum tví- þættar. Annars vegar er um að ræða ókyrrt stjórnmálaástand í ýmsum af helstu olíu- framleiðsluríkjum heims og hins vegar mikla eftirspurn eftir olíu, þ.á m. í Indlandi og Kína. Spurður um áhrif deilunnar á milli Bandaríkjamanna og Írana á olíuverð sagði Simon Wardell, sérfræðingur í olíumark- aðsmálum hjá Global Insight, að kæmi til átaka á milli þjóðanna kynni verðið að fara upp fyrir 150 dollara fatið. Útilokar ekki árásir George W. Bush, for- seti Bandaríkjanna, sagði í gær að „allir möguleikar væru uppi á borðinu“, þegar hann var spurður um afstöðu stjórnar sinnar til deil- unnar um kjarnorku- áætlun Írana. Forsetinn útilokaði þó ekki að viðræður ríkjanna ættu eftir að bera árangur. „Við viljum leysa þetta mál við samningaborðið og við vinnum hörðum höndum að því að það takmark náist,“ sagði Bush í gær. Tilkynningin kom á sama tíma og Moh- ammad Nahavandian, tæknilegur ráðgjafi Alis Larijanis, helsta samningamanns Ír- ana á sviði kjarnorkumála, mætti til ráð- stefnu í Washington. Að sögn dagblaðsins Financial Times kom Nahavandian til Bandaríkjanna til að ræða möguleikann á formlegum viðræðum ríkjanna, sem hafa ekki átt í stjórnmála- samskiptum í aldarfjórðung. Yfirvöld vestanhafs hafa hins vegar hafn- að slíkum vangaveltum og sagði Sean McCormack, talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, í gær að ekki hefði verið boðað til fundar með Nahavandian. Spá frekari hækkunum olíuverðs Hátt verð á olíu gæti haft víðtæk efnahagsáhrif George W. Bush  Líklegt að olíuverð | 25 Riyadh. AFP. | Eigandi veitinga- staðar í Sádi-Arabíu hefur flúið land eftir að hafa verið dæmdur til 90 vandarhögga fyrir að ráða tvær konur til starfa. Var dóm- urinn kveðinn upp af dómstól í hafnarborginni Al-Qatif, en hann komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn, sem heitir Nabil al- Ramadan, hefði gerst sekur um ósiðlegt athæfi með ráðningunni. Í samtali við dagblaðið Arab News sagði al-Ramadan að hann hefði ákveðið að flýja til að koma sér undan hýðingunni, sem hann taldi móðgun við sig. „Til að koma mér hjá þessum aðstæðum hef ég ákveðið að leggjast í ferða- lag áður en refsingunni verður framfylgt,“ sagði al-Ramadan. Umræddar konur höfðu aðeins unnið í fjórar klukkustundir á einum vinnudegi þegar yfirvöld ákváðu að grípa í taumana og loka veitingastaðnum. Má segja að ákvörðunin tengist afar íhalds- samri afstöðu yfirvalda til hlut- verks kvenna í sádi-arabísku sam- félagi. Fyrir utan að þurfa að lúta ýmsum ströngum siðvenjum er konum þar í landi ekki heimilt að blanda geði við karlmenn, nema um sé að ræða nánustu skyld- menni. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi opnað ýmis svið atvinnulífs- ins fyrir konum er þeim enn óheimilt að sinna flestum störf- um. Flýr land til að forðast vandarhögg ÍSLENSKUR vísindamaður, dr. Þorbjörg Jensdóttir, hefur þróað nýja aðferðafræði við rannsóknir á gler- ungseyðingu tanna af völdum súrra drykkja og fastrar fæðu á borð við sælgæti. Sælgætisrisinn Toms Group A/S, en undir hatti hans eru m.a. vörumerkin Anton Berg, Gajol, Pingvin og Spunk, styrkti rannsókn Þor- bjargar og hefur sótt um einkaleyfi á aðferðafræði hennar. Toms Group A/S hyggst einnig hefja fram- leiðslu á nýrri tegund sælgætis á grundvelli rannsókna Þorbjargar. Það verður súrt á bragðið og örvar munn- vatnsflæði, en skemmir ekki glerung tanna. Varan er nánast tilbúin og kemur væntanlega á markað síðar á þessu ári eða á því næsta. Þorbjörg lauk tvöföldu doktorsprófi við Kaup- mannahafnarháskóla 6. apríl síðastliðinn. Annars veg- ar í heilbrigðisfræðum við tannlæknadeild háskólans. Hins vegar svonefndri iðnaðargráðu (Industrial Ph.D.) sem doktorsneminn vinnur að samhliða hinni fræðilegu rannsókn í samvinnu við iðnfyrirtæki og ráðuneyti vísinda, tækni og nýsköpunar í Danmörku. Þorbjörg lauk meistaraprófi í næringarfræði við Háskóla Íslands 2002 og fjallaði verkefni hennar um drykki og gler- ungseyðingu tanna. Hún kveðst hafa haldið aðeins áfram að rann- saka eyðingaráhrif drykkja á gler- ung tanna, en síðan snúið sér að glerungseyðingu af völdum fastrar fæðu eða sælgætis. „Kjarninn var að sýna fram á að súrt sælgæti væri glerungseyðandi og svo að þróa sælgæti sem væri súrt og örvaði munnvatnsflæði, án þess að vera glerungseyðandi,“ sagði Þorbjörg. „Við þróuðum nýja aðferðarfræði til að meta glerungseyð- andi áhrif drykkja á rannsóknarstofu, sem er meira í ætt við klínískar rannsóknir. Svo þróaði ég aðferð- arfræði til að meta glerungseyðandi áhrif fæðu í föstu formi, eða sælgætis. Hún hafði ekki verið til sem slík áður og það var því ákveðin ögrun að fást við það verk- efni. Í kjölfarið fór ég í að þróa sælgæti sem er súrt, örvar munnvatnsflæði, en er ekki glerungseyðandi. Það skiptir máli fyrir þá sem borða mikið sælgæti og eins þá sem þjást af munnþurrki, t.d. vegna sjúk- dóma.“ Ný aðferðafræði við rannsókn á glerungseyðingu Þróaði sælgæti sem eyðir ekki glerungi Dr. Þorbjörg Jensdóttir Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VETUR konungur kveður landsmenn í dag og spurning hvort sólarlagið í gærkvöldi gefur tóninn fyrir sumarið sem fer í hönd. Vafalítið fagna flestir vetrarlokum, farfuglum fjölgar óðum, grös spretta og hjartað slær ef til vill örar við tilhugsun um tilvonandi sumarsælu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Síðasti dagur vetrar Krónan ekki lægri frá 2002 GENGISVÍSITALA krónunnar hefur ekki verið hærri frá því í maí árið 2002, en gengisvísitala hækkaði um 1,75% í gær og veiktist krónan sem því nemur. Við upphaf viðskipta var gengisvísitalan 128,80 og við lok- un var hún 131,10. Gengi dollarans er 76,75 krónur, pundsins 136,40 og evru 94,30. | 14   Haldið og sleppt TVEIR menn voru handteknir í gær í tengslum við rannsókn á innflutningi á rúmlega tveimur tugum kílóa af fíkniefnum, en var sleppt að loknum yfir- heyrslum. Fjórir menn voru sl. föstudag úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna máls- ins. Að minnsta kosti tveir þeirra hafa kært gæsluvarðhalds- úrskurði sína til Hæstaréttar. Sá þriðji hefur ekki kært og óljóst er með þann fjórða. | 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.