Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frá árinu 2002 hefurÍsland verið þátt-takandi í Norður- slóðaáætlun Evrópusam- bandsins (Northern Periphery Programme – NPP) en það er ein af þrettán byggðaáætlunum INTERREG III-áætlun- ar Evrópska byggðaþró- unarsjóðsins, ERDF. Verkefninu lýkur á þessu ári og hefur IMG- ráðgjöf á Íslandi tekið saman skýrslu um það en óskað var eft- ir því að IMG legði mat á fram- kvæmd áætlunarinnar hér á landi og árangur af þátttöku Ís- lendinga í henni. NPP-áætlunin er innan INTERREG III B en hún nær til norðlægra svæða í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi ásamt Íslandi, Færeyj- um og Grænlandi auk þess sem sum verkefni áætlunarinnar ná til annarra norðlægra landa á borð við Kanada, Bandaríkin (Alaska) og Rússland. Áætlunin er hluti af uppbyggingarstefnu ESB en hún beinist að mestu að því að efla sjálfbæra hagþróun þeirra svæða sem að einhverju leyti standa verr að vígi en önn- ur. INTERREG-áætluninni var hrundið af stað árið 1991 en markmið hennar er að auka sjálfbæran hagvöxt, s.s. með efl- ingu samskipta og samstarfs svæða innan Evrópusambands- ins. Þetta er í þriðja skipti sem áætlunin er keyrð og í fyrsta skipti sem Íslendingar eru þátt- takendur. Framkvæmd áætlunarinnar er í höndum Íslandsskrifstofu NPP sem er til húsa hjá Byggðastofn- un. Ótvíræður árangur Í niðurstöðum IMG kemur fram að árangur af þátttökunni sé ótvíræður og það hafi verið farsæl ákvörðun íslenskra stjórnvalda að taka þátt í fjöl- þjóðasamvinnu af þessum toga. Núverandi NPP-áætlun er frá árinu 2000 og eru Íslendingar þátttakendur í 29 verkefnum, sem er svipaður fjöldi verkefna og Norðmenn taka þátt í, og leiða Íslendingar fjögur þeirra. Fram kemur að heildarfjöldi ís- lenskra einstaklinga sem koma að verkefnunum beint eða óbeint sé um 2.500 manns og komi þeir úr öllum landshlutum. Frá árinu 2002 hefur íslenska ríkið varið 108 milljónum króna til verkefn- isins en mótframlög annarra inn- lendra aðila nema um 194 millj- ónum króna. Þessir fjármunir hafa leitt til þátttöku í erlendum verkefnum sem samtals eru að upphæð 2,4 milljarðar króna og má því segja að framlag ís- lenskra stjórnvalda hafi verið 20- faldað með þátttöku annarra að- ila, að mestum hluta erlendra. Mikill áhugi á verkefninu Þórarinn Sólmundarson, starfsmaður verkefnisins á Ís- landi, sagði í samtali við Morg- unblaðið að strax í upphafi hefði verið mikill áhugi á verkefninu og sagði hann það endurspeglast í þeim verkefnum sem nú væri unnið að. Hann sagði að verk- efnin væru á mjög fjölbreyttum sviðum, svo sem tæknimál, sam- skiptamál, félagsleg þjónusta, vegagerð og öryggismál sjávar en mest hefði borið á verkefnum tengdum ferðaþjónustu. Hann sagði að áætlunin væri mjög gagnleg fyrir þau byggðarlög sem tækju þátt í henni, þar sem þau væru oft á tíðum mjög ein- angruð en gætu nú farið að vinna í alþjóðlegu umhverfi. Þar af leiðandi myndi sjóndeildar- hringurinn víkka, fólk fengi nýj- ar hugmyndir og byggði upp tengslanet. Mikil skriffinnska Aðilar innan verkefnisins hafa verið mjög ánægðir með þátttök- una að sögn Þórarins en þeir hafi þó kvartað undan tvennu, fjármögnunarþættinum og mik- illi skriffinnsku. Íslandsskrifstofa NPP hefur einungis getað fjár- magnað tæplega 40% hvers verkefnis og sagði Þórarinn að aðilar fjármögnuðu verkefnin oft sjálfir með vinnuframlagi og að- stöðu og næmi það allt frá 35– 40% af fjárhagsáætluninni og 20–30% kæmu frá öðrum sjóðum eða einkaaðilum. Hann sagði að það hefði tekist vonum framar að fá fjármagn þótt stundum hefði það reynst barátta. Mikil skrif- finnska er í kringum verkefnin og sagði hann að uppfylla þyrfti ströng skilyrði í umsókn styrkja og í verkefninu sjálfu en það er töluvert fyrirtæki að útvega öll rétt gögn, vottanir o.s.frv. Mjög sambærilegt Spurður hvort hægt væri að bera saman strjálbýl sveitarfélög hér á landi og erlend sagði Þór- arinn svo vera, enda væri mjög víða mikið strjálbýli í nágranna- löndum okkar. Sömu vandamál herjuðu á sveitarfélögin, s.s. varðandi upplýsingatækni, sam- göngur og annað, og því væri nauðsynlegt að bera sig saman við aðrar þjóðir og bæði nýta og miðla reynslu. Hann sagði það einnig eftirsóknarvert að hafa Íslendinga í verkefnunum þar sem þeir væru þekktir fyrir að standa sig vel og framkvæma sína hluti og hefðu reynst góðir samstarfsmenn. Því hefði það verið gott innlegg í þá umræðu að halda áfram þátttöku í næstu áætlun. Fréttaskýring | Ísland tekur þátt í alþjóðlegu byggðaverkefni ESB Einangrunin rofin Þjóðir á norðlægum slóðum deila með sér byggðaþekkingu og margs konar hugviti Útbreiðslusvæði NPP-áætlunarinnar. Búist við að ný áætlun verði sett af stað 2007  Undirbúningsvinna stendur nú yfir fyrir nýtt verkefni sem áætlað er að hefjist á næsta ári, en INTERREG III lýkur á þessu ári. Ísland hefur lýst því yfir að það taki þátt í nýju verkefni sem ráðgert er að standi yfir frá 2007 til 2013. Vonast er til að búið verði að skipuleggja ný svæði, útvega fjármagn og skilgreina markmið fyrir næsta tímabil í september á næsta ári. Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is Kóngur vill sigla, en pólitískur byr ræður. LÆKNUM gengur afar vel að reka eigin lækningastofur sem verða sí- fellt stærri og fullkomnari án þess að miðstýrt stjórn- kerfi þenjist þar út. Þeir eru nefni- lega fagmenn og þekkja sitt fag út og inn og eru því óumdeilanlega leiðtogar lækn- inganna. En fag- lega ráðnir yfir- læknar og læknaráð fá sífellt minna ráðið á Landspítala. Getur það flokkast undir góða stjórnun að minnka stjórnunaráhrif lækna á sjúkrastofnunum? Eða er það angi af valdatafli sem tekur ekkert tillit til hagsmuna sjúklingsins og þá í þágu hverra? Svo spyr Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir blóðmeinafræðideildar Landspítala – háskólasjúkrahúss, í ritstjórnargrein nýjasta tölublaðs Læknablaðsins. Páll Torfi bendir á að um sjúkra- stofnanir í almenningseign hafi með litlum breytingum gilt þau lög um heilbrigðisþjónustu sem sett voru upphaflega árið 1973. Lögin hafi ver- ið sett til að tryggja hagsmuni sjúk- linga en ekki hagsmuni lækna, ann- arra starfsmanna eða rekstrar- stjórnenda. Með þeim hafi Alþingi skilgreint með skýrum hætti annars vegar faglega stjórn lækna og hjúkr- unarfræðinga og hins vegar almenna rekstrarstjórn forstjóra. „Löggjafinn hafði einnig þá skýru sýn í þessum lögum að fagleg stjórn yfirlækna fæli bæði í sér ábyrgð á lækningum og rekstrarlegri hag- kvæmni, enda er slíkt fyrirkomulag grundvallaratriði í góðri stjórnun,“ segir Páll Torfi í grein sinni og vísar síðar í að vorið 2005 hafi verið bent á að stjórnendur Landspítala hafi þrátt fyrir andmæli virt lögin að vettugi um árabil með innskoti nýrra ólögmætra stjórnunarlaga í skipurit sem vinna gegn stjórnunaráhrifum yfirlækna og læknaráðs og markmiðum lag- anna. Forstjóri fær alræðisvald „Læknar fengu engan stuðning hjá heilbrigðisráðherra sem reis upp til varnar embættismönnum en gegn læknum og þar með hugsanlega gegn hagsmunum sjúklinga. Álitamálinu var því vísað til umboðsmanns Al- þingis og er úrskurðar að vænta á næstunni.“ Tveimur mánuðum eftir að ráðu- neytið svaraði umboðsmanni bréflega þannig að skipurit Landspítala væri löglegt, sendi það frá sér til kynn- ingar drög að nýju lagafrumvarpi þar sem gert er að tillögu að felldar verði úr gildi þær lagagreinar sem eru til umfjöllunar hjá umboðsmanni – auk þess sem stjórnarnefndin verður lögð niður. „Lagadrögin gera ráð fyrir grund- vallarbreytingum á gildandi lögum um heilbrigðisþjónustu. Breyting- arnar eru á engan hátt ásættanlegar læknisfræðinni sem þjónustu-, kennslu- og vísindagrein. Í drögun- um er rekstrarstjórn forstjóra styrkt og forstjóri fær (í skjóli ráðherra) al- ræðisvald til ákvörðunar skipurits og ráðningar lækna, þar með talinna einhverra óskilgreindra yfirmanna lækninga.“ Páll Torfi segir breytingarnar lík- legar til að skaða háskólasjúkrahúsið. Þær gangi þvert á hugmyndir nú- tímans um dreifistýringu, minnkun yfirbyggingar og samþættingu fag- legrar og rekstrarlegrar ábyrgðar. Verði af þeim er hætt við að starfs- áhugi fjölmargra lækna minnki og varla sé á það bætandi. Vonar Páll Torfi að læknar, forystumenn þeirra, landlæknir og Alþingismenn sjái hví- líkt óheillaspor frumvarpsdrögin eru. Yfirlæknir segir óheillaspor að skerða stjórnunaráhrif lækna Hætt við að starfsáhugi fjölmargra lækna minnki Páll Torfi Önundarson LÖGREGLAN í Reykjavík telur að sérstakur undirbúningur hennar fyr- ir páskahelgina vegna innbrota hafi skilað sér eins og til var ætlast. Lög- reglan taldi fulla ástæðu til að vera sérstaklega á varðbergi um páskana þar sem mörg heimili og fyrirtæki stóðu auð á meðan fólk var í fríum, en reynslan hefur sýnt að innbrotsþjófar sæta oft færis í borginni um stórar ferðahelgar þegar fáir eru í bænum. Sextán innbrot voru tilkynnt á sex sólarhringum, á tímabilinu frá 12. til 18. apríl. Um páskana í fyrra voru innbrotin miklu fleiri, eða 47 talsins. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn segir að nágranna- varsla hafi gert sitt gagn þar sem í nokkrum tilvikum tókst að hrinda til- raunum til innbrota vegna árvekni fólks sem hringdi í lögreglu vegna óeðlilegra mannaferða hér og hvar auk þess sem fólk hafði gengið vel frá heimilum sínum áður en haldið var úr bænum. Af þeim 16 innbrotum sem tilkynnt voru til lögreglunnar voru sex í bíla, fjögur inn á heimili þar sem talsverð- ur þjófnaður átti sér stað, sex í fyr- irtæki og eitt í nýbyggingu. Þá voru gerðar tilraunir til innbrota á þrjá staði til viðbótar. Alls voru fjórir handteknir vegna þessara mála og tveimur tókst að flýja þegar lögregl- an hratt tilraun þeirra til innbrots á Vesturgötu. Um eitt þúsund mál komu að öðru leyti til kasta lögreglunnar um páskana. Þar af voru 167 mál vegna hraðaksturs og vekur athygli að 129 ökumenn voru teknir á yfir 100 km hraða á klukkustund. Hert eftirlit með eignum gerði sitt gagn um páskana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.