Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 21 MENNING Í DAG, við upphaf viku bókarinnar, fá öll íslensk heimili ávísun að and- virði 1.000 kr. senda heim. Að fram- takinu standa Félag íslenskra bóka- útgefenda, bóksalar vítt og breitt um landið og bankinn Glitnir. Með ávísuninni vilja þessir aðilar hvetja fólk til bókakaupa því með því að kaupa bækur útgefnar á Íslandi fyrir andvirði minnst 3.000 króna má nýta ávísunina upp í greiðsluna. Bækur skipta máli í daglegu lífi Verkefnið hefur fengið heitið Þjóðargjöfin og munu mennta- málaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og forstjóri Glitnis, Bjarni Ármannsson, hrinda átakinu úr vör í dag kl. 10, þegar þau kaupa bækur í bókabúð Máls og menning- ar við Laugaveg og nýta ávísanir sínar upp í kaupin. „Markmiðið er að taka höndum saman um að koma þeim skila- boðum áleiðis til fólks, að bækur skipti máli í daglegu lífi,“ segir Kristján B. Jónasson, varaformaður Félags íslenskra bókaútgefenda, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir sjónum einkum beint til fjölskyldunnar og unga fólksins innan þeirra, og átakið sé sett fram sem viðbrögð við „krepputali“, bæði í bóklestri og íslenskukunnáttu. „Það er staðreynd sem rannsóknir Þorbjörns Broddasonar hafa leitt í ljós, að bóklestur ungs fólks hefur minnkað, í samanburði við það sem áður þekktist. Merkilegt nokk hef- ur útgáfan hins vegar eflst, og það er meira úrval af íslenskum bókum á markaði nú en fyrir 2–3 áratug- um,“ segir hann. Bóklestur óumdeilt þroskatæki Kristján segir ákveðinn hóp ung- menna mjög duglegan að lesa; það séu einkum börn á aldrinum 6–12 ára. Síðan dragi úr lestri á ung- lingsárunum, og auk þess sé kyn- skipting í lestri mjög mikil. „Kann- anir hafa leitt í ljós að nærri helmingur unglingsdrengja les ekki bækur sér til skemmtunar. Við vilj- um benda fólki á þetta, enda hljóm- ar þetta ekki vel; bóklestur er óum- deilt þroskatæki. Margir lestrarfræðingar segja að allur námsskilningur sé lestrarskiln- ingur; það sé til að mynda ekki hægt að vera góður í stærðfræði en með lélegan lestrarskilning. Við viljum benda á hve mikilvægt tæki bækur eru, til að átta sig á umheim- inum og öllu upplýsingaflæðinu, og bæta sig í skólanum. Það þarf síðan ekki að fjölyrða um skemmt- anagildið. Það segir sig sjálft að bækur eru frábær skemmtun og það þarf ekki að stinga þeim í sam- bandi eða setja í þær batterí.“ Bækur eru ekki dýrar Miðað við að öll heimili í landinu, alls um 110.000 talsins, nýti ávís- unina, er gjöfin ansi stór – eða rúm- ar 110 milljónir. „Við sem stöndum að átakinu sameinumst um að greiða þennan kostnað,“ segir Kristján, sem segir mikla samstöðu hafa verið um verkefnið. „En um leið viljum við benda fólki á, að bækur eru ekki mjög dýrar, til dæmis miðað við aðra afþreyingu. Með gjöfina í höndum er engin ástæða til að kaupa ekki bók – þarna má kaupa til dæmis tvær kilj- ur á 1.500 krónur, og fá aðra þeirra nánast ókeypis.“ En hvað mælir Kristján með að fólk geri við gjöfina? „Það er mjög einfalt – skella sér út í búð og velja sér bók. Við viljum gjarnan að fólk hugi að börnunum og setji þau í for- grunn, enda óumdeild þau jákvæðu áhrif sem daglegur lestur hefur á börn, jafnvel þau sem ekki eru læs sjálf. Það er nóg til af skemmti- legum bókum og starfsfólk bóka- búðanna mun leggja sig fram um að koma með góðar hugmyndir.“ Vika bókarinnar | Átakið Þjóðargjöfin hvetur til bókakaupa íslenskra heimila Morgunblaðið/Ómar „Markmiðið er að taka höndum saman um að koma þeim skilaboðum áleiðis til fólks að bækur skipti máli í daglegu lífi,“ segir Kristján B. Jónasson, varaformaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Þúsund krónur inn á hvert heimili Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Gildistími ávísananna er tvær vik- ur, frá 19. apríl til 3. maí. Þær má nota í nánast öllum bókaversl- unum og völdum stórmörkuðum. SIGFÚSARHÁTÍÐ verður haldin á Reykhólum á morgun, sumardag- inn fyrsta. Tíu ár eru liðin frá and- láti Sigfúsar Halldórssonar tón- skálds og er hátíðin tileinkuð honum. Sigfús dvaldi þónokkuð á Reykhólum og samdi þar m.a. eitt þekktasta lag sitt, Litlu fluguna, og tvö önnur lög eftir Sigfús, Ljós- anna faðir og Í grænum mó, voru frumflutt á Reykhólum á sínum tíma. Ljóðið sem Sigfús samdi Litlu fluguna við er eftir Sigurður Elías- son, tilraunastjóri á Reykhólum. Í endurminningum Sigurðar, Lækur tifar létt, sem komu út hjá Fjölva 1993, segir Sigurður skemmtilega frá því hvernig þetta vinsæla lag varð til. Sigurður hafði samið ljóðið þeg- ar hann lá veikur af mislingum. Að eigin sögn páraði hann ljóðið niður á blað og lagði síðan inn í bók sem fór upp í hillu. Sigfús Halldórsson, vinur hans, kemur seinna í heim- sókn og er eitthvað að sniglast í skrifstofu Sigurðar og fer að skoða bækurnar. Inni í einni bókinni finn- ur hann ljóðið og þykir það gott. Sigurður samþykkir það ekki og segir þetta vera bull úr sér og ætl- ar að hrifsa blaðið af Sigfúsi og brenna það. Sigfús segir að hann langi til að gera lag við vísurnar tvær, Sigurður samþykkir það með því skilyrði að hann verði þá að semja lagið á innan við tíu mín- útum. Sigfús sest strax við píanóið og byrjar að semja eftir ljóðinu og Sigurður tekur tímann. Eftir átta mínútur var lagið fullskapað og stuttu síðar hljómaði það út um allt land og er í dag ein vinsælasta dægurlagaperla okkar Íslendinga. Sigfúsarhátíðin hefst kl. 16 í nýja íþróttahúsinu á Reykhólum. Gunnlaugur Sigfússon, sonur tón- skáldsins, byrjar á að flytja stutt ávarp og segja frá föður sínum og Reykhólum. Að því loknu syngja Álftagerðisbræður nokkur lög eft- ir Sigfús og fleiri, Hildur Sig- urgrímsdóttir fiðluleikari í Árbæ leikur tvö til þrjú lög og dag- skránni lýkur með að sönghóp- urinn Litlu flugurnar tekur lagið. Að lokinni dagskrá í íþróttahús- inu verður frítt í Grettislaug, hina ágætu 25 metra sundlaug á Reyk- hólum. Þar verður líka dagskrá og fyrir utan sundföt er mælst til þess að sundlaugargestir hafi ramm- íslenskan ullarfatnað meðferðis. Þetta er í fjórða skiptið sem Reykhólahreppur stendur fyrir menningardagskrá sumardaginn fyrsta. Tónlist | Tónlistarhátíð á Reykhólum tileinkuð Sigfúsi Halldórssyni Litla flugan varð til á átta mínútum Lögum Sigfúsar Halldórssonar tónskálds verða gerð góð skil á Reykhólum sumardaginn fyrsta. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is UNDIR lok 19. aldar var útbreidd skoðun að eðlisfræðin hefði runnið sitt þróunarskeið á enda, og að engar meiri háttar uppgötvanir væru leng- ur eftir. Reyndin varð sem kunnugt önnur. Samt er ekki laust við að manni finnist að svipað gildi orðið um klassísku tónlistina. S.s. að hún hafi myndað einstakt tímabil í menning- arsögu Vesturlanda sem kemur varla aftur. Og ólíkt með eðlisfræðina virð- ast undanfarnir áratugir frekar ætla að staðfesta það en hitt. Það er því huggun harmi gegn hvað þetta liðlega þriggja alda blómaskeið er með ólíkindum auðugt af úrvalslistaverkum, og veitir kannski ekki af, eigi svörtustu fram- tíðarspár eftir að rætast. Í þeim skilningi er Ísland vel í sveit sett, því af kornungri listmúsíksögu lýðveld- isins leiðir að af mun fleiri klass- ískum meistaraverkum er að taka til landsfrumflutnings en sunnar í álfu. Enda ekki nema 56 ár síðan SÍ hóf að birta hér hljómsveitargimsteinana frá meginlandi Evrópu í fyrsta sinn. Framan af, eins og gefur að skilja, nánast í óslitinni röð. Og enn halda áfram Íslands- frumflutningar. Sl. þriðjudag var á seinni af tvennum Fílharmóníutón- leikum í Langholtskirkju ítrekaður einn slíkur, hið rúmlega klukkutíma langa Stabat Mater eftir Haydn frá 1767. Næst því marki komst fyrra verk kvöldsins, hinn helmingi styttri hátíðaraftansöngur Mozarts, og kvað hann skv. vandaðri tónleikaskránni aðeins hafa hljómað einu sinni áður hér á landi, þ.e. á sama stað 1991 í meðförum Kórs Langholtskirkju. Aftansöngur Mozarts frá 1780 var með síðustu verkum hans fyrir erki- biskupinn í Salzburg. Ólíkt fyr- irrennara kirkjuhöfðingjans, Schrat- tenbach, er stuðlaði drjúgum að menntaferðum hins barnunga Wolf- gangs með því að veita Mozartfjöl- skyldunni rausnarleg leyfi frá skyldustörfum, hefur Colloredo fengið á sig biksvartan stimpil sem stækasti Þrándur í Götu snillingsins. Engu að síður var erfitt að heyra að kirkjukompónisti hans hefði í neinu slugsað við smíðina, þó allur væri þá með hugann við að freista gæfunnar í Vínarborg. Í dag er samt aðeins verulega þekkt sópranarían Laudate Dominum; hlutfallslega „framsækn- asti“ hluti verksins er Hulda Björk Garðarsdóttir söng mjög fallega. Önnur einsöngshlutverk voru fyr- irferðarminni en flest prýðilega sungin. Fílharmóníukórinn var í þessu verki stundum svolítið hrár, en það lagaðist stórum eftir hlé; sumpart vegna þess að langur og sorgmædd- ur textinn um Maríu við krossinn gaf ekki sömu tilefni til krafts og hæðar. Raunar var tilfinningarleg fábreytni hans Haydn talsverður ljár í þúfu, enda veittist aðeins eitt hraðskreitt undanfæri frá síangurværa rölttem- póinu, nefnilega á orðunum „Lát mér brenna brjóst á anda ... á degi dóm- arans“, er bassasöngvarinn nýtti sér eftir föngum. Að öðrum einsöngv- urum ólöstuðum þótti mér mest bragð að fyrri altaríunni O quam tristis, er Nanna María Cortes flutti af gljádimmum tregagöfga, og að dú- etti þeirra Huldu Bjarkar í byrjun Quando corpus, þó að barkabrjóts- flúr Huldu upp úr lokakórfúgunni væri ekki eins sannfærandi. Hljómsveitin lék smellandi sam- taka með viðeigandi aðkenningu af sagnréttri barokktúlkun undir inn- særri stjórn Magnúsar Ragnars- sonar, og sérstök ánægja var að hníf- samstilltum blæstri Daða Kolbeins- sonar og Peters Tompkins á óbó og oboe da caccia. Tvö sjaldheyrð kirkjuverk Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Langholtskirkja Kórtónleikar Mozart: Vesperae solennes de Confes- sore K339. Haydn: Stabat mater. Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Nanna María Cortes alt, Jónas Guðmundsson tenór og Davíð Ólafsson bassi. Söngsveitin Fíl- harmónía ásamt hljómsveit. Stjórnandi: Magnús Ragnarsson. Þriðjudaginn 11. apríl kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.