Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 17
DANÓL GERIR ÖRSTUTT HLÉ! Mývatnssveit | Það er ástæða til að minna fólk fyr- ir vestan, norðan og austan á að það er þröngt í búi hjá snjótittlingunum. Þrálát ótíð að undanförnu hefur valdið því að nú þurfa þeir að herða sultar- ólina. Þess vegna flögra þeir heima við bæi strax í birtingu og vona að einhver muni eftir þeim. Morgunblaðið/BFH Þröngt í búi hjá snjótittlingunum Veður Höfuðborgin | Akureyri | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Skipaljósmyndir á sýningu | Úti- ljósmyndasýning verður opnuð í skrúð- garði Þorlákshafnar sumardaginn fyrsta, klukkan 15. Á sýningunni verða 34 ljós- myndir af skipum og bátum sem gerðir hafa verið út frá Þorlákshöfn. Myndirnar eru teknar af Snorra Snorrasyni ljós- myndara á tímabilinu 1955–1995. Það er áhugafólk um menningu á Suð- urlandi sem hafði frumkvæði að söfnun myndanna í tilefni sýningar sem sett var upp á Hafnardögum árið 2004. Með sýn- ingunni vildi áhugahópurinn gera þennan þátt í atvinnusögu byggðalagsins sýni- legan og nýta til að efla ferðaþjónustu. Nú hefur áhugahópurinn ákveðið að færa Sveitarfélaginu Ölfusi myndirnar að gjöf. Menningarnefnd og menningarfulltrúi ákváðu að setja þær upp á sýningu í skrúðgarði Þorlákshafnar.    Fyndnasti Vestfirðingurinn | Gunnar Örn Rögnvaldsson hlaut nafnbótina fyndn- asti maður Vestfjarða 2006 í keppni um tit- ilinn sem haldin var í þriðja sinn í Krúsinni á Ísafirði á dögunum. Sex tóku þátt í keppninni og þar á meðal sigurvegarar fyrstu tveggja keppnanna, Snorri Hinriks- son og Sverrir Örn Rafnsson. Grínistaefnin spreyttu sig frammi fyrir fullum sal af áhorfendum og þriggja manna dómnefnd sem skipuð var Agli Rafnssyni, Birgi Erni Sigurjónssyni og Davíð Þór Jónssyni. Góð stemning var í salnum, að því er fram kemur á fréttavefnum bb.is, og mikið um hlátrasköll.    árgerð 2006. Þetta er átta manna bíll og ef í honum eru sjúkrabörur eru samt sem áður sæti fyrir fimm menn. Bíllinn er innfluttur af IB bílum á Selfossi. Honum verður breytt í sumar. Verður hann þá m.a. hækkaður upp og settir á hann kantar svo að hægt verði að koma undir hann 46 dekkjum, settur verður skriðgír í bílinn sem og annar búnaður BjörgunarsveitinSæbjörg í Ólafsvíkhefur fest kaup á nýjum björgunarbíl. Mun hann leysa af hólmi Ford Econoline bifreið sem sveitin seldi á dögunum, sá bíll hafði þá þjónað sveitinni frá árinu 1983. Á myndinni sjást forystu- menn sveitarinnar við nýja vagninn. Nýi bíllinn er af gerð- inni Ford Excursion og er sem nauðsynlegur er í bíla sem eiga að geta far- ið allt í snjó og á jöklum. Í bílnum er V8 dísilvél sem skilar 325 hestöflum og ekki veitir af þar sem þetta er stór og þungur bíll. Kostnaður við kaup á bílnum og breytingar er nálægt 6,8 milljónum kr. Á næstunni mun björg- unarsveitin fara í að afla fjár í þetta verkefni. Morgunblaðið/Alfons Nýr björgunarbíll til Sæbjargar Jón Ingvar Jónssonorti þegar hagyrð-ingurinn Helgi Zim- sen og Rósa eiginkona hans eignuðust dóttur: Núna vil ég Helga hrósa sem hefur á ýmsu lag, föðurbetrung fæddi Rósa í fyrradag. Þá Kristján Eiríksson: Gangi hún ætið glöð á brá sinn gæfuveg, unga stúlkan agnarsmá og yndisleg. Sigrún Haraldsdóttir: Vakið lífs er ljós, ljósið bjarta, hlýja. Spratt af Rósu rós, rósin Helga, nýja. Hallmundur Kristinsson: Merki göfugt mun hún bera. Mikið er nú gaman hve sú litla virðist vera vísnaleg í framan. Loks Friðrik Steingrímsson: Allra heilla ykkur bið allt sé lífið veisla, megi lukkan leika við lítinn sólar geisla. Af vísnasvip pebl@mbl.is SMÆRRI sveitarfélögum hefur fækkað mjög á undanförnum árum. Þannig eru þrjátíu sveitarfélög af þeim 79 sem kosið verður í í sveitarstjórnarkosningunum í næsta mánuði með færri en 500 íbúa, eða 38% sveitarfélaganna. Við síðustu kosning- ar voru 55 sveitarfélög með færri en 500 íbúa sem þá var liðlega helmingur allra sveitarfélaga í landinu. Meðalíbúafjöldi í sveitarfélögum lands- ins, miðað við næstu kosningar, er tæplega 3.800 manns en var 2.745 íbúar fyrir fjór- um árum. Kemur þetta fram á vef félags- málaráðuneytisins, kosningar.is. Sem fyrr eru aðeins níu sveitarfélög með meira en 5000 íbúa, 23 með 1000 til 5000 íbúa og 17 með 500 til 1000 íbúa. Eru svipuð mjög sveitarfélög í þessum stærðarflokkum og fyrir fjórum árum en hlutfall þeirra hefur aukist vegna fækkunar minnstu sveitarfé- laganna. Sveitarfélögunum í landinu hefur fækk- að um 26 á landinu á þessum árum og við sameiningarnar hafa orðið til tólf ný sveit- arfélög. Meðalfjöldi íbúa er 3.800 manns Ölfus | Opið hús verður í starfsstöð Land- búnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta, 20. apríl, eins og hefð var orðin hjá Garðyrkjuskólanum. Í ár eru það starfsmenn skólans sem standa fyrir þessum degi. Landbúnaðarráðherra afhendir Garðyrkjuverðlaunin 2006 við at- höfn sem hefst kl. 15 og forseti Íslands af- hendir umhverfisverðlaun Hveragerðis. Almenningi er boðið að heimsækja skól- ann kl. 10 til 18 og fjölbreytt dagskrá verð- ur í boði. Í aðalbyggingu fer fram Íslands- meistarakeppni í blómaskreytingum, blómabændur kynna framleiðslu sína, hægt verður að njóta gróðursins í garð- skálanum og bananahúsinu. Í verknáms- húsi kynna nokkur fyrirtæki starfsemi sína og pottaplöntuhúsið og tilraunahús garð- yrkjunnar verða opin. Þá verða kaffiveit- ingar í matsal skólans og markaðstorg með garðyrkjuafurðir. Skátaleiktæki verða á útisvæðinu. Nám við Landbúnaðarháskóla Íslands verður einnig kynnt. Verðlaun afhent á sum- ardagshátíð ♦♦♦ Stórskotalið hagyrðinga | Hagyrð- ingakvöld verður síðasta vetrardag í Fé- lagsheimilinu á Blönduósi. Á svæðið mætir stórskotalið hagyrðinga sem láta í sér heyra um málefni líðandi stundar. Hagyrðingar eru: Gísli Hólm Geirsson, bóndi og frjótæknir Mosfelli, Hjálmar Freysteinsson, læknir Akureyri, Friðrik Steingrímsson úr Mývatnssveit, Sigrún Haraldsdóttir frá Litladal, Reykjavík, Ein- ar Kolbeinsson, Bólstaðarhlíð, og hugs- anlega fleiri heimamenn. Gestir í sal fá að koma með innskot. Liðinu stjórnar Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum. Hagyrðingaþátturinn byrjar kl. 21 en húsið er opnað kl. 20.30. Að hagyrðingamóti loknu dunar dansinn fram á nótt við tóna frá Húnvetningum og danssveit frá Akra- nesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.