Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LEIGÐAR verða tvær björgunarþyrlur af sam- bærilegri gerð og nú eru í rekstri hjá Landhelg- isgæslu Íslands til bráðabirgða, til að ekki dragi úr björgunargetu með þyrlum hér á landi við brott- hvarf varnarliðsins. Þetta kemur fram í tillögu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra sem samþykkt var á ríkis- stjórnarfundi í gær. Björn segir að stefnt sé á að þyrlurnar verði komnar hingað til lands fyrir lok september í síðasta lagi, en eftir sé að semja um leiguna. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að starfsfólki Landhelgisgæslunnar verði fjölgað til að unnt verði að halda úti tveimur þyrluvöktum allan sól- arhringinn, allan ársins hring. Björn útilokar þó ekki að áhöfn verði leigð með þyrlunum, ef ekki takist að þjálfa mannskap fyrir lok september. Kostnaður við leigu á þyrlunum er enn óráðinn, og fer eftir þeim samningum sem nást um leiguna, segir Björn. Hann vildi ekki segja til um hversu mikið sé reiknað með að greiða fyrir leiguna, enda sé ekki eðlilegt að gefa upp slíkar tölur áður en gengið er til samninga. Í tillögu ráðherra er einnig gert ráð fyrir því að búnaði til töku eldsneytis fyrir þyrlur verði komið fyrir um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar. Björn segir að nú sé unnið að tillögu um fram- tíðarskipulag þyrlubjörgunarsveitar hér á landi, og hún verði kynnt í maí eða júní. Hann vildi ekki segja til um hvaða möguleikar væru þar í skoðun. Minni þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, var flogið til Stavanger í Noregi í gær þar sem vélin fer í skoðun og á henni verða gerðar endurbætur. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að reiknað sé með því að þyrlan verði um einn mánuð í Noregi, og á meðan svo sé verði notast við stærri þyrlu gæslunnar, TF-LÍF. Einnig séu samningar við varnarliðið og danska sjóherinn um gagn- kvæma aðstoð við leit og björgun í fullu gildi. Bæta þarf tölvubúnað Dagmar Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að fullgilda þurfi ýmsan búnað í TF-SIF, og bæta við tölvubúnaði og fjarskiptatækjum til að gera hana hæfari til að gegna hlutverki sínu. Það sé einungis hægt að gera hjá viðurkenndum þjónustufyrirtækjum sem hafi þar til gerðar vottanir, og slík fyrirtæki séu ekki með starfsemi hér á landi. Leigðar verða þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna til að halda óbreyttri björgunargetu Tvær þyrlur til landsins fyrir lok september Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg TF-SIF verður í Noregi næsta mánuðinn vegna viðhalds. Í NÝRRI könnun sem Nýmiðlun framkvæmdi fyrir SÁÁ kemur fram að 86% svarenda sögðust þekkja einhvern sem á við áfengis- eða vímuefnavanda að etja. Sam- kvæmt upplýsingum frá SÁÁ fara þessi svör saman við þá staðreynd að um 9,6% allra núlifandi íslenskra karla sem eru eldri en 15 ára hafa komið inn á Vog. Alls mátu 95% svarenda starf SÁÁ sem mjög mikilvægt eða nokk- uð mikilvægt. Þá voru þátttak- endur spurðir hvort þeir teldu að meðferð hjá SÁÁ hefði haft jákvæð áhrif á líf viðkomandi eða einhvers nákomins og svöruðu rúm 70% því játandi. Könnunin var framkvæmd í gegnum Netið. Hver þátttakandi gat einungis svarað einu sinni. Alls bárust 3.009 svör og var kynja- skipting svaranna á þá leið að 25% svarenda voru karlmenn og 75% konur. 86% þekkja ein- hvern sem glímir við áfengis- eða vímuefnavanda UNGIR fangar í fangelsinu Litla- Hrauni eru sumir hverjir aðgangs- harðir fíkniefnasölumenn innan fangelsisveggjanna samkvæmt lýs- ingu eldri fanga í nýjasta tölublaði Hraunbúans sem gefið er út af föng- um. Að sögn eins fanga er mikið upp úr því að hafa að selja fíkniefni í fangelsinu. Þannig gæti neysla hjá einum einstökum fanga kostað hann um 36 þúsund krónur yfir eina helgi. Hefði þetta í för með sér gríðarlega skuldasöfnun fyrir menn. Sölumenn í fangelsinu hefðu komist í 1,5 millj- ónir króna í tekjur af fíkniefnasölu á fjórum mánuðum. Ef um mikla skuld væri að ræða væri hún greidd eftir að komið væri úr fangelsinu. Einn fanginn lýsti Litla-Hrauni sem „glæpaskóla“ þar sem maður lærði allt um það hvernig ætti að haga sér í undirheimunum og hvað ætti ekki að gera. Gríðarlegar tekjur af fíkni- efnasölu á Litla-Hrauni LÖGREGLAN í Hafnarfirði sektaði tíu ökumenn í gær fyrir að tala í far- síma án handfrjáls búnaðar og aka bíl samtímis. Vekur lögreglan at- hygli á því að sérstakt eftirlit verður með farsímanotkun ökumanna í um- dæminu næstu daga. Eru ökumenn því hvattir til að nota handfrjálsan búnað á meðan ekið er. Sektaðir í símanum LÖGREGLAN í Hafnarfirði tók um 100 grömm af ætluðu amfetamíni og 10–15 grömm af kannabisefnum við húsleit í bænum 12. apríl sl. Grunur var uppi um að sala og neysla fíkniefna færi fram á staðn- um og fékk lögreglan aðstoð frá sérsveit ríkislögreglustjóra til að fara í húsleitina auk tollvarðar með fíkniefnahund. Þrír aðilar voru handteknir vegna málsins og er það nú í nánari rannsókn. Þá komu þrjú fíkniefnamál til viðbótar til kasta lögreglunnar í Hafnarfirði um páskana, en við hefðbundið umferðareftirlit fund- ust ætluð fíkniefni í þremur bílum. Þessi mál teljast að fullu rannsökuð að sögn lögreglu. Þrír handteknir í Hafnarfirði „ÞEIR gleymdu að vinna heimavinn- una sína um páskana. Ég er ekki eins vongóð og ég var þegar ég fór á fund- inn,“ sagði Álfheiður Bjarnadóttir, talsmaður ófaglærðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum, í gær, eftir að sáttafundi Eflingar og Sam- taka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu vegna kjaradeilu starfsfólksins lauk. Fundurinn hófst klukkan 14 í hús- næði Eflingar og stóð í tæpa tvo tíma. Álfheiður sagði að fyrir fundinn hefði hún verið vongóð um að á honum yrðu lagðar fram tillögur um launahækk- anir. Ekki hefði hins vegar orðið af því, en til stæði að halda annan fund vegna deilunnar á föstudag og færi hann fram hjá ríkissáttasemjara. Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar, sagði eftir fundinn að til hans hefði fyrst og fremst verið boðað til þess að fara í gegnum þá þætti sem þyrfti að ná áttum með og skoða. Á fundinum á föstudag yrðu menn von- andi með meira talnaefni til þess að vinna úr. „Þeir [Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu] hafa verið að skoða í sínu umhverfi hvað þessar breytingar þýða, en þeir lögðu ekki fram neinar tölur um það á þessum fundi,“ sagði Sigurður. Fulltrúar SFH hefðu ítrekað á fundinum að það væri vilji til þess að finna lausn á mál- inu. Gefa verður hlutunum tíma Jóhann Árnason, stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjón- ustu, kveðst vera nokkuð bjartsýnn á að samkomulag náist í deilunni. Spurður um þá gagnrýni að lítið hafi komið út úr fundinum segir Jóhann að gefa þurfi hlutunum tíma. „Það verður að gefa þessu smátíma og sýna þolinmæði. Þetta gerist ekki á einum til tveimur fundum. Ég held að það verði að leyfa þessum nefndum að vinna þetta mál í rólegheitum,“ segir Jóhann og vísar þar til nefnda á veg- um samtakanna sem eru að skoða og bera saman þær launahækkanir sem orðið hafi hjá sveitarfélögum. Spurður hvort gera megi ráð fyrir að eitthvert talnaefni verði lagt fram á fundinum nk. föstudag svarar Jó- hann því játandi, en tekur fram að það verði þó eitthvað takmarkað. „Það þarf að finna lausn á þessu og það þarf að finna lausn sem hentar öll- um,“ segir Jóhann og tekur fram að hann sé ekki með lausnina uppi í erm- inni, enda tveir aðilar sem þurfi að semja. Aðspurður hvort lausn sé í sjónmáli fljótlega segir Jóhann það vilji allra að lausnin finnist í tæka tíð, þ.e. áður en til næstu aðgerða starfs- manna komi. Sáttafundur vegna kjaradeilu ófaglærðra starfsmanna hjúkrunarheimila skilaði litlu Ekki eins vongóð og fyrir fundinn Morgunblaðið/Sverrir Fulltrúar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu hittust á sáttafundi í gær vegna kjaradeilu ófaglærðs starfsfólks. Næsti fundur vegna deilunnar er boðaður nk. föstudag og fer hann fram hjá ríkissáttasemjara. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur og Silju Björk Huldudóttur VORBOÐUM á Reykjaneshrygg heldur áfram að fjölga og hafði Landhelgisgæslan í gær aflað upp- lýsinga um 42 karfaskip á hinu svo- kallaða NEAFC-svæði á Reykjanes- hrygg. Skip frá aðildarlöndum NEAFC, öðrum en Íslandi, voru 27 talsins og frá eftirtöldum ríkjum: 5 skip frá Spáni, 15 skip frá Rússlandi, 1 skip frá Litháen, 1 skip frá Lettlandi, 1 skip frá Portúgal, 1 skip frá Noregi, 1 skip frá Færeyjum, 1 skip frá Þýskalandi, 1 skip frá Grænlandi. Auk þess eru 6 íslensk skip á svæð- inu. Sjóræningjaskipin eru 9 talsins en þar af eru 8 skráð í Georgíu. Það eru skipin Carmen, Dolphin, Eva, Isa- bella, Juanita, Rosita, Pavlovsk og Ulla. Svo er eitt sjóræningjaskip frá Hondúras en það heitir Santa Niko- las. Fokker-flugvél Landhelgisgæsl- unnar, Syn, fór í gær í eftirlitsflug um svæðið. Níu sjóræn- ingjaskip KÁRI Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, ræðir í nýlegu viðtali við bandaríska tíma- ritið MIT Tecnology Review um starfsemi Íslenskrar erfðagreining- ar (ÍE), meðal annars um genaleit og lyfjaþróun. Fram kemur í viðtal- inu við Kára að í 10 ára sögu ÍE hafi fyrirtækið þróað rannsóknar- áætlanir vegna 50 sjúkdóma og hafi því tekist að einangra 15 gen sem tengjast algengum sjúkdómum. Í viðtalinu er Kári meðal annars spurður að því hvort Íslensk erfða- greining hafi breytt áherslum og fá- ist nú við lyfjaþróun, fremur en genarannsóknir. Kári segir við tímaritið að markmið fyrirtækisins séu að þróa lyf og koma þeim á markað. „Við stundum ennþá erfðarannsóknir – þær eru for- senda alls sem við gerum,“ segir Kári. Það geri að verkum að styttri tími líði frá því að lyf uppgötvast og þar til það kemst á markað. Bent er á í viðtalinu að um það leyti sem Íslensk erfðagreining hóf starfsemi hafi hún átt í samkeppni við allnokkur önnur erfðarann- sóknafyrirtæki, sem svo hafi hætt starfsemi eða breytt starfsáherslum sínum. Er Kári spurður að því hvort hann sjái fyrir sér að fleiri fyrirtæki eigi eftir að koma inn í þennan geira að nýju. Svarar hann því til að þegar Íslensk erfðagrein- ing hóf starfsemi hafi um 25 svipuð fyrirtæki verið í rekstri. Þau hafi öll breytt áherslum sínum þar eð þeim hafi ekki tekist að finna sjúkdóms- gen. Vel hafi tekist til hjá ÍE enda hafi fyrirtækið byggt rannsóknir sínar á íslensku þjóðinni. Með þró- un þeirrar tækni sem nýtist við erfðarannsóknir verði auðveldara að finna sjúkdómsgen. Spáir Kári því að innan tiltölulega skamms tíma muni lyfjafyrirtæki á borð við GlaxoSmithKline fara að nota svip- aðar aðferðir og ÍE við þróun nýrra lyfja. Rætt við Kára Stefánsson í bandarísku fræðitímariti Kári Stefánsson ÍE hefur einangrað fimmtán gen á tíu árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.