Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn FRÚ BERGLAUG SENDI OKKUR AÐRA ÁVAXTAKÖKU HÚN LÍTUR ALVEG EINS ÚT OG KAKAN SEM HÚN SENDI OKKUR Í FYRRA EN VIÐ HENTUM ÞEIRRI KÖKU Í RUSLIÐ BÍDDU Á MEÐAN ÉG NÆ Í TRÉFLEIG OG HAMAR PABBI ÞOLIR MIG EKKI! ÞEGAR ÉG VAR AÐ FÍFLAST VIÐ MATARBORÐIÐ ÞÁ SAGÐI PABBI „REYNDU AÐ HAGA ÞÉR EINS OG MAÐUR!“ PABBI ÞOLIR MIG EKKI! OG ÉG SVARAÐI „HVERNIG HAGA MENN SÉR?“ ÞAÐ ER NÆSTUM MIÐNÆTTI. FANNSTU HOBBES? JÁ ÉG FANN HANN LOKSINS SITJANDI VIÐ TRÉ TAKK ÁSTIN MÍN. KALVIN VERÐUR SVO ÁNÆGÐUR ÞAÐ ER EINS GOTT. ANNARS FER ÉG AFTUR MEÐ HANN ÚT SETJUM HANN Í RÚMIÐ HJÁ KALVIN. ÞÁ VERÐUR HOBBES ÞAÐ FYRSTA SEM HANN SÉR ÞEGAR HANN VAKNAR KALVIN ER SVO LJÚFUR. SJÁÐUR BARA BARA ÞEGAR HANN SEFUR ÉG MUN ALDREI GLEYMA ÞVÍ HVAÐ MAMMA SAGÐI ER HÚN SÁ ÞIG FYRST HVAÐ SAGÐI HÚN? STOPPAÐU BÍLINN JÓNAS! ÞAÐ ERU BLIKKANDI LJÓS FYRIR AFTAN OKKUR EN ÞEIR ERU UPPSELDIR, EN KANNSKI ERU ÞEIR TIL Á EBAY GLÆSILEGT HÉRNA ERU NOKKRIR LÆGSTA BOÐ ER 20.000 KR. ÆTLI HANA LANGI ENNÞÁ Í HUND? KATA Á EFTIR AÐ VERÐA SVO VONSVIKIN EF HÚN FÆR EKKI „PUFFBUDDY“ SENDI KRAVEN LIMÓSÍNU? LIMÓ EÐA LÖDU, HVAÐA MÁLI SKIPTIR ÞAÐ? ÞETTA ER BARA FUNDUR KRAVEN BÍÐUR EFTIR ÞÉR FRÚ PARKER ÞIÐ EIGIÐ PANTAÐ BORÐ Á FIMM STJÖRNU VEITINGASTAÐ Dagbók Í dag er miðvikudagur 19. apríl, 109. dagur ársins 2006 Víkverji elskar aðferðast og kíkja í góða bíltúra þegar hann á frí. Hann tók unnustu sína með sér í skemmtilega bílferð um helstu viðkomu- staði Suðurlands á skírdag. Komu þau víða við í hinu eðla „gluggaveðri“ sem ríkti; gengu m.a. í Al- mannagjá á Þingvöll- um, heimsóttu Sól- heima í Grímsnesi og komu við hjá Geysi. Vissulega er Geysir fallegur og margir sem voru komnir til að sjá hann, en sulturinn var farinn að bíta magann og lá leiðin að matsölustað á svæð- inu. Kárnaði þá gamanið, enda var bæði fátt að fá á matsölustaðnum og dýrt fyrir að borga. Þegar hamborg- aratilboðið hafði loksins verið valið illskást af slæmum kostum kom í ljós að Víkverji hafði borgað vel rúman þúsundkall fyrir risastórt kalt sesambrauð, salatslæðing, tóm- atlufsu, sósu, pínulítið ofsteikt buff og hálfhráar franskar. Er það virkilega til of mikils mælst að á einum fjölsóttasta ferða- mannastað landsins sé ferðamönn- um séð fyrir ætu fæði, séu þeir til- búnir að borga fé fyrir? Ekki vantaði viðskiptavinina í þess- ari annars hráslaga- legu og fráhrindandi sjoppu sem byggð er utan á Geysisstofu. Hins vegar var á öllum sviðum ljóst að algert metnaðarleysi ríkti í þjónustu við gesti staðarins. Jújú, vissu- lega var tímabilið ekki hafið að fullu, en á þeim stutta tíma sem Víkverji staldraði við komu engu að síður inn fleiri viðskiptavinir en flestar sjoppur höfuðborgarinnar sjá á heilum degi. Er það virkilega svo að þeir sem þjónusta ferðamenn við Geysi gangi að þeim sem gefn- um? Nenna þeir ekki að hafa þjón- ustuna í lagi? Nóg ætti æfingin að vera hjá starfsfólkinu. Hvað veldur því að ekki er hægt að fá almenni- legan matarbita í einni best stað- settu vegasjoppu landsins? Víkverji gat ekki ímyndað sér þær hryllingssögur sem erlendir ferða- menn myndu segja vinum sínum frá þessu annars fallega landi. Allavega tekur Víkverji með sér heimagerðar samlokur næst þegar ferðinni er heitið að Geysi. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Salurinn | Í kvöld verða fluttar í Salnum í Kópavogi perlur amerískrar 20. aldar sönglistar. Það eru þau Marilee Williams sópransöngkona og Haukur Páll Haraldsson baritonsöngvari sem fluttu fyrir ljósmyndarann perlurnar, en Donald Wages lék með þeim á píanó. Tónlistarmennirnir þrír munu flytja verk eftir jafn ólíka höfunda og Charles Ives og Stephen Foster, George Gershwin og Leonard Bernstein. Morgunblaðið/Ómar Söngperlur í Salnum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þókn- ast að gefa yður ríkið. (Lúk. 12, 32.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.