Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SUMARDAGURINN fyrsti hefur
lengi verið í hávegum hafður hjá
skátum landsins og fagna þeir æv-
inlega komu sumarsins af miklum
móð. Engin undantekning verður á
því þetta árið og munu skátarnir á
höfuðborgarsvæðinu taka virkan
þátt í hátíðarhöldum dagsins.
Þannig verða skátamessa í Hall-
grímskirkju og Kópavogskirkju kl.
11, í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði kl.
12.30 og í Vídalínskirkju í Garðabæ
kl. 13. Eftir messur munu skátafé-
lögin halda utan um víðtæk hátíð-
arhöld í samstarfi við sveitarfélögin.
Eftir hádegið munu skátafélögin í
Reykjavík standa að og taka þátt í
hátíðarhöldum víða um Reykjavík í
samstarfi við félagsmiðstöðvar
Íþrótta- og tómstundaráðs Reykja-
víkur, íþróttafélögin, kirkjur og
skóla, nánari upplýsingar má finna á
www.itr.is.
Í Garðabæ heldur Skátafélagið
Vífill í skrúðgöngu eftir skátamess-
una, en þrammað verður að Hofs-
staðaskóla þar sem verður margt
skemmtilegt í boði kl. 14. Í Hafn-
arfirði hreiðra Hraunbúar hins veg-
ar um sig á Thorsplani kl. 13.30 með
mikla fjölskylduskemmtun eftir
skrúðgöngu frá Víðistaðakirkju kl.
13. Í Kópavogi sér skátafélagið
Kópar um hátíðarhöld sem hefjast
með skrúðgöngu frá Digraneskirkju
í íþróttahúsið í Smára kl. 13.30, þar
sem við tekur skemmtidagskrá.
Þá verður bæaganga kringum
Reykjavík kl. 9, en í boði verða tíu
gönguleggir. Upphafsstaðir leggj-
anna verða Eiðistorg, Listasafn Sig-
urjóns, Geirsnef, Olísstöðin við Gull-
inbrú, bílastæðið við Barðastaði,
tankarnir á Grafarholtshæð, Fella-
og Hólakirkja, Fríkirkjan Vegurinn
Smiðjuvegi 5, Nauthólsvík og Esju-
skálinn á Kjalarnesi.
Ennfremur verður lífleg dagskrá í
Þjóðminjasafninu, sem opið verður
milli 11 og 17. Þar verður í boði rat-
leikur og listasmiðja auk tónlistar-
flutnings, en einnig verður þá opnuð
ljósmyndasýning um börn og
bernskuna.
Viðamikil hátíðarhöld um allt höfuð-
borgarsvæðið sumardaginn fyrsta
Skátamessur, fjör
og skrúðgöngur
Morgunblaðið/Einar Falur
Víða um land verður skemmtileg og litrík dagskrá sumardaginn fyrsta.
„OKKAR skoðun hefur verið sú í langan tíma
að það þurfi að fjölga eftirlitsmyndavélum í
miðbænum,“ segir Karl Steinar Valsson aðstoð-
aryfirlögregluþjónn, en á dögunum kynnti hóp-
ur á vegum dómsmálaráðuneytisins hugmyndir
um að fjölga vélunum. Sú hugmynd var hluti af
fleiri tillögum sem hópurinn gerði um að efla
löggæslu í Reykjavík.
Karl Steinar segir þó að enn eigi eftir að
ræða málin betur á samstarfsvettvangi lög-
regluembættisins og borgaryfirvalda og ekkert
hafi verið ákveðið um hversu mikið þurfi að
fjölga myndavélum né heldur hvar eigi að koma
nýjum vélum fyrir. „Við höfum talið það æski-
legt að stækka svæðið aðeins sem myndavél-
arnar ná til, færa okkur upp Laugaveg og
hugsanlega Skólavörðustíg auk þess sem við
höfum viljað skoða vélar sem settar eru á
ákveðnar umferðaræðar.“
Alls eru nú átta eftirlitsmyndavélar í mið-
bænum en þær voru settar upp árið 1998 og
kom upp töluverð umræða á sínum tíma um
réttmæti þess að nota slíkar vélar. Þannig hafi
verið bent á að með vélunum væri friðhelgi
einkalífs skert og sumir hafi velt því fyrir sér
hvort „Stóri bróðir“ væri að hefja innreið sína
til landsins.
Öryggisatriði fyrir
lögreglumenn
Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn segir að lögreglan hafi ákveðið að
koma strax til móts við þessi sjónarmið með því
að setja skýrar reglur um hvernig myndefni úr
vélunum yrði notað og samkvæmt þeim sé
skýrt að efninu eigi að eyða 30 dögum eftir að
það sé tekið upp. Þetta segir Ómar að hafi
skipt máli til að auka tiltrú fólks á vélarnar og
draga úr tortryggni og metur hann það sem svo
að vel hafi til tekist.
Karl Steinar segir að fyrst og fremst hafi
verið horft til Bretlands með uppbyggingu á
fyrirkomulagi eftirlitsmyndavéla en þeir standa
afar framarlega í þeim efnum. Virðist þróunin
um allan heim vera sú að fjölga myndavélum og
nú nýverið var komið fyrir fjölmörgum mynda-
vélum með aðdráttarlinsum á ljósastaurum í
New York í Bandaríkjunum.
Karl Steinar segir að almennt sé mjög góð
reynsla af myndavélunum í miðbæ höfuðborg-
arinnar og ávinningur hafi verið mikill. Þær
hafi forvarnargildi auk þess sem þær nýtist
beint við löggæslustörf, þannig að lögreglu-
menn geti séð hvað er að gerast og áttað sig
fyrr á aðstæðum en ella. Myndavélarnar eru
auk þess stórt öryggisatriði fyrir lögreglumenn
á vakt í miðbænum þar sem hægt er að fylgjast
með störfum þeirra og senda aðstoð ef þeir
lenda í vandræðum.
Verður að gæta meðalhófs
Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónu-
vernd, segir að lögregla hafi heimild til raf-
rænnar vöktunar á almannafæri að því gefnu
að viðvörun um slíka vöktun sé sett upp á því
svæði sem vaktað er. Þó verði lögregla að gæta
þess að ganga ekki lengra með slíkri vöktun en
nauðsynlegt sé og gæta meðalhófs í eftirlitinu.
Í því máli kunni staðsetning slíkra eftirlits-
myndavéla að skipta máli og hvaða sjónarmið
liggi að baki staðarvalinu.
Þórður segir hæpnara að einkaaðilar hafi
heimild til vöktunar á almannafæri og að til
þess þyrfti leyfi.
Aðspurður hvort mikið af kvörtunum hafi
borist vegna eftirlitsmyndavéla í miðbænum
segir hann ekki svo vera. Algengara sé að
kvartanir berist vegna myndavéla sem einkaað-
ilar setji upp, t.d. á vinnustöðum, og þá snúi
kvörtunin að því að fjöldi myndavélanna sé of
mikill eða tilgangur eftirlitsins ekki ljós.
Aðspurður hvort Persónuvernd hafi haldið
úti eftirliti með því að lögreglan eyði myndefni
af vélunum eftir 30 daga eins og gert sé ráð
fyrir segir hann að engin úttekt hafi verið gerð
á því, enda ekki borist neinar vísbendingar um
misnotkun á myndefninu.
Hugmyndum um fleiri eftirlitsmyndavélar í miðbæ Reykjavíkur vel tekið af lögreglu
Reynslan af vélunum góð
Morgunblaðið/Golli
Nú eru átta eftirlitsmyndavélar í miðborg
Reykjavíkur en þær voru settar upp árið 1998.
Eftir Árna Helgason og Andra Karl
STURLA Böðv-
arsson sam-
gönguráðherra
heimsækir Kan-
ada dagana 19.
til 23. apríl. Til-
gangur ferðar-
innar er þríþætt-
ur:
Samgönguráð-
herra verður
fulltrúi ríkisstjórnarinnar á þingi
Þjóðræknisfélagsins í Kanada,
hann kynnir markaðsátakið Ice-
land Naturally í Bandaríkjunum
og Kanada sem hófst vestra árið
2000 og í þriðja lagi hittir hann
fulltrúa stjórnvalda Bresku-Kól-
umbíu.
Þing Þjóðræknisfélagsins
Á laugardag tekur samgöngu-
ráðherra þátt í árlegu þingi Þjóð-
ræknisfélagsins í Kanada sem
haldið verður í Victoria í Bresku-
Kólumbíu. Þá á ráðherra fundi
með landstjóra fylkisins, aðstoð-
arráðherra ferðamála og ferða-
málastjóra. Einnig mun samgöngu-
ráðherra hitta Vestur-Íslendinga
við ýmis tækifæri í heimsókninni.
Með ráðherra verða Ragnhildur
Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri,
Bergþór Ólason, aðstoðarmaður
ráðherra, og Unnur Gunnarsdóttir,
skrifstofustjóri ráðherraskrifstofu.
Einnig taka þátt í dagskrá ráð-
herra þeir Magnús Oddsson ferða-
málastjóri og Einar Gústavsson,
framkvæmdastjóri ferðamálastofu
í Norður-Ameríku.
Sturla
Böðvarsson
í heimsókn í
Kanada
Sturla Böðvarsson
!"
#
$
" %
MANNRÆKTIN Atorka stendur
sumardaginn fyrsta fyrir ferð frá
Gljúfrasteini í Mosfellsbæ í gegn-
um Reykjavík, að Gróttu á Sel-
tjarnarnesi. Farið verður eftir
göngustígum Mosfellsbæjar,
Reykjavíkur og Seltjarnarness og
getur hver og einn fagnað sumri
með því að hjóla, hlaupa eða skauta
þessa leið. Þá verður öllum frjálst
að koma inn í hópinn hvar sem er á
leiðinni.
Ferðin hefst kl. 10.30 á Gljúfra-
steini – Húsi Halldórs Laxness, en
þar verður fyrst kynning á safninu
og nágrenni þess. Ferðin verður
farin í fimm tæplega klukkutíma
löngum leggjum með stuttum án-
ingarstoppum á nokkrum við-
komustöðum. Gert er ráð fyrir að
hópurinn komi á íþróttasvæðið á
Varmá kl. 11.30, verði við Gufunes
kl. 12.30, í Elliðaárdal kl. 13.30, í
Nauthólsvík kl. 14.30 og að lokum
verður komið að Gróttu upp úr kl.
15.30. Gróttuviti og Fræðasetrið
verða opin, en þar verður hægt að
kaupa léttar veitingar.
Þeim sem hafa
áhyggjur af því
hvernig eigi að
komast með reið-
hjól upp að
Gljúfrasteini má
benda á að
strætisvagnar
ganga upp í Mos-
fellsbæ, en þaðan
er léttur leikur
að hjóla upp í
Mosfellsdal til móts við hópinn, eða
að slást í förina á Varmá kl. 11.30.
Vonandi skemmtileg hefð
Gunnlaugur B. Ólafsson, fram-
haldsskólakennari og útivist-
armaður, er í forsvari fyrir ferðina.
Segir hann hér um að ræða nokkuð
hraða yfirferð. Farið verði á skokk-
hraða og jafnvel hraðar. „Þetta er
þó mikið til niður í móti,“ segir
Gunnlaugur og bætir við að gaman
væri, ef vel tekst til, að gera það að
hefð að nýta þá frábæru göngu-
stíga sem liggja gegnum höf-
uðborgarsvæðið á þennan hátt.
„Það er einmitt safnadagur á sum-
ardaginn fyrsta og frítt í öll söfn.
Þess vegna kemur það vel út varð-
andi Gljúfrastein og Fræðasetrið.
Það verður einmitt fjara þegar við
komum að Gróttu og verður fram
undir sjö, þannig að tímasetningin
passar vel að koma þangað seinni
part dags.“
Gunnlaugur er mikill áhugamað-
ur um göngur og útivist ýmiss kon-
ar. Hefur hann m.a. skipulagt
hringleiðir um fellin kringum Mos-
fellsbæ, en einnig skipuleggur hann
langar gönguferðir austur í Lóni,
þar sem hann hefur einnig unnið að
uppbyggingu útivistarmöguleika.
„Það er mikilvægt að ná sambandi
við náttúruna og rækta tengslin við
hana,“ segir Gunnlaugur. „Menn
geta verið að fara sama göngustíg-
inn aftur og aftur, en það er alltaf
ný upplifun, því veðrið er svo
breytilegt. Það er alltaf ný skyn-
reynsla að fara út og njóta göngu-
ferðar. Menn eiga ekki að hreyfa
sig út af kvöð, heldur ánægjunnar
vegna.“
Farið frá Gljúfrasteini að Gróttu sumardaginn fyrsta
Hlaupið, hjólað og skautað
frá sveit til sjávar
Gunnlaugur B.
Ólafsson