Morgunblaðið - 19.04.2006, Síða 22

Morgunblaðið - 19.04.2006, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 6. DESEMBER 2005 var fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006 samþykkt í borg- arstjórn. Tveimur dögum áður eða 4. desember 2005 skrif- aði samninganefnd Reykjavíkurborgar undir kjarasamninga við Eflingu, stétt- arfélag og Starfs- mannafélag Reykja- víkurborgar. Umræddir kjara- samningar hafa, allt frá undirritun þeirra, orðið tilefni margvís- legrar umfjöllunar í þjóðfélaginu enda höfðu þeir að geyma nokkurn kostnaðar- auka fyrir Reykja- víkurborg. Hækkun launakostnaðar hjá Reykjavíkurborg vegna framan- greindra kjarasamn- inga nemur um 6 milljörðum á næstu 3 árum, þar af um 1,5 milljörðum á árinu 2006. Það sem vekur hins vegar athygli er að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006 var ekki tekið tillit til þeirrar út- gjaldaaukningar sem af kjara- samningum leiðir. Forsendur fjár- hagsáætlunar voru því raun- verulega brostnar tveimur dögum áður en hún var samþykkt! Það sem þó vekur enn meiri athygli er að meirihlutinn í borgarstjórn hef- ur engar tillögur eða hugmyndir lagt fram um það hvernig fjár- magna eigi þessa útgjaldaaukn- ingu. Hvers konar fjármálastjórn er þetta – að samþykkja fjárhags- áætlun 6. desember sl. en tveimur dögum áður hafði Reykjavíkurborg gert kjarasamninga sem gengu í allt aðra átt? Gjaldfrjálsir leikskólar Síðla árs 2004 tók Reykjavík- urborg fyrstu skrefin í átt að gjaldfrjálsum leikskóla og er ráð- gert að hann komi að fullu til fram- kvæmda á árinu 2008. Þessar fyr- irætlanir Reykjavíkurborgar eru allra góðra gjalda verðar enda hef- ur niðurfelling leikskólagjalda í för með sér umtalsverðar kjarabætur fyrir fjölskyldur með ung börn og um leið er tekið stórt skref í átt til fjölskylduvænna samfélags. En hvaða hugmyndir hafði meirihlut- inn í borgarstjórn um fjármögnun á gjaldfrjálsum leikskóla? Gjald- frjálsir leikskólar kosta Reykjavík- urborg um 1 milljarð á ári. Það er ekkert til sem heitir ókeypis eins og t.d. gjaldfrjálsir leikskólar eða kjarasamningar. Á endanum eru það væntanlega borgarbúar sem greiða fyrir þetta með hærri skött- um eða þurfa að þola skerðingu á annarri þjónustu. Skuldaþróun og skatttekjur Samanlagðar tekjur borgarsjóðs af útsvari og fasteignasköttum eru skv. fjárhagsáætlun áætlaðar 37,6 milljarðar á árinu 2006 og hafa þá hækkað um tæplega 7 milljarða frá árinu 2004, eða um 22,15%. Aðrar tekjur hækka um einn millj- arð á tímabilinu, eða úr 6,7 í 7,7 milljarða en það jafngildir um 15% hækkun. Þessi mikla hækkun á skatttekjum á að mestu leyti rætur að rekja til þess að álagningarstuðull út- svars var hækkaður að lögbundnu hámarki eða 13,03% á árinu 2005. Þegar R-listinn komst til valda í Reykjavík á árinu 1994 var lög- bundið hámark álagn- ingarstuðuls útsvars 9,2%. Á verðlagi ársins 2005 voru skatttekjur á íbúa um 238 þús. árið 2000 en verða komnar í 323,5 þús. á árinu 2006 sem er um 36% hækk- un. Meirihlutinn í borg- arstjórn hefur því hækkað skatta á Reyk- víkinga og hækkanir á fasteignamati hafa stóraukið álögur á borgarbúa. Í stað þess að lækka fasteignaskatta samhliða stór- felldum hækkunum á fasteignamati hefur R-listinn, sem leiddur er af forystumönnum Samfylking- arinnar, séð sér leik á borði og aukið álögur á borgarbúa og þann- ig tryggt sér stórfelldan tekjuauka. Í stað þess að lækka útsvar- sprósentuna hefur meirihlutinn í borgarstjórn hækkað hana í það hámark sem lög leyfa og haldið áfram á braut skuldaaukningar, sjá mynd. Á myndinni má sjá að skuldirnar hafa hækkað úr 4,5 milljörðum á árinu 1993 í 75 millj- arða á árinu 2006 á verðlagi í árs- lok 2005. Þetta gerir um 16,5 falda hækkun skulda á föstu verðlagi! Ef frumvarp að þriggja ára áætlun borgarinnar fyrir árin 2007–2009 er skoðað er gert ráð fyrir enn meiri skuldaaukningu og er spáð því að skuldirnar muni aukast um 56% á tímabilinu og verði um 116 milljarðar í árslok 2009! Það sem vekur undrun mína er að á upp- gangstíma sem þessum skuli Reykjavíkurborg ekki spara og greiða niður skuldir en þess í stað halda áfram á braut skuldaaukn- ingar. Geta sveitarfélög treyst á áframhaldandi aukningu útsvar- stekna í framtíðinni? Nei, þau geta það ekki og hvað gerist ef það fer að hægja á hjólum atvinnulífsins? Þegar kemur að skuldadögum þarf að greiða niður skuldir en það gæti reynst mjög erfitt. Skuldasöfnun Reykjavíkurborgar er eyðsla en ekki fjárfesting. Horfur í fjár- málum Reykja- víkurborgar Davíð Ólafur Ingimarsson skrifar um fjármálastjórn Reykjavíkurborgar Davíð Ólafur Ingimarsson ’Það sem vekurundrun mína er að á uppgangs- tíma sem þess- um skuli Reykja- víkurborg ekki spara og greiða niður skuldir …‘ Höfundur er hagfræðingur og í stjórn Heimdallar. Nettóskuld skv. samstæðureikningi 1993 -2009 án líf.skuldbindinga - (á verðlagi í árslok 2005) 0 25 50 75 100 125 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Ár Milljarðar kr. EINS og kunnugt er hefur Jakob Björnsson, fyrrverandi orku- málastjóri, um árabil haldið fram þeirri kenningu sinni að jarðarbúum sé lífsnauðsyn að því að Íslendingar leggi fallvötn landsins og há- hitasvæði undir rafmagnsfram- leiðslu til álbræðslu. Rökin eru þau að álframleiðsla við rafmagn frá vatnsafls- og jarð- hitaknúnum orkuver- um forði jörðinni frá yfirvofandi afleið- ingum mengunar frá álbræðslu við rafmagn frá olíu-, gas- og kola- kyntum raforkuverum annars staðar. Vegna léttleika álsins í vél- knúnum farartækjum og vegna hreinleika vatnsorkunnar á Ís- landi. Með þessa kenn- ingu að vopni hefur Jakob herjað á hvern þann sem vogar sér að gagnrýna stóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda. „Menn verða að gera það heiðarlega upp við sig hvort vegur þyngra í þeirra huga að landsvæði fara hugs- anlega á kaf þar sem þúsundir manna búa á hverjum ferkílómetra og hafstraumar í Norður-Atlants- hafi kunna að breytast með ófyr- irséðum afleiðingum fyrir búsetu á Íslandi, eða að Kringilsárrana sé haldið þurrum og liturinn á Lag- arfljóti og Langasjó breytist ekki, svo dæmi séu tekin,“ skrifar Jakob endurtekið í nýlegum skrifum sínum um þetta málefni sitt í Morgun- blaðið. Ég tel mig ekki þurfa að sæta þessum siðferðilegu afarkostum Jakobs og hef heiðarlega afhjúpað rökleysurnar í málatilbúnaði hans – þó í u.þ.b. 10 sinnum færri Morg- unblaðsgreinum en hann hefur varið í opinberun þeirra. Ég hef meðal annars góðfúslega bent honum á að reikna þurfi inn í dæmið þá auknu notkun farartækja sem af auknum léttleika þeirra hefur hlotist, aug- ljóslega í flugsamgöngum, en einnig í bíla- og járnbrautarsamgöngum. Í vörn sinni í síðustu Morgunblaðs- greininni tekur Jakob að rekja ít- arlega meintar ástæður bíla- framleiðenda fyrir því að gera framleiðslu sína sparneytnari. Segir síðan: „Samkvæmt kenningu Gunn- laugs er öll þessi viðleitni yfirvalda og bílaframleiðenda unnin fyrir gýg því að aksturinn eykst bara svo að jafnvel er verr [af stað] farið en heima setið.“ Trúir hann þessu virkilega sjálfur?“ Hér hefði Jakob getað sparað sér upphrópanir með örlítilli rökhugsun. Sjálfar ástæðurnar fyrir orkusparn- aðaraðgerðum bíla- framleiðenda hafa eng- in áhrif á afleiðingar þessara sömu aðgerða. Þannig er nú einfald- lega háttað lögmáli or- saka og afleiðinga í efnisheiminum og get- ur varla talist neitt sér- stakt trúaratriði af minni hálfu að aðhyll- ast það lögmál. Fyrir tilstilli áls – meðal margra annarra tækni- legra atriða – eru far- artæki nú léttbyggðari en ella og það út af fyrir sig leiðir til minni eldsneytisnotkunar þeirra, hvers um sig. Hins vegar minnkar heildarbrennsla eldsneytis í far- artækjum jarðarbúa ekki samsvar- andi. Það er vegna þess að þessi aukni léttleiki sem af notkun álsins hlýst – svo við höldum okkur við þann þátt málsins – gerir þessi sömu farartæki nothæfari en ella. Það leiðir eðlilega til aukinnar heild- arnotkunar þeirra og þeirrar aukn- ingar þarf að taka tillit til í útreikn- ingum á áhrifum áls í heildareldsneytisbrennslunni í loft- hjúpi jarðar. Er ekki ástæðulaust að hefja trúarþrætu um þessa einföldu staðreynd? Eins er um þá staðhæfingu Jak- obs að álbræðsla á Íslandi leysi af hólmi eða komi í veg fyrir samsvar- andi framleiðslu áls við rafmagn frá jarðefnabruna annars staðar. Því skyldi hún gera það? Augljóslega einungis vegna þeirrar verðlækk- unar sem slíkt íslenskt framtak á ál- markaðnum hefði í för með sér. En sú sama verðlækkun lækkaði meðal annars framleiðslukostnað bíla og flugvéla og þar með verð þeirra og yki heildarnotkun þeirra og heildar- eldsneytisbrennslu. Þegar þessum rökum er hreyft verst Jakob með hagfræðilegum útleggingum sem minna á kafla úr stalínskri fimm ára áætlun: „Aukning verður á álfram- leiðslu þegar horfur eru á stækk- andi heimsmarkaði fyrir ál,“ skrifar Jakob. Verð kemur þar ekkert við sögu nema þegar svo slysalega vill til að áætlanabúskapurinn fer lít- illega úr böndunum – „… aukin ál- framleiðsla veldur þá og því aðeins verðlækkun á áli að um offramboð sé að ræða, án samsvarandi aukn- ingar í eftirspurn. Slíkt getur komið fyrir tímabundið en markaðurinn réttir sig fljótlega af aftur. Á sama hátt getur undirframboð valdið tímabundinni verðhækkun á áli.“ Jakob gefur sér að álframleið- endur hafi einhliða stjórn á mark- aðinum og leggi niður kolaknúnu ál- verin sín um leið og umhverfis- ráðherra Íslands hraunar yfir skipulagsstjóra ríkisins og leyfir að tappi sé settur í sérstæðustu jökulá heims og henni stolið úr farvegi sín- um. Hann gefur sér um leið að þessi íslenska rányrkja hafi engin áhrif á ákvarðanir þeirra um álframleiðslu á landsvæðum þar sem ósam- bærilega miklu meiri vatns- og jarð- hitaorka er fyrir hendi en á Íslandi, jafnvel þótt reiknað sé með öllum laxám þess og Gullfossi og Dettifossi að auki, eins og gert er í lang- stærstu-draumum (LSD) stóriðju- forkólfanna sem birst hafa í út- söluauglýsingum þeirra á 30 tera- watta vatnsorkupakka þessarar auðfengnu orkunýlendu í Norður- Atlantshafi. Er ekki nóg að þurfa að þola af- leiðingar stóriðjustefnunnar fyrir ís- lenskt náttúrufar þótt Jakob láti það vera að menga umræðuna um hana með rökleysum? Málsvari stóriðjustefnunnar Gunnlaugur Sigurðsson svarar Jakobi Björnssyni ’Er ekki nóg að þurfa aðþola afleiðingar stór- iðjustefnunnar fyrir ís- lenskt náttúrufar þótt Jakob láti það vera að menga umræðuna um hana með rökleysum?‘ Gunnlaugur Sigurðsson Höfundur er lektor við Kennaraháskóla Íslands. Í MEIRA en áratug hef ég í blaðagreinum bent á að fullyrðingar stjórnvalda um að tekjuskattur hafi lækkað á láglaunafólk séu rangar og eigi ekki við nein rök að styðjast. Ákvörðun þeirra að halda skatt- leysismörkunum niðri veldur því að skatt- byrðin á lágu laun- unum þyngist ár frá ári en léttist að sama skapi á þeim hærri. Lækkun um fjögur prósentustig, sem stjórnvöld hafa ákveð- ið á tekjuskattinum, nægir hvergi nærri til þess að vega upp á móti þessari öf- ugþróun. Þetta veit almenningur í landinu og þetta vita allir alþing- ismenn, sama hvar í flokki þeir standa. Þeir sem halda öðru fram ljúga vísvitandi að þjóðinni. Blekking Þeir sem fengið hafa skattalækk- anir í stjórnartíð Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar eru með þreföld eða fjórföld dagvinnulaun verkamanna og þaðan af meira. Í þeim hópi eru t.d. alþingismenn og ráðherrar, en um laun þeirra gilda sérstök lög sem hygla þeim á kostn- að láglaunafólks. Já, það er ekki það sama að vera Jón og séra Jón! Lækkun á skattprósentu tekju- skatts um 4% skilar sér ekki til al- mennings á meðan stjórnvöld halda á málum eins og þau gera nú. Og þannig mun það verða þangað til skattleysismörk hækka verulega og fylgja launaþróun í landinu. Til að leiðrétta þennan mis- mun þurfa þau strax að hækka í a.m.k. kr. 130.000 á mánuði. Sú gjörð er mjög brýn því tekjur verkafólks og annarra lágtekjuhópa duga ekki til reksturs heimila, heldur safna þau skuldum. Verði skattleysismörkin ekki hækkuð fljótlega hlýt- ur almenningur að grípa til sinna ráða og sækja þær kjarabætur sem þarf til þess að geta lifað sómasamlegu lífi. Hækkum lægsta kaupið En það er ekki nóg að minnka skattbyrðina á láglaunafólkinu, það þarf einnig að hækka launin, en lægstu kauptaxtar í dag eru rétt rúmlega kr. 100.000. Þessi laun hafa setið eftir meðan sum önnur hafa hækkað ótæpilega. Það er til dæmis staðreynd að lægsti verka- mannataxtinn væri í dag kr. 138.523 á mánuði ef hann hefði fengið sömu hækkun og laun þingmanna síðan 1998. Til að jafna þennan mun þarf kaup verkafólks að hækka strax um 28% eða rúmlega 30 þúsund krónur á mánuði. Hér er einungis miðað við hækkanir Kjaradóms á launum þingmanna og ráðherra en ekki þær hækkanir sem alþingismenn hafa samþykkt innan þingsins að veita sjálfum sér. Væru þær hækk- anir teknar með og settar inn í samanburðinn færu lægstu launin í dag vel yfir kr. 140.000 á mánuði. Það er kominn tími til að hækka lægstu launataxtana í þessa upp- hæð og önnur laun verkafólks eftir því. Þó stórir hópar launafólks hafi fengið nokkrar hækkanir und- anfarna mánuði þá situr almenni markaðurinn eftir og starfsfólk á hjúkrunar- og dvalarheimilum rík- isins og Hrafnistu DAS. Sér- staklega vil ég benda á hvað kaup ófaglærðs fólks sem vinnur í umönnunarstörfum hjá ríkinu og Hrafnistuheimilunum er ömurlega lágt, þrátt fyrir mikið vinnuálag og undirmönnun á deildum. Verði laun þessa starfsfólks ekki hækkuð og kjör þeirra bætt fljótlega mun það segja upp og leita sér að vinnu ann- ars staðar þar sem minna vinnuálag er og hærri laun. Leiðréttingu strax Sigurður T. Sigurðsson fjallar um kjaramál ’Lækkun á skattpró-sentu tekjuskatts um 4% skilar sér ekki til almenn- ings á meðan stjórnvöld halda á málum eins og þau gera nú.‘ Sigurður T. Sigurðsson Höfundur er fyrrverandi formaður Vlf. Hlífar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.