Morgunblaðið - 19.04.2006, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.04.2006, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR A ll ta f ó d ýr ir Extra sterkt GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Sprotar í leit að peningum á morgun Níu þátttakendur á fjár- festaþinginu Seed Forum kynntir til sögunnar ÞAU eru ýmis handtökin í landlegunni og þarf að gera að afla og dytta að einu og öðru fyrir næsta túr eins og gengur. Skuggar brugðu á leik við sjóarann knáa í Djúpa- vogshöfn, sem í aftanskininu mundaði amboð sín fimlega í lognkyrrunni. Þarna var unnið í brunn- bátnum Papey, nýkomnum að landi með fulla lest af eldislaxi. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Skuggaverk HALLA Tómasdóttir, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs Ís- lands, segir að nær væri að gera út- tekt á þeim vörugjöldum og tollum sem halda matvælaverði háu hér á landi en að gera úttekt á samþjöpp- un á matvörumarkaðnum. Hún segir að ríkissjóður skuldi lítið og standi vel og því fari vel á því að afnema tolla, vörugjöld og aðrar reglur og lög sem haldi matvælaverði óvenju- lega háu hér á landi. Í Morgunblaðinu um sl. helgi var viðtal við breska þingmanninn Jim Dowd sem stýrt hefur störfum þver- pólitískrar þingnefndar, sem rann- sakað hefur smásölumarkaðinn á Bretlandseyjum. Nefndin leggur m.a. til í skýrslu sinni að frekari sam- runar og yfirtök- ur á smásölu- markaðnum á Bretlandseyjum verði tímabundið bannaðar. Innt eftir því hvort ástæða væri til þess að gera slíka úttekt hér á landi segir Halla: „Ég er ekki viss um að slík út- tekt, yrði hún gerð, myndi leiða í ljós að þessi fyrirtæki, sem eru í sam- keppni á þessum markaði, séu að nýta sér markaðsaðstæður sínar. Við höfum séð á rekstri þessara félaga að hagnaður þeirra kemur allra síst frá þessum innlenda armi og meira að segja síður en svo. Oft eru þau að berjast í bökkum með þennan rekst- ur.“ Halla segir ekki einfalt að bera okkur saman við önnur lönd; mark- aðir þar séu miklu stærri en hér. „Það er allt annað að tala um að geta nýtt sér markaðsaðstæður á mark- aði sem telur jafn marga og Bretar gera, eða telur þessa þrjú hundruð þúsund manns sem við gerum. Ég stórefa að einhver úttekt á því hvort menn séu að nýta sér samkeppnisað- stöðu skili einhverju. Ég myndi miklu frekar vilja sjá að gerð yrði út- tekt á þeim vörugjöldum og tollum sem ennþá halda matvælaverði hér mjög háu. Ég held við ættum að beina kröftunum þangað.“ Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Nær væri að gera úttekt á vörugjöldum og tollum Halla Tómasdóttir KREDITKORT hækka smásölu- verð mun meira en um þau 2,5%, sem kemur fram í skýrslu fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins um kostnaðarhækkun vegna korta, að mati Sigurðar Lárussonar, kaupmanns í Dals- nesti í Hafnarfirði. Hann segir einnig að kostnaður vegna kred- itkorta í smásöluverslun hér á landi sé miklu meiri en þau 0,9% sem Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri Kreditkorta hf., tal- aði um í Morgunblaðinu í gær. Sigurður sagði kortaviðskiptum stríð á hendur fyrir mörgum árum og hefur ekki tekið við greiðslu- kortum í verslun sinni undanfarin þrjú ár. Hann kveðst þess fullviss að kortaviðskipti hækki vöruverð til íslenskra neytenda um 5–25%. Auk þóknunar til kortafyrirtækja fylgi kortaþjónustu ýmis kostnað- ur, t.d. kaup eða leiga á kortales- urum, rekstrarkostnaður þeirra og símakostnaður. Þá beri seljend- ur vöru og þjón- ustu oft skaðann af rangri notkun korta eða korta- svikum. Verslan- ir láni vörur að meðaltali í fjórar vikur vegna kreditkortavið- skipta og beri fjármagnskostnað vegna þess. Þessum kostnaði verði að ná til baka í vöruverði og því fylgi hækk- un virðisaukaskatts. Á móti henni komi enginn innskattur. Ríkið græðir á aukinni kortanotkun Sigurður segir rétt hjá Ragnari að ríkið græði á aukinni korta- notkun. Gróði ríkisins stafi þó ekki mest af minni seðlanotkun heldur af hækkun virðisaukaskatts vegna hærri álagningar sem kortanotk- unin krefjist. Sigurður telur sig hafa getað boðið lægra vöruverð frá því hann hætti að stunda kortaviðskipti. Hann kveðst hafa skoðað sérstak- lega veltumesta vöruflokkinn hjá sér – tóbak. „Þar sitja allir við sama borð í innkaupum,“ sagði Sigurður. „Það á ekki við um flesta aðra vöru- flokka. Þar fá stóru aðilarnir miklu hagstæðari kjör en þeir smærri. Ég er með lægsta tóbaksverð í landinu fyrir þá sem kaupa í kart- onavís.“ Sigurður segir að þegar hann stundaði kortaviðskipti hafi hann verið með 27,2% meðalálagningu og reksturinn vó salt. „Eftir að ég henti kortunum út gat ég lækkað álagningu í 13%. Í kjölfarið tvöfaldaði ég veltuna mjög fljótlega. Með tvöfalt meiri veltu og helmingi minni álagningu stend ég í svipuðum sporum og áð- ur, en laus við kostnaðinn af kort- aruglinu. Nú er ég að nálgast þref- öldun í veltu, miðað við þegar ég hætti með kortin, og reksturinn er réttum megin við strikið.“ Kaupmaður segir kortin hækka vöruverð um 5–25% Sigurður Lárusson Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ALLS voru 390 ökumenn kærðir vegna hraðakstursbrota í Reykjavík frá morgni miðvikudagsins 12. apríl fram til morguns þriðjudaginn 18. apríl. Af þeim voru 166 kærðir fyrir hraðakstur innan borgarmarka og voru 129 ökumenn á yfir 100 km hraða á klukkustund. Lögreglan í Reykjavík segir að í flestum tilvikum hafi verið um að ræða akstur á stofnbrautum borgar- innar. Sá sem hraðast ók var stöðv- aður á 144 km hraða þar sem leyfi- legur hámarkshraði er 60 km/klst. Í Hvalfjarðargöngum var hrað- akstursmyndavél í gangi og þar fór um 13.061 ökutæki. 224 ökumenn óku of hratt í göngunum og mega bú- ast við sektum. Lögreglan var ekki eingöngu með ratsjárnar í gangi því að 100 ökutæki voru ýmist boðuð í skoðun eða skrán- ingarnúmer klippt af þeim vegna vanrækslu á aðalskoðun. 25 öku- menn voru stöðvaðir vegna gruns um að hafa neytt áfengis við akstur. Vel- flestir sem höfð voru afskipti af voru með öryggisbelti spennt. 390 kærðir vegna hrað- aksturs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.