Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 45
15.04.2006
16
8 7 6 1 8
7 4 8 0 4
22 27 34 35
26
12.04.2006
8 13 16 28 33 37
4417 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 45
! " # "$ % &
' #
()
*)
+)
,)
-)
.)
/)
0)
(1)
.-5. && &&
TEIKNIMYNDIN svala, Ísöld 2,
hélt toppsætinu aðra helgina í röð
með um 8.500 manna aðsókn. Guð-
mundur Breiðfjörð hjá Senu bend-
ir á að þetta sé aðeins 28% minni
aðsókn en á opnunarhelginni, sem
þykir gott. „Eftir aðeins tólf daga
er Ísöld 2 komin í 34 þúsund
manns í aðsókn og myndin orðin
mest sótta mynd ársins. Með
þessu áframhaldi verður Ísöld 2
ein stærsta teiknimynd allra tíma
á Íslandi bæði hvað aðsókn og
tekjur varðar en hvar hún endar
ræðst af hversu fólki þyki hún
góð,“ segir Guðmundur og bætir
við því að núna stjórnist aðsóknin
mestmegnis af umtali um mynd-
ina.
Tvær myndir sem frumsýndar
voru fyrir páskahelgina taka
næstu sæti. Annað sætið skipar
kappinn Harrison Ford með
myndina Firewall en á eftir fylgir
hryllingurinn When a Stranger
Calls. Þriðja nýja myndin á lista
er Running Scared sem fór beint í
áttunda sætið.
Kvikmyndir | Vinsælustu myndirnar á Íslandi
Ísaldarpersónurnar eru skrautlegar.
Svöl
teikni-
mynd
VALINKUNNIR leikarar eru
nokkuð sem ekki skortir í nýjustu
kvikmynd Bretans Pauls McGuig-
ans, en sá vakti nokkra athygli
fyrir kvikmyndina Wicker Park
fyrir tveimur árum. Aðalhlut-
verkið í Vinningsnúmerinu leikur
ungstirnið Josh Hartnett, og á
móti honum er Lucy Liu en auk
þess raðast í nánustu aukahlut-
verk snillingar á borð við Ben
Kingsley, Morgan Freeman og
Stanley Tucci, auk þess sem stór-
stjarnan Bruce Willis er í hlut-
verki dularfulls leigumorðingja
sem eltir aðalsöguhetjuna á rönd-
um. Vandamálið er hins vegar það
að þegar svona góðir leikarar birt-
ast á skjánum gerir maður meiri
kröfur til persónanna sem þeir
túlka. Handritið að Vinningsnúm-
erinu er hins vegar grunnhyggið
og hraðsoðið – í stað þess að vera
harðsoðið eins og ætlunin var
greinilega. Þar segir af ungum
manni, Slevin að nafni (Josh Hart-
nett), sem fer að heimsækja vin
sinn í New York, og er handsam-
aður af útsendurum bófaforingja í
misgripum fyrir umræddan vin.
Brátt lendir Slevin milli skers og
báru í stríði tveggja bófaforingja,
sem leiknir eru af Ben Kingsley
og Morgan Freeman, og býðst að
bjarga eigin skinni með því að
drepa son annars bófanna. Slevin
er þó ekki eins saklaus og hann
virðist í fyrstu og reynist hafa ráð
undir rifi hverju í viðureigninni
við bófana. Vinningsnúmerið er
eitt af hinum fjölmörgu og mis-
jöfnu skilgetnu afkvæmum Tar-
antino-skólans í kvikmyndagerð
enda framleidd af hinu nýja fram-
leiðslufyrirtæki Weinstein-bræðra,
helstu samstarfsmanna Tarantinos
á því sviði. Samkvæmt uppskrift-
inni er búin til spennuflétta sem
tekur óvænta snúninga, er uppfull
af vægðarlausu og oft óvæntu of-
beldi, og kaldhæðnislegum brönd-
urum. Samtöl sögupersóna snúast
síðan að meira eða minna leyti um
poppkúltúr og gamlar bíómyndir, í
þessu tilfelli teiknimyndafígúrur,
Bond-myndir og Hitchcock-
myndina North by Northwest. En
ef ekki er unnið með þessa upp-
skrift af þeim mun meiri snilld
verður útkoman ósköp yfirborðs-
kennd, og í tilfelli kvikmyndarinn-
ar sem hér um ræðir stingast
lausu endarnir í fléttunni í allar
áttir og valda manni heilabrotum
um það bil sem maður gengur út
úr bíósalnum að sýningu lokinni.
En kvikmyndin er ágætis af-
þreying meðan á henni stendur,
þökk sé leikurum sem gera per-
sónur sínar eins bitastæðar og
hægt er í kvikmynd þar sem ofur-
áherlsa er lögð á að púsla saman
langsóttu plottinu.
Hraðsoðin
spennumynd
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó og Regnboginn
Leikstjórn: Paul McGuigan. Aðal-
hlutverk: Josh Hartnett, Morgan Freem-
an, Ben Kingsley, Lucy Liu, Stanley
Tucci, Bruce Willis. Bandaríkin, 110 mín.
Vinningsnúmerið / Lucky Number Slevin
Heiða Jóhannsdóttir
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
Ekki missa af frumlegustu gamanmynd ársins.
BYGGÐ Á ÓTRÚLEGUM SÖNNUM ATBURÐUM
MEIRA EN HETJA. GOÐSÖGN.
34.000 manns á aðeins 12 dögum!
eee
V.J.V Topp5.is
eee
H.J. Mbl
eee
J.Þ.B. Blaðið
FAILURE TO LAUNCH kl. 3:50 - 6 - 8 - 10:10
FAILURE TO LAUNCH lúxus VIP kl. 5 - 8 - 10:10
FIREWALL kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16.ára.
ICE AGE 2 M/- Ísl tal kl. 3 - 5 - 7
V FOR VENDETTA kl. 8:10 - 10:30 B.i. 16.ára.
WOLF CREEK kl. 9
BASIC INSTINCT 2 kl. 10:30 B.i. 16.ára.
EIGHT BELOW kl. 3 - 5:30 - 8
LASSIE kl. 5
BAMBI 2 M/- Ísl tal kl. 3
FAILURE TO LAUNCH kl. 6 - 8:15 - 10:20
FIREWALL kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 16.ára.
WOLF CREEK kl. 8:15 - 10:30
EIGHT BELOW kl. 6
F R U M S Ý N I N G
Sumum karlmönnum þarf að ýta út úr hreiðrinu
Vinsælasta myndin á Íslandi í dag